Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MUNUR á verði fisks sem seldur er á fiskmörkuðum og fisks sem seldur er í beinum viðskiptum var 6,5 milljarðar árið 1999, en var 3,5 milljarðar árið 1995 samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Sjómannasamtökin leggja áherslu á það í viðræðum við útvegsmenn að fundnar verði leiðir til að draga úr þessum mun, en mikill ágreiningur en enn milli samningsaðila um þetta atriði þrátt fyrir stíf funda- höld hjá ríkissáttasemjara að und- anförnu. Nú eru tvær vikur í að boðað verkfall sjómanna hefjist. Sátta- semjari hefur lagt áherslu á það við forystumenn samningsaðila að þeir leggi sig fram við að finna lausn á deilunni. Hann hefur þess vegna óskað eftir að samningamenn tjái sig ekki um efnisatriði deilunnar við fjölmiðla. Fyrir síðustu helgi kom fram í fjölmiðlum að skriður væri að kom- ast á viðræðurnar. Þeir sem Morg- unblaðið ræddi við í vikunni töldu hins vegar flestir að það væri of- mælt. Menn ræddust að vísu við en árangurinn væri mjög lítill enn sem komið væri. Löng deila um verðmyndun fisks Segja má að það sem tekist hefur verið á um í kjaraviðræðum sjó- manna og útvegsmanna síðustu 10 árin sé verðmyndun á fiski. Ástæð- an er að sjálfsögðu sú að meginhluti launa sjómanna ræðst af verði þess fisks sem veiðist. Með tilkomu fisk- markaða myndaðist markaðsverð á fiski sem sjómenn hafa horft mikið á. Það er hins vegar aðeins hluti alls sjávarafla sem er seldur á fisk- markaði. Meirihlutinn er seldur í beinum viðskiptum útgerðar og fiskvinnslu sem oftar en ekki er í eigu sömu aðila. Sjómannasam- bandið hefur lagt áherslu á að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum. Útvegsmenn hafa alla tíð hafnað því og m.a. bent á að það feli í sér að þeir verði sviptir ráðstöfun aflans. Þeir hafa lagt áherslu á að þeir geti áfram unnið þann afla sem skip í þeirra eigu koma með að landi. Á liðnum árum hafa kjaraviðræð- ur útvegsmanna og sjómanna yf- irleitt endað með því að stjórnvöld hafa komið beint eða óbeint að mál- um með lausnir sem falið hafa í sér annars vegar eftirlit með fiskverði og hins vegar nefndir sem hafa fengið það hlutverk að úrskurða í málum þar sem sjómenn hafa talið halla á sig í verðlagningu. Segja má að hvorugur aðili hafi verið sérlega ánægður með þessar lausnir. Sjó- menn hafa talið þessar lausnir ófull- nægjandi og útvegsmenn hafa vilj- að vera lausir við opinber afskipti af verðlagningu. Í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa í heilt ár er verðmyndun aflans enn sem fyrr eitt helsta ágreinings- efnið. Fyrr í vetur vann Þjóðhags- stofnun greinargerð um verðmynd- un á fiski á árunum 1995–1999. Þar kemur fram að mikill munur sé á verði fisks eftir því hvort hann er seldur til fiskverkenda eða á mark- aði. Meðalverð á mörkuðum er að jafnaði töluvert hærra en í beinum viðskiptum. Munurinn þar á milli er mismunandi eftir tegundum. Mun- urinn er tiltölulega mikill fyrir þorsk og karfa en minni fyrir ýsu og ufsa. Fram kemur í greinargerð Þjóð- hagsstofnunar að á árunum 1995– 1999 fór meðalverð í beinum við- skiptum í hlutfalli við verð á mörk- uðum lækkandi fyrir þorsk og ýsu, en ekki urðu afgerandi breytingar fyrir ufsa og karfa. Bein viðskipti með þorsk færðust í aukana en aft- ur á móti minnkuðu þau með ýsu. Árið 1999 voru 74% af þorskafla til vinnslu innanlands seld í beinum viðskiptum en 33% af ýsuaflanum. „Munurinn á heildarverðmæti (þorskur, ýsa, ufsi og karfi) miðað við allan fisk á fiskmarkaðsverði annars vegar og þá skiptingu sem var í reynd hins vegar hefur farið vaxandi. Þessi munur var 3,5 millj- arðar króna árið 1995, nokkru minni næstu tvö árin á eftir en fór síðan vaxandi á ný og var 6,5 millj- arðar króna 1999. Þarna vegur þorskur mest, hækkandi hlutfall afla í beinum viðskiptum og lækk- andi meðalverð í hlutfalli við fisk- markaðsverð,“ segir í greinargerð Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun bendir á að mik- ilvægt sé að hafa í huga að aukin sala um fiskmarkaði sé líkleg til að hafa áhrif til lækkunar á fiskverð, þ.e. ef allur fiskur færi um markað. Í öðru lagi sé ekki óeðlilegt að verð í langtímasamningum sé að jafnaði lægra en á uppboðsmörkuðum. Þá sé umdeilt hvort gæði hráefnisins séu meiri eða minni eftir því hvort aflinn fer um fiskmarkaði eður ei. Tölur Verðlagsstofu skiptaverð sýna að sú hækkun á fiskverði sem hófst 1998 hélt áfram á síðasta ári. Almennt urðu ekki miklar breyt- ingar á fiskverði 1995-1997 og raun- ar lækkaði það aðeins á fiskmörk- uðunum. Árið 1997 var meðalverð á slægðum þorski með haus, sem seldur var beint til fiskverkanda, rúmar 70 kr., en í fyrra var verðið 91 kr. Árið 1997 var verðið á fisk- mörkuðunum 91 kr. en í fyrra var meðalverðið 145 kr. Verðmunurinn er mestur á veturna en minnkar mikið yfir sumartímann. Jafnframt kemur fram í tölum Verðlagsstofu að minna er nú selt af þorski um fiskmarkaðina en áð- ur. Magnið var rúmlega 24.000 tonn árlega á árunum 1995-1997, en í fyrra var magnið innan við 19.000 tonn. Án efa á þetta einhvern þátt í verðhækkun á fiskmörkuðunum. Tekist á um mönnun skipa Það er tekist á um fleiri atriði í kjaraviðræðum sjómanna og út- vegsmanna en fiskverð. Sjómenn hafa lagt mikla áherslu á að úrbæt- ur verði gerðar í slysatrygginga- málum sjómanna og hafa útvegs- menn lýst sig tilbúna til að ræða þar tiltekin atriði. Sjómenn leggja einnig áherslu á hækkun kaup- tryggingar og aukinn frítökurétt. Útvegsmenn hafa lagt höfuð- áherslu á breytingar á ákvæði um fjölda í áhöfn. Samkvæmt samn- ingum sjómanna leiðir fækkun í áhöfn skipa til þess að útgerðar- kostnaður útgerðarinnar eykst. Með öðrum orðum fer sparnaðurinn af fækkun allur til sjómanna og meira til vegna svokallaðra auka- hluta. Útvegsmenn hafa bent á að þetta ákvæði sýni vel hversu gallaðir samningar sjómanna séu. Sjómenn hafa ekki verið tilbúnir til að gera breytingar á þessu ákvæði nema að tryggt sé að þeir nái fram mik- ilvægum atriðum í kröfugerð sinni t.d. varðandi verðlagningu fisks. Frumvarp samgönguráðherra um mönnun á skipum, sem nú liggur fyrir Alþingi, hefur hins vegar vald- ið því að sjómenn hafa herst í and- stöðu við breytingar á þessu ákvæði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að vélstjórum og stýrimönnum um borð sé fækkað. Heildarfjölda í áhöfn fækkar hins vegar ekki því að hásetum fjölgar á móti. Einn viðmælandi blaðsins sagði að sjómenn væru ekki til viðræðu um breytingar á þessu ákvæði með- an frumvarp samgönguráðherra lagi óbreytt í þinginu. Útvegsmenn hefðu lýst ánægju með frumvarpið og þeir gætu þá einfaldlega sótt breytingar á þessu ákvæði til lög- gjafans í stað þess að ræða þær við sjómenn. Munur á verði á fiskmörkuðum og beinni sölu að aukast                          !  "    !  " !                                                             !  " #  $   %                    &      &   &      !   '  '       ' ( '& ( &' ( ' ( ' ( '& ( ' (  ' ( ' ( ' (  ' ( ' ( ) *$   +  " #  $   % Fundað er nú daglega í sjómannadeilunni, en tvær vikur eru í að boð- að verkfall sjómanna komi til framkvæmda. Eitt meginágreinings- efnið er nú sem fyrr verðmyndun fisks. Egill Ólafsson dró saman helstu ágreiningsefnin og skoðaði tölur frá Þjóðhagsstofnun og Verðlagsstofu skipta- verðs um fiskverð. SJÁLFBOÐALIÐAR á vegum Krabbameinsfélags Íslands munu í dag ganga í hús og leita eftir fjár- framlögum vegna landssöfnunar félagsins. „Markmiðið er að geta aukið þjónustu við krabbameins- sjúklinga, efla forvarnir og treysta núverandi starfsemi félagsins,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Félagar Kiwanis- og Lions-hreyf- inganna veita söfnuninni liðsinni sitt og ásamt félögum krabbameins- félaga og öðrum sjálfboðaliðum um landið allt munu þeir ganga í hús. Allir sjálfboðaliðar eru auðkenndir. Er talið að fjöldi sjálfboðaliða verði ekki undir tvö þúsund. Söfnunarmið- stöðvar verða á 15 stöðum á höfuð- borgarsvæðinu og á um 50 öðrum stöðum um landið allt. Fleiri greiðslumöguleikar Fleiri greiðslumöguleikar eru nú í boði en í fyrri söfnunum og verður m.a. unnt að koma fjárframlögum til skila gegnum síma; annars vegar 750 5050 þar sem unnt er að leggja fram frjáls framlög eða með því að hringja í síma 907-5050 þar sem viðkomandi símareikningur verður skuldfærður fyrir þúsund krónum, leggja má beint inn á söfnunarreikning nr. 502001 í öllum bönkum og sparisjóð- um og verður hann opinn næstu daga, gegnum vefsíðuna krabba- mein2001.is eða með því að afhenda sjálfboðaliðum framlagið. „Söfnunarbaukar sem sjálfboða- liðar ganga með í hús eru lokaðir, sérmerktir og númeraðir og setur fólk sjálft framlag sitt í baukana,“ segir Guðrún. „Við leggjum mikla áherslu á að þeir sem leggja fram fé geti gert það á auðveldan og tryggan hátt.“ Guðrún segir undirtektir við söfn- unina góðar og þegar í gær voru framlög farin að berast. „Allir sem leitað hefur verið til eru boðnir og búnir til að leggja lið og við erum sannfærð um að þetta verkefni á góðan hljómgrunn hjá þjóðinni enda er það í þágu þjóðarinnar.“ Guðrún minntist einnig á þátt í sjónvarpinu milli kl. 20 og 22 í kvöld þar sem rætt verður við nokkra sem fengið hafa krabbamein, núverandi og fyrrverandi forseta Íslands og flutt fjölmörg tónlistar- og skemmti- atriði. Söfnunarsímarnir verða opnir á meðan. Gaf þúsund krónur fyrir hvert reyklaust ár Kona heimsótti hús Krabbameins- félagsins í gær og gaf 43 þúsund krónur í söfnunina. Hún sagðist hafa ákveðið þegar hún heyrði af henni að gefa þúsund krónur fyrir hvert ár sem liðið er frá því hún hætti að reykja. Konan vildi ekki láta nafns síns getið en hún er fædd árið 1921 og hætti að reykja árið 1958. Nokkur fyrirtæki hafa þegar stutt myndarlega við undirbúning söfnun- arinnar og hjá mörgum fyrirtækjum var efnt til söfnunar meðal starfs- fólks og lögðu fyrirtækin fram aðra eins upphæð eða meira. Þannig ákváðu forráðamenn Opinna kerfa að leggja fram þrjú þúsund krónur fyrir hverjar þúsund krónur sem kæmu frá starfsmönnum og Íslands- banki-FBA og Tæknival leggja fram krónu á móti hverri krónu starfs- fólksins. Verslanir BT munu leggja lið með því að greiða 3% af veltunni í dag til söfnunarinnar. Meðal markmiða að auka þjónustu og efla forvarnir Landssöfnun Krabbameinsfélagsins í dag VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð fengi 26% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði í febrúar, en í janúar mældist fylgi flokksins 22%. Stuðningur við Samfylkinguna minnkar hins vegar nokkuð og er hann 19% miðað við 25% í janúar. Samkvæmt könnuninni breytist fylgi stjórnarflokkanna ekki milli mánaðanna, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38% fylgi en Fram- sóknarflokkurinn 14%. Frjálslyndi flokkurinn mælist aftur á móti með 4% fylgi og hefur það ekki verið hærra síðan í alþingiskosningunum 1999. Fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 54% miðað við 52% í janúar. Í könn- uninni var tæplega fimmtungur þátttakenda ekki viss um hvað þeir myndu kjósa eða neituðu að svara og 7% sögðust myndu skila auðu eða kjósa ekki, ef kosningar færu nú fram. Í könnuninni var einnig spurt út í borgarstjórnarkosningar og kom í ljós að R-listinn hefur um 55% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 45% og eru þetta svipaðar tölur og í des- ember síðastliðnum. Rösklega 14% voru ekki viss um hvað þau ætluðu að kjósa eða neituðu að svara og næstum 6% sögðust myndu skila auðu eða kjósa ekki. Gallup kannaði einnig hvaða traust landsmenn bæru til nokk- urra stofnana. Í ljós kom að Háskóli Íslands er sú stofnun sem lands- menn bera mest traust til eins og alltaf áður, en tæplega 86% segjast bera mikið traust til hennar. Um 36% bera mikið traust til Alþingis, en í júlí 1999 var þetta hlutfall 54%. Traust til lögreglunnar minnkar Traust til lögreglunnar mældist 64% og hefur það ekki mælst jafn lítið síðan mælingar hófust árið 1993. Þá hefur hlutfall þeirra sem bera mikið traust til dómskerfisins lækkað og er nú um 39% miðað við 43% árið 1999. Um 54% landsmanna segjast bera mikið traust til þjóðkirkjunnar og er það heldur lægra en í fyrra, þegar hlutfallið var 61%. Lægst hefur þetta hlutfall hins vegar verið 32% árið 1997. Ríflega 69% segjast bera mikið traust til heilbrigðis- kerfisins, samanborið við 70% í fyrra. Þá segjast 62% landsmanna bera mikið traust til umboðsmanns Alþingis og 68% til ríkissáttasemj- ara. Kannanirnar voru gerðar í febr- úar, en um var að ræða símakann- anir. Svarhlutfall var rúmlega 70% í báðum könnununum og vikmörkin á bilinu 1 til 4%. Skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka og traust til stofnana Vinstri – grænir mæl- ast með 26% fylgi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.