Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 61

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 61 MARGT gott getur hlotist af ákvæðum í kjarasamningi Starfs- mannafélags ríkisstofnana (SFR) og ríkisins um fræðslustarf. Það hefur sannað sig á mínum starfs- vettvangi, þar sem gerður var sér- stakur samningur 1998 á grund- velli þessa ákvæðis þ.e. á milli ÁTVR og SFR. Efling fræðslustarfs byggist á gagnkvæmum hag viðkomandi stofnunar og starfsmanna. Í því felst samkvæmt skilgreiningu í samningnum:  Að hafa betra vald á starfi sínu og starfsumhverfi.  Að aka framtíðarmöguleika á vinnumarkaði  Að auka vellíðan og lífsfyllingu í og utan vinnu. Með sama hætti og hagur starfs- manna er þannig skilgreindur felst bættur hagur ríkisstofnunar með fræðslustarfi í því:  Að geta þróað starfsemi sína og veitt betri þjónustu.  Að starfsmenn hafi betra vald á starfi sínu og starfsumhverfi.  Að byggja upp hvetjandi og já- kvæð viðhorf innan stofnunar. Fjölbreytt og uppbyggjandi nám Nú í vetur hafa verið námskeið fyrir starfsmenn og sömuleiðis starfsnám fyrir verslunarstjóra ÁTVR. Ég leyfi mér að halda því fram að hér sé um að ræða fjöl- breytta menntun og mjög upp- byggjandi námskeið á ýmsum svið- um. Ýmislegt í náminu snýr að fyrirtækinu og fræðum sem lúta að því sérstaklega: Kynning á starfs- reglum og lýsing á uppbyggingu, vínfræði, gæðastjórnunarkerfi, grunnatriði góðrar sölumennsku, verslun og viðskipti, öryggismál, tölvulæsi og internetið. Önnur áhersluatriði úr kennslunni snúa meira að starfsfólkinu, t.d. líkams- beiting – fyrirbyggjandi aðgerðir, vinnustaðamenning – sjálfsstyrk- ing, að tala máli sínu, hversdagsleg heimspeki, hagnýtar aðferðir við að koma máli sínu til skila, réttindamál, félags- mál, kjarasamningar, vinnuvernd, streita og fjölskylda. Þessi námskeið spanna þannig ótrú- lega mikla breidd og fyrirlesarar og leið- beinendur eru margir þjóðkunnir snillingar á sínum sviðum. Hér er hvergi nærri allt upp talið, heldur nefni ég hér nokkur stikkorð til að gefa vísbendingu um þá fjölbreytni sem boðið er upp á hjá okkur á námskeiðunum. Framsýni ÁTVR – til fyrirmyndar Fræðslunámskeiðin hjá ÁTVR eru einkar áþreifanlegur vottur um frjósemi samninga stéttarfélags og við- semjenda. Starfs- mannafélag ríkisstofn- ana hefur auðvitað sjálft margháttaða reynslu af eigin nám- skeiðahaldi og fræðslu- starfi. Nú kemur til sögunnar kærkomin viðbót með fræðslu- starfi á vinnustað sem skilar sér í ánægðari einstaklingum, betri starfsanda á vinnustöðum, bættum kjörum og bættri þjónustu við viðskiptavini. Ég tel að með þessu námskeiða- haldi sem áreiðanlega verður fram- hald á hafi ÁTVR verið að stíga stórt skref í átt til framtíðar. Fræðslustarf er lykillinn að bjartri framtíð bæði fyrirtækja og starfs- manna. Námskeiðahaldið hjá okk- ur er því til vitnis um framsýni og hagsýni – sem gagnast mun fyr- irtækinu og starfsfólkinu um ókomna tíð. Reyndar held ég að reynslan af fræðslustarfinu hjá okkur sýni að slíkt námskeiðahald sem byggist á samstarfi stofnunar og verkalýðsfélags eigi sér mikla framtíð. Það er því sérstök ástæða til að þakka SFR og ÁTVR fyrir fyrirmyndarfræðslustarf. Fræðslustarf til fyrirmyndar Þorleifur Óskarsson Höfundur er starfsmaður dreifing- armiðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi. Starfsnám Fræðslunámskeiðin hjá ÁTVR, segir Þorleifur Óskarsson, eru einkar áþreifanlegur vottur um frjósemi samninga stéttarfélags og viðsemjenda. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.