Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 24
NEYTENDUR
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUM tölvufyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu bjóða upp á svokallaða flýti-
eða hraðþjónustu á viðgerðarverk-
stæðum sínum. Fyrir þjónustu þessa
verða viðskiptavinir að greiða sér-
stakt gjald sem nemur frá 2.000 og
upp í 7.000 krónur, líka ef tölvur
þeirra eru í ábyrgð.
Talsmenn nokkurra tölvufyrir-
tækja, sem haft var samband við,
sögðu ástæðu þessarar gjaldtöku
vera að hér væri verið að auka þjón-
ustu við viðskiptavini.
Neytendasamtökin telja á hinn
bóginn ekki eðlilegt að neytendur
greiði fyrir flýtiþjónustu ef um
ábyrgðarviðgerðir er að ræða en
fjöldi kvartana hefur borist samtök-
unum vegna þessa.
Nýherji er með viðgerðarþjónustu
fyrir viðskiptavini sína og býður síð-
an upp á nokkrar gerðir hraðþjón-
ustu sem kosta frá 2.000 til 4.560
króna án vsk., allt eftir eðli og um-
fangi vinnunnar.
Aukin þjónusta fyrir
viðskiptavini
„Hér er átt við að ýmist sé hægt að
fá þjónustu sem hefst innan tveggja
tíma eða innan sólarhrings og hvort
um skrifstofubúnað er að ræða eða
tölvubúnað. En fyrst og fremst leggj-
um við faglegan metnað í að verkinu
ljúki sem fyrst en það veltur að sjálf-
sögðu á umfangi viðgerðar,“ segir
Magnea Steinunn Ingimundardóttir,
liðstjóri þjónustuvers Nýherja.
„Eðlilegt er að fólk borgi sérstaklega
fyrir hraðþjónustuna enda er hér um
aukna þjónustu að ræða til viðskipta-
vina. Auk þess bjóðum við upp á
þjónustusamninga fyrir fyrirtæki
þar sem þau tryggja sér forgang á
þjónustu og aðgengi að tæknimönn-
um og greiða þarf einnig fyrir slíka
þjónustu.“ Almenn viðgerðarþjón-
usta sem ábyrgð nær yfir er við-
skiptavinum að kostnaðarlausu að
sögn hennar. Viðgerðarþjónusta tek-
ur mislangan tíma og er málum hátt-
að þannig að viðskiptavinir fá ekki
uppgefið nákvæma dagsetningu um
hvenær þeir geti sótt vöruna heldur
eru allar vörur sem koma inn skráðar
og fara í verkefnabiðröð nema við-
skiptavinurinn óski hraðþjónustu.
Viðskiptavinurinn fær í hendur
beiðnanúmer og er hringt í hann þeg-
ar verki er lokið.
Tími almennrar viðgerðarþjón-
ustu er að sögn Magneu mjög breyti-
legur og fer eftir eðli viðfangsefnis-
ins og þeim fjölda verkefna sem fyrir
liggja. „Markmið þjónustuvers Ný-
herja er að tryggja viðskiptavinum
örugga og áreiðanlega þjónustu sem
uppfylli þarfir viðskiptavinarins til
hlítar í hvert og eitt skipti.“
Ávallt þarf að greiða
fyrir hraðþjónustu
Verslanir BT bjóða einnig upp á
hraðþjónustu fyrir viðskiptavini sína
og kostar slík þjónusta 6.200 krónur.
„Ef hlutir eru í ábyrgð þarf ekki að
greiða fyrir venjulega viðgerðar-
þjónustu en það þarf ávallt að greiða
fyrir hraðþjónustu,“ segir Guðmund-
ur Magnason, markaðsstjóri BT-
verslananna. „Hraðþjónusta felur í
sér að viðkomandi tæki er sett
fremst í biðröðina, það er að segja
um leið og tæknimaður losnar fer
hann að vinna að tæki sem er í hrað-
þjónustu.“
Að sögn Guðmundar er ávallt
byrjað á vörum í hraðþjónustu innan
sólarhrings og viðskiptavinurinn fær
síðan vöruna annaðhvort samdægurs
eða daginn eftir. Venjuleg viðgerð-
arþjónusta er síðan 4 til 5 virkir dag-
ar. Viðskiptavinurinn er látinn vita
hvaða tími er áætlaður í verkið. Ef
skjótari viðbragða er óskað stendur
hraðþjónustan alltaf til boða.
„BT er eini tölvusalinn mér vitandi
sem gefur viðskiptavinum sínum
Gullkort Tölvusímans. Tölvusíminn
Neytendasamtökin gagnrýna flýtiþjónustu tölvufyrirtækja
Telja ekki eðlilegt að
borga þurfi gjald ef
tölvan er í ábyrgð
Morgunblaðið/Þorkell
Talsmenn tölvufyrirtækja, sem rætt var við, segja flýti- og hraðþjónustu
vera aukna þjónustu við viðskiptavini sína.
Verslunin Svalbarði
Framnesvegi 44
Sérverslun með íslenskt góðmeti
Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök,
sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður.
Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur.
Orðsending til þorrablótsnefnda:
Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig
þorrabakka.
Sendum um land allt.
Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718