Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 35
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 35 NEYTENDASAMTÖKIN og fleiri norræn samtök neytenda og um- hverfissinna gagnrýna alþjóðafyrir- tækið Procter & Gamble fyrir að neita að bjóða íslenskum, dönskum, norskum og finnskum neytendum umhverfisvænt þvottaefni, þótt fyr- irtækið framleiði það fyrir sænskan markað. Í tilkynningu frá Neytenda- samtökunum segir að þvottaefnið Ariel sem er mest selda þvottaefni á Íslandi, sé selt með norræna um- hverfismerkinu í Svíþjóð en sams konar þvottaefni á markaði hér og á hinum löndunum þremur, innihaldi m.a. skaðlegt efni, svokallað LAS- sápuefni (Linear Alkylbenzene Sulfonate) og myndi því ekki stand- ast þær kröfur sem gerðar eru vegna norræna umhverfismerkisins sem er opinbert umhverfismerki Norður- landanna og trygging neytenda fyrir því að að viðkomandi vörur skaði umhverfið minna en aðrar vörur. Einnig kemur fram í tilkynningu, að Neytendasamtökin hafi hvað eftir annað vakið athygli á þessu og hvatt Procter & Gamble og íslenska inn- flytjandann, Íslensk-ameríska versl- unarfélagið hf., til þess að endur- skoða afstöðu sína en án árangurs. Hugi Sævarsson, markaðsstjóri Íslensk-ameríska, segist ekki kann- ast við að önnur efni séu í Ariel- þvottaefninu hér en því sem selt er í Svíþjóð. Hann segir ennfremur al- rangt að Neytendasamtökin hafi ítrekað hvatt Íslensk-ameríska til þess að endurskoða afstöðu sína. „Haft var samband við okkur í júlí í fyrra vegna þessa máls og í kjölfarið sendi Procter & Gamble, Neytenda- samtökunum bréf. Málið snýst sennilega um að borga þurfi ákveðin leyfis- eða umhverfisgjöld sem Por- ter & Gamble vill reyna að komast hjá. Ariel-þvottaefnið myndi líklega hækka um 3% hér, ef notast yrði við norræna umhverfismerkið.“ Að mati Jóhannesar Gunnarsson- ar snýst málið hins vegar ekki um peninga, ekki sé um háar fjárhæðir að ræða, þar sem umrædd leyfis- gjald miði aðeins við 0,4% af veltu, lágmarksupphæð er 5.000 krónur en hámarkið 200.000. „P&G er einfald- lega stórt, alþjóðlegt fyrirtæki sem vill stjórna ferðinni sjálft en ekki láta aðra segja sér fyrir verkum.“ Sápuefnið bannað í Svíþjóð Níels B. Jónsson efnafræðingur á eiturefnasviði Hollustuverndar rík- isins segir að LAS-súlfonsápuefnið sé bannað í þeim vörum sem bera stimpil norræna umhverfismerkisins þar með talið í Svíþjóð, sú ákvörðun hafi verið tekin af stjórnendum um- hverfismerkisins árið 1995. Holl- ustuvernd ríksins hafi hins vegar ekki amast við notkun þess hér, efnið sé eitt mest notaða þvottavirka efni í heimi. Danmörk sé eina landið þar sem efnið sé á válista. „Áhöld eru um hvort efnið sé umhverfinu skaðlegt, það er framleitt úr olíuefnum, og brotnar hægt niður í umhverfinu, mjög seint við loftfirrðar aðstæður. Í Svíþjóð er notað annað þvottavirkt efni sem unnið er úr náttúrulegum olíum og brotnar því mun fyrr niður, en það er mun kostnaðarsamara.“ Norræna umhverfismerkið vel þekkt í Svíþjóð Í tilkynningu Neytendasamtak- anna segir ennfremur að umhverf- ismerkt vara frá þessu fyrirtæki hafi komið á íslenska markaðinn en þá hafi verið límt yfir umhverfismerkið og mikilvægum upplýsingum þannig verið haldið frá neytendum. Nor- ræna umhverfismerkið sé vel þekkt og eftirsótt meðal sænskra neytenda og það hafi sýnt sig að þeir velja fremur vörur sem skarta því, enda hafi viðkomandi vara uppfyllt strangar kröfur sem gerðar eru með tilliti til áhrifa á umhverfið. Hér á landi má fá ýmsar vörur með nor- ræna umhverfismerkinu þ.á m. þvottaefni. Norræn neytenda- og umhverfissam- tök gagnrýna framleiðendur Ariel Þvottaefnið án umhverfismerk- is hér á landi KARÍUS og Baktus verða að lík- indum óhressir með fréttina sem hér fer á eftir en börn og foreldrar ættu að gleðjast. Hægt er að koma í veg fyrir tannskemmdir hjá börn- um, að miklu leyti ef mæður sem mikið hafa af tannátubakteríum í munni, nota xylitol reglulega. Xyli- tol er sykuralkóhól, náttúrlegt kol- vetni sem lengi hefur verið notað í tyggigúmmí, hálstöflur, tannkrem og fleira. Efnið er einnig að finna í litlu magni í náttúrunni til dæmis í rifsberjum, jarðarberjum, gulum plómum og sveppum. Börn fæðast ekki með tannátubakteríur Í niðurstöður finnskrar rann- sóknar sem kynntar voru í mars- og nóvemberheftum Journal of Dental Research í fyrra kom fram að smit tannátubakteríunnar, mut- ans streptococci, minnkar til muna hjá börnum ef mæður notuðu xyli- tol að staðaldri. Í rannsókninni var mæðrum barna á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára skipt í þrjá hópa. Allar voru konurnar með hátt hlut- fall tannátubakteríunnar mutans streptocicci í munnvatni, en hún veldur hvað mest tannskemmdum í fólki. Bakteríur þessar berast í munn barna með munnvatni til dæmis þegar verið er að sleikja snuð þeirra og skeiðar. Börn fæð- ast ekki með tannátubakteríur, heldur þurfa þær að berast til þeirra. Í rannsókninni var einum hópn- um gefið flúor, öðrum klórhexidín og sá þriðji fékk xylitol. Á daginnn kom að börn mæðra sem fengu xylitol, 3–4 sinnum á dag, voru með um 70% færri tannskemmdir að þremur árum liðnum en börnin í hinum hópunum. Niðurstaðan kemur Ingu B. Árnadóttur, tannlækni og lektor við tannlæknadeild Háskólans, ekki á óvart. „Xylitol er ekki nýtt af nálinni, gerð var stór rannsókn í Finnlandi fyrir um 30 árum, svo- kölluð Turkurannsókn, þar sem skipt var út öllum sykri og sett xylitol í staðinn. Það hafði greini- leg áhrif á tannheilsu fólks og tannskemmdatíðni minnkaði um 85%.“ Tannátubakteríurnar sem hér um ræðir eru mismunandi virkar í munnvatni fólks, þær nota sykur til þess að gerjast og límast við tenn- ur þannig að erfitt getur reynst að þrífa munninn og losna við þær. Í mörgum reynast tannátubakter- íurnar því mjög lífseigar. Xylitol tyggigúmmí telur Inga vera einkar árangursríkt til varnar tann- skemmdum því auk þess að inni- halda efnið, örvar tyggjó munn- vatnsframleiðslu. Xylitol-sælgæti sem millimálanart Xylitol er í sama flokki og sorbi- tol sem einnig er þekkt efni í tyggi- gúmmíi, tannkremum og fleiru en tannátubakteríunni tókst að gerja sorbitolið og því hefur það ekki reynst eins árangursríkt og xylitol. Tannskemmdir eru fjölþátta bakteríusjúkdómur þar sem tann- hirða, mataræði og flúor skipta sköpum. „Rannsóknir hér á landi hafa sýnt, að um helmingur barna, sem ólust upp við einn nammidag í viku, hafði engar tannskemmdir en einungis 13% þeirra barna sem fengu sælgæti oftar í viku reyndust án tannskemmda. Gott er því að nota xylitol tyggjó og töflur sem millimálanart. Ef ekki er unnt að halda börnum við einn nammidag í viku, ætti að gefa þeim fremur sæl- gæti með xylitol en sykri.“ Inga segir enn fremur að fyrir um það bil tíu árum hafi íslensk forskólabörn verið flokkuð í mis- munandi áhættuhópa fyrir tann- skemmdum samkvæmt aðferð Pet- ers Holbrooks, prófessors við tannlæknadeild Háskólans, en vegna sparnaðar í heilbrigðiskerf- inu var þessari flokkunarforvörn hætt. Of mikil neysla veldur meltingartruflunum Xylitol frásogast hægt í þörmum og breytist í frúktósa (ávaxtasyk- ur) í lifrinni. Það hefur því minni áhrif á blóðsykurmagnið en venju- legur sykur en gefur jafn mikla orku, samkvæmt upplýsingum frá Manneldisráði. Ekki er mælt með mikilli neyslu á xylitoli þar sem það getur valdið meltingartruflun- um sé þess neytt í miklu magni. Morgunblaðið/Jim Smart Hægt er að koma í veg fyrir tannskemmdir hjá börnum að mestu ef mæður sem mikið hafa af tannátubakteríum nota xylitol reglulega. Minni lík- ur á tann- skemmd- um við notkun Xylitols Xylitol er t.d. í tyggigúmmíi, hálstöflum og tannkremi KOMIN er á mark- að ný tegund af lág- sparnaðar halogen- peru frá OSRAM. Nýja peran kallast OSRAM IRC. Í fréttatilkynn- ingu frá innflytj- andanum Jóhanni Ólafssyni & Co. segir að peran gefi meira ljósmagn en aðrar perur og að engin litabreyt- ing verði á perunni út líftímann. Lýs- ing frá perunni helst því hvít allan líftímann sem er 4.000 klukkutímar. Frekari upplýsingar veitir sölu- deild Jóhanns Ólafssonar & Co. Nýtt Ljósapera MYLLAN hefur sett á markað Brallarapylsu- og hamborgara- brauð. Í fréttatil- kynningu segir að brauðin séu syk- urskert og að hamborgara- og pylsubréf með brallaramyndum fylgi brauðunum sem og sérstakur þátt- tökuseðill fyrir brallaraleik. Þátttak- endur í leiknum safna strikamerkj- um af vörunum og geta fengið veggspjald og bók um brauðbörnin senda heim. Pylsu- og ham- borgarabrauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.