Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÉTT UM ár er nú liðið fráþví að Snæfell hætti öll-um rekstri í Hrísey oghefur sveitarfélagið orðið
fyrir verulegum skakkaföllum í kjöl-
far þess. Atvinna er af skornum
skammti, íbúum hefur fækkað um-
talsvert og þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir hefur ekki tekist að koma af
stað nýjum fyrirtækjum sem skapa
atvinnu í byggðarlaginu.
Pétur Bolli Jóhannesson sveitar-
stjóri dró upp dökka mynd af að-
stæðum og sagði að þrátt fyrir að
heimamenn hefðu ötullega unnið að
lausn vandans allt síðasta ár hefði
lítið gerst í þá átt að bæta ástandið
sem skapaðist við brotthvarf Snæ-
fells. Íbúum hefði fækkað um 14% í
fyrra og nú væru um 9% íbúanna án
atvinnu, en einungs 188 íbúar eru nú
skráðir með búsetu í hreppnum. Á
milli 20 og 30% íbúanna eru þannig á
atvinnuleysisskrá og þannig hefur
það verið í um ár. Enn væri fólk að
íhuga flutninga og ef ekkert gerðist
á næstunni í atvinnumálum mætti
gera ráð fyrir enn meiri fækkun
íbúa. Sveitarstjórinn benti á að
ákveðið samband væri á milli þróun-
ar íbúafjölda í Hrísey og skráðra
veiðiheimilda. Þannig hefðu veiði-
heimildir á báta og skip í þorskígild-
istonnum verið rúmlega fjögur þús-
und árið 1992 en væru nú 579 tonn,
samdrátturinn næmi þannig nær
3.500 tonnum.
Byggðakvóti myndi virka
eins og vítamínsprauta
Sveitarstjórn Hríseyjarhrepps
hefur farið fram á að fá úthlutað
byggðakvóta og vonaði Pétur Bolli
að jákvætt yrði tekið í óskir heima-
manna. „Það er alveg ljóst að slík út-
hlutun myndi virka eins og vítam-
ínsprauta í atvinnulífið og að hjólin í
fiskvinnslunni myndu fara að snúast
aftur,“ sagði Pétur Bolli.
Á síðasta ári hafa Hríseyingar
skoðað ýmsa möguleika til atvinnu-
uppbyggingar og eru þrír mögu-
leikar enn til skoðunar, þ.e. starf-
semi Íslenskrar miðlunar, starfsemi
fyrir fatlaða í Hlein og stofnun eign-
arhaldsfélags um kvóta. Fyrirhugað
er að endurvekja starfsemi Ís-
lenskrar miðlunar í Hrísey, sem er
nánast í molum þar sem verkefni
hafa látið á sér standa, en sveitar-
stjóri sagði að slíkt fyrirtæki eitt og
sér kæmi ekki í stað þeirrar starf-
semi sem Snæfell hafði áður með
höndum í eynni.
Hvað starfsemi fyrir fatlaða í
Hlein varðar greindi Pétur Bolli frá
því að áhugi væri á því hjá lands-
samtökunum Þroskahjálp og Svæð-
isskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi og
í Reykjavík að hefja slíka starfsemi
þar sem eyjan hefði margt að bjóða
sem hentar fötluðu fólki. Sumardvöl
fyrir fatlaða hefur verið rekin í
eynni og gefið góða raun. Hugmynd-
ir gerðu ráð fyrir skammtímadvöl
þar sem sérfræðingar svæðisstjórn-
ar fatlaðra hefðu umsjón með fag-
legu starfi en heimamenn gegndu
umönnunarstörfum. Um yrði að
ræða a.m.k. 8 störf en kostnaður við
rekstur heimilisins er áætlaður um
25 milljónir króna á ári.
Pétur Bolli sagði að
embættismenn félags-
málaráðuneytisins hefðu
lagst gegn tillögunni
með þeim rökum að um-
ræða í fyrra hefði skaðað orðstír
ráðuneytisins og menn væru enn að
vinna úr erfiðleikum vegna hennar.
Klukkustund fyrir borgarafundinn
barst sveitarstjórn símbréf frá ráðu-
neytinu þar sem fram kemur að fjár-
magni til málefna fatlaðra á fjárlög-
um hefur þegar verið ráðstafað í
önnur verkefni og því ekki mögu-
leiki að verða við erindi hreppsins.
Duttlungakenndar fyrir-
greiðslur Byggðastofnunar
Byggðastofnun og sjávarútvegs-
fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu
hafa ekki viljað taka þátt í stofnun
sjávarútvegsfyrirtækis í húsakynn-
um Snæfells í Hrísey en eftir að það
varð ljóst hafa heimamenn unnið að
stofnun eignarhaldsfélags um kaup
á veiðiheimildum til þess að stunda
vistvænar veiðar þar sem allur afli
verður unninn í eynni.
Óskað var eftir þátttöku Byggða-
stofnunar með 20 milljóna hlutafé á
móti 40 milljóna króna framlagi
heimamanna auk þess sem ráðgert
var að taka 40 milljónir að láni.
Áætlanir ganga út á að kaupa veiði-
heimildir fyrir 100 milljónir króna
sem samsvara um 200 tonnum í
þorski. Erindi Hríseyinga hefur tví-
vegis verið frestað hjá stjórn
Byggðastofnunar á þeim grundvelli
að ekki væri til fjármagn og stofn-
unin legði að öllu jöfnu ekki fram
hlutafé til fyrirtækja. Pétur Bolli
benti á að nýlega hefði stofnunin
veitt fyrirgreiðslu um hlutafé í
Smyril Line og rækju-
verksmiðju á Kópaskeri.
„Duttlungakenndar fyr-
irgreiðslur stjórnar
Byggðastofnunar ein-
kenna þeirra vinnu-
brögð samkvæmt þessu,“ sagði
sveitarstjóri.
Viljum styðja við
bakið á ykkur
Allir þingmenn kjördæmisins
voru staddir á fundinum og sagði
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að
starfsemi Íslenskrar miðlunar hefði
vakið vonir með mönnum, ekki bara
í Hrísey heldur víða um land, en því
miður orðið minna úr en efni stóðu
til. Nú stæðu óskir heimamanna til
þess að endurreisa félagið og myndi
Byggðastofnun fjalla um erindi þess
efnis en hann gæti ekki gefið fyr-
irheit á fundinum um hvernig af-
greiðslan yrði. „Hugur okkar stend-
ur til þess að finna verkefni fyrir
þetta fyrirtæki,“ sagði Halldór. „Ég
fullyrði að við viljum styðja við bakið
á ykkur í þessu máli, en forsenda
þess að slíkt félag gangi er að það
hafi traust.“ Hvað varðar starfsemi í
Hlein sagðist Halldór vita
peningar væru til, „en ég
trú á öðru en að bæði sé s
og vilji innan ríkisstjórna
þess að vinna að málinu ef
vinna úr þeim hleypidóm
upp komu í fyrra“. Halldó
loks að byggðakvóti hefð
mati reynst illa. Hann bent
að það væri hættulegt for
ríkið legði fram fé til fé
kvótakaup.
Valgerður Sverrisdóttir,
og viðskiptaráðherra, sag
valdið skapa rammann um
lífið, en það yrði að byggja
einstaklingunum sjálfum.
Hún nefndi að sa
byggðaáætlun sem væri í g
stefnt að fjölgun íbúa á lan
inni, það væri vissulega
markmið og þróunin hefði þ
ekki verið á þann veg. V
hefur látið vinna skýrslu in
ráðuneyta um möguleika
vinnsluverkefnum á vegu
sem vinna mætti á landsb
og er hún nú aðgengileg á
Ráðherra sagði menn get
skýrsluna og athugað h
fyndust verkefni sem t.d. v
að vinna í Hrísey. Kvaðst V
hafa trú á að ef lagðar væru
mótaðar tillögur um starfs
fatlaða í Hlein og full sams
við aðila máls þar um my
hvað gerast í málinu. „En
meira en að smella fingr
Valgerður.
Menn treysta ekk
Byggðastofnun
Svanfríður Jónasdóttir,
ur Samfylkingarinnar, sagð
hefði komið að stjórnarf
Hríseyingar í alvarlegum vanda eftir að sta
Treglega
ur að kom
nýrri star
Um 70 manns sóttu fundinn með þingmönnum Norðu
Hríseyingar fjölmenntu á borgarafun
í fyrrakvöld þar sem farið var yfir stö
mönnum kjördæmisins. Heimamenn
bæta upp áfallið þegar Snæfell hætti þ
aði um 14% í fyrra í kjölfarið. Á fundi
rýni á Byggðastofnun og var fullyrt a
muna byggðarlögum og at
Fólk íhugar
að flytja
á brott
OLÍAN OG UMHVERFIÐ
FORSENDUR
FRAMLEIÐNIAUKNINGAR
Umræðuefni viðskiptaþingsVerzlunarráðs Íslands, semhaldið var á fimmtudag, var
hvernig tryggja mætti áframhald-
andi hagvöxt á Íslandi til framtíðar.
Bogi Pálsson, formaður Verzlunar-
ráðs, lagði í ræðu sinni á þinginu
áherzlu á að átak í alþjóðavæðingu
og átak til að auka framleiðni væru
nauðsynleg til að örva hagvöxt á
nýjan leik.
„Miklir möguleikar eru hvarvetna
í atvinnulífinu til aukinnar hagræð-
ingar og betri nýtingar starfsfólks,“
er haft eftir Boga í Morgunblaðinu í
gær. „Segja má að vinnuafl lands-
manna sé fullnýtt í venjulegum
skilningi og mikilvægt er að störf-
um geti fækkað í þeim verkum sem
nú eru unnin í atvinnulífinu og
þannig losni fólk til þess að sinna
hinum nýju störfum sem verða til ef
atvinnulífið nær öðrum vaxtar-
spretti.“
Framleiðni í íslenzku efnahagslífi
er frekar lítil, ef við berum okkur
saman við t.d. önnur ríki OECD.
Það þýðir m.ö.o. að við þurfum að
hafa meira fyrir okkar góðu lífs-
kjörum en margar aðrar þjóðir.
Vinnuvikan er lengri á Íslandi en
víða annars staðar og geta atvinnu-
lífsins til að standa undir launa-
hækkunum minni. Talsverð fram-
leiðniaukning varð hér árin 1996 og
1997 en síðustu tvö ár er talið að
heildarframleiðni atvinnulífsins hafi
minnkað, enda hefur mörgum fyr-
irtækjum reynzt örðugt að hagræða
í þeirri miklu þenslu, sem hér hefur
ríkt. Lífskjarabatinn hefur einkum
verið sóttur með meiri vinnu og
fjárfestingum.
Nú kunna hins vegar að gefast
nýjar forsendur til að hagræða í at-
vinnulífinu og auka framleiðni.
Meginforsendan er að okkur takist
að endurheimta stöðugleikann í
efnahagslífinu og ýmis teikn eru á
lofti um að það megi takast. Mikið
veltur þó á því hver verður niður-
staða samráðs aðila vinnumarkaðar-
ins, sem á að hefjast síðar í mán-
uðinum, um það hvort forsendur
kjarasamninga haldi.
Í annan stað er afar brýnt að við-
halda sveigjanleika íslenzks vinnu-
markaðar, þannig að vinnuafl eigi
auðvelt með að færa sig á milli at-
vinnugreina, þar sem þess er þörf.
Að þessu vék Michael Mathiesen,
danskur fyrirlesari á viðskiptaþingi.
Eitt skilyrði fyrir því að slíkt sé
mögulegt er að fólki á vinnumarkaði
standi til boða sí- og endurmenntun
í nægilegum mæli, þannig að það
geti lagað sig að nýjum kröfum.
Í þriðja lagi má búast við að sam-
skipti og vinnulag í samningum að-
ila vinnumarkaðarins skipti miklu
máli fyrir möguleika okkar til að
auka framleiðni. Nálgun á borð við
þá, sem farin hefur verið í samn-
ingum Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og atvinnurekenda,
virðist skila árangri. Þar er leitazt
við að taka mið af aðstæðum og getu
einstakra fyrirtækja eða fyrir-
tækjahópa til að greiða hærri laun
og jafnframt lögð áherzla á að
ávinningur af hagræðingu skili sér
til launþega. Bæði hafa laun VR-
félaga hækkað talsvert undanfarin
misseri, að því er fram kemur í nið-
urstöðum launakönnunar þeirrar
sem félagið opinberaði í vikunni, og
vinnuvika félagsmanna hefur stytzt
að meðaltali.
Í fjórða lagi má gera ráð fyrir að
íslenzk fyrirtæki séu í góðri aðstöðu
til að nýta upplýsingatækni til hag-
ræðingar og framleiðniaukningar.
Margir möguleikar eru fyrir hendi
til að nota tæknina til að auka sjálf-
virkni í afgreiðslu viðskiptavina, t.d.
í gegnum Netið, og auka þannig
svigrúm dýrmætra þekkingar-
starfsmanna til að sinna flóknari
verkefnum.
Í fimmta lagi má gera ráð fyrir að
bæta megi stórlega framleiðni bæði
vinnuafls og fjármagns í stórum
hluta efnahagslífsins með því að
einkavæða fyrirtæki í eigu ríkis og
sveitarfélaga og ýta undir sam-
keppni í atvinnulífinu.
Loks felast mikil hagræðingar-
tækifæri í samruna fyrirtækja og
stækkun rekstrareininga. Þar verð-
ur þó að gæta þess að samkeppn-
isreglum verði fylgt og mjög verður
horft til þess hvernig samkeppnis-
yfirvöld taka á samrunasamningum,
eins og kom til umræðu á viðskipta-
þinginu.
Ef rétt er á haldið getur aukning
framleiðni í atvinnulífinu skilað
okkur áframhaldandi lífskjarabata á
næstu árum, bæði í mynd hærri
launa og meiri tíma til að sinna fjöl-
skyldu og áhugamálum, sem laun-
þegar gera í vaxandi mæli kröfu um.
Allmörg óhöpp hafa orðið á undan-förnum árum við dælingu olíu á
skip, stundum með þeim afleiðingum
að sjór hefur mengazt og spjöll orðið á
lífríki. Stundum hafa þessi slys orðið
vegna bilana í búnaði, stundum vegna
aðgæzluleysis eða mistaka.
Óhappið sem varð er 5.000 lítrar af
olíu runnu út í jarðveg í Örfirisey fyrr
í vikunni er dæmi um það síðarnefnda.
Viðbrögð olíufélagsins, sem í hlut átti,
virðast þó hafa verið til fyrirmyndar
og olían barst hvorki í sjó né holræsi.
Atvik sem þetta vekja okkur þó til
umhugsunar um það að sú nauðsyn-
lega starfsemi, sem olíubirgðastöðvar
eru, er eðli málsins samkvæmt yfir-
leitt við sjávarsíðuna, í næsta ná-
grenni við viðkvæmt lífríki. Á miklu
ríður þess vegna að allur búnaður sé
yfirfarinn samkvæmt ströngustu
kröfum og að farið sé eftir nákvæmum
vinnureglum til að fyrirbyggja að slys
geti orðið. Afleiðingar olíuslysa fyrir
náttúruna geta orðið hörmulegar.