Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 54
UMRÆÐAN 54 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR hugað er að ritun sögu Háskóla Íslands kemur fljótt í ljós að þrátt fyrir miklar heimildir í Skjalasafni Háskólans um stjórn- sýslu skólans skortir á vitneskju um hluta háskólasamfélagsins. Litlar sem engar heimildir eru til sem vitna um líf stúdenta. Því hef- ur verið ákveðið að ráðast í það verkefni að fá stúdenta til að halda dagbók einn dag og skila inn til varðveislu á handritadeild Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns. Miðvikudagurinn 24. janúar varð fyrir valinu. Ef vel tekst til er markmiðið að gefa út úrval dag- bókanna í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands. Dagbækur eru skemmtilegar og oft líflegar heimildir og eru þær mikilvægar við söguritun. Dag- bækur sem þessar kunna því að hafa mikið heimildargildi. Þær gætu dregið upp raunsanna mynd af daglegu lífi hins dæmigerða há- skólanema. Styðjast mætti við dagbækurnar við ritun sögu Há- skóla Íslands. Einnig kynnu þær að nýtast við sjálfstæðar rann- sóknir um líf og störf háskólastúd- enta. Síðast en ekki síst yrðu bæk- urnar háskólanemum jafnt nú sem síðar skemmtileg lesning. Dagbókarformið hefur ýmsa mögu- leika að bjóða. Dag- bækur geta verið allt frá einföldum upp- talningum á viðburð- um dagsins til hug- leiðinga um daginn og veginn. Óskandi er að fjölbreytnin verði sem mest. Nemendur skulu senda dagbækur sín- ar í tölvupósti og er netfangið dagbok@- hi.is. Einnig verður að finna sérstaka kassa á háskóla- svæðinu fyrir þá sem ekki hafa tök á að nýta sér tölvutæknina. Þeir sem kjósa að skrifa undir nafn- leynd eru beðnir um að greina frá kyni og aldri. Heimasíða verkefn- isins hefur verið sett upp á slóð- inni www.dagbok.hi.is og er þar að finna nánari upplýsingar. Tíu dag- bókarritarar verða dregnir út og hljóta bókaverðlaun frá Háskóla- útgáfunni að launum fyrir þátttök- una. Mikilvægt er að sem flestir nemendur Háskóla Íslands taki þátt í verkefninu svo tilætlaður ár- angur náist og dagbækurnar verði hægt að nýta sem skyldi. Ef vel tekst til mætti í kjölfarið gera dag- bókardaginn að reglulegum við- burði við Háskólann. Það er hagur allra stúdenta að verkefnið gangi vel. Því hvetjum við nemendur til að sjá af stundarkorni í amstri dagsins og hripa niður örfá orð. Hver veit nema slík tilraun leiði til frekari áhuga nemenda á dagbók- arskrifum. Sif Sigmarsdóttir Sif er nemandi í sagnfræði og ís- lensku við HÍ. Kolbrún er nemandi í lögfræði við HÍ. Skjalasöfnun Mikilvægt er, segja Sif Sigmarsdóttir og Kol- brún Benediktsdóttir, að nemendur HÍ taki þátt í verkefninu svo til- ætlaður árangur náist. Kolbrún Benediktsdóttir Heimildir skapaðar um líf háskólanemans G læ si le ga r gj af av ör ur Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Ávaxtapressa kr. 4.600 SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.