Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 18
FRÉTTIR 18 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA 30% íbúa í Reykjavík eru mjög ósammála eða frekar ósammála því að Reykjavíkurflug- völlur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni og hefur þeim fækkað um 11,8% frá því í október á síðasta ári. Um 53% Reykvíkinga eru mjög sammála eða frekar sammála því að flugvöllurinn verði áfram á núver- andi stað og hefur þeim fjölgað lít- illega á sama tímabili. Þetta kemur fram í könnun sem PricewaterhouseCoopers gerði í febrúar á viðhorfi landsmanna til staðsetningar Reykjavíkurflugvall- ar. Spurt var hvort viðkomandi væri „sammála eða ósammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni í Reykja- vík?“. Samkvæmt sambærilegri könnun í október 2000 vildu 51,2% Reykvík- inga hafa flugvöllinn áfram í Vatns- mýrinni og í könnun frá september 1999 vildu 46,5% hafa völlinn áfram á núverandi stað. Samkvæmt því hef- ur þeim fjölgað um 6,4% frá 1999 sem vilja flugvöllinn áfram í Vatns- mýrinni. Þeim sem vilja völlinn í burt hefur hins vegar fækkað nokkuð og sérstaklega á tímabilinu frá október í fyrra fram í febrúar á þessu ári. Í september 1999 voru 36,9% ósam- mála því að hafa flugvöll staðsettan í Vatnsmýrinni, 41,4 voru ósammála því í október í fyrra og nú í febrúar eru 29,6% andvígir staðsetningu vallarins á núverandi stað. Sam- kvæmt því hefur þeim fækkað um 11,8% sem lýsa sig frekar ósammála eða mjög ósammála flugvelli í Vatns- mýrinni. Óákveðnum í Reykjavík fjölgar mjög frá síðustu könnun í október sl. þegar 7,4% tóku ekki afstöðu, en nú í febrúar voru 17,4% óákveðnir. Í september 1999 voru óákveðnir 16,7%. Í könnuninni í febrúar voru tæp- lega 26% allra Íslendinga andvígir því að flugvöllurinn verði áfram á nú- verandi stað og hefur fækkað um 9,6% frá því í október. Þá eru 50,7% landsmanna mjög eða frekar sammála því að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýri og er fjöldi þeirra á svipuðu róli og í októ- ber í fyrra. Óákveðnir voru nú 23,5%, sem er talsverð aukning frá því í október þegar 12,2% landsmanna voru óákveðnir. Hins vegar eru niðurstöð- ur svipaðar og í könnuninni í sept- ember 1999 þegar 21,7% voru óákveðnir, en þá voru 47,2% fylgj- andi flugvelli í Vatnsmýri. Aukið fylgi Reykvíkinga við flugvöll í Vatnsmýri Andvígum fækkar um 12% RÁÐSTEFNA Skipulagsfræðinga- félags Íslands um vöxt höfuðborgar- svæðisins og þýðingu þess fyrir Ís- land fór fram í Norræna húsinu á fimmtudag. Á ráðstefnunni var farið yfir skipulagsmál lands og borgar í innlendu samhengi sem og alþjóð- legu. Gestur Ólafsson, formaður félags- ins, segir að það hafi þótt við hæfi í byrjun nýrrar aldar að gera úttekt á þeirri þróun sem hefur verið innan Ís- lands og meta stöðu landsins gagn- vart því sem hefur verið gert erlendis. „Skipulagsmál hér á Íslandi lúta eig- inlega hugsun tuttugustu aldarinnar þó að við séum komnir inn í 21. öldina og umhverfið sé töluvert breytt frá því sem var á síðustu öld,“ segir hann. „Það var talið nóg að skipuleggja lóðir og búa til byggingarreiti og leggja vegi einhvers staðar þarna á milli. Núna þurfum við hins vegar að fást við allt annað þjóðfélag með opnum landamærum sem eru síbreytileg. Við erum að fara úr frumframleiðslu yfir í þekkingarþjóðfélag og til þess þurf- um við allt aðrar aðferðir í skipulagi. Það er ekki nóg að hugsa um hvern málaflokk fyrir sig heldur þarf heild- arhugsun og heildarsýn.“ Heildarskipulag Evrópu Hann segir Ísland hafa ákveðna sérstöðu að því leyti að ekkert milli- stig sé á milli ríkis og sveitarfélaga eins og er í velflestum löndum í kring- um okkur. „Það er talið að sveitar- stjórnarstigið geti skipulagt öll þessi mál sem þarf að skipuleggja og við höfum ekkert landsskipulag eða heildarstefnu fyrir landið sem er mjög slæmt í nútímaþjóðfélagi.“ Meðal annars var fjallað um heild- arskipulag Evrópu á ráðstefnunni en Gestur segir Evrópusambandslöndin vera að skipuleggja Evrópu í heild. „Því miður kemur Ísland að engu leyti inn í þetta skipulag og hefur ekki einu sinni áheyrnarfulltrúa eins og til dæmis Noregur. Og okkur vantar þessa umræðu hér á Íslandi þótt það væri ekki fyrir annað en að það mætti að ríkja meiri friður í ákvörðunartöku í svona flóknum málum eins og skipu- lagsmál eru,“ segir hann og bætir því við að umræðan og undirbúningurinn að ákvörðunartöku í sambandi við flugvöllinn í Reykjavík sé skólabók- ardæmi um þetta. „Í dag vilja allir hagsmunaaðilar fá faglega unna úttekt á því hverjar af- leiðingarnar af mismunandi ákvörð- unum verða og skipulagsfræðingar hafa þróað aðferðafræði til að sýna stjórnmálamönnum og almenningi fram á það.“ Tímabundnir erfiðleikar framundan Framtíðarþróun Íslands var yfir- skrift erindis sem Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, hélt á ráðstefnunni á fimmtudag. Þar fór hann yfir horfurnar í efnahagsmálum til skamms og langs tíma í alþjóðlegu ljósi og hvað það þýddi fyrir íslenskt efnahagslíf. Þórður spáir tímabundnum erfið- leikum í alþjóðahagkerfinu en góðum framtíðarhorfum þar sem búast megi við þriggja prósenta hagvexti að jafn- aði á ári þegar litið er til næstu tíu til tuttugu ára. Til þess að Íslendingar haldi sínum lífskjörum í samanburði við aðrar þjóðir þarf hagvöxtur að vera jafnmikill eða meiri hér og ann- ars staðar og Þórður segir grunn- forsendu fyrir því vera þá að útflutn- ingur aukist og verði meiri en hag- vöxturinn, eða fjögur til sex prósent á ári. Hann telur að hægjast muni á hjól- um efnahagslífsins á Íslandi í náinni framtíð vegna þess hve viðskiptahall- inn er mikill og því sé nauðsynlegt að draga úr vexti þjóðarútgjalda til að koma á betra jafnvægi milli tekna og útgjalda. Efling stærri byggðarkjarna Þórður tók einnig fyrir byggðaþró- un í erindi sínu. „Ég tel mikilvægt fyrir höfuðborgarsvæðið að það hafi sterkt bakland þannig að við stöndum ekki eingöngu frammi fyrir því vali að búa annaðhvort á höfuðborgarsvæð- inu eða sveit í framtíðinni heldur hefðum val á að búa í minni borgum og byggðarkjörnum úti á landi,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Og til þess að ná því markmiði er nauðsynlegt að í tilteknum byggðar- kjörnum verði byggð upp öflug al- hliða þjónustustarfsemi þannig að þar verði þverskurður af því lífi í þjón- ustu, menningu og öðru sem er að finna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann bætti því við að þetta næðist ekki nema þar sem um stóra staði er að ræða. Hann sagði ástæðuna fyrir þessari skoðun þá að á höfuðborgarsvæðinu sé þjónustustarfsemi í meirihluta en framleiðslustarfsemi úti á landi. Í framtíðinni muni starfsmannafjöldi í framleiðslugreinum dragast enn sam- an en aukast í þjónustugreinum. Ráðstefna um skipulagsmál Skortur á heildarhugsun og heildarsýn HERMANN er framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Hauka, tæp- lega sjötugur eldhugi og flug- umferðarstjóri á eftirlaunum. Hann helgar nú starfskraftana helsta áhugamálinu, handboltanum sem hefur heillað hann frá tíu ára aldri. Árni erfði brennandi íþróttaáhuga föður síns, lék bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu, og hefur setið í stjórn þess um áratugaskeið. Spurður um lykilinn að góðu gengi félagsins í dag segir Her- mann það vera þróun sem hafi átt sér stað smátt og smátt, líklega megi þó þakka árangurinn að nokkru þeirri hernaðaráætlun félagsmanna að einblína ekki á sig- ur í hverjum leik heldur hafi áherslan þegar í upphafi verið lögð á uppbyggingu félagsstarfsins sem sé grunnurinn að öllu starfi og sigr- um félagsins. Feðgarnir eru líka sammála um að það hafi sín áhrif að ólíkar deildir Hauka eru nú í fyrsta sinn í sögunni sameinaðar undir einu þaki í nýbyggðri íþrótta- miðstöð á Ásvöllum. Íþrótta- miðstöðin var tekin í almenna notk- un á liðnu hausti en verður formlega vígð á 70 ára afmæli Hauka 12. apríl nk. Lítill svefn nóttina fyrir leik Handboltinn hefur þó alltaf náð út fyrir veggi íþróttahússins og slapp fjölskyldan ekki við auka- verkanir handboltabakteríunnar. Var heimilið að sögn Hermanns undirlagt árum saman. „Í gamla daga, þegar við vorum bara lítið og fátækt félag að berjast við risann svart-hvíta, sá konan mín um að þvo alla búninga félagsmanna úr öllum flokkum – það er kannski eins gott að við vorum ekki eins margir þá og nú,“ segir hann og verður hálfskömmustulegur þegar hann sér fyrir sér eiginkonuna hengja hverja treyjuna á fætur ann- arri upp á snúrur. Þegar hann er spurður hvað hafi knúið félagsmenn áfram þessi fyrstu erfiðu starfsár glottir hann og svarar með einu orði, „þrjósk- an“, menn hafi neitað að láta í minni pokann og þrátt fyrir vissuna um að leiðin á toppinn yrði löng og ströng skyldi hún farin. Keppnis- skapið hefur svo varla hamlað för og segist Hermann lítið hafa sofið nóttina fyrir hverja viðureign – og eiginlega ekkert sofið þegar ná- grannaslagur við FH var yfirvof- andi, „þá var hver einasti leikur eins og bikarúrslitaleikur, og barist til síðasta blóðdropa“. Hvers vegna rauðir? „Talandi um FH,“ segir Hermann og setur sig í sögustellingar, „við leikum í rauðum búningum af því ég fékk að ráða litnum.“ Blaðamað- ur hváir. „Já, það var sko þannig að í kringum 1970 voru FH- og Hauka- búningarnir svo líkir, hvorir tveggja í hvítum skyrtum, við í rauðum buxum og þeir í svörtum, og ég sá að þetta myndi ekki ganga. Þá var mikið deilt um hverju ætti að breyta, ættu búningarnir að verða bláir eða rauðir? Menn voru nú ekki á einu máli en ég hafði það af að lokum og fékk rauða litinn – lit Liverpool, minna manna í enska boltanum.“ Árni á líka sína Liver- pool-sögu þegar hann horfði á enska boltann í svart/hvíta sjón- varpinu sem krakkaskott, „þá fékk ég að heyra það frá pabba að Púll- ararnir væru að spila í Haukabún- ingnum – ég trúði því auðvitað og hef haldið með þeim síðan“. Stuðningsmenn Hauka skutu Portúgölunum skelk í bringu Spurðir um hvernig stemmningin sé meðal Haukanna eftir gott gengi síðustu misserin svara feðgarnir að það sé mikill hugur í liðinu og stemmningin eftir því góð. „Nú er vandamálið að halda sér á toppn- um, halda í horfinu. Hingað til höf- um við verið að styrkja liðin, sér- staklega meistaraflokkana, með leikmönnum erlendis frá og frá öðrum íslenskum félögum. Stefnan er svo sú að geta í framtíðinni verið með meistaraflokka sem sem eru að mestu uppaldir hjá félaginu,“ segir Árni og bætir við: „Unglingastarfið hér er mjög öflugt og við fengum til okkar rúss- neskan þjálfara, fyrrverandi lands- liðsþjálfara kvenna í Sovétríkj- unum, sem á að búa til framtíðar Haukamenn og -konur.“ Þriðji Haukaættliðurinn, sonur Árna, Árni Yngvi, er tvítugur og orðinn aðstoðarþjálfari 6. flokks karla, svo framtíð Haukanna innan fjöl- skyldunnar er tryggð. Dæturnar tvær völdu reyndar aðra leið og æfa af kappi með Stjörnunni í Garðabæ. Lokaspurning til feðganna er svo hvort eitthvað annað en handbolti komist að í tilverunni? Þeir horfa sposkir hvor á annan, skella upp úr og svara einum rómi: „Voðalega lít- ið – nema þá helst fótboltinn með Liverpool.“ Haukarnir mæta portúgalska lið- inu Sporting Lissabon í 8 liða úrslit- um í EHF-bikarkeppni Evrópu á Ásvöllum í dag í síðari leik liðanna. Haukar náðu mjög góðum árangir í fyrri leiknum í Portúgal, þá varð jafntefli, 21:21. Haukar í horni, stuðningssveit félagsins, leigði flugvél til að hvetja sína menn til dáða á vellinum, og var áhuginn svo mikill að flugsætin seldust upp. Það voru því 160 eldheitir Haukastuðn- ingsmenn í Portúgal um síðustu sem studdu sína menn til dáða og munar um minna en slíkan her stuðningsmanna. Morgunblaðið/Jim SmartHermann Þórðarson og Árni Hermannsson eru Haukar í horni. Lífið er handbolti hjá Haukum Handboltinn virðist ganga í ættir hjá fjölda Hafnfirðinga, í það minnsta gildir það um feðgana Hermann Þórðarson og Árna Hermannsson, sem viðurkenna fúslega að lífið snúist um fátt annað en handboltann hjá Íslands- og nýkrýndum bikarmeisturunum Haukum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.