Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 26

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 26
ÚR VERINU 26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÆR 20 bátar voru á loðnumiðun- um fyrir austan land í gær en bræla gerði mönnum erfitt fyrir. „Hér er bræla eftir brælu og erfitt að eiga við loðnuna í nótina,“ segir Eggert Þor- finnsson, skipstjóri á Oddeyrinni EA. Eggert segir að aðfaranótt mánu- dags, skömmu eftir miðnætti, hafi veðrið aðeins skánað en engu að síð- ur hafi erfiðlega gengið að ná loðnunni. „Tveir bátar fengu þá sín 100 tonnin,“ segir hann og bætir við að hann hafi aðeins fengið nokkur tonn. „Þetta mislukkaðist hjá okk- ur.“ Í gær hafði verið tilkynnt um land- anir á um 55 þúsund tonnum af loðnu á vetrarvertíðinni og hefur megnið farið í bræðslu en frysting á Rúss- landsmarkað hófst víða fyrir austan í nýliðinni viku. Oddeyrin landaði um 750 tonnum í bræðslu í Grindavík á laugardag en Eggert segir að þaðan sé um 30 til 35 tíma sigling á loðnumiðin, sem séu út af Reyðarfirði, um 55 til 60 mílur frá landi. „Það er erfitt að eiga við hana í svona haugasjó. Samt virðist vera dálítið af henni en mér finnst það ekki vera eins mikið og í fyrra. Hins vegar gengur betur í trollið á daginn, því hún er þéttari þarna niðri, en það verður ekkert fjör í þessu hjá okkur fyrr en hún kemur upp að landinu í febrúar.“ Bræla á loðnumiðunum fyrir austan land Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Oddeyrin kom með fyrstu loðnuna til Grindavíkur á vertíðinni, landaði þar 750 tonnum í bræðslu á laugardag. „Ekkert fjör fyrr en í febrúar“ FISKAFLINN í desembermánuði síðastliðnum var 52.522 tonn sam- anborið við 56.748 tonn í desem- bermánuði árið 1999, og dróst því saman um rúm 4 þúsund tonn á milli ára. Botnfiskaflinn dróst sam- an um rúm 7 þúsund tonn. Þennan samdrátt má líkt og fyrri mánuði aðallega rekja til minni þorskafla, en hann dróst saman um rúm 6.500 tonn á milli ára. Kolmunnaaflinn jókst aftur á móti um rúm 3 þús- und tonn og síldveiðin jókst lítil- lega milli desembermánaða 1999 og 2000, um tæp þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli dróst sam- an, fór úr 2.675 tonnum árið 1999 í 1.957 tonn nú. Heildaraflinn í íslenskri lögsögu á árinu 2000 var samkv. bráða- birgðaniðurstöðum 1.680.440 tonn sem er mun meira en árið 1999 (1.461.355). Þessi aukning er að- allega tilkomin vegna aukinnar veiði á loðnu og kolmunna, en báð- ar þessar tegundir hafa veiðst töluvert betur í ár en í fyrra. Botn- fiskaflinn dróst hins vegar saman um tæp rúm 27 þúsund tonn og er meginuppistaðan í þeim samdrætti minnkandi þorskafli, en hann dróst saman um tæp 27 þúsund tonn á árinu 2000. Þá dróst skel- og krabbadýraaflinn einnig saman, um rúm 9 þúsund tonn á milli ára.                                                           Meiri afli innan lögsögu F já rmá la fö l l i n Sumi f Count i f Subto ta l Sumproduct Lookup P ivo t tab les o . f l . Kennari er Baldur Sveinsson sem meðal annars hefur gefið út veglega bók um Excel, sem fylgir með í námskeiðinu. Baldur Sveinsson Bíldshöfði 18, sími 567 1466 EXCEL Framhaldsnámskeið Hnitmiðað námskeið fyrir fjármálastjóra og þá sem auka vilja við þekkingu sína í Excel. Farið er í gerð fjárhags- og rekstraráætlana og kynnt hin ýmsu reikniföll sem nota má til hagræðingar við útreikninga. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.