Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 55
Morgunblaðið/Björn Björnsson Samgöngumálaráðherra ásamt flugstjórum Íslandsflugs og starfs- mönnum Alexandersflugvallar. ÞEGAR farþegar komu að morgni 5. febrúar í afgreiðsluna á Alex- andersflugvelli á Sauðákróki blasti við þeim stærðar afmæl- isrjómaterta á veisluborði og var tilefnið tíu ára afmæli Íslands- flugs. Svo skemmtilega vildi til að samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, var farþegi með vélinni frá Reykjavík og fagnaði hann afmæl- inu með starfsmönnum félagsins og farþegum. Að sögn umboðsmanns Íslands- flugs á Sauðárkróki, Vigfúsar Vig- fússonar, hóf félagið flug til Sauð- árkróks 1. júlí 1997 en það ár var metár í flutningum um völlinn enda kepptu þá bæði Flugleiðir, sem verið höfðu með einkaleyfi á flugleiðinni, og Íslandsflug um að veita þjónustuna og flugfargjöld voru í algjöru lágmarki. Nú um alllangt skeið hefur að- eins Íslandsflug sinnt flugi til Sauðárkróks og sagði Vigfús að þróunin í flutningum hefði nánast staðið í stað, þó verið um 4% sam- dráttur og nýting véla á haustmán- uðum verið um það bil 60%. Þá sagði hann alla umsjón innanlands- flugsins vera í höndum starfs- manna félagsins á landsbyggðinni og væri öll símsvörun, bókanir og ákvarðanataka varðandi daglegan rekstur flugsins framkvæmd á Sauðárkróki og Bíldudal. Íslandsflug 10 ára Sauðárkróki. Morgunblaðið. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 55 GLATT var á hjalla í Íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi á íþróttadegi hinn 1. febrúar. Ókeypis aðgangur var í sund og þreksal allan daginn til kynningar á starfsemi íþróttamið- stöðvarinnar. Síðdegis kynntu svo deildir og félög sem sinna íþrótta- málum í bæjarfélaginu starfsemi sína á léttum nótum. Athygli vakti að bæjarstjóri Borg- arbyggðar, Stefán Kalmansson, og bæjarritari, Eiríkur Ólafsson, reyndu með sér í ,,hjólastólaþraut- um en það var íþróttafélag fatlaðra, Kveldúlfur sem stóð fyrir þeirri keppni. Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ávarpaði viðstadda og minnti á gildi og mikilvægi íþrótta í forvörnum og inntak þess að vera með og taka þátt í skemmti- legu og gefandi starfi í góðum félagsskap. Hann sagði frá því að um 250 manns kæmu að starfi í íþrótta og æskulýðsmálum í bæjar- félaginu á ársvísu og eru þar taldir einstaklingar í stjórnum félaga, nefndum, ráðum, starfsmenn íþróttahúsa, sundlauga, íþrótta- deilda, annarra félaga, þjálfun og þess háttar. Þessi tala er fyrir utan skammtímaverkefni og mótahald með tugum sjálfboðaliða. Hann þakkaði jafnframt þessu fólki fyrir gott og óeigingjarnt starf. Stóra stundin rann upp klukkan 18.30 en þá var komið að því að veita viðurkenningar til afreksfólks í íþróttum. Fyrst var veitt úr Minn- ingarsjóði Auðuns Hlíðkvists Krist- marssonar. Viðurkenningin miðast við árið sem viðkomandi íþróttamað- ur verður fjórtán ára og var veitt fyrir árið 2000. Markmið viðurkenn- ingarinnar er að hvetja ungt fólk til að stunda íþróttir, leggja sig fram við æfingar og keppni og lifa heil- brigðu og reglusömu lífi. Veittur er farandbikar til eins árs í senn, eign- arbikar og peningastyrkur sem ætl- aður er til greiðslu hluta kostnaðar við æfingar og keppnisgjöld. Við val á íþróttamanni er m.a. tekið tillit til árangurs viðkomandi, fjölhæfni, frammistöðu við æfingar og keppni og hvernig fyrirmynd hann er jafn- öldrum sínum. Það var samdóma álit úthlutunar- nefndar að Bjarni Hlíðkvist Krist- marsson hlyti viðurkenninguna. Bjarni hefur stundað knattspyrnu, körfuknattleik og frjálsar íþróttir. Hann er metnaðarfullur, mikill keppnismaður og þykir heilsteyptur og fjölhæfur íþróttamaður. Bjarni er vel að viðurkenningunni kominn og heiðrar minningu Auðuns bróður síns með sóma. Frá árinu 1991 hafa verið veittar viðurkenningar fyrir þá íþróttamenn sem standa hvað fremst í viðkom- andi íþróttagreinum og eru tilnefn- ingar úr deildum og félögum innan ÍSÍ í Borgarbyggð á vali á besta íþróttamanni ársins 2000. Frjáls- íþróttadeild Skallagríms tilnefndi til vals á frjálsíþróttamanni ársins 2000 Hallberu Eiríksdóttur kringlukast- ara. Hallbera setti tvö Íslandsmet í meyjaflokki á árinu og sigraði í kringlukasti á bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri og er með 7. besta ár- angur í kringlukasti kvenna á árinu. Ungmennafélag Stafholtstungna tilnefndi til vals á frjálsíþróttamanni ársins 2000 Kristínu Þórhallsdóttur. Kristín er sigurvegari í spretthlaup- um, langstökki og þrístökki á öllum þeim mótum sem hún keppti á innan héraðs. Hún varð fimmfaldur Ís- landsmeistari í meyjaflokki á árinu og er önnur best á landinu í lang- stökki kvenna. Kristín var valin í A- landslið Íslands í fyrsta skipti og keppti á Evrópukeppni landsliða í Slóveníu.Tómstundanefnd Borgar- byggðar valdi Kristínu Þórhallsdótt- ur frjálsíþróttamann ársins 2000. Sunddeild Skallagríms tilnefndi Gunnar Smára Jónbjörnsson sem sundmann ársins. Gunnar er alltaf í 1. sæti á innanhéraðsmótum í sundi og hefur stöðugt bætt árangur sinn. Hann hefur verið ofarlega á mótum utan héraðs og á stórmótum. Körfuknattleiksdeild Skallagríms tilnefndi Hlyn Bæringsson sem körfuknattleiksmann ársins. Hlynur spilaði með A-landsliði Íslands í upp- hafi ársins og einnig með U 18 ára landsliðinu og var þar einn af bestu mönnum liðsins. Hlynur er lykil- maður í liði Skallagríms í úrvals- deildinni og er orðinn einn eftirsótt- asti leikmaður landsins. Badmintondeild Skallagríms til- nefndi Arnar Helga Jónsson sem badmintonmann ársins. Arnar Helgi varð Íslandsmeistari í B-flokki U 13 ára aldursflokki varð í öðru sæti í tvíliðaleik ásamt Heiðari Ernest Karlssyni á öllum mótum sem þeir hafa sótt á síðasta ári. Hestamannafélagið Skuggi til- nefndi Guðrúnu Ósk Ámundadóttur sem hestamann ársins. Guðrún hef- ur verið í 1.–3. sæti á mörgum gæð- inga, félags og íþróttamótum Skugga, Faxa og Dreyra ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum mót- um utan héraðs. Golfklúbbur Borgarness tilnefndi Viðar Héðinsson sem golfara ársins. Viðar var Borgarnesmeistari 2000 og stigameistari GB í samanlögðum árangri á mótum sumarsins. Hann var sigurvegari í SM mótaröð, vor- móti, opnum mótum og var í sveit GB sem keppti í 3. deildinni sl. sum- ar. Íþróttafélag fatlaðra, Kveldúlfur, tilnefndi Einar Trausta Sveinsson sem íþróttamann Kveldúlfs. Einar var í 5. sæti í spjótkasti í sínum flokki á Ólympíuleikunum í Sydney. Hann var þar í 10. sæti í kringlu- kasti og verðugur fulltrúi Íslands. Knattspyrnudeild Skallagríms til- nefndi Emil Sigurðsson sem knatt- spyrnumann ársins 2000. Emil var valinn knattspyrnumaður ársins af leikmönnum Skallagíms. Af þessum góða hópi íþrótta- manna var Hlynur Bæringsson kjör- inn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2000. Hlynur Bæringsson íþróttamaður Borgarness Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Fyrir miðju Hlynur Bæringsson, íþróttamaður Borgarness. Frá vinstri: Fulltrúi Kristínar Þórhallsdóttur, Hallbera Eiríksdóttir, Gunnar Smári, Jón Björnsson, Viðar Héðinsson, Arnar Helgi Jónsson, Einar Trausti Sveinsson, Guðrún Ósk Ámundadóttir og fulltrúi Emils Sigurðssonar. Borgarnesi. Morgunblaðið. FYRSTA skóflustungan var tekin fimmtudaginn 7. febrúar að fyrsta fjölbýlishúsinu í hinu nýja íbúða- hverfi í Fosslandi á Selfossi. Í hverf- inu er gert ráð fyrir þremur fjölbýlis- húsum á deiliskipulagi. Það eru JÁ-verktakar á Selfossi sem standa að byggingunni sem er með 20 íbúðum í fjögurra hæða húsi. Íbúðirnar í húsinu eru 73–90 fer- metrar að stærð. Í kjallara hússins er bílageymsla og frá honum er lyfta í húsinu upp í íbúðirnar. Frá íbúð- unum í blokkinni verður gott útsýni yfir Ölfusá til Ingólfsjalls og Hellis- heiðar og til austurs blasir Hekla við. Áhugi á fjölbýlishúsum Verulegur áhugi er á íbúðunum í þessu fjölbýlishúsi og góð viðbrögð hafa verið við auglýsingum hjá selj- andanum sem er Fasteignasalan Bakki á Selfossi og strax búið að ganga frá sölu á sjö íbúðum. Greini- legt er að áhugi er á fjölbýlishúsum á Selfossi, nú þegar eru tvö í byggingu, við Heiðarveg á Selfossi og við Ástjörn og byggjendur þeirra fengu Morgunblaðið/Sig. Jóns. Jón Árni Vignisson hjá JÁ verktökum á byggingarstað fyrsta fjölbýlis- hússins í Fosslandinu við Eyraveg á Selfossi. strax góð viðbrögð við íbúðunum í húsunum sem seldust fljótt. Nú liggja fyrir umsóknir um þrjú fjöl- býlishús á Selfossi hjá sveitarfélag- inu Árborg á skipulögðum bygging- arsvæðum sveitarfélagsins. Íbúðirnar tilbúnar í desember Jón Árni Vignisson, hjá JÁ-verk- tökum, sagði hina miklu uppbygg- ingu á Selfossi gera að verkum að fyrirtæki hans hefði nú góð verkefni á svæðinu og nóg væri að gera. Hann sagði að nýja blokkin þarfnaðist lítils viðhalds, væri klædd að utan með lit- aðri álklæðningu og einangruð. Íbúð- irnar verða tilbúnar til afhendingar í byrjun desember næstkomandi. Framkvæmdir hafnar við 20 íbúða hús í Fosslandi á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. LIONSKLÚBBUR Borgarness og Lionsklúbburinn Agla færðu Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi tvær milljónir króna að gjöf til kaupa og uppsetningar á neyðarþjónustukerfi. Gjöfin kemur sér vel þar sem núver- andi kerfi er orðið 30 ára gamalt og þarfnast endurnýjunar. Ennfremur er á döfinni að byggja við og stækka dvalarheimilið. Afhendingardaginn bar upp á 30 ára afmæli dvalarheim- ilsins og var í tilefni dagsins borið fram veislukaffi fyrir íbúa, starfsfólk og gesti. Upphaflega kom hugmyndin og framkvæmdin að byggingu dvalar- heimilis í Borgarnesi frá Sambandi borgfirskra kvenna. Það fékk hreppana í kring í lið með sér og eruaðilar heimilisins Mýra- og Borgarfjarðarsýsla auk Kolbeins- staðahrepps og Eyja- og Mikla- holtshrepps. Íbúar eru 55 talsins. Færðu Dvalarheimili aldraðra 2 millj. kr. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Jón Haraldsson, fulltrúi Lionsklúbbs Borgarness, Lilja Ólafsdóttir, fulltrúi Lionsklúbbsins Öglu, og Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri dvalarheimilisins, en hún veitti gjöfinni viðtöku. Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Græn tún á þorra TÍÐARFAR hefur verið óvenjugott það sem af er og svo gott að víða hef- ur mátt sjá grænan lit í túnum. Nýræktin á myndinni heldur vel litnum frá sl. sumri og fuglahræðan stendur fyrir sínu. Engar gæsir eru á ferð í Þingeyj- arsýslu á þessum tíma árs, en líklega mun þeim lítast vel á að kroppa grænt grasið þegar þær koma norð- ur í vor, svangar eftir langt flug yfir Atlantshafið. Laxamýri. Morgunblaðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.