Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 25
er fyrirtæki sem sérhæfir sig í síma-
þjónustu við tölvueigendur og hand-
hafar Gullkorts fá 30 mínútna síma-
þjónustu sem og heimsókn fagmanns
til að leysa úr vandamálum sér að
kostnaðarlausu,“ segir Guðmundur.
Flýtiþjónustan ekki
mikið notuð
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri
hjá Aco, segir fyrirtækið bjóða upp á
flýtiþjónustu og kostar hún sex til sjö
þúsund krónur. „Flýtiþjónustan er
ekki mikið notuð hjá okkur en hún
stendur viðskiptavinum engu að síð-
ur til boða og er hér um aukna þjón-
ustu að ræða fyrir viðskiptavini. Við
erum með viðgerðarþjónustu sem er
viðskiptavininum að kostnaðarlausu
ef hluturinn er í ábyrgð. Við erum nú
að koma á þeirri þjónustu að ef hlut-
urinn er í ábyrgð þá sé hann settur
framarlega í röðina, viðskiptavinum
að kostnaðarlausu. Þetta fer þó eftir
álagi hverju sinni. Ef menn eru í
miklum vandræðum þá er flýtiþjón-
ustan besti kosturinn og varan er þá
yfirleitt tilbúin samdægurs. Venju-
leg viðgerðaþjónusta tekur síðan yf-
irleitt 1 til 3 daga en getur farið upp í
7 daga,“ segir Bjarni.
Kaupandi á ekki
að verða fyrir óhagræði
„Ef ákveðinn hlutur er í ábyrgð
þegar hann er settur í viðgerð og
kaupanda er síðan gert að borga til-
tekna upphæð fyrir að fá hlutinn af-
hentan til dæmis eftir sólarhring er
um flýtiþjónustu að ræða. Fyrir slíka
þjónustu teljum við að neytendur
eigi ekki að þurfa að borga þegar um
ábyrgðarviðgerðir er að ræða,“ segir
Björk Sigurgísladóttir, lögfræðingur
hjá Neytendasamtökunum.
„Vegna fjölda kvartana sem okkur
hafa borist erum við að láta reyna á
eitt slíkt dæmi og er það hjá Sam-
keppnisstofnun,“ segir Björk og
bætir við að niðurstöðu sé vonandi að
vænta á næstunni.“
Aðspurð segir Björk talsvert ber-
ast af kvörtunum vegna þessara
greiðslna fyrir flýtiviðgerðir. „Það er
ávallt mikið kvartað yfir tölvumálum
og þetta er einn angi af því. Í 49.
grein núverandi laga um lausafjár-
kaup segir að seljandi hafi rétt á því
að gera við hlut en hann verði að gera
það án þess að kaupandi hafi kostnað
eða óhagræði af því. Að kaupandi
þurfi að greiða fyrir þjónustuna er
ekki eðlilegt því hér er um gallaðan
hlut að ræða sem seljandi hefur látið
frá sér fara,“ segir Björk.
Ef neytendur telja á sér brotið og
að tölvufyrirtæki sinni ekki skyldum
sínum segir Björk að hægt sé að leita
aðstoðar Neytendasamtakana.
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 25
Stólpi fyrir Windows
Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1,
24. janúar, kl. 16.00 -18.00
Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra
þátta atvinnurekstrar. Einstaklega notendavænn viðskiptahugbúnaður í takt við
tímann. Kerfið hefur alla sömu eiginleika og Word og Excel.
Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar
um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 150 fyrirtæki hafa nú þegar
tekið Stólpa fyrir Windows í notkun.
Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is
Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út.
Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald,
Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi,
Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI
samskipti.
Námskeið í launakerfinu verður mánudaginn 29. janúar kl. 13 - 17 • Námskeið í bókhaldskerfunum
verður miðvikudaginn 31. janúar kl. 9 - 12 • Staður: Tölvuskóli Reykjavíkur. Bókanir í síma 568 8055.
Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031
Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is
EMMESSÍS hækkaði nýverið verð á
framleiðsluvörum sínum sem nemur
7%. Jón Axel Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Emmessíss, segir að
að baki hækkuninni séu nokkrar
ástæður eins og hækkun á hráefni til
ísgerðar þar á meðal á mjólkurafurð-
um. „Þá hefur orðið umtalsverð
hækkun á erlendum umbúðum en
þær eru flestar úr plasti og falla því
undir hækkanir á olíu. Ýmis íblönd-
unarefni eru notuð í ís eins og sykur
og hækkun á sykri á milli ára er nærri
60%,“ segir Jón Axel.
Stór hluti af kostnaði fyrirtækisins
er dreifingarkostnaður og segir Jón
Axel hækkun eldsneytiskostnaðar
sem og trygginga eiga þar líka hlut að
máli.
„Þá hafa laun starfsmanna hækkað
samkvæmt hækkun samninga hjá
Eflingu og VR. Þegar allar þessa
kostnaðarhækkanir eru síðan lagðar
saman þá endum við í þessari tölu.“
Aðspurður segist hann ekki eiga
von á frekari hækkun á þessu ári en
þess má geta að síðasta hækkun fyr-
irtækisins var að sögn Jóns Axels fyr-
ir rúmu ári.
Hækkun tekur gildi 1. febrúar
Hinn 1. febrúar næstkomandi mun
Kjörís hækka flestar framleiðsluvör-
ur sínar að meðaltali um 7,4%.
„Ástæða hækkunarinnar eru al-
mennar verðhækkanir á aðföngum.
Mjólkurvörur hækkuðu nú um ára-
mótin um 5%, sykur hefur hækkað
um rúmlega 30% síðastliðna tvo mán-
uði og þá urðu launahækkanir um
áramótin og námu þær 3%,“ segir
Valdimar Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Kjöríss.
Að sögn Valdimars eru flestar
framleiðsluvörur að hækka, þ.e. þær
sem ekki hækkuðu í desembermán-
uði. „Í desember hækkuðum við
bresku Walls-ísterturnar um 5%,
meðal annars vegna hækkunar á
gengi pundsins, en þessar vörur
standa í stað nú.“
Umbúðahækkanir erlendis eiga að
sögn Valdimars þar einnig hlut að
máli.
Verðhækkun hjá
Emmessís og Kjörís
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sent
frá sér tillögur að reglugerð um
íblöndun bætiefna í matvæli.
Danska matvælastofnunin hefur
mótmælt þessum drögum sem fela í
sér að hægt verður að vítamínbæta
sætindi.
Svava Liv Edgarsdóttir matvæla-
fræðingur hjá Hollustuvernd ríkis-
ins segir að hérlendis hafi í lok síð-
asta árs verið sent til umhverfis-
ráðuneytisins drög að reglugerð um
íblöndun bætiefna í matvæli. Hún
segir að þar sé ekkert sem heimili
íblöndun bætiefna í sælgæti.
Skilyrði fyrir veitingu leyfis til
íblöndunar bætiefna í matvæli verða
áfram ströng. Markmið reglugerð-
arinnar er að íblöndun bætiefna í
matvæli sé neytendum til hagsbóta
og leiði ekki til heilsutjóns.
„Það skiptir á hinn bóginn máli
hvaða vítamín er um að ræða. Það
hefur verið leyft að nota C-vítamín í
sælgæti og þá sem tæknilegt hjálp-
arefni en ekki til að vítamínbæta eða
auka hollustugildi.
Önnur vítamín hafa ekki verið
leyfð í sætindum hér á landi.
Gefin hefur verið út norræn
skýrsla um vítamínbætingu, þar sem
vítamín eru flokkuð í áhættuflokka.
Trúlega verður tekið mið af þeirri
skýrslu á meðan ekki eru samræmd-
ar reglur í Evrópu.“
Hún segir ennfremur að ef það
berist tilskipun frá Evrópusam-
bandinu þar sem heimiluð er frjáls-
legri íblöndun, verði Íslendingar
væntanlega að hlíta henni. Hún
bendir á að enn hafi engin slík til-
skipun borist og að enn sé langt í
land að þessi fyrstu drög Evrópu-
sambandsins um vítamínbætingu
verði að lögum en nú séu í gangi
gagnrýnar umræður um þessar til-
lögur sambandsins.
Ekki ráðgert að heimila
vítamínbætt sælgæti