Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Hafnarfjarðarbæ til að greiða Sameinaða lífeyrissjóðnum tæpar 5 milljónir króna, ásamt dráttar- vöxtum frá apríl 1996, á grundvelli skuldabréfa sem fjármálastjóri bæjarins undirritaði. Bærinn hélt því fram að fjármálastjórinn hefði ekki haft heimild til að skuldbinda bæinn með þeim hætti, en Hæsti- réttur sagði alla framgöngu fjár- málastjórans hafa verið í þágu bæjarins og með hagsmuni hans í huga. Hafnarfjarðarbær keypti fast- eignina Strandgötu 30 á árinu 1988 ásamt lóðarleiguréttindum og seldi hana aftur sama ár til Kvikmynda- húss Hafnarfjarðar hf. Lóðin sem fylgdi eigninni við söluna átti sam- kvæmt kaupsamningi að vera að- eins brot af stærð lóðarinnar sam- kvæmt lóðarleigusamningi. Það láðist hins vegar að þinglýsa kaup- samningnum og ekki varð af gerð nýs lóðarleigusamnings. Í kjölfarið reis ágreiningur um hvort veðréttindi í fasteigninni væru bundin við lýsingu á sölu- andlaginu samkvæmt kaupsamingi eða hvort þau næðu jafnframt til lóðarspildunnar, sem fylgdi eign- inni við sölu til Hafnarfjarðarbæj- ar fyrr á árinu. Hafnarfjarðarbær hafði þegar úthlutað hluta af umræddri lóð- arspildu undir nýbyggingar og í því skyni að forða eigninni frá nauðungarsölu vegna greiðsluörð- ugleika Kvikmyndahúss Hafnar- fjarðar var fjármálastjóra bæjar- sins falið að vinna að lausn málsins. Samningar náðust við Miðbæ Hafnarfjarðar hf., sem keypti eignina og nýr lóðarleigu- samingur var gefinn út og und- irritaður haustið 1995. Byggt á kröfu um einfalda ábyrgð bæjarins Einn liður í fjármögnun Miðbæj- ar Hafnarfjarðar hf. á fasteigninni var útgáfa fjögurra skuldabréfa með 2. veðrétti í eigninni. Þessi skuldabréf áritaði fjármálastjórinn um einfalda ábyrgð Hafnarfjarð- arbæjar. Sameinaði lífeyrissjóður- inn keypti tvö af þessum skulda- bréfum og þegar þau fengust ekki greidd var lögmanni falið að inn- heimta þau hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að fasteignin hafði verið seld á nauðungarsölu og ekkert fengist greitt upp í bréfin. Byggði Samein- aði lífeyrissjóðurinn kröfu sína á undirritun fjármálastjórans um einfalda ábyrgð Hafnarfjarðarbæj- ar. Hafnarfjarðarbær taldi að ekki hefði verið gætt ákvæða þágildandi sveitarstjórnarlaga um ábyrgðar- veitingar sveitarstjórna þegar fjár- málastjórinn áritaði skuldabréfin. Hæstiréttur vísaði hins vegar til forsendna héraðsdóms, sem taldi að meta yrði áritun fjármálastjór- ans í ljósi aðdraganda hennar. Áritunin hefði verið forsenda þess að greiðsla fékkst fyrir bréfin og að því virtu gæti gildi skuldbind- ingar af hálfu Hafnarfjarðarbæjar ekki verið bundið við það að gætt hafi verið ákvæða þágildandi sveit- arstjórnarlaga. Hafnarfjörður greiði skuldabréf vegna Strandgötu 30 Bærinn bundinn af áritun fjármálastjórans Uppbyggingarstefna í Miðgarði Sjálfstjórn og ábyrgð MIÐGARÐUR íGrafarvogi er umþessar mundir að fara af stað með umfangs- mikið samfélagsverkefni sem Sigþrúður Arnardóttir hefur umsjón með. Hún var spurð hvað það fæli í sér. „Þetta er liður í endur- menntunarstarfi Miðgarðs, en að undanförnu hefur Miðgarður unnið að endur- menntun sérfræðinga sinna og annars starfsfólks í aðferðafræði og uppbygg- ingarstefnu. Undanfarna viku hefur allt starfsfólkið setið námskeið í þessu skyni hjá Kanadamannin- um Bruce Innes. Hann starfar sem ráðgjafi í sam- félagsþróun og er stjórnar- maður í alþjóðlegum sam- tökum um sjálfstjórnarkenningu.“ – Hvað er það? „Sjálfstjórnarkenningin kemur frá kenningu Vilhjálms Glassers geðlæknis og er byggð á raunsæis- kenningu. Þessar kenningar byggjast á þeirri nálgun á skjól- stæðingnum að hann sé ábyrgur á eigin hegðun en ekki samfélagið, umhverfi, erfðir eða fortíð. Ein- staklingurinn er sem sagt ábyrgur fyrir hegðun sinni en umhverfið kemur svo til stuðnings með því að leiðbeina honum og hjálpa honum að aðlagast samfélaginu. Við hjá Miðgarði byggjum uppbyggingar- stefnu okkar á þessum kenning- um.“ – Að hvaða leyti er uppbygging- arstefnan frábrugðin sjálfstjórn- arkenningunni? „Uppbyggingarstefnan er kenn- ing sem Díana Gossen frá Kanada hefur lagt fram sem aðferðafræði til þess að kenna ungu fólki sjálf- saga. Uppbyggingarstefnan sam- anstendur af nánari aðferðafræði um hvernig kenna megi ungu fólki sjálfsaga, hvernig það geti horft á sjálft sig sem manneskju og hegð- un sína í samanburði við umhverf- ið. Þetta byggist mjög mikið á því að einstaklingurinn noti ákveðna tækni til sjálfsskoðunar og meti sig í samanburði við fólkið í kring- um sig – skoði hvernig hegðun hvers og eins hefur áhrif á hegðun fólks í umhverfinu. Aðalinntakið er að kenna innri stjórnun.“ – Er þetta gagnleg aðferð í skólastarfi? „Já, í raun beinist aðferðin að öllu uppeldisstarfi og við hjá Mið- garði viljum koma henni á fram- færi við alla sem sinna uppeldi, skólafólki í leikskóla og grunn- skóla, foreldrum, leiðbeinendum í tómstundastarfi o.s.frv.“ – Hvers vegna var farið í þessa endurmenntun núna? „Þetta er langtímaverkefni og við búumst við að eftir fjögur ár gætum við verið búin að koma þessari fræðslu á framfæri við þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta efni, en líklega tekur um tíu ár að koma þessu áleiðis að því marki að aðferðafræðin verði al- mennt í notkun. Við byrjum þetta verkefni á að kynna uppbyggingarstefnuna vandlega fyrir öllu starfsfólki hér í Mið- garði, síðan færum við kynninguna út og það fyrsta sem við ætlum að gera í þeim efnum er að koma að samstarfs- verkefni með lögreglunni í Reykjavík um nýjar leiðir til þess að taka á afbrotum barna í Graf- arvogi, þ.e. fólki 18 ára og yngra.“ – Er uppbyggingarstefnan nokkurs staðar komin til fram- kvæmda í raun? „Við hefjum þetta starf eftir fyr- irmynd frá Bandaríkjunum og Kanada. Þess má geta að Folda- skóli hefur verið að innleiða þessar kenningar undanfarin tvö ár með fræðslu fyrir allt starfsfólk skól- ans. Kennarar hafa líka sótt nám- skeið erlendis.“ – Hvaða reynslu hafa menn er- lendis af þessari uppbyggingar- stefnu? „Það hefur sýnt sig í þeim skól- um og hverfum sem hafa tekið upp þessa sameiginlegu aðferðafræði að agabrotum hefur fækkað og að nemendur hafa náð mun betri tækni á samskiptum almennt og eiga auðveldara með að finna lausnir þegar upp koma erfiðleik- ar.“ – Hvernig hefur þetta reynst í Foldaskóla? „Þar er ekki komin langtíma- reynsla á þetta en eigi að síður má sjá að þjálfun sú sem starfsfólk skólans hefur fengið er að skila því að starfsfólkið hefur nú sameigin- leg markmið varðandi nálgun þeg- ar upp koma samskiptaerfiðleikar hjá nemendum.“ – Hvert er næsta stigið í kynn- ingu á uppbyggingarstefnunni? „Við ætlum að halda áfram að aðlaga þessa stefnu að íslenskum aðstæðum. Það þarf að þýða efnið yfir á ís- lensku og staðfæra það. Síðan er næsta skref umrætt samstarf við lögregluna í Reykja- vík.“ – Hefur þetta starf forvarnargildi gagnvart afbrotum og vímuefnaneyslu ung- linga? „Það er ekki spurning, þetta hefur heilmikil áhrif. Því betur sem barni tekst að ráða við sam- skipti og stjórna sér, því betur er það í stakk búið að takast á við heiminn þegar það eldist. Sigþrúður Erla Arnardóttir  Sigþrúður Erla Arnardóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1985 og prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Hún fór þá til Bandaríkjanna og tók þar masterspróf í klínískri sálfræði og lærði þá einnig fjöl- skylduráðgjöf. Náminu lauk hún í júlí 1995. Með námi starfaði Sigþrúður sem fjölskylduráð- gjafi við lögreglustöðina í Ana- heim í Kaliforníu, eftir heim- komu varð hún forstöðumaður yfir Dalshúsi hjá félags- málastofnun Kópavogs en nú sinnir hún sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í Foldahverfi á vegum Miðgarðs. Hún er gift Tómasi Gíslasyni rafmagnsverk- fræðingi og starfsmanni hjá OZ og eiga þau þrjú börn. Agabrotum fækkar og börn og unglingar ná betri tækni í samskiptum ÞESSI Grænlandsfálki, sem nú er í gæslu í Náttúrugripasafni Vest- mannaeyja, settist á neta- bátinn Brynjólf ÁR þar sem hann var á netaveið- um 10 mílum út af Vík í Mýrdal. Fálkinn unir sér vel á safninu og dafnar en hann var nokkuð dasaður þegar hann kom þangað fyrst. Stefnt er að því að sleppa honum fljótlega. Græn- landsfálki í góðu yfirlæti Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Senda Össur inn, ráðherrann er reddí í viðtalið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.