Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 63
framleiðslu til háskólastigsins og Bretar og Tékkar en hærra en Kór- eumenn, Japanir og Ítalir. Aðeins frá Lúxemborg, einu auðugasta ríki OECD, stundar hærra hlutfall há- skólanema nám erlendis, en þar í landi er varið 0,1% af landsfram- leiðslu til háskólastigsins, þótt efna- hagslegur styrkur þjóðarinnar bygg- ist á nýtingu þekkingar, einkum á fjármálasviðinu. Um það hefur verið samstaða hér, að ekki sé skynsamlegt markmið í háskólamenntun að bjóða hana alla innan lands, hvað sem fjárhagsleg- um sjónarmiðum líður. Ef menn láta undir höfuð leggjast, að minna á þessa staðreynd, þegar útgjöld okk- ar eru borin saman við þjóðir, sem bjóða mun víðtækara háskólanám, er tilgangurinn ekki að draga upp raun- sanna mynd. Á grundvelli talna sinna lýsir Ágúst áhyggjum sínum yfir því, að vegna skorts á menntun kunnum við að dragast aftur úr öðrum þjóðum, þótt hérlendis ljúki fleiri nemendur háskólanámi en annars staðar á Norðurlöndunum, að Noregi undan- skildum. Fjöldi brautskráðra nem- enda hér á háskólastigi hefur nærri tvöfaldast frá árinu 1980. Vísindarannsóknir Ágúst kemst að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar séu mjög slakir í rannsóknum og þróunarvinnu og segir nýlega svissneska samanburð- arskýrslu sýna, að þess vegna hafi Ísland fallið úr 18. sæti í 24. sætið við mat á samkeppnishæfni þjóða. Menntamálaráðuneytið gaf í apríl 2000 út skýrsluna Grunnvísindi á Ís- landi eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur og Þórólf Þórlindsson. Þessi skýrsla rennir engum stoðum undir þá skoð- un Ágústs, að Íslendingar standi illa að vígi í alþjóðlegum samanburði, þegar borinn er saman árangur í grunnrannsóknum. Þvert á móti hefur náðst mjög góð- ur árangur. Fjármagn til rannsókna skilar sér ótrúlega vel á Íslandi. Þeg- ar litið er til birtinga á ritgerðum ís- lenskra vísindamanna í alþjóðlegum fræðiritum hafa þær aukist svo, að Ísland hefur farið úr 17. sæti meðal OECD-ríkja árið 1981 í 7. sæti árið 1998 og er næst á eftir Sviss, þar sem starfsmenn alþjóðakjarneðlisfræði- stofnunarinnar CERN eru stórfram- leiðendur á vísindaritgerðum, fyrir framan Ísland á listanum eru einnig Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Hol- land og Nýja-Sjáland. Ágúst lætur þess ógetið, að frá árinu 1985 hafa heildarframlög til rannsókna aukist úr 0,8% af þjóðar- framleiðslu í 1,8% árið 1997 og hefur ekki orðið samdráttur síðan. Í ár hækkar fjárveiting til Vísindasjóðs til dæmis um 40 milljónir króna eða um 23,5% og til Rannsóknanáms- sjóðs um 10 milljónir króna eða um 33% á milli ára. Ummæli Ágústs um hina sviss- nesku könnun, en hún er gerð á veg- um World Economic Forum, byggj- ast ekki á því, að hann vilji hafa það, sem sannara reynist. Í fyrsta lagi nefnir hann rangar tölur um sæti Ís- lands, sem er greinilega fljótfærnis- leg yfirsjón, hitt er verra, að Ágúst tekur ekki mið af ábendingum Vil- hjálms Lúðvíkssonar, framkvæmda- stjóra Rannsóknarráðs Íslands, vegna könnunarinnar. Vilhjálmur at- hugaði, hvaða tölur um fé til rann- sókna á Íslandi World Economic Forum notaði við mat á samkeppn- ishæfni þjóðarinnar, eftir að greint var frá því, að Ísland hefði dalað úr 17. sæti í hið 23. og mætti einkum rekja það til slakrar stöðu á sviði tækni og við fjárfestingar í rann- sóknum. Athugun Vilhjálms leiddi í ljós, að tölurnar héðan voru úr UNESCO-skýrslu frá 1995, en frá 1996 til 2000 hefur orðið 26% aukn- ing á árlegri framleiðslu hér á landi og hefur verið bent á, að það hafi stundum tekið aðrar þjóðir 10 ár eða jafnvel 20 ár að ná slíkum árangri. Gengur þetta þvert á svartsýni Ágústs. Framhaldsskólastigið – útskriftarhlutfall 92% Ágúst Einarsson prófessor segir, að eitt helsta vandamálið í íslensku menntakerfi sé, hve fáir hafi lokið framhaldsskólaprófi í samanburði við önnur lönd. Fullyrðing Ágústs um þetta efni stenst ekki gagnýni. Útskriftarhlutfall íslenskra nem- enda á framhaldsskólastigi er með því hæsta sem gerist á meðal OECD- ríkja. Samkvæmt ritinu Education at Glance, sem OECD gefur út, var út- skriftarhlutfall framhaldsskólanema á Íslandi skólaárið 1997–98 alls 92% en meðaltal OECD-ríkjanna var þá 79%. Þá má geta þess, að á Íslandi er útskriftarhlutfall úr háskóla 25,1% en meðatalið í OECD-löndunum er 23,1%. Fjöldi og aldur þeirra, sem út- skrifast úr framhaldsskólum hér, endurspeglar sveigjanleika íslenska framhaldsskólakerfsins, sem enn hefur aukist með nýjum námskrám. Þegar Ágúst fjallar um þetta efni og birtir töflu máli sínu til stuðnings, lætur hann undir höfuð leggjast að geta þess, að í töflunni er sleppt hópi Íslendinga, sem útskrifaðist með gagnfræðaskólapróf fyrir miðjan áttunda áratuginn vegna þess að það var ekki fyrr en þá, að skólaskipan breyttist hérlendis í kjölfar nýrra grunnskólalaga, þar sem barna- og unglingastig voru felld saman í einn heildstæðan grunnskóla og breytti það flokkun nemenda eftir skólastig- um héðan samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Er með ólíkindum, að Ágúst viti ekki um þennan ágalla á töflunni Íslandi í óhag eins oft og hann flagg- ar henni. Lengd náms til stúdentsprófs Við gerð námskránna fyrir grunn- skóla og framhaldsskóla var tekið mið af því, að unnt yrði að skipu- leggja þriggja ára nám til stúdents- prófs, án þess að kollvarpa nám- skránum. Þá hefur verið opnuð leið fyrir nemendur til að taka grunn- skólapróf úr níunda bekk. Í áfanga- skólum er tiltölulega auðvelt að ljúka stúdentsprófi á þremur árum, standi hugur nemanda eindregið til þess. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur til dæmis skipulagt þriggja ára nám til stúdentsprófs. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð er boðið IB-nám, þriggja ára námsbraut til stúdents- prófs, sem opnar dyr hundruða há- skóla um heim allan. Loks hafa verið kynntar hugmyndir um tveggja ára hraðbraut til stúdentsprófs. Kannanir menntamálaráðuneytis- ins, sem byggðar eru á ákvæðum um fjölda kennslustunda samkvæmt lög- um, reglugerðum og öðrum opinber- um gögnum, sýna, að fjöldi kennslu- stunda á bakvið stúdentspróf er töluvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum, þótt skólaárið sé lengra þar. Samanburður af þessu tagi er bundinn jafnmiklum erfið- leikum og annar, en sé hann gerður á þann veg að reiknað sé með níu ára grunnskóla og fjögurra ára fram- haldsskóla hér en 10 ára grunnskóla og þriggja ára framhaldsskóla ann- ars staðar á Norðurlöndum er nið- urstaðan gróflega sú, að 13.908 kennslustundir séu alls til stúdents- prófs í Danmörku, 12.868 í Finn- landi, 14.464 á Íslandi, 12.763 í Nor- egi og 13.223 í Svíþjóð. Íslenskir nemendur fá meiri kennslu bæði í grunnskóla og framhaldsskóla en nemendur annars staðar á Norður- löndunum. Sé eitt ár tekið aftan af ís- lenska framhaldsskólanum og engu öðru breytt verður heildartalan 13.449 og yrðu þá aðeins fleiri kennslustundir í Danmörku á bakvið stúdentsprófið en hér. Allt þetta er haft til hliðsjónar, þegar menntamálaráðuneytið vinnur að hugmyndum um styttra nám til stúdentsprófs. Á réttri braut Íslenska skólakerfið lýtur eigin lögmálum, hvað sem líður öllum sam- anburði við útlönd um einstaka fjár- lagaliði. Er tímabært, að Ágúst Ein- arsson prófessor og sporgöngumenn hans innan Samfylkingarinnar líti upp úr hinum alþjóðlegu samanburð- artöflum og sjái það, sem er í raun að gerast á öllum skólastigunum fjórum í leikskólum, grunnskólum, fram- haldsskólum og háskólum. Nýgerðir kjarasamningar við kennara ættu enn að ýta undir sókn í góðu skóla- starfi. Alls staðar erum við á réttri braut. Tölurnar hans Ágústs Einarsson- ar úr alþjóðlegu skýrslunum lýsa ekki íslenska skólakerfinu, þótt hann endurtaki þær ár eftir ár. Þær sanna ekki heldur kenningu hans um, að Ís- lendingar séu að dragast aftur úr öðrum þjóðum í almennum saman- burði. Íslendingar eru nú taldir fimmta ríkasta þjóð í heimi og hafa bætt stöðu sína hin síðari ár. Höfundur er menntamálaráðherra. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 63 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Áður kr. 3.990 nú kr. 2.400 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 11-15 40% AFSLÁ TTUR Ú T S A L AListskautarVinilHvítir: 28-44Svartir: 33-46Áður kr. 4.201 nú kr. 2.500 Hokkískautar Reimaðir Stærðir 37-46 Áður kr. 9.338 nú kr. 5.600 Smelluskautar Stærðir 29-41 Áður kr. 4.989 nú kr. 2.993 Hokkískautar Smelltir Stærðir 36-46 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.600 Listskautar Leður Hvítir: 31-41 Svartir: 36-45 Áður kr. 6.247 nú kr. 3.800 alltaf á sunnudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.