Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 56
UMRÆÐAN
56 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKÁLDIN hitta oft
hrifnæmt fólk í hjarta-
stað og stundum með
svo áhrifamiklum hætti
að það fær stjörnur í
augun. Snemma á síð-
ustu öld varð kunnur
bókmenntamaður svo
heillaður af Viktoríu
Hamsuns að hann var
vart mönnum sinnandi
vikum saman, las bók-
ina sjö sinnum og gekk
með hana í vasanum og
greip niður í henni hvar
og hvenær sem færi
gafst. Eitthvað svipað
virðist hafa hent Sigurð
Tómasson endurskoð-
anda sem skrifaði grein í Morgun-
blaðið sl. föstudag. Hann sá Antigóníu
eftir Sófókles í leikhúsi um jólin og
heillaðist svo að síðan hefur hann les-
ið þýðingu Helga Hálfdanarsonar
„hægt og aftur og aftur“! Og svo upp-
tekinn og innblásinn er hann af þessu
verki að hann hefur nú talið sér trú
um að skylmingarnar í svokölluðu ör-
yrkjamáli séu grískur harmleikur á
þjóðmálasviðinu.
Hér skal ekki fjallað efnislega um
öryrkjamálið, þótt vissulega væri
ástæða til að gagnrýna fjölmiðla fyrir
að vera vettvangur einhliða málflutn-
ings þar sem alið hefur verið á rang-
hugmyndum um málavexti. Umræð-
urnar á Alþingi í síðustu viku hafa
gerbreytt stöðu mála og flestum er
væntanlega orðið ljóst að ekki voru
efni til þeirra stóryrða sem hafa fallið.
Ríkisstjórnin er að fara að dómi
Hæstaréttar með lagafrumvarpi sínu,
þótt sjálfsagt hafi mátt gera það með
ýmsum öðrum hætti.
En þótt öldur hafi lægt í þessu æs-
ingamáli er áfram mikið að gerast í
huga Sigurðar Tómassonar endur-
skoðanda. Þar er skapadómur í nánd,
ekkert minna. Og þótt endurskoðand-
inn kjósi að tala í nokkurs konar vé-
fréttarstíl að forngrískum sið er ljóst
að hann telur forsætisráðherra vorn
eiga þungan dóm fyrir höndum.
Dramb hans muni verða honum að
falli.
Söngurinn um drambsemi Davíðs
hefur nú heyrst með ýmsum tilbrigð-
um um nærri tveggja áratuga skeið
eða allt frá því hann varð borgarstjóri
1982. Jafnan hefur fylgt að skapa-
dómur væri á næsta leiti. Samt hefur
enginn maður orðið lífseigari á valda-
stóli en Davíð Oddsson og enginn
stjórnmálaforingi íslenskur notið jafn
almennra vinsælda jafn lengi og Dav-
íð. Maður hefði því haldið að pólitískir
andstæðingar Davíðs væru farnir að
þreytast á þessum söng sínum. En því
er ekki að heilsa. Þjóðsagan um
dramb Davíðs fer á kreik með reglu-
bundnu millibili – og má kalla að hún
sé orðið eina haldreipi andstæðinga
hans til að koma á hann höggi.
Mannkynssagan
geymir mörg dæmi um
að dramb hafi orðið
valdamiklum mönnum
að falli, ekki síst þeim
sem lengi hafa setið á
valdastóli og þótt hafa
óskoruð völd. Í þjóðsög-
unni um dramb Davíðs
búa því sígild sannindi
sem óhjákvæmilega
gera hana lífseiga og því
fremur sem valdaferill
hans lengist.
Í DV um helgina voru
rakin fáein tilvik þar
sem Davíð hefur þótt
fara yfir strikið í um-
mælum á opinberum
vettvangi. Ekkert þeirra ber þó vott
um drambsemi í sjálfu sér heldur ein-
faldlega að Davíð hefur jafnan verið
óhræddur við að segja meiningu sína í
smáu sem stóru. Vissulega hefur hon-
um stundum verið lagt þetta til lasts.
Svona tala menn ekki í hans stöðu,
segir þá fólkið. En það er nú einmitt
slíkur maður sem við Íslendingar höf-
um mesta þörf fyrir. Við búum í litlu
samfélagi þar sem hræsnin verður oft
þrúgandi. Það er þessari þjóð öðrum
fremur hollt að eiga stjórnmálafor-
ingja sem er reiðubúinn að tala tæpi-
tungulaust og hætta vinsældum sín-
um fyrir sannfæringu sína.
Og hvað skyldi það nú hafa verið
sem fór svo fyrir brjóstið á Sigurði
Tómassyni endurskoðanda að hann
ryðst fram á ritvöllinn og gerist boð-
beri válegra tíðinda?
Jú, Davíð hafði ekki talað af til-
hlýðilegri virðingu um Hæstarétt.
Skilin milli hinna þriggja greina
ríkisvaldsins í lýðræðisríkjum eru tíð-
um óljós og því eðlilegt að milli þeirra
ríki stundum togstreita. Í sögu
Bandaríkjanna hefur t.d. oft komið til
harðra átaka milli dómsvalds annars
vegar og löggjafar- og framkvæmda-
valds hins vegar. Á fjórða áratug 20.
aldar hafði þáverandi forseti, Frank-
lin D. Roosevelt, í beinum hótunum
við Hæstarétt Bandaríkjanna vegna
þess að honum fannst þröng túlkun
réttarins á bandarísku stjórnar-
skránni vera á skjön við almennan
skilning kjörinna fulltrúa þjóðarinn-
ar. Roosevelt og fylgismenn hans
töldu að hæstaréttardómararnir
væru þannig að taka pólitískar
ákvarðanir sem með réttu ætti að
taka af lýðkjörnum fulltrúum. Á
sjötta og sjöunda áratug 20. aldar var
rétturinn með sama hætti sakaður
um að taka sér pólitískt vald í hendur
– en nú með því að túlka stjórnar-
skrána of vítt. Fleiri slík dæmi mætti
nefna og er þess skemmst að minnast
að í nýliðnum forsetakosningum í
Bandaríkjunum var ákaft rætt um
þær pólitísku afleiðingar sem hug-
myndafræðilegur bakgrunnur hæsta-
réttardómara gæti haft.
Fyrir hálfum öðrum áratug sætti
Hæstiréttur Íslands gagnrýni fyrir
að vera um of hallur undir ríkisvaldið
í dómum sínum. Á síðustu misserum
hefur rétturinn hins vegar verið
gagnrýndur fyrir að fara um of yfir á
svið löggjafans m.a. með því að gera
erlendum sáttmálum og samningum
sem Ísland er aðilji að hærra undir
höfði en íslenskum lögum. Hér er á
ferðinni mjög afdrifarík breyting á
réttarfari í landinu og fullveldi þjóð-
arinnar. Dómsvaldið er að sækja inn á
svið löggjafarvaldsins – og þar með er
að verða til nýtt jafnvægi í skilunum
milli dómsvalds og löggjafarvalds á
Íslandi. Við slíkar aðstæður er eðli-
legt og nauðsynlegt að lýðkjörnir
fulltrúar spyrni við fótum og láti af-
dráttarlaust í ljós skoðun sína.
Virðingin fyrir lögum og rétti má
ekki ganga út í þær öfgar að ekki sé
höfð í frammi málefnaleg gagnrýni á
dómsniðurstöður Hæstaréttar.
Hæstaréttardómarar gera mistök
eins og við hin og hugsa stundum
skakkt. Þeir eru ekki stöðu sinnar
vegna hafnir yfir gagnrýni. Hins veg-
ar virðum við dómsniðurstöður þeirra
þótt við séum þeim ósammála – rétt
eins og við virðum kosningaúrslit sem
eru okkur ekki að skapi.
Varnaðarorð Davíðs Oddssonar um
þá stefnu sem Hæstiréttur sýnist
vera að taka eiga fullan rétt á sér og
ekkert skylt við dramb. Þau varða
sjálfan grundvöll lýðræðis í landinu.
Samkvæmt stjórnskipun okkar
hvílir ábyrgðin á fjármálum þjóðar-
innar hjá Alþingi. Þar eru útgjöldin
ákveðin og skattar lagðir á af kjörn-
um fulltrúum með umboð frá þjóð-
inni. Hæstaréttardómarar hafa ekk-
ert slíkt umboð. Það er því nokkur
von til þess að forsætisráðherra
hrökkvi við þegar hæstaréttardómar-
ar sýnast skyndilega farnir að gefa út
ávísanir á skattfé landsmanna með
„réttlætiskennd“ sína að leiðarljósi.
Um dramb Davíðs
Jakob
F. Ásgeirsson
Öryrkjadómurinn
Varnaðarorð Davíðs
Oddssonar um þá stefnu
sem Hæstiréttur sýnist
vera að taka, segir
Jakob F. Ásgeirsson,
eiga fullan rétt á sér og
ekkert skylt við dramb.
Þau varða sjálfan
grundvöll lýðræðis í
landinu.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Í Morgunblaðinu
föstudaginn 19. janúar
er greint frá því að á
næstunni verði lögð
fyrir skipulagsnefndir
Reykjavíkur og Sel-
tjarnarness tillaga að
35 hektara land-
fyllingu norður af
Eiðsgranda og Ána-
naustum. Þarna gerir
skipulagsstjóri
Reykjavíkur ráð fyrir
2.500 manna byggð
auk menntaskóla og
grunnskóla.
Í frásögn af þessum
hugmyndum er ekkert
minnst á hvernig þessi
áform falli að líklegri þróun í
hækkun sjávarborðs, ef til vill um
einn metra á nýbyrjaðri öld frá
núverandi stöðu og síðar þaðan af
meira. Skipuleggjendum hljóta að
vera kunnar spár
þeirra sem um lofts-
lagsmál og gróður-
húsaáhrif fjalla á veg-
um alþjóðasamfé-
lagsins sem flestir
taka alvarlega, nema
helst íslenskir valdhaf-
ar.
Gott væri að fá
skýrt fram hið fyrsta,
hvernig skipuleggj-
endur stórrar byggðar
eins og hér um ræðir
sjá fyrir sér nauð-
synlegar varnir ef svo
fer sem horfir um
breytta sjávarstöðu.
Umrætt svæði liggur
fyrir opnum flóa, þar sem ágjöf er
tíð í norðanátt. Mál þetta snertir
bæði öryggi þeirra sem ætlað er að
nýta svona svæði, tryggingar fyrir
tjóni og allt umhverfi slíkrar
byggðar, þar með talin röskun
strandlengju.
Þótt þessi orð séu sett á blað
vegna tillögu að landvinningum við
norðanvert Seltjarnarnes er hér um
almennt viðfangsefni að ræða sem
snertir fjölmörg framkvæmdaáform
við strendur Íslands sem annars
staðar. Var ekki til dæmis verið að
nefna færslu Reykjavíkurflugvallar
út á fyllingu í Skerjafirði?
Hækkun sjávar-
borðs og skipulag
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Gróðurhúsaáhrif
Skipuleggjendum
hljóta að vera kunnar
spár þeirra, segir
Hjörleifur Guttorms-
son, sem um loftslags-
mál og gróðurhúsaáhrif
fjalla á vegum alþjóða-
samfélagsins.
ÞAÐ er kannski óðs
manns æði að hætta sér
á þann hála ís að gagn-
rýna skyndilokunar-
kerfið, sem notað hefur
verið síðustu tuttugu ár
eða svo, til að vernda
smáfisk á Íslandsmið-
um. En nú uppá síð-
kastið hefur manni of-
boðið svo ruglið í þessu
að það er bara ekki
hægt að sitja þegjandi
undir því lengur. Þegar
þetta kerfi var sett á
laggirnar var sæmileg
sátt um þetta til reynslu
því allir voru sammála
því að eitthvað þyrfti að
gera til að vernda fiskistofnana. En
frá upphafi var framkvæmdin mjög
svo ómarkviss og hefur frekar versn-
að en hitt. Við sem störfum við fisk-
veiðar sáum fljótlega annmarka á
þessu og höfum ítrekað bent á það í
gegnum árin. Þau mörk sem miðað er
við eru að ef notuð er smáfiskaskilja
má hlutfall fisks undir 55 cm ekki vera
meira en 25%, ef ekki er notuð skilja
er þetta hlutfall 30%. Í auglýsingu
ráðuneytisins er talað um “skyndilok-
anir vegna skaðlegra veiða“. Ég get
ekki séð að það séu skaðlegar veiðar
þótt hlutfall fisks að fjölda til undir 55
cm fari eitthvað yfir þessi mörk sem
nefnd eru hér að framan. Það verður
að athuga það að undirmál sam-
kvæmt ákvörðun yfirvalda er 50 cm
fiskur og smærri þannig að nær væri
að miða við þau mörk en 55 cm. Áður
en þetta kerfi kom til framkvæmda
voru stærðarmörk fisks við verð-
ákvarðanir þannig að fiskur 43–50 cm
var smáfiskur, 51–57 cm millifiskur
og 58 cm og yfir stórfiskur, og ekki
var óalgengt að hlutfall í afla togara
sem voru að veiðum fyrir Norðurlandi
og Vestfjörðum væri eftirfarandi:
Smáfiskur 10%, millifiskur 60%, stór-
fiskur 30% og þarna var miðað við
hlutfall af þyngd en ekki fjölda fiska.
Á þessum nótum hafði aflasamsetn-
ingin verið áratugum saman og samt
verið hægt að halda jafnstöðu afla
uppá um 300– 350 þús. tonn á ári af
þorski. En síðan þessar skyndilokanir
„til varnar skaðlegum veiðum“ komu
til hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina
og aflinn minnkað ár frá ári. Þegar til
þessara ráðstafana var gripið og síðar
með tilkomu kvótakerfisins var sagt
að stunda ætti ábyrgar veiðar og
byggja fiskistofnana markvisst upp
aftur en við sjáum öll árangurinn eða
öllu frekar árangursleysið. Afli á öll-
um botnfisktegundum við Íslands-
strendur í sögulegu lágmarki. Þannig
að tími er kominn til fyrir ráðamenn
að vakna af dvalanum og spyrja sig og
þá ekki síður sína ráðgjafa, fiskifræð-
ingana, hvort ekki sé kominn tími til
að íhuga hvort við séum á réttri leið.
En ef við víkjum aðeins að fram-
kvæmd skyndilokana þá er það þann-
ig að ef hlutfallið er of hátt þá er
svæðinu lokað í hálfan mánuð, þetta
var vika í byrjun en einhverra hluta
vegna var þessu breytt í tvær vikur
þegjandi og hljóðalaust. Það er eins
og það hafi gleymst að fiskurinn hefur
sporð og veit til hvers hann á að nota
hann, því það er oftar en ekki á þess-
um hefðbundnu „smáfiskmiðum“ að
fiskurinn er á göngu og er kannski
kominn út úr hólfinu þegar lokunin
tekur gildi. Og þá tekur við önnur lok-
un og svo koll af kolli og endar þannig
að eitthvert risasvæði er orðið lokað.
Þar er líka annað í þessu að oft er lok-
að þótt aflinn sé nánast enginn,
kannski hálft tonn eða svo eftir 4–6
tíma tog, og jafnvel ekkert annað skip
á svæðinu og skipið með eftirlits-
manninn siglir í burtu. Þetta hljómar
kannski ótrúlega en það eru til þó
nokkur dæmi um svona vinnubrögð.
Maður fær það stundum á tilfinn-
inguna að eftirlitsmennirnir haldi að
þeir séu á afkastahvetjandi kerfi við
skyndilokanir og fái laun í samræmi
við hvað mörgum hólfum þeir geti
lokað. Nema línan frá
Hafró sé sú að loka,
burtséð frá því hvað
standi á bak við viðkom-
andi lokun. Þegar mað-
ur verður vitni að svona
vinnubrögðum verður
maður ósjálfrátt tor-
trygginn um hvað búi að
baki. Og núna þegar
þetta er ritað eru komn-
ar 30 skyndilokanir frá
áramótum, og janúar
rétt rúmlega hálfnaður,
þannig að það stefnir í
600 lokanir á árinu. Eft-
ir að skyndilokanir
höfðu verið notaðar um
tíma og árangurinn lét á
sér standa var farið að beita reglu-
gerðarhólfum, það eru hólf sem sett
eru um ótakmarkaðan tíma ef oft hef-
ur verið beitt skyndilokun á viðkom-
andi svæði. Og nú eru komin ógnar-
stór svæði allt í kringum landið þar
sem veiðar eru bannaðar meira og
minna allt árið. Skyndilokanirnar eru
slæmar en þessi reglugerðarhólf taka
út yfir allan þjófabjálk, því það er
nánast vonlaust að þessi svæði verði
opnuð aftur ef þeim hefur verið lokað
á annað borð. Það er eins og þeir sem
ráða þessu horfi algerlega framhjá
þeirri staðreynd að oft er fínasti fisk-
ur í þessum hólfum. Því er mikið hald-
ið á lofti að nú sé mikið af smáfiski að
vaxa upp og það verði að vernda hann
og besta leiðin til þess sé að loka nógu
miklu af miðunum, en eitthvað verður
að veiða, og hvernig er það hægt þeg-
ar búið er að loka 70–80% af hefð-
bundinni veiðislóð?
Eins og málin standa í dag er það
meira hagsmunamál fyrir okkur sem
stundum fiskveiðar, að þessu rugli
linni heldur en að ná eðlilegum kjara-
samningum. Og ekki ætti þetta að
vera síður hagsmunamál fyrir útgerð-
ina því það kostar sitt að skipin séu sí-
fellt á fullri ferð að leita að fiski sem
búið er að loka inni í hólfum. En sú
furðulega staðreynd blasir við að ekki
heyrist ein einasta rödd úr þeim hópi
sem gagnrýnir vinnubrögð Hafró í
þessu. Það hvarlar að manni að úr
þeim herbúðum komi ekkert sem
hægt er að taka sem gagnrýni á fisk-
veiðiráðgjöfina, vegna þess að LÍÚ
vill koma fram sem hinn ábyrgi aðili
þegar kemur að nýtingu auðlindar-
innar. Ef þeir færu að gagnrýna gæti
það verið túlkað sem græðgi og vegna
kvótahagsmuna verða þeir að kyngja
öllu sem frá Hafró kemur sem hinum
eina stóra sannleik.
Að lokum legg ég til að öllum reglu-
gerðarhólfum á hinum hefðbundnu
þorskmiðum verði breytt þannig að
alls staðar megi veiða ef notuð er
smáfiskaskilja. Því reynslan ætti að
hafa kennt okkur að það þarf að
sækja í allan stofninn, bæði smáa og
stóra fiskinn. Við ættum að líta til
reynslu Kanadamanna sem ætluðu að
vernda smáfiskinn, sem fiskifræðing-
ar hér dásömuðu mjög, en allir vita
hvernig sú saga endaði, látum það
ekki koma fyrir okkur. Biðjum til
Guðs að fiskifræðingar okkar vakni
og átti sig á vitleysunni áður en það er
of seint.
Skyndilokanir
ómarkvissar og
tilgangslausar
Kristinn
Gestsson
Höfundur er skipstjóri á Snorra
Sturlusyni RE 219.
Fiskveiðistjórnun
Það er meira hagsmuna-
mál fyrir okkur sem
stundum fiskveiðar,
segir Kristinn Gestsson,
að þessu rugli linni held-
ur en að ná eðlilegum
kjarasamningum.