Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 54

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 54
UMRÆÐAN 54 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR hugað er að ritun sögu Háskóla Íslands kemur fljótt í ljós að þrátt fyrir miklar heimildir í Skjalasafni Háskólans um stjórn- sýslu skólans skortir á vitneskju um hluta háskólasamfélagsins. Litlar sem engar heimildir eru til sem vitna um líf stúdenta. Því hef- ur verið ákveðið að ráðast í það verkefni að fá stúdenta til að halda dagbók einn dag og skila inn til varðveislu á handritadeild Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns. Miðvikudagurinn 24. janúar varð fyrir valinu. Ef vel tekst til er markmiðið að gefa út úrval dag- bókanna í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands. Dagbækur eru skemmtilegar og oft líflegar heimildir og eru þær mikilvægar við söguritun. Dag- bækur sem þessar kunna því að hafa mikið heimildargildi. Þær gætu dregið upp raunsanna mynd af daglegu lífi hins dæmigerða há- skólanema. Styðjast mætti við dagbækurnar við ritun sögu Há- skóla Íslands. Einnig kynnu þær að nýtast við sjálfstæðar rann- sóknir um líf og störf háskólastúd- enta. Síðast en ekki síst yrðu bæk- urnar háskólanemum jafnt nú sem síðar skemmtileg lesning. Dagbókarformið hefur ýmsa mögu- leika að bjóða. Dag- bækur geta verið allt frá einföldum upp- talningum á viðburð- um dagsins til hug- leiðinga um daginn og veginn. Óskandi er að fjölbreytnin verði sem mest. Nemendur skulu senda dagbækur sín- ar í tölvupósti og er netfangið dagbok@- hi.is. Einnig verður að finna sérstaka kassa á háskóla- svæðinu fyrir þá sem ekki hafa tök á að nýta sér tölvutæknina. Þeir sem kjósa að skrifa undir nafn- leynd eru beðnir um að greina frá kyni og aldri. Heimasíða verkefn- isins hefur verið sett upp á slóð- inni www.dagbok.hi.is og er þar að finna nánari upplýsingar. Tíu dag- bókarritarar verða dregnir út og hljóta bókaverðlaun frá Háskóla- útgáfunni að launum fyrir þátttök- una. Mikilvægt er að sem flestir nemendur Háskóla Íslands taki þátt í verkefninu svo tilætlaður ár- angur náist og dagbækurnar verði hægt að nýta sem skyldi. Ef vel tekst til mætti í kjölfarið gera dag- bókardaginn að reglulegum við- burði við Háskólann. Það er hagur allra stúdenta að verkefnið gangi vel. Því hvetjum við nemendur til að sjá af stundarkorni í amstri dagsins og hripa niður örfá orð. Hver veit nema slík tilraun leiði til frekari áhuga nemenda á dagbók- arskrifum. Sif Sigmarsdóttir Sif er nemandi í sagnfræði og ís- lensku við HÍ. Kolbrún er nemandi í lögfræði við HÍ. Skjalasöfnun Mikilvægt er, segja Sif Sigmarsdóttir og Kol- brún Benediktsdóttir, að nemendur HÍ taki þátt í verkefninu svo til- ætlaður árangur náist. Kolbrún Benediktsdóttir Heimildir skapaðar um líf háskólanemans G læ si le ga r gj af av ör ur Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Ávaxtapressa kr. 4.600 SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.