Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 53

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 53 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun í dag allt að 50% afsláttur ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Kringlunni s. 533 1740 OPIÐ TIL KL. 21.00 Í KRINGLUNNI ALLA FIMMTUDAGA OPIÐ TIL KL. 21.00 FIMMTUDAGA KRINGLUNNI s. 533 1730 MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum mánuð- um. Mér hefur þótt vanta í þá umræðu hversu verðmætur Skerjafjörður er í huga alls almennings. Hvar eru nú náttúru- verndarsinnarnir sem gátu farið í hópum upp á hálendi til að ákalla þjóðina um verndun svæðis sem nánast enginn nema fuglinn fljúgandi og fáeinar tófur koma á? Strand- lengjan Reykjavíkurmegin er eini hluti strandlengju Reykjavíkur sem er nær ósnortinn. Hundruð manna njóta útivistar á göngu- stígnum meðfram ströndinni. Erum við tilbúin til að fórna þessari útivistarperlu fyrir flugvöll eða önn- ur mannvirki? Er ekki kominn tími til að við látum sum svæði í borgarlandinu í friði? Sú árátta að hlaða nið- ur húsum á hvern blett er gengin allt of langt. Er það rétt að unnið sé að því í Borgar- skipulagi að í framtíð- inni verði alþjóðlegur flugvöllur í Skerja- firði? Er það rétt að Kópavogsbær dæli mold og öðrum jarðvegi í fjörðinn þannig að smám saman fyllist hann af aur og drullu? Hvaða áhrif hefur það á dýralíf í firðinum að Kópa- vogur ætlar að byggja höfn í firð- inum? Þessum og ýmsum öðrum spurningum varðandi þetta mál er ósvarað. Við skulum vinna að því að vernda Skerjafjörð, sem á sér merka sögu og býr yfir sérstöku dýralífi og fegurð. Skerjafjörðurinn er náttúruperla Bessí Jóhannsdóttir Höfundur er kennari og íbúi á ströndinni við Skerjafjörð. Útivistarperlur Er ekki kominn tími til, spyr Bessí Jóhanns- dóttir, að við látum sum svæði í friði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.