Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 33
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Netverslun - www.isold.is
Hjóla-
Heildarlausnir
fyrir fyrirtækið
skápar
Hámarksnýting rýmis
SKÁLD sýna aldrei öll sín ljóð.
Sum eru sett í skúffur og týnast.
Önnur eru geymd til seinni tíma.
Margt getur valdið þessu. Ljóð eru
misgóð og falla misvel að heild. Þegar
Tómas Guðmundsson gaf út sína
fyrstu ljóðabók, Við sundin blá, skildi
hann eftir ýmis ljóð af því að þau féllu
verr að heildarmynd bókarinnar en
önnur. Mönnum hefur lengi verið
kunnugt um þessi æskuljóð. Í for-
mála annarrar útgáfu bókarinnar
1950 segir Tómas: ,,Af einhvers kon-
ar fagurfræðilegum hégómaskap…,
lét ég mér, þegar ég valdi kvæðin,
sérstaklega annt um, að þau hefðu öll
sem samfelldastan svip, og gekk því
með ráðnum hug fram hjá nokkrum
þeim ljóðum, sem annars hefðu helzt
verið til þess fallin að gera kverið fjöl-
breyttara að viðfangsefnum og stíl.“
Hvort sem þetta var nú fagurfræði-
legur hégómaskapur eða einfaldlega
vönduð vinnubrögð leiddi þetta til
þess að bók Tómasar er ákaflega
heildstæð. Kristján Karlsson sagði
um hana að hún væri ákaflega sam-
felld bók. ,,Í raun og veru er hún eins
og eitt kvæði, ein stemming, og þarf
að lesast í heild til að njóta sín . . .“ og
síðar: ,,Því að Við sundin blá er söng-
ur um huglæga algilda fegurð ástar-
innar.“
Nú hefur Eiríkur Hreinn Finn-
bogason svipt hulunni af þeim æsku-
kvæðum sem Tómas kaus að birta
ekki í bók sinni og gefið þau út ásamt
ýmsum bréfum, ræðum og greinum
Tómasar sem flest eru
frá æskuárum hans. Bók-
ina nefnir hann Síðbúna
kveðju.
Helsta gildi þessarar
bókar eru einmitt æsku-
ljóðin. Sum þeirra hafa
að vísu birst áður í skóla-
blöðum og tímaritum en
önnur hafa hvergi birst.
Tómas var bráðþroska
höfundur. Um það bera
ljóðin vitni. Hann er und-
ir tvítugu þegar hann
yrkir þessi ljóð og í þeim
sjást helstu stíleinkenni
hans, fágun og fegurðar-
kröfur miklar, hljómþýtt
ljóðmál, upphafning hversdagsmáls.
En jafnhliða ofurlítill tregi. Hver
kannast ekki við þennan hljóm?
Er þetta sælan, sem oss hafði dreymt,
er sál vor yfir kvöldsins ljóðum bjó
og vængi gaf oss víðáttunnar þrá
og vorsins gleði í hjörtum okkar sló?
Hugsanleg ástæða þess að mörg
þessara ljóða fengu ekki að fljóta
með í Við sundin blá er sú að þau
túlka mun meiri innri átök en birtust
í þeirri bók. Tilfinningarnar í ljóðun-
um eru heitari og erfiðara að halda
uppi þeirri fjarlægðar- og fegurðar-
kennd sem einkennir bókina. Auk
þess eru tónarnir dekkri, stundum
allt að því draugalegir. Í ljóðinu Sigl-
ing siglir ljóðmælandi út frá bænum
beint út í nóttina. Þar brennur him-
inn og haf í hjarnköldum loga.
Gleymdar ástir, syndir og sorgir
sindra í geislunum og kvæðinu lýkur
á lokamynd:
Hvað heyri ég? Feigs
manns hlátra?
Á hafinu vofur reika!
Og öldurnar fallast í
faðma
við fleyið mánableika.
Í kvæðinu Um
þrotlaus ár finnum við
raunar hljóm sem vís-
ar fram til hinna
miklu kvæða síðustu
ljóðabókar skáldsins,
langar ljóðlínur og
upphafið myndmál:
Ég hef sungið – því sár
mér blæddu og sólin
var brennandi heit.
Og lokkandi ilmur litfríðra rósa en launsát
í hverjum reit.
Og nú kem ég þreyttur og þyrstur í þögn
þar sem allt er rótt
– með allan lærdóm frá langri ævi – eina
löngun til hvíldar í nótt.
Bréf Tómasar í þessari bók eru til
systur hans. Þau sýna okkur ungt
skáld sem er að uppgötva verðleika
sína og styrk sinn í spegli annarra
manna. Sama gildir um þrjár ritgerð-
ir frá æskuárunum. Í bókinni er einn-
ig að finna nokkrar greinar um Hall-
dór Laxness og verk hans. Þeir
Tómas og Halldór voru kunningjar
og skólabræður og ljóst að Tómas
gerir sér snemma grein fyrir hæfi-
leikum Halldórs og reynir eftir
fremsta megni að greiða leið hans
með ritum sínum.
Í bókinni eru allmargar tækifær-
isræður. Um þær er ýmislegt gott að
segja. Þær eru vel skrifaðar og ef-
laust skemmtilegar í því samhengi
sem þær voru fluttar. Þetta er þó sá
þáttur bókarinnar sem helst mætti
missa sín í mínum huga og bæta ekki
miklu við þekkingu okkar á skáldinu.
Á milli kafla bókarinnar eru birtar
ýmsar hugdettur og spakmæli sem
skáldið hefur skrifað í kompur sínar,
sennilega til að nota í ljóð síðar ef
færi gæfist. Mörg þessara spakmæla
eru sett fram af því listfengi að þau
eiga skilið sjálfstætt líf. Ég leyfi mér
hér að birta tvö þeirra. Annað er
dæmigerð þverstæða (paradox) í
anda Tómasar, hitt er úrdráttur:
og séum við skáld þá vitum við það með
vissu
að við erum sjálfir ljóðin sem ortu okkur.
Til að skilja lífið þarf maður sennilega að
lifa því.
Það hljóta að teljast töluverð tíðindi
að fá svo síðbúna kveðju frá skáldinu
Tómasi Guðmundssyni. Mér finnst
það fagnaðarefni því að margt er
mikils virði í þessari bók.
BÆKUR
L j ó ð , b r é f , r i t g e r ð i r
o g r æ ð u r
eftir Tómas Guðmundsson. Eiríkur
Hreinn Finnbogason bjó til prent-
unar. Mál og menning.
2001 – 214 bls.
SÍÐBÚIN KVEÐJA
Síðbúin kveðja
frá Tómasi
Tómas
Guðmundsson
Skaft i Þ. Halldórsson