Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 41
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 41 að mála sterkan draum. Í fyrri hlut- anum er tónninn gefinn um innihaldið með bíómyndinni um að draumurinn eigi sér aðdraganda og líftíma. Ungi maðurinn sem hafði það verk að leita að glötuðu fé er tákn þess sem horfið er en um leið þess sem koma skal. Forarpollarnir vísa til glataðra tæki- færa og misgjörða er tengjast sjávar- útvegi. Sögumaðurinn þú í seinni hlut- anum sem verður að leikaranum seg- ir með breytni sinni að draumurinn snúist ekki bara um þig persónulega þótt þú sért aðalpersónan, heldur séu þarna ytri (gistihúsið) og innri (þú sem krakki) aðstæður í samspili. Gullborðarnir sem þú finnur og sagan um kringum þá gefur í skyn að þú eigir þér leynda drauma eða hug- myndir sem geti orðið þér til heilla og fæðingarbæ þínum gjöfular, náirðu að koma þeim á framfæri við rétta að- ila og sért sannfærð um eigið ágæti þegar á reynir.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðing- ardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. ökuskírteinis í framtíðinni. Ef ökumaður sem lendir í tjóni hefur ekki gilt ökuskírteini breytir það í sjálfu sér ekki réttarstöðu hans. Ef keyrt er á hann þarf sá sem olli tjóninu að bæta það. Hinsvegar gerist hinn ökuréttindalausi sekur um að vera með útrunnið öku- skírteini og hlýtur þá sekt fyrir það. Hið sama er uppi á teningnum ef einhver veldur tjóni auk þess að vera með útrunnið skírteini. Munur er á því þegar ökumaður með útrunnið ökuskírteini veldur tjóni og þegar ökumaður sem hefur aldrei hlotið ökuréttindi lendir í því sama. Hann byggist á því að sá sem hefur útrunnið skírteini hefur hlotið ákveðna viðurkenningu á því að hann sé hæfur ökumaður. Það að vera með útrunnið ökuskírteini þarf ekki að segja neitt um ökuhæfni ein- staklingsins. Maður sem aldrei hef- ur hlotið ökuréttindi og veldur tjóni við akstur gerist hinsvegar sekur um akstur án ökuréttinda sem er öllu alvarlegra og getur haft mikil áhrif á það hvort hann geti hlotið ökuréttindi sín á tilsettum tíma. Magnús Viðar Skúlason, laganemi við HÍ. Sofa hákarlar og hvalir? Bæði hákarlar og hvalir sofa. Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða viljastýrða öndun (e. vol- untary breathing), sem líkist ekki öndun annarra spendýra. Þetta þýð- ir að þeir verða að stjórna hverjum andardrætti í hálfmeðvituðu ástandi en ekki í ómeðvituðu ástandi líkt og landspendýr gera í svefni. Rannsóknir hafa sýnt að meðan hvalir sofa er annar helmingur heil- ans í svefnástandi en hinn er í vöku- ástandi. Í þessu ástandi sér þá sá helmingur heilans sem er „vakandi“ um að stjórna önduninni. Meðan á svefni stendur láta hval- irnir sig fljóta rétt við yfirborð sjáv- arins og þegar súrefnis er þörf sér sá helmingur sem er vakandi um að stýra hvalnum upp að yfirborðinu og anda. Hvalir og höfrungar falla aldrei í djúpan svefn líkt og önnur spendýr, né heldur í svokallaðan draumsvefn (REM-svefn, sjá nánar í öðru svari á Vísindavefnum). Hákarlar þurfa einnig að fram- kvæma meðvitaðan verknað meðan þeir sofa. Til að hákarlar fái nægi- legt súrefni þurfa þeir að vera á stöðugri hreyfingu til að upptaka súrefnis í tálknum verði nægileg. Rannsóknir á smávaxinni hákarla- tegund, háfnum (Squalus acanthias, sjá mynd), hafa leitt í ljós að tauga- hnoða sem sér um samhæfingu sundhreyfinga hákarlsins er ekki staðsett í heila hans heldur við mænu. Það gerir hákarlinum kleift að synda án þess að vera við meðvit- und. Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum „Hvað geta hvalir orðið gamlir?“ og „Hvað getur há- karl orðið gamall?“, og svar Jakobs Jakobssonar við spurningunni „Hversu mikið af fiski éta hvalir?“ Jón Már Halldórsson líffræðingur. Mynd/Compton’s Encyclopaedia, The Learning Company, Inc. Háfur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.