Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 50
MINNINGAR
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gengin er í hárri elli
mæt kona sem ég á
margt upp að unna.
Hún var gift föður-
bróður mínum, Vigfúsi
Þorsteinssyni, og ég hef ekki verið
hár í loftinu þegar ég kynntist henni
fyrst. Þau bjuggu allan sinn búskap
á ættaróðalinu að Húsatóftum á
Skeiðum. Þar var gott að koma og
líka gott að vera. Ég tel það eitt
mesta happ ævi minnar að hafa
fengið að vera þar í sveit í sex sumur
hjá þeim hjónum þrátt fyrir að
barnafjöldinn væri svo sem nógur
fyrir.
Það var einn af bestu skólum sem
ég hef verið í.
Sá eiginleiki Þórunnar sem mér
er minnisstæðastur er hlýjan. Frá
henni stafaði mannleg hlýja, mildi
og vinsemd sem gerði það að verk-
um að manni leið alltaf vel nálægt
henni. Þessum eiginleikum hélt hún
alla ævi, jafnvel eftir að heilsunni
ÞÓRUNN
JÓNSDÓTTIR
✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum 28. septem-
ber 1905. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 13. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Skálholtskirkju 19.
janúar.
tók að hraka verulega
og persónuleikinn
breyttist eins og oft vill
verða. Þannig hverfa
mér ekki úr minni síð-
ustu heimsóknir mínar
til hennar. Þá var gott
að finna enn þessa
hlýju og ekki var verra
að hún virtist enn
muna eftir mér enda
þótt minnið væri ann-
ars orðið skert. Þó að
við værum ekki skyld
og býsna margir stæðu
nær henni, þá lágu allt-
af milli okkar einhverj-
ir dularfullir leyniþræðir af því tagi
sem hvorki verða skildir né skýrðir
en gefa mannlegum samskiptum lit
og ljós. Svo var engu líkara en þessir
leyniþræðir lægju áfram til Viðars
sonar míns sem naut einnig hlýju
hennar fjörutíu árum síðar þegar
hann var líka í sveit á Húsatóftum.
Hlýja Vigfúsar var af allt öðrum
toga en Þórunnar. Margir sem
þekktu hann hefðu sjálfsagt alls ekki
kennt hann við hlýju en hann var
samt í raun og veru hlýr maður á
sinn hátt, þó að hann væri
kaldranalegur á ytra borði. Þeir
bræðurnir, hann og faðir minn, voru
líkir að þessu leyti eins og ýmsu
öðru og við afkomendur þeirra höf-
um margir tekið þetta í arf; glettni,
stríðni og kaldranalegt yfirborð en
viðkvæma lund inni fyrir.
Á Húsatóftum var og er svo sann-
arlega hátt til lofts og vítt til veggja.
Þeir sem þekkja fjallahringinn á
slíkum stað geta farið nokkrum
sinnum kringum jörðina án þess að
finna neitt sem stenst samjöfnuð í
huga þeirra.
Bærinn stendur í þjóðbraut og
þar var sannarlega líf og fjör þegar
ég var að alast upp. Börnin tólf áttu
auðvitað þátt í því, glaðsinna eins og
þau eiga kyn til í báðar ættir. Gesta-
komur voru líka tíðar og hygg ég að
margur hafi farið þaðan léttari í
lund en hann kom. Og símstöðin,
sem var í rauninni tækniundur þess
tíma, skapaði sérstakan anda á
heimilinu. Henni var líka sinnt sam-
viskusamlega og átti Þórunn heitin
sinn þátt í því. Með því má í rauninni
segja að hún hafi unnið utan heimilis
þrátt fyrir barnafjöldann.
Þó að Þórunn væri alla tíð bæði
hlý og létt í lund verður ekki sagt að
mulið hafi verið undir hana um æv-
ina. Það tók auðvitað á konu að eiga
12 börn á þeim tímum og berjast
jafnframt við erfiðan sjúkdóm. En
einmitt þessi sömu skapgerðarein-
kenni fleyttu henni yfir alla hjalla
þannig að ég fann aldrei annað en
hún væri bara býsna sátt við lífið og
tilveruna þegar fór að halla undan
fæti. Æðruleysið var hennar aðals-
merki.
Þau Þórunn og Vigfús voru mér
alla tíð afar góð í þess orðs víðustu
og bestu merkingu. Þau sýndu mér
bæði natni og þolinmæði þegar bók-
hneigður og alvörugefinn borgar-
drengurinn átti að tileinka sér
leyndardóma sveitalífsins og mæta
kröfum þess. Þau létu sér annt um
mig bæði meðan ég var hjá þeim og
eins á eftir. Ég minnist ætíð vist-
arinnar hjá þeim í bernsku með virð-
ingu og söknuði, en þó umfram allt
með þakklæti. Sá sem vekur hjá öðr-
um slíkar tilfinningar við ævilok svo
löngu síðar hlýtur að hafa kvatt
heiminn í sátt.
Við Sigrún, móðir mín og systur
og öll fjölskylda okkar sendum börn-
um og allri fjölskyldu Þórunnar
samúðarkveðjur um leið og við
þökkum langa og mikilsverða sam-
fylgd látinnar sómakonu.
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Sumt fólk skilur eftir sig óvenju
góðar minningar í hugum samferða-
fólksins og þakklæti fyrir störf í
þágu margra. Svo er um Þórunni
Jónsdóttur, áður húsmóður á Húsa-
tóftum, sem nú er kvödd eftir langa
legu á sjúkrahúsi. Hún fékk það
hlutskipti í lífinu – auk húsmóður-
starfsins – að vinna fyrir marga og
leysti þau störf af hendi af mikilli
samviskusemi. Þeirra starfa hennar
vil ég hér minnast.
Þórunn var heimasæta á Hlemmi-
skeiði, þegar hún giftist Vigfúsi Þor-
steinssyni bóndasyni í austurbænum
á Húsatóftum árið 1926 og stofnaði
þar heimili með honum. Sama ár var
þar sett upp landssímastöð, en
lengra náði síminn ekki í fyrstu. Þar
var einnig sett upp pósthús, eða
bréfhirðingarstöð, eins og það var
kallað. Á Húsatóftum var jafnframt
afgreiðsla fyrir fólksflutningabíla,
sem þá fóru ekki lengra. Gestagang-
ur var því mikill og nóg að gera hjá
hinni ungu húsmóður með vaxandi
barnahóp.
Símstöðin var á Húsatóftum í 48
ár eða til ársins 1974. Heimilið var
miðstöð sveitarinnar í þeim efnum
því margir áttu þangað erindi. Vig-
fús var stöðvarstjóri en þurfti
mörgu að sinna og símaafgreiðslan
lenti því mikið á húsmóðurinni. Þá
varð að senda eftir mönnum í síma
eða þeir að fara þangað til að hringja
– og átti ég því oft erindi að Húsa-
tóftum. Og kaffi var alltaf á könn-
unni.
Og árin liðu – en nú kom ný tækni
til sögunnar jafnframt auknu fjár-
magni – sveitarsíminn. – Síminn var
lagður um sveitina í tveimur áföng-
um 1946 og 1953, og var það mikil
framför í símamálum. Línurnar –
eða bæjarhóparnir voru fjórir – og
urðu svo samtvinnaðir og fastir í
huga fólksins að farið var að láta lín-
urnar sjá um hjónaballið til skiptis –
og svo er enn. Hver bær hafði sína
hringingu – fólk gat hringt beint
innan hverrar línu en símstöðin á
Húsatóftum varð að gefa samband á
milli línanna og út úr sveitinni. Jókst
þá enn álagið á Húsatóftaheimilið.
Verið var að hringja allan daginn en
mest þó í hádeginu. Er mér sagt að
Þórunn hafi reynt að vera þá búin að
elda – en þó hafi komið fyrir að upp
úr pottunum sauð, þegar hún var að
afgreiða símtöl. Einnig var hringt
mikið á kvöldin og einnig var ansað
á nóttunni, ef mikið lá við. Þótt fjöl-
skyldan hjálpaðist að mæddi mest á
húsmóðurinni, sem var alltaf inni og
sérstaklega síðustu árin eftir að Vig-
fús missti heilsuna. Dáðist ég oft að
hinni endalausu þolinmæði hennar
Þórunnar við kvabbinu í okkur.
Sveitarsíminn er minnisstæður en
svo kom einkasími í sveitina árið
1975 og var Skeiðahreppur fyrsta
sveitin á landinu, þar sem allir not-
endur fengu einkasíma.
Símstöðin á Húsatóftum er nú
löngu af lögð en ég er einn þeirra
sem minnist þeirrar þjónustu, sem
Húsatóftaheimilið veitti og ekki síst
hún Þórunn. Henni sé því heiður og
þökk.
Aðstandendum votta ég samúð.
Jón Eiríksson.
*
+
(
# (#
&
9
&
*,!( !A+7
,-*./*$
2, -. 5 !
-/ , !
* !< ,
,: , ! "3
!6'
$
'
3
992
*. !
&
#
)
+)
4
) #
#
+
'(.
!'( !
2' . !
!'('
!'(
2,!(2 $
7 ( #
#
=?%=
#('
!< /(A;
& " 4 8
9&
+
$
4 :!)
<! ',5 ! 4#
2' ,5 ! ! @,,B& ,
66' 66'$
*
+
+
(
# (#
C9
"
& 2' !AD
9, 6,-.'6$
:!)
!' ! , !
) ' , '
$
2 3
?9%
"
5#
5!(!
& %
6
#
# %/
0 ;0
<
9
)
%.
/ 00
9 !6 5 !
! 5 <,!('
!
! 5 2/3! !
5' 5 .1 !
, 5
! / 5 ! 2,2
!'(' 5 , <, 5
$
E9
&
# 'F
,-*./*
& # .
#
#
%,
0 ;0
' !- <, !
!- ! ! .#2$
!',!
53-
'(.- ! 1,!"!' 5
- *!! 6#
6#* '<! # $
*
+
+
(
# (#
"
& 1<6!FG
9, 6,-.'6$
:!)
! /
!'( !
,
$
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina