Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 76

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 28 dagar (28 Days) G a m a n d r a m a  Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit: Susannah Grant. Aðalhlutverk: Monica Sandra Bullock, Joan Cu- sack, Viggo Mortensen, Dominc West, Steve Buscemi. (106 mín.) Bandaríkin. Skífan, 2000. Myndin er öllum leyfð. SANDRA Bullock er þekktust fyr- ir að leika algjörar dúllur í myndum sínum og það er erfitt að ímynda sér hana sem alkóhól- ista. Í 28 dögum leikur Bullock Gwen Cummings sem er í algjörri af- neitun um vanda- mál sitt á meðan allir aðrir taka vel eftir því nema kærasti hennar sem hefur bara gaman af ruglinu í henni. Í brúðkaupi systur sinnar verður Cummings sér verulega til skammar og eftir að hafa keyrt blindfull á bíl inn í einbýlishús á hún um tvo kosti að velja, annaðhvort fangelsi eða meðferðarstofnun. Lífið á meðferðarstofnuninni spilast eins og heimildarmynd um AA-samtökin en nokkrar skemmtilegar persónur lífga upp á hlutina. Þetta er ekki ýkja merkileg mynd en hún er langt frá því að vera léleg, bestu hlutar hennar snúast um lélega sjónvarpssápu sem ber nafnið „Santa Cruz“ en þau atriði sem snúast um hana eru mörg hver mjög fyndin. Bullock er fín í hlutverki sínu og flestir í leikarahópnum standa sig vel. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Ég heiti Sandra og er... Eymdarhöfn (Misery Harbour) Æ v i n t ý r a m y n d  Leikstjóri Nils Gaup. Handrit Sigve Endresen, Kenny Sanders. Aðal- hlutverk Nikolaj Coster-Waldau, Stuart Graham. (98 mín.) Dan- mörk/Noregur/Svíþjóð/Kanada. Öllum leyfð. EYMDARHÖFN segir frá ungum dönskum rithöfundi sem reynir að vinna sér veg og virðingu meðal norsku menning- arklíkunnar. Hann er brattur og yfirlýsinga- glaður. Svo mjög að menningar- postularnir gera gys að honum og telja harla ólíklegt að svo ungur og reynslulítill pjakk- ur hafi efni á að mæla slík gífuryrði. Þegar eina manneskjan sem trúir á hann les endurminningar hans kemur annað á daginn. Kornungur tók hans sér far með flutningafleyi frá heima- byggð sinni, litlu krummaskuði. Um borð kynntist hann engilsaxneskum manni sem í fyrstu virkar vinalegur en reynist úlfur í sauðargæru. Daninn ungi tekur land á Nýfundnalandi og fær þar vinnu, kynnist ungri snót og fellir hug til hennar en sama hvað hann gerir, ávallt reynir hinn svokall- aði „vinur“ að klekkja á honum. Saga þessi ku byggð á ævi rithöf- undarins Aksel Sandemose og er býsna vel heppnuð þótt heldur rugl- ingsleg sé. Nils Gaup tekst að byggja upp viðlíka spennudrunga og í Leið- sögumanninum og ekki má láta óget- ið fínna vinnubragða leikmynda- smiðsins íslenska, Karls Júlíussonar. Skarphéðinn Guðmundsson Raunir rithöfundar EINU sinni á ári finnst Berlínarbúum borg þeirra vera nafli alheimsins. En þótt íbúar Cannes og Feneyja séu líkast til í sömu vímunni síðar á árinu er raunin sú að nafli kvikmyndaiðnaðarins er ekki í Evrópu heldur í Bandaríkjunum. Þótt margir Berlínarbúar hafi ef til vill reynt að leiða þessa staðreynd hjá sér á undanförnum árum er það talsvert erfiðara að þessu sinni. Aldrei hefur Berl- inale-kvikmyndahátíðin í vetrargrárri Berlínar- borg hafist fyrr á árinu. Og hver er ástæðan? Hót- el-vandræði í Las Vegas! Uppákoma ameríska kvikmyndamarkaðarins í Las Vegas veitir Berl- inale óþarflega mikla samkeppni og skipuleggj- endur í Berlín hafa reynt að sjá til þess að þessar uppákomur færu ekki fram á sama tíma. Í Las Vegas kom nýlega í ljós að skortur var á hótelrými þá daga sem amerískir framleiðendur ætluðu að kynna vörur sínar og því varð að flýta samkomunni um viku. Og þar sem hinn evrópski kvikmynda- markaður Berlinale vill ekki kynna vörur sínar á sama tíma og ameríski markaðurinn vestanhafs ákváðu skipuleggjendur í Berlín að hátíðin hæfist að þessu sinni 7. febrúar. Þessi tilfærsla varð til þess að Gerhard Schröder, kanslari, sem opna átti hátíðina í gærkvöldi lá í rúminu með flensu þegar hátíðin hófst. Væri Berlín í raun nafli alheimsins er ólíklegt að skipuleggjendur í Las Vegas hefðu get- að haft þessi áhrif á Berlinale-hátíðina og kansl- arinn hefði þá verið búinn að ná sér af veikind- unum næsta miðvikudag þegar til stóð að dreglinum yrði rúllað út á Marlene-Dietrich-torg- inu á Potsdamer Platz. Dreglinum rúllað út Í raun skiptir þetta þó ekki miklu þar sem at- hyglin beinist að endingu að öðrum stjörnum en kanslaranum. Eflaust hafa starfsmenn hátíðarinn- ar verið búnir að hreinsa englahárin af rauða dreglinum sem stjörnur á borð við George Cloon- ey, Charlotte Rampling, Leonardo DiCaprio, Matt Damon, Gwyneth Paltrow og Denzel Washington skildu eftir sig í fyrra. Meðal þeirra 14.000 gesta sem koma til Berlínar í ár vegna hátíðarinnar eru Anthony Hopkins, Sean Connery, Juliette Bin- oche, Johnny Depp, Kate Winslet, Joseph Fienn- es, Jude Law og Joaquin Phoenix. Berlinale er frá- brugðin hátíðunum í Cannes og Feneyjum að því leyti að hún er áhorfendahátíð. Það má því búast við því að ungu konurnar sem klöppuðu svo lengi fyrir Denzel Washington í fyrra að hann táraðist, eigi eftir að taka vel á móti Johnny Depp. Formaður hátíðarinnar, Moritz De Hadeln, hef- ur oft verið gagnrýndur fyrir að sýna of mikið af stórum Hollywood-myndum en að þessu sinni er meira um óháðar myndir en áður. Þetta hefur í för með sér að það verður minna um stærri sam- kvæmi. Twentieth Century Fox lætur sér nægja að vera með tvær minni móttökur í tengslum við myndirnar Quills (Philip Kaufman) og Traffic (Steven Soderbergh). Þetta er í síðasta skipti sem de Hadeln stjórnar hátíðinni en hann hefur verið fomaður Berlinale frá því 1980. Samningur hans var ekki framlengdur eftir að 50. Berlinale-hátíðin flutti höfuðstöðvar sínar yfir á Potsdamer Platz í fyrra. Af þessu tilefni verður aukaflokkur á Berl- inale í ár, „Moritz’ Favourites“, þar sem fráfarandi formaður sýnir minnisstæðustu myndir þeirra 22 ára sem hann hefur stjórnað hátíðinni. Meðal þeirra uppgötvana sem De Hadeln getur státað af er Rauði akurinn sem hlaut gullbjörninn 1987 og gerði leikstjórann Zhang Yimou og leikkonuna Gong Li heimsfræg. Li var einmitt formaðurinn dómnefndarinnar sem veitti mynd Paul Thomas Andersons Magnolia gullbjörninn í fyrra. Keppnin um gullbjörninn Í ár er formaður hinnar alþjóðlegu dómnefndar William M. Mechanic en hann hefur verið forstjóri hjá Twentieth Century Fox undanfarin sjö ár. Að þessu sinni keppa 23 myndir um gullbjörninn. Heimsfrumsýning verður á The Tailor of Panama (John Boorman) með Pierce Brosnan í aðalhlut- verki en hann afboðaði komu sína til Berlínar. Sean Connery kemur hins vegar til með að kynna mynd Gus Van Sant, Finding Forrester. Juliette Binoche og Johnny Depp verða viðstödd hátíðina vegna sýningar á nýjustu mynd Lasse Hallström, Chocolat, sem gerist í frönskum smábæ árið 1959. Í keppninni verður einnig Malena í leikstjórn Giu- seppe Tornatore (Cinema Paradiso) en aðalhlut- verkið er í höndum fyrrverandi Ungfrú Ítalíu, Monicu Belluci. Nýjasta Dogma-myndin verður sýnd á hátíðinni en hún heitir Italiensk for begyn- dere og er í leikstjórn Lone Scherfig. Mike Nichols sýnir Wit með Emmu Thompson, Spike Lee Bamboozled og Michael Winterbottom The Claim með Nastössju Kinski og Millu Jovovich. Einnig má nefna Traffic þar sem Michael Douglas leikur á móti nýju eiginkonu sinni Catherine Zeta-Jones. Douglas og Douglas Hinn 84 ára gamli tengdafaðir Zetu-Jones, Kirk Douglas, kemur til Berlínar til að taka á móti heið- ursbirninum 16. febrúar sem hann hlýtur fyrir ævistarf sitt. Á hátíðinni verða sýndar 22 af þeim 84 myndum sem Kirk lék í á leikaraferli sínum. Hann hefur í gegnum tíðina leikið ólík hlutverk á borð við boxara, leynilöggu, trompetleikara, alkó- hólista, víking, franskan ofursta, Vincent Van Gogh og Ódysseif. Kirk heitir réttu nafni Issur Danielovitch og er sonur rússneskra gyðinga en faðir hans var skransali. Árið 1952 stofnaði hann eigið fyrirtæki sem hann nefndi í höfuðið á móður sinni „Bryna Productions“ til þess að geta sjálfur valið hlutverkin. Á 6. áratugnum studdi hann handritshöfunda sem voru fórnarlömb nornaveiða McCarthys. Hann var framleiðandi og aðalleikari fyrstu stóru mynda Stanley Kubricks, Paths Of Glory (1957) og Spartacus (1960). Kirk var á há- punkti ferils síns þegar hann lék þrælaforingjann Spartacus en þegar á leið varð sonur hans Michael vinsælli. Douglas fékk hjartaáfall fyrir fjórum ár- um og missti málið. Þrátt fyrir það lauk hann ný- lega við Diamonds þar sem hann leikur hlutverk sem endurspeglar eigin fötlun og verður myndin sýnd á hátíðinni. Einnig stendur til að Kirk muni loksins leika á móti syni sínum í myndinni Sun- downing. Meðal annarra hápunkta á hátíðinni má nefna endurunna útgáfu af Metropolis eftir Fritz Lang, sem minnst er sérstaklega á hátíðinni. Berl- inale hófst á miðvikudag með sýningu þýsku fram- leiðslunnar Enemy at the Gates eftir franska leik- stjórann Jean-Jacques Annauds (Nafn rósarinnar, Björninn, The Lover). Stjörnur myndarinnar eru enskar (Jude Law) og bandarískar (Ed Harris). Þessi 180 milljóna marka (7,2 milljarða króna) mynd var tekin í nánd við Berlín, í Babelsberg, og á hún að sýna að hægt sé að framleiða stórmyndir utan Ameríku. Lokamynd hátíðarinnar verður endurunnin útgáfa af 2001: A Space Odissey eftir Stanley Kubrick. Reuters Steven Soderbergh er mættur til Berlínar til að færa rök fyrir Traffic. Juliette Binoche og Johnny Depp verða bæði á Berlínarhátíðinni til að kynna róm- antísku myndina Chocolat, mynd sænska leikstjórans Lasse Hallström. Ikingut keppir í flokki barnamynda en auk hennar verða sýndar sex íslenskar myndir á markaði sem rekinn er í tengslum við hátíðina. Kvikmyndahátíðin í Berlín sem hófst á fimmtudaginn er ein sú stærsta og virtasta sinnar teg- undar og laðar jafnan að vænan skara af stórstjörnum. Davíð Kristinsson er staddur í Berlín og kynnti sér það sem í boði verður. Rachel Weisz leikur aðalhlutverkið í Enemy of the Gates eftir Jean- Jacques Annaud, einni dýrustu evrópsku mynd sögunnar. Á kvikmyndahátíðum um heim allan hefur undanfarin misseri verið keppst við að heiðra Kirk gamla Douglas. Kvikmyndahá tíðin í Berlín h ófst á miðviku daginn Nafli alheimsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.