Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-herra sagði í samtali við Morgun-blaðið í síðustu viku að ýmsir hefðurætt við hann um hugsanlegt fram-
boð hans til borgarstjórnar Reykjavíkur.
Hann kvaðst hlusta á þessi sjónarmið en
enga afstöðu hafa tekið enda væri það ekki
tímabært. Það væri hins vegar greinilegt að
menn væru að velta fyrir sér ýmsum mögu-
leikum að þessu leyti enda væri það eðlilegt í
ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar yrðu á
næsta ári.
Inga Jóna Þórðardóttir, leiðtogi Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn, sagði í samtali við
Morgunblaðið sl.
laugardag að hún fagnaði öllum sem legð-
ust á árar með borgarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna í baráttunni fyrir því að koma
R-listanum frá völdum.
Ýmsir hafa túlkað ummæli Björns á þann
veg að hann sé tilbúinn til að bjóða sig fram
og jafnframt hafa sumir talið að Inga Jóna
hafi sl. laugardag verið að gefa til kynna að
hún væri tilbúin til að standa upp fyrir Birni.
Inga Jóna sagði enga dulda merkingu í
orðum sínum, þau bæri að skilja eins og þau
væru sögð. Framundan væri baráttan um
borgina og hún fagnaði þeim sem vildu leggj-
ast á árarnar með þeim við að koma R-
listanum frá völdum.
Var falið þetta verkefni
„Mér var falið leiðtogahlutverk í okkar
hópi við upphaf kjörtímabilsins og tók að mér
að stýra stjórnarandstöðu í borginni. Ég hef
hugsað mér að vinna það verk til enda ásamt
félögum mínum og tilgátur um pólitískt and-
lát mitt hafa ekki við rök að styðjast. Við
vinnum nú skipulega að undirbúningi borg-
arstjórnarkosninganna að ári og leiðum til að
styrkja stöðu flokksins í borginni. Uppstill-
ing fyrir kosningarnar verður síðan ákveðin
af flokksmönnum og þá kemur í ljós hvort
sama hópi verður falið að leiða kosningabar-
áttuna eða hvort nýir aðilar koma þar að, en
brýnt er að til þess veljist breiður og öflugur
hópur. Hins vegar verða menn að greina á
milli hugsanlegra frambjóðenda og þeirra
verkefna sem núverandi borgarstjórnar-
flokkur er að vinna.“
Þú munt sem sé keppa ákveðið að því að
veita lista sjálfstæðismanna forystu í næstu
borgarstjórnarkosningum?
„Ég hef engar aðrar fyrirætlanir um annað
en að fylgja starfi mínu eftir af fullum þunga.
Hins vegar á enginn maður morgundaginn og
hvað hann felur í sér veit forsjónin ein.
Mál dagsins er að leiða Sjálfstæðisflokkinn
til öndvegis í Reykjavík. Það er mjög brýnt
að skipt verði um stjórnarhætti í höfuðborg-
inni. Bakland R-listans er Samfylkingin sem
Ingibjörg Sólrún lýsti í blaðaviðtali um síð-
ustu helgi á þann veg að það verður ekki bet-
ur gert. Að vísu kallaði hún hana öðru nafni,
en þegar sagt er: engin stefnufesta, engin
hugmyndafræði, engin framtíðarsýn, engin
pólitík og tilvera viðkomandi byggir ekki á
neinu öðru en völdum – þá bera menn sam-
stundis kennsl á Samfylkinguna og R-listann.
Í borgarstjórnarhópi sjálfstæðismanna rík-
ir eindrægni og kraftur. Ég hef haft þann
stjórnunarstíl frá upphafi að hvetja okkar
menn til að láta í sér heyra og vera áberandi
og beint hverjum fyrir sig í ákveðin málefni.
Sumir villast á þessu og hafa litið á þetta sem
veikleikamerki af minni hálfu, en því vísa ég
á bug. Mér finnst það styrkur að við látum öll
til okkar taka og ég þarf ekki að sópa mínum
mönnum á bak við mig til að stjórna ferð-
inni.“
Hjón geta bæði tekið
þátt í stjórnmálum
Í umræðunni um þessi mál hefur verið
bent á þá staðreynd að þú ert gift varafor-
manni Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt er
fjármálaráðherra. Það má vel hugsa sér að sú
staða komi upp í fyllingu tímans að eiginmað-
ur þinn, Geir H. Haarde, verði formaður
flokksins og forsætisráðherra og þú verðir á
sama tíma borgarstjóri í Reykjavík. Hefur þú
velt þessu fyrir þér og telur þú að það geti
verið annmarkar á því að þið séuð bæði í for-
ystunni?
„Þetta er gamaldags sjónarmið og það er
athyglisvert að það var fyrst reifað í viðtali
við konuna sem kennir sig við kvenfrelsi og
bar sig illa undan því í bók leiðtoga, sem kom
út núna um jólin, að eiginmaður hennar væri
látinn gjalda stöðu hennar í umtali um at-
vinnu hans.
Bæði hér á landi og erlendis er algengt að
hjón séu bæði í leiðandi störfum í stjórn-
málum. Sama má segja um áhrifastöður á
öðrum sviðum, ekki síst í menningu og list-
um. Í nútímaþjóðfélagi er gengið út frá því
sem fólk getur og kann, en ekki hjúskap-
arstöðu þess. Hjón hafa til dæmis setið sam-
an í ríkisstjórn á Norðurlöndum og algengt
að hjón gegni bæði áhrifastöðum á sama
sviði. Hér á landi er þetta kannski seinna á
ferð, en sést þó víða. Í stjórnmálum má nefna
að ráðherra sveitarstjórnarmála er kvæntur
konu í forystuliði Reykjavíkurlistans og hef
ég hvergi orðið vör við að það vekti tor-
tryggni eða umtal.
Það er með frama í stjórnmálum eins og
öðru að hvorki er við hæfi að menn hljóti
hann né missi vegna hjúskaparstöðu sinnar,
heldur vegna eigin frammistöðu.
Samt sem áður er ljóst að ekki er viðeig-
andi að hjón eða til dæmis systkini gegni
samtímis stöðu borgarstjóra í Reykjavík og
forsætisráðherra landsins og kæmi sú staða
upp yrði brugðist við með viðeigandi hætti.
Hins vegar má benda á að formaður Sjálf-
stæðisflokksins nýtur yfirburða trausts og er
á besta aldri og ekkert sem bendir til þess að
hann sé á leið út úr stjórnmálum.“
Telur þú að þessi umræða, sem skotið hef-
ur upp kollinum öðru hverju á kjörtímabilinu,
um að Sjálfstæðisflokkurinn muni hugsan-
lega tefla fram nýjum manni í leiðtogasætinu
í Reykjavík, hafi skaðað flokkinn?
„Ekki til langframa, en það hefur ekki
styrkt hann.“
Reynt að draga athygli
frá vandamálum R-listans
Mig langar til að víkja að vígstöðu borg-
arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Það hefur komið fram í nýlegri
skoðanakönnun að R-listinn væri með heldur
meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Hvern-
ig metur þú ykkar stöðu núna, rúmu ári áður
en kosið verður til borgarstjórnar?
„Það kom fram í skoðanakönnun sem gerð
var í vor að Sjálfstæðisflokkurinn naut 53%
fylgis, en í könnun sem gerð var um áramótin
vorum við með 47% fylgi. Þetta hefur verið
svona þetta kjörtímabil að við höfum verið
sitt hvoru megin við 50%. Það er ekki óeðli-
legt. Ég hef ekki áhyggjur af því. Hér takast
á álíka stórar fylkingar og ég er bjartsýn á að
okkur takist á þessu ári að standa þannig að
málum að við vinnum öruggan sigur í næstu
kosningum.
Málefnastaða okkar er sterk. Núverandi
meirihluti hefur lagt sig fram um að draga
athygli bæði fjölmiðla og borgarbúa frá þeim
vandamálum sem hér er við að eiga. Flug-
vallarmálið er dæmigert fyrir það hvernig
unnið er að málum.
Þessi svokallaða atkvæðagreiðsla er ekki
nema að litlu leyti um flugvöllinn sjálfan.
Þetta er fyrst og fremst pólitískur leikur af
hálfu borgarstjóra og R-listans til þess að
draga athyglina frá vandamálum sem hér
eru.“
Þú telur að R-listinn sé með flugvallarmál-
inu að draga athyglina frá vandamálum í
borginni. Má ekki segja að R-listanum hafi
tekist þetta? Ég bendi á að meirihluti borg-
arbúa lýsir stuðningi við listann í skoðana-
könnun á sama tíma og miklir biðlistar eru
eftir leikskólaplássi og ekki er langt síðan út-
svar var hækkað í borginni.
„Fólk í borginni hefur áttað sig á þessu og
er farið að skilja til hvers leikurinn er gerð-
ur. Við héldum blaðamannafund fyrir
skömmu þar sem við kynntum harðorða
ályktun um vinnubrögð í málinu. Það er
nauðsynlegt að aðgreina vinnubrögðin frá
efni málsins, þ.e.a.s. hvar verður framtíð inn-
anlandsflugsins.
Ég fann það vel eftir þennan fund að fólk
var farið að vakna til vitundar um hvað raun-
verulega væri að gerast. Það var t.d. ekki öll-
um ljóst að núverandi borgarstjóri hafði
sjálfur skrifað undir bindandi samning um
staðsetningu vallarins í Vatnsmýrinni til
2016. Það virðist þurfa að benda ítrekað á
þetta til að fjölmiðlar og borgarbúar átti sig á
þessu. En þetta mál er brýning fyrir okkur
um að við þurfum að vera vel á verði og koma
skilaboðum látlaust á framfæri við borgar-
búa. Við sem erum í minnihluta erum í dálítið
annarri aðstöðu heldur en þau sem fara með
stjórn borgarinnar á hverjum tíma.“
Flugvallarmálið
ekki kosningamál
Borgarstjóri hefur sagt að þetta flugvall-
armál verði kosningamál í næstu kosningum.
Hvað telur þú að verði aðallega tekist á um í
kosningunum?
„Flugvallarmálið getur ekki orðið mál í
næstu kosningum. Það væri þá undir ein-
hverjum undarlegum formerkjum. Það liggur
alveg fyrir að þessi staðsetning er bundin til
2016. Ætli núverandi borgarstjóri sér að gera
flugvallarmálið að kosningamáli er ljóst að
hún hefur ekki hug á að hafa framsókn-
armenn innanborðs, því að þeir eru á önd-
verðum meiði við borgarstjóra í málinu.
Eitt af því sem tekist verður á um í næstu
kosningum er ástandið í leikskólamálum. R-
listinn vann sigur í borgarstjórnarkosning-
unum 1994 út á það loforð að öll börn ættu að
eiga rétt og möguleika á því að fá leikskóla-
pláss fyrir lok kjörtímabilsins árið 1998. Bið-
listarnir hafa aldrei verið lengri en nú. Skóla-
málin verða í brennidepli á næstunni. Þar má
ætla að innra starf skólanna, hið raunveru-
lega skólastarf verði mjög til umfjöllunar.
Innra starfið hefur liðið fyrir steinsteypu-
stefnuna. Því munum við breyta.
Ótrúlegur seinagangur hefur verið í skipu-
lagsmálum og mörg mistök gerð. Til dæmis
má nefna ákvarðanir í skipulagsmálum sem
hafa gert mönnum erfiðara að starfa í mið-
borginni. Götum hefur verið lokað í miðborg-
inni og þannig komið í veg fyrir að umferð
eigi greiða leið. Þetta fælir fólk frá.
Bílastæðagjöld hafa verið hækkuð um
200% og þeir sem leggja leið sína í miðborg-
ina á bíl eru hundeltir.
Seinagangur skipulagsyfirvalda í borginni
hefur orðið til þess að hægja á uppbyggingu
á ýmsum sviðum. Í því sambandi er rétt að
vekja athygli á að uppbygging ferðaþjónustu
hefur liðið fyrir þetta.
Ég get t.d. nefnt að eigendur Grand Hótel
vildu reisa háreista byggingu og áformuðu að
taka hana í notkun fyrir sumarið 2000. Þeir
lögðu fram ágæta lausn sem var talin hag-
kvæm í rekstri en skipulagsyfirvöld drógu að
gefa svör. Að endingu var teikningunni hafn-
að. Eitt af því sem menn báru fyrir sig var að
frá tilteknum bletti á Laugaveginum skyggði
húsið á Esjuna. Skipulagsyfirvöld bentu á
aðra lausn sem reyndist allt of óhagkvæm
rekstrareining. Þar af leiðandi hefur ekkert
verið byggt. Ég nefni þetta bara sem dæmi
um hvernig borgaryfirvöld geta eyðilagt góð
tækifæri.
Vandræðagangur
í skipulagsmálum
Það er líka hægt að nefna Laugaveginn.
Þar hefur fjárfestum verið haldið í biðstöðu
Inga Jóna Þórðardóttir stefnir að því að halda áfram forystu fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík
Var falið leiðtogahlut-
verk og hef hugsað mér
að vinna það verk til enda
Inga Jóna Þórðardóttir,
oddviti sjálfstæðismanna
í borgarstjórn Reykjavík-
ur, segist sækjast eftir
umboði flokksmanna
sinna til að veita Sjálf-
stæðisflokknum áfram
forystu í borginni.
Í samtali við Egil Ólafsson
gagnrýnir hún R-listann
harðlega og segir að
brýnt sé að koma
honum frá völdum.
Morgunblaðið/Ásdís
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.