Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 18
Sigrún María Grétarsdóttir og Margrét Rós Einarsdóttir í 7. SEÓ hafa lært mikið þessa viku og blaðalesturinn hefur aukist hjá þeim. ÖLDUSELSSKÓLI er einn þeirra fjögurra skóla sem taka þátt í sam- starfsverkefninu „Dagblöð í skólum“ en fyrir því standa dagblöðin á Ís- landi og Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. Þegar blaðamann ber að garði er verið að dreifa morgunblöðunum til nemenda í 7. SEÓ en daglega fær hver nemandi eitt eintak af Morgun- blaðinu, Degi og DV þá viku sem verkefnið stendur yfir. Eftir að kenn- arinn, Sólveig Ebba Ólafsdóttir, hef- ur útskýrt verkefni dagsins fyrir börnunum sökkva þau sér niður í blöðin og greinilegt er að eitt og ann- að fangar hugann. „Í upphafi komst ég að því að mörg börn notuðu Netið miklu meira en dagblöð og þau voru ekkert ofboðs- lega spennt fyrir verkefninu. En núna finnst þeim þetta mjög gaman,“ segir Sólveig á meðan börnin eru upptekin við blaðalesturinn. „Ég hef lagt áherslu á að gera þau að lesend- um og að þau venjist því að dagblöð séu hluti af venjulegu lífi okkar – að maður skoði þau til að fylgjast með því sem er að gerast en ekki bara til að fletta upp á bíóauglýsingunum. Mín skoðun er sú að eftir því sem nemendurnir lesa fjölbreyttara efni, þeim mun betri lesendur verða þeir.“ Blaðamenn framtíðarinnar? Sólveig segir verkefnin meðal ann- ars miða að því að börnin setji sig inn í starf blaðamannsins. „Þau eru kannski með frétt og þurfa að finna fyrirsögn á hana eða fá mynd sem þau þurfa að skrifa myndatexta við,“ segir hún. „Við höfum notað svona tvær til þrjár kennslustundir á dag og fyrsta kennslustundin hefur farið í lestur á blöðunum. Síðan höfum við farið í einhvers konar hópvinnu þar sem þau eiga til dæmis að taka viðtal hvert við annað, að bera saman fréttir í hvorum tveggja miðlinum eða að skoða hvernig ákveðnir hlutir í dag- blaðinu eru settir upp svo dæmi séu nefnd. Að auki eru þau með einstak- lingsverkefni sem fela í sér einhvers konar blaðamennsku. Í dag eiga þau að vera bókagagnrýnendur hvert fyr- ir sig en hópvinnan er að vinna saman úr efni blaðanna, fletta þeim og leita að upplýsingum.“ Hún segir aðspurð ekki loku fyrir það skotið að einhverj- ir krakkanna geti hugsað sér að verða blaðamenn í framtíðinni því heyra megi á mörgum þeirra að þeim finnist starfið spennandi. Hluti af þeim verkefnum sem börn- in leysa kemur úr Blaðapassanum svokallaða en það er stutt verkefna- bók sem dagblöðin hafa látið börn- unum í té. Sólveig segir börnin vinna að úrlausnarefnunum mjög sjálf- stætt: „Verkefnin tengjast því að leita að upplýsingum í blaðinu og svara spurningum út frá því. Í dag eiga þau til dæmis að fara á bókasafn- ið; þau þurfa að setja niður fyrir sér hvar bókasafnið er í hverfinu, hvenær er það opið, hvað er þar fleira en bara bækur og hvaða blöð eru keypt á þessu bókasafni.“ Hún bætir því við að kennararnir hafi fengið mjög skemmtilegar leiðbeiningar með Blaðapassanum en kennsluefnið í honum er ættað frá Hollandi. Íþróttirnar vinsælastar Þrátt fyrir að börnin séu vön alls- kyns þemavinnu í skólanum segir Sólveig verkefnið vissulega vera til- breytingu fyrir þau. „Þeim finnst þetta mjög skemmtilegt en þetta er gífurlegt magn sem þau fá af blöðum og þeim finnst svolítið erfitt að kom- ast yfir það allt. En auðvitað er þetta tilbreyting því þetta er öðruvísi lest- ur,“ segir hún og bætir því við að síð- asta lestrarefni þeirra hafi verið Kjal- nesingasaga. Að sögn Sólveigar er verkefnið vel til þess fallið að flétta það inn í hinar ýmsu námsgreinar: „Til dæmis erum við að lesa um Evrópu og þar reyni ég að nýta mér efni úr dagblöðunum. Eins er til dæmis eitt verkefnið þess eðlis að börnin eiga að safna sér tor- skildum orðum úr blöðunum. Í þess- ari viku safna þau orðunum en við munum svo vinna með þessi orð áfram eftir að verkefninu lýkur.“ En hvaða blaðaefni vekur helst áhuga barnanna? Sólveig segir það vera ákaflega mismunandi: „Íþrótt- irnar vekja alltaf áhuga og þau lesa mikið út frá myndum. Myndir eru þannig mjög grípandi og sömuleiðis fyrirsagnir. Þau taka mikið eftir fyr- irsögnunum og fara svo að lesa út frá því. Ég sé þau til dæmis ekki sækja mikið í auglýsingar en þau stoppa mikið við myndir, ég tala nú ekki um ef það eru myndir af einhverju sem þau þekkja úr tísku- eða fjölmiðla- heiminum.“ Sólveig segir það einnig mjög misjafnt hversu erfitt nemend- urnir eiga með að grípa þjóðmálaum- ræðuna: „ Það eru þónokkrir krakkar hérna sem lesa og fylgjast vel með og vita heilmikið um það sem er að ger- ast í kringum okkur. En svo eru nátt- úrlega aðrir sem hafa aldrei lesið mikið í dagblöðunum nema um fræga fólkið og bíóauglýsingarnar. Sumir lesa bara aðallega íþróttasíðurnar.“ Skyndilega kallar Sólveig yfir bekkinn: „Hvað lesið þið mest í blöð- unum?“ Svörin dynja úr öllum áttum, ærið misjöfn. Stjörnuspáin, íþróttirn- ar, teiknimyndasögurnar og smáaug- lýsingar virðast þó njóta einna mestra vinsælda. Eitt svarið stingur nokkuð í stúf – kotroskinn piltur rétt- ir upp hönd og upplýsir að hann lesi erlendu fréttirnar meira nú en áður. Lokapunktur verkefnisins verður svo þegar börnin fara í heimsókn á dagblöðin þar sem þau fá að fylgjast með útgáfuferli blaðanna og segir Sólveig þau hlakka mjög til. Björk og Hallur feiti Sigrún María Grétarsdóttir og Margrét Rós Einarsdóttir, sem báðar eru nemendur Sólveigar, segjast vera ánægðar með verkefnið og að það sé skemmtilegt að fá að lesa blöðin í tím- unum og vinna verkefnin. „Það var mjög gaman þegar við þurftum að skiptast á bókum og finna hvað væri fyrirsögnin á hverri frétt og hvaða frétt ætti að vera við hvaða fyrir- sögn,“ segir Sigrún. „Og líka þegar við vorum að skrifa spurningar fyrir persónu sem við klipptum úr blaðinu og sá sem sat við hliðina á okkur þurfti að leika persónuna,“ bætir Margrét við og af viðbrögðum vin- konu hennar má ráða að þarna hafi hún hitt á allra skemmtilegasta verk- efnið. Í ljós kemur að um eins konar hlutverkaleik var að ræða þar sem önnur lék blaðamanninn og hin við- mælanda hans. „Sigrún lék Björk hjá mér og ég lék Hall sem er voða feit- ur,“ heldur Margrét áfram og þær stöllur skellihlæja. Báðar segjast þær hafa lært heil- mikið í þessari viku og að blaðalestur þeirra hafi aukist. „Ég hef stundum verið að fletta blöðunum og skoða þau en núna tek ég frekar Morgunblaðið heim með mér og les það meir en ég hef vanalega gert,“ segir Sigrún og Margrét tekur undir með henni. Báð- ar segjast þær vera farnar að lesa mikið af fréttum en segja að stundum sé erfitt að átta sig á því sem er að gerast í kringum þær, bæði hér heima og erlendis. Allra vinsælasta lestrarefnið er hins vegar stjörnuspá- in. Blaðamennskan spennandi Ester Ósk Gunnarsdóttir og Dan- íel Poul Purkhús eru í 7. SÞ og hafa líkt og jafnaldrar þeirra í skólanum verið upptekin af blaðalestri þessa vikuna. Daníel segir verkefnið búið að vera ágætt. „Mér fannst það svolít- ið skrýtið fyrst,“ segir Ester, „en þetta venst. Ég hef aldrei lesið blöðin svona mikið áður.“ Daníel tekur undir þetta með henni og segist ekki lesa blöðin mikið. „Það er þá helst eitthvað ákveðið eins „Netið“ og myndasögurnar og sjón- varpsdagskráin,“ segir hann og við- urkennir að vera töluvert á Netinu. Ester hefur annan smekk á blaðaefni: „Ég les stundum barnablaðið og aug- lýsingar,“ segir hún og bætir við að það sé skemmtilegt að sjá í blöðunum hvað sé að gerast, til dæmis í öðrum löndum. Hún segir svolítið erfitt að átta sig á því sem sé að gerast í um- heiminum en Daníel finnst það ekki mikið mál. Þau segjast skilja betur en áður hvernig blaðamenn vinni og Ester finnst starfið mjög spennandi. En geta þau hugsað sér að verða blaða- menn? „Neeee...“ segir Daníel með semingi en bekkjarsystir hans hefur ekki gert neitt upp við sig í þeim efn- um. Alþingi illskiljanlegt? Í 7. SN eru nemendurnir önnum kafnir við að skrifa fréttir við fyrir- sagnir sem þeir hafa klippt úr dag- blöðunum en sá böggull fylgir skammrifi að ekki má lesa fréttina sem fylgir fyrirsögninni. Daníel Helgason og Tryggvi Guðmundsson eru hæstánægðir með þetta verkefni. „Ég fann eina fyrirsögn þar sem stóð: „Til bjargar vodkanu“,“ segir Tryggvi, „og ég skrifaði frétt um skip sem kom til Reykjavíkurhafnar og var að smygla vodka.“ Daníel dregur fram fyrirsögnina „Leynivopnið fleytti HK í úrslit“. Eitthvað virðist íþróttaandinn vera víðsfjarri því hann segir glottandi að leynivopnið í frétt- inni sinni séu sterar og vodka! Þeim félögum verður, líkt og Sig- rúnu og Margréti, tíðrætt um verk- efnið þar sem þeir þurftu að leika við- mælendur. „Ég valdi Calistu Flockhart sem er í Ally McBeal og vinur minn þufti að vera hún. Sjálfur átti ég svo að vera Ómar Ragnars- son,“ segir Tryggvi. Daníel er ekki síður ánægður með sínar persónur. „Ég valdi einhvern fiskikall sem ég man ekki hvað heitir en svo átti ég sjálfur að vera Tom Cruise.“ Þeir segjast báðir geta hugsað sér að verða blaðamenn þegar þeir verða stórir og finnst ekki erfitt að skilja það sem fjallað er um í blöðunum. „Nema kannski það sem er að gerast á Alþingi,“ segir Tryggvi að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Ebba Ólafsdóttir kennari, lengst til hægri, og bekkurinn hennar 7. SEÓ í Ölduselsskóla. Tryggvi Guðmundsson og Daníel Helgason í 7. SN geta báðir hugsað sér að verða blaðamenn: Helst erfitt að skilja það sem gerist á Alþingi. Daníel Poul Purkhús og Ester Ósk Gunnarsdóttir í 7. SÞ hafa verið upp- tekin við blaðalestur þessa viku: Hef aldrei lesið blöðin svona mikið. Dagblöð í skólum – Samstarfsverkefni dagblaða og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur Íþróttafréttir og stjörnu- spáin vinsæl- asta efnið Krakkarnir í 7. bekk í Ölduselsskóla hafa þessa vikuna verið að skoða dagblöð og vinna margvísleg verkefni upp úr þeim. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kom við í kennslustund hjá þeim á dögunum og ræddi við nemendur og kennara. LEIKUR AÐ LÆRA 18 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.