Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að fundur fjögurra ráðherra með fulltrúum Starfsgreinasambandsins um atvinnu- og byggðamál á lands- byggðinni hefði verið góður og gagn- legur. Hann sagði að eins fljótt og auðið væri yrði unnið að svörum á þeim spurningum sem beint var til ráðherranna um aðgerðir. Auk Dav- íðs sátu fundinn þau Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra, Valgerð- ur Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. „Farið var yfir stöðu atvinnumál- anna eins og þau líta út frá sjónar- miði Starfsgreinasambandsins. Al- mennt eru atvinnumálin í góðu lagi en ýmsir erfiðleikar eru á vissum stöðum á landinu. Það hefur gerst af ýmsum tilefnum, bæði hefur rekstr- argrundvöllur ekki verið hjá tiltekn- um fyrirtækjum og stórfelldur bruni hefur orðið á öðrum stað.“ Farið betur yfir málin á næstunni „Einnig var farið yfir þau atriði sem hafa áhrif á þróun fiskvinnsl- unnar. Gagnvart reglum í sjávarút- vegi eru menn að hugsa um endur- skoðun laga og störf nefnda sem vinna að þessum málum. Þetta var góður og gagnlegur fundur. Við vor- um upplýstir um fjölda atriða og eins gátum við komið með svör og skýr- ingar á öðrum hlutum. Við munum fara betur yfir þessi mál á næst- unni,“ sagði Davíð. Hann benti á að starfsemi væri að komast í gang í byggðalögum sem hefðu glímt við mikla erfiðleika. Tók hann þar dæmi um Ólafsfjörð og í Bolungarvík væri verið að safna hlutafé til að koma rækjuverksmiðju af stað. „Aðstæður eru misjafnar eftir landshlutum. Í Vestmannaeyjum hafa menn til dæmis haldið vel á sín- um kvótamálum en á Vestfjörðum hefur kvótinn farið meira burtu en annars staðar frá. Sjónarmiðin í mál- inu eru því ekki einsleit þótt áhyggj- urnar séu svipaðar,“ sagði Davíð. Davíð sagði að í Vestmannaeyjum hefði m.a. strandað á því að útgerð- arfyrirtækin hefðu ekki náð saman um samvinnu eða sameiningu um sína starfsemi. Aðspurður hvort halda ætti áformum um sameiningu Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar til streitu sagði Davíð það sína skoð- un að reyna ætti til þrautar. „Þetta mál er að sjálfsögðu á for- ræði fyrirtækjanna og ég get ekki sagt þeim fyrir verkum. Ég teldi það afar æskilegt að enn yrði leitað leiða til að koma á samvinnu þarna á milli,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra um beiðni um aðgerðir í byggða- og atvinnumálum Unnið að svörum eins fljótt og auðið er Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar Starfsgreinasambandsins á fundi með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur rifti í gær kaupum Radíóbúðarinnar ehf. á þremur sumarbústöðum sem fyrir- tækið keypti af fjórum hluthöfum og stjórnarmönnum þess skömmu áður en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á fyrirtækinu í ágúst 1998. Fyrirtækið greiddi hluthöfunum um 18,3 milljónir fyrir fasteignirnar. Að auki fékk einn stjórnarmanna um 350.000 fyrir sölu á fjórða bústaðnum sem annar eigandi og stjórnarmaður seldi. Bú þess er til gjaldþrotaskipta og því var honum ekki stefnt. Héraðdómur komst að þeirri nið- urstöðu að Radíóbúðin ehf. hefði verið eigandi bústaðanna þegar fólkið seldi fyrirtækinu þá. Því hefðu kaupin í raun verið gjöf til fólksins. Þessum gjafagerningi rifti héraðsdómur í gær og dæmdi fólkið til að greiða þrota- búinu samtals um 14,7 milljónir auk dráttarvaxta. Salan fór fram skömmu fyrir gjaldþrot Radíóbúðin ehf. var úrskurðuð gjaldþrota 17. ágúst 1998. Nokkru áð- ur, eða hinn 6. ágúst, hafði Sparisjóð- ur Reykjavíkur og nágrennis lagt fram kyrrsetningarbeiðni hjá sýslu- manni. Samkvæmt afsölum fyrir sumarbústaðina og bátaskýli fór sal- an fram hinn 15. janúar 1998. Sam- kvæmt lögum hefði því verið óheimilt að rifta kaupunum þar sem meira en sex mánuðir liðu frá því þau áttu sér stað og til frestdags við gjaldþrota- skipti. Fyrrverandi fjármálastjóri Radíó- búðarinnar ehf. bar hins vegar fyrir rétti að einn umræddra stjórnar- manna hefði komið til sín með afsölin fyrir sumarbústöðunum rétt fyrir gjaldþrot félagsins og sagt sér að færa þau miðað við 15. janúar 1998. Fjármálastjórinn staðfesti að færsl- urnar hefðu átt sér stað 7. ágúst, eða degi eftir að SPRON lagði fram kyrr- setningarbeiðnina. Þrotabú Radíóbúðarinnar höfðaði riftunarmálið og byggði einkum á því að Radíóbúðin efh. hefði verið eigandi þeirra bústaða og bátaskýlis sem stjórnarmennirnir seldu fyrirtækinu samkvæmt afsölum sem voru dagsett 15. janúar 1998. Taldi þrotabúið að í afsölunum fælist hrein gjöf til þessara aðila og ættmenna þeirra. Salan hefði verið sett á svið til þess að jafna út viðskiptareikninga fólksins við Radíó- búðina ehf. og laga skuldastöðu Appleumboðsins og Bónus Radíós, en fyrirtækin voru öll í eigu stjórnar- manna eða fjölskyldumeðlima þeirra. Þá taldi þrotabúið að kaupverðið hefði verið langt umfram raunveru- legt verðmæti bústaðanna. Fyrirtækið reisti bústaðina og greiddi af þeim gjöld Árið 1985 keypti Radíóbúðin hf. land í Grímsnesi og reisti þar fjóra sumarbústaði. Sex árum síðar var þar byggt bátaskýli sem jafnframt var skráð sem eign fyrirtækisins. Fram kom að í skattframtölum stjórnarmannanna frá árunum 1986 til 1998 og veðbréfum, sem þinglýst var á lóðirnar, hefði verið tekið fram að þeir væru eigendur að sumarbú- stöðunum. Í héraðsdómi segir hins vegar að aldrei hafi verið gerðir samningar á milli umræddra hluthafa og Radíó- búðarinnar hf. um lóðarleigu eða á annan hátt formlega gengið frá eign- arhaldi þeirra á sumarbústöðunum gagnvart hlutafélaginu. Fyrrverandi endurskoðandi Radíó- búðarinnar bar að fasteignin hefði verið færð sem eign hjá hlutafélaginu og að kostnaður við ræktun og girð- ingar hefði, a.m.k. í upphafi, verið greiddur af því. Fyrrverandi fjármálastjóri félags- ins bar að í bókum þess hefðu sum- arbústaðalóðirnar verið taldar eign félagsins en sumarbústaðirnir eign umræddra stjórnarmanna. Hluta- félagið hefði greitt fasteignagjöld. Héraðsdómur féllst á það með þrotabúinu að Radíóbúðin ehf. hefði verið réttur eigandi sumarbústað- alóðanna og sumarbústaðanna og bátaskýlisins. Því var það niðurstaða dómsins að endurgjald það, sem kom fyrir bústaðina, hefði verið gjöf til stefndu. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. Keypti eignir sem fyrirtækið átti fyrir Kaupum Radíóbúðarinnar á sumarbústöðum rift með dómi AÐFARANÓTT sl. sunnudags hafði lögreglan í Reykjavík af- skipti af fjórum einstaklingum, á aldrinum 19–25 ára, í miðborg Reykjavíkur. Við leit á þeim fannst lítilræði af amfetamíni og e-töflum. Við húsleit hjá þeim og í bifreið eins þeirra fannst meira af fíkniefnum en alls lagði lögreglan hald á 54 e-töflur. Lítilræði af fíkniefnum fannst ennfremur á þremur einstakling- um á svipuðum aldri um kl. 5 að- fararnótt þriðjudagsins. Lögregl- an gerði húsleit heima hjá einum þeirra og fann þar meira eða alls um 19 g af hassi, 19 e-töflur og 6 g af amfetamíni. Sá hefur játað að eiga fíkniefnin. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík segir málin að mestu upplýst. Lögreglan í Reykjavík Hald lagt á nokkurt magn fíkniefna INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, verður að ráði lækna í veikindaleyfi næstu tvær vik- urnar, eða til 26. febrúar nk. Í fjarveru Ingibjargar gegnir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Heilbrigðis- ráðherra í veikindaleyfi HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær 19 ára pilt til að greiða 30.000 krónur í sekt fyrir ofsaakstur í mars á síðasta ári. Þá var pilturinn sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og dæmdur til að greiða málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, 40.000 krónur, auk annars sakarkostnaðar. Lögreglan stöðvaði piltinn skammt fyrir utan Bolungarvík þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Samkvæmt radarmælingu var pilt- urinn á 153 km hraða. Þessu neitaði pilturinn og kvaðst ekki hafa ekið hraðar en á 100 km/klst. Hann hefði þá verið að fara fram úr bifreið kunningja síns. Talinn sekur um vítaverðan akstur Lögreglumaðurinn var einn við umferðareftirlit þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa stöðvað för piltsins sýndi hann honum niður- stöður mælingarinnar. Einnig kall- aði hann til varðstjóra til að staðfesta mælinguna. Héraðsdómur taldi ekki ástæðu til að draga radarmælinguna í efa og taldi piltinn sekan um víta- verðan akstur. Erlingur Sigtryggs- son dómstjóri kvað upp dóminn. Ók á 148 þar sem há- markshraði er 70 km

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.