Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 54
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Landgræðsla ríkisins
óskar að ráða starfsmann í garðyrkju
og skjólbeltaræktun.
Starfshlutfall 75-100%.
Starfssvið:
● Umsjón og umhirða skrúðgarðs, og skjól-
belta.
● Flokksstjórn yfir sumarvinnuflokki unglinga,
vetrarvinna í fræverkunarstöð.
● Vinnustaður er í Gunnarsholti.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Starfsreynsla við flokksstjórn, þekking á
garðplöntum og trjám, plöntun þeirra og
umhirðu.
● Bílpróf og reynsla af akstri dráttarvéla.
● Ábyrgð, skipulagshæfni, frumkvæði, sjálf-
stæði í vinnubrögðum og samskiptahæfni.
● Menntun í náttúrufræðum eða garðyrkju
er æskileg.
● Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
í apríl nk.
● Laun samkvæmt Starfsmannafélagi ríkis-
stofnana eða kjarasamningi fjármálaráðher-
ra og Samiðnar — sambands iðnfélaga.
Nánari upplýsingar veita Jóna María Eiríksdótt-
ir og Sveinn Runólfsson í síma 488 3000.
Vinsamlegast sendið skriflega umsókn með
upplýsingum um menntun og starfsreynslu og
nöfnum tveggja umsagnaraðila til Landgræðslu
ríkisins í Gunnarsholti, 851 Hellu, eða á net-
fangið sveinn@landgr.is fyrir 10. mars nk.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ÓSKAST KEYPT
Vörubíll
Óskum eftir að kaupa vörubíl með 30 tonna
krana eða stærri.
Uppl. sem greinir frá gerð, aldri, ástandi og
verði sendist Eykt ehf., Skeifunni 7, 108 Rvík,
eigi síðar en 13. febrúar 2001.
ÞJÓNUSTA
Getum tekið að okkur verkefni.
Fagmennska í fyrirrúmi.
Símar 698 2523 og 554 3716.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins að Hörðuvöllum 1, Selfossi, fimmtudaginn
15. febrúar 2001 kl. 9.30:
Sjöfn ÁR-123, skipaskrárnúmer 2004, þingl. eig. Ásþór ehf., gerðar-
beiðendur Olíuverslun Íslands hf. og Vátryggingafélag Íslands hf.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
9. febrúar 2001.
Forsýning muna á
fyrsta uppboði Jes Zimsen
Fyrsta uppboð Uppboðshúss Jes Zimsen verð-
ur haldið í dag, 10. febrúar, kl. 14.00, í Hafnar-
stræti 21, Reykjavík.
Meðal þess sem selt verður eru borðstofuborð
og stólar, vegg- og standklukkur, erlend málverk,
hvalskutlar, ljósakrónur, Hardy veiðistöng frá
1910, Tag Hauer úr, skápar, kista frá 1860 o.fl.
Forsýning á uppboðsmunum verður laugar-
daginn 10. febrúar (í dag, uppboðsdag) frá
kl. 10.00 til 14.00.
Uppboðsskrá verður send til þeirra sem þess
óska og næsta uppboð verður væntanlega
7. apríl nk.
Uppboðshús Jes Zimsen,
Hafnarstræti 21,
sími 511 2227, fax 511 2228,
netfang: uppbodshus@xnet.is .
STYRKIR
Auglýsing um styrki úr
Námssjóði brunamála
Í samræmi við 38. gr. laga nr. 75/2000 er hér
með auglýst eftir umsóknum um styrki úr
Námssjóði brunamála.
Námssjóður brunamála starfar innan Bruna-
málastofnunar. Markmið sjóðsins er að veita
þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms
á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til
rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðs-
gjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á náms-
leyfistíma og styrki vegna námskeiða og endur-
menntunar.
Brunamálastofnun annast úthlutun styrkja að
fenginni umsögn brunamálaráðs.
Umsóknir um styrki skal senda til Brunamála-
stofnunar, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir
10. mars 2001 á eyðublöðum sem þar fást,
merkt „Námssjóður brunamála 2001“.
Athygli skal vakin á því að ef styrkur er ekki
nýttur innan tveggja ára frá veitingu hans fellur
styrkveitingin úr gildi.
Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starf-
semi sjóðsins veita Steinar Harðarson verk-
fræðingur og Guðmundur Haraldsson skóla-
stjóri.
Sími Brunamálastofnunar er 552 5350, fax
552 5413, netfang brs@brs.is .
Reykjavík,
6. febrúar 2001,
Brunamálastjóri.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Aðalstöðvar KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Einsöngur: Rannveig Káradóttir.
Ræðumaður: Dr. Bjarni E. Guð-
leifsson, náttúrufræðingur.
Allir velkomnir.
Sunnudagsferð 11. febrúar
kl. 11:
Flekkuvík—Staðarborg
Um 3. klst skemmtileg gönguferð
í Vatnsleysustrandarhreppi.
Verð 1.200 kr. f. félaga og 1.400
kr.. f. aðra. Brottför frá BSÍ.
Stansað v. kirkjugarðinn í Hafn-
arfirði.
Sjá heimasíðu: utivist.is og
textavarp bls. 616.
Gönguferð sunnud. 11. febr.
Grímannsfell í Mosfellssveit (464
m.y.s.). Brottför kl. 10:30 frá BSÍ
og Mörkinni 6. Um 3,5-4 klst.
ganga, um 200 m hæðaraukn-
ing.
Fararstjóri Jónas Haraldsson.
Verð kr. 1500. Allir velkomnir.
Myndasýning í F.Í.-salnum
miðvikud. 14. febr. kl. 20.30.
Gnúpverjar fjalla um þjóðlendur
í máli og myndum og Ólafía Að-
alsteinsdóttir lýsir Stórastíg að
Fjallabaki. Allir velkomnir.
Verð kr. 500. Kaffiveitingar í hléi.
www.fi.is, textavarp RUV bls.
619. Sími á skrifstofu 568 2533. ATVINNA
mbl.is
Keramiknámskeið
á Hulduhólum hefjast í febrúar.
Upplýsingar í síma 566 6194.
Steinunn Marteinsdóttir.
KENNSLA
FRÉTTIR
54 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMSTARFSNEFND um
sameiningu sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslu boðaði alla
sveitarstjórnarmenn í hrepp-
um þeim sem að málinu standa
til fundar í Ýdölum 7. febrúar.
Mjög góð mæting var á fund-
inum en á hann mættu um 40
fulltrúar úr Aðaldæla-, Keld-
unes-, Reykja-, Skútustaða-,
Tjörnes- og Öxarfjarðarhrepp-
um og bæjarstjórn Húsavíkur.
Samstarfsnefnd var kosin
eftir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar og hefur hún haldið
allmarga fundi síðan, hinn
fyrsta 2. nóvember 1998.
Á fundinum í Ýdölum voru
lögð fram til umræðu drög að
ályktunum og tillögum sam-
starfsnefndarinnar. Gagnlegar
umræður urðu um tillögurnar
og létu fulltrúar í ljósi skoðanir
sínar á fyrirhugaðri samein-
ingu.
Vinnuáætlun nefndarinnar
gerir ráð fyrir að sveitarstjórn-
irnar fái álit og tillögur hennar
til umfjöllunar eigi síðar en 3.
apríl nk. og að sveitarstjórnirn-
ar hafi lokið tveim umræðum
um álitið, án atkvæðagreiðslu
fyrir 1. september.
Stefnt er að atkvæðagreiðslu
um sameiningartillögu meðal
íbúa svæðisins 17. nóvember á
þessu ári. Leiði niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar til þess að
kosið verði á ný um sameiningu
í einstökum sveitarfélögum
skal það gert 8. desember.
Verði sameining samþykkt
mun ný sveitarstjórn í samein-
uðu sveitarfélagi taka til starfa
að loknum sveitarstjórnar-
kosningum 2002.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum
Atkvæði um sameiningartillögu
greidd um miðjan nóvember
Morgunblaðið/BFH
Frá fundinum í Ýdölum þar sem fjallað var um sameiningu sveit-
arfélaga í Þingeyjarsýslum. Umræður þar voru gagnlegar.
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Dvalarheimili
aldraðra í Stykk-
ishólmi tók til
starfa í ágúst 1978
og hefur því verið
starfrækt í rúm-
lega 20 ár. Á
seinni árum hafa
verið byggðar
þjónustuíbúðir við
dvalarheimilið. Nú
búa 22 heim-
ilismenn á dval-
arheimilinu og í
þjónustuíbúðunum
búa 16 manns.
Boðið er upp á
félagsstarf þar
sem íbúarnir hitt-
ast og eldri borg-
arar úti í bæ. Fyr-
ir nokkru var
haldið þorrablót fyrir íbúa dvalarheimilisins og
starfsfólk. Þar mættu yfir 60 manns sem áttu góða
og skemmtilega kvöldstund saman. Á myndinni eru
elsti og yngsti gesturinn á þorrablótinu þau Jó-
hanna Kristín Guðjónsdóttir tveggja ára og Hinrik
Jóhannsson frá Helgafelli 96 ára.
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Eldri borgarar
gerðu sér glaðan dag