Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þormóður rammi – Sæberg hf. var rekið með 554 milljóna króna tapi á árinu 2000. Það eru mikil umskipti frá árinu áður en þá nam hagnaður félagsins 474 milljónum króna. Í til- kynningu frá félaginu segir að flestir rekstrarþættir hafi gengið verr en upphaflega hafi verið áætlað, en verulegt gengistap og afleit afkoma rækjuveiða- og vinnslu hafi haft verst áhrif á heildarafkomuna. Gengistap og verðbætur vegna skulda Þormóðs ramma – Sæbergs hf. í fyrra námu 523 milljónum króna en voru 73 milljónir árið áður. Landvinnsla Þormóðs ramma – Sæbergs hf. var á síðasta ári rekin að heita má án framlegðar og eru það mikil umskipti frá árinu 1999. Í til- kynningunni segir að þar valdi mestu stöðugt verðfall rækjuafurða allt árið. Velta Þormóðs ramma – Sæbergs hf. nam 4.352 milljónum króna á árinu 2000, lækkaði um 290 milljónir frá fyrra ári. Munar þar mestu um lægra söluverð rækjuafurða og breytt sölufyrirkomulag. Framlegð félagsins nam ríflega 722 milljónum króna eða 16,6% af veltu. Framlegð ársins áður var 940 milljónir króna eða 20,2% af árs- veltu. Þormóður rammi – Sæberg hf. hefur starfstöðvar á Siglufirði, Ólafs- firði og í Þorlákshöfn. Hjá sjávarút- vegsfyrirtækinu starfa að jafnaði um 252 manns til sjós og lands. Heildar- launagreiðslur til starfsmanna í fyrra námu 1.587 milljónum króna. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 16. mars næstkomandi. Rekstr- aráætlun fyrir árið 2001 verður kynnt á fundinum og mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 7% arður vegna nýliðins árs. Tækifæri með betri rækjuveiðum Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma – Sæbergs hf., segir afkomuna á síð- asta ári slæma. Hann segir það ekki einungis skýrast af miklu gengistapi, sem þó hafi mest að segja, heldur hafi útkoman úr rækjuveiðum og -vinnslu verið afleit. Þá sé verulega slæmt að landvinnslan, sem hafi velt um 1.900 milljónum króna, hafi verið rekin án framlegðar. Það sé töluvert áhyggjuefni. Einnig hafi áhrif að olíureikningur félagsins hafi verið um 220 milljónum króna hærri á síð- asta ári en árið áður. „Við erum hins vegar tiltölulega bjartsýn fyrir þetta ár. Rækjuveiðar eru mun betri nú en í fyrra og hitti- fyrra en þar eru okkar tækifæri til að bæta okkur og laga stöðuna,“ seg- ir Ólafur. Slæm afkoma Guðmundur Ragnarsson hjá rann- sóknum og greiningu Búnaðarbank- ans Verðbréfa segir að afkoma Þor- móðs Ramma – Sæbergs hf. hafi verið mun lakari en bankinn hafi átt von á. Viðsnúningur á afkomu félagsins hafi orðið um rúman millj- arð, úr 474 milljóna kr. hagnaði í 554 milljóna kr. tap. Framlegð minnki um tæp 4% sem skýrist aðallega af slæmri afkomu í rækjuvinnslu, þar sem rækja hafi verið smá og afurða- verð farið lækkandi. Framlegð vinnslu lækki mun meira en fram- legð útgerðar. Hafa beri í huga að veiðistofn rækju hafi ekki verið minni síðan 1989 og afli á hverja sóknareiningu hafi farið minnkandi. „Eitthvað virðist þó vera farið að rofa til með rækjustofninn, þar sem Hafrannsóknastofnun gerði tillögu um aukinn kvóta síðastliðið haust fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Gengistap félagsins er mun meira en búist var við eða um 460 milljónir króna og fjármagnsliðir neikvæðir um 635 milljónir. Veltufé frá rekstri hefur einnig lækkað mikið á milli ára. Hlutdeildarfélögin í Mexíkó og Genís hf. á Siglufirði hafa einnig töluvert neikvæð áhrif á félagið. Við- skipti með bréf félagsins hafa verið mjög lítil frá áramótum en gengi bréfanna hefur hækkað um 3%,“ segir Guðmundur. Tap Þormóðs ramma – Sæbergs hf. 554 milljónir Flestir rekstrarþætt- ir verri en áætlanir /    &'  (   "%                           / 0 +                         !               1     2           &!!  "'(   ))#              %$*%, ($3-, ')+ %'& )($ '- +'3 ).) #%# $#% ($-(' '$%(* $#% )** ('4),. -43, ,4(( ,3* /&3*, /$3', /*-3*, **3), /&&3., $3., /*-3+, $%3%, $3., /%+3&, /(3.,      0  12  2 12  2 12  2     0           0   TAP Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt endurskoðuðu árs- uppgjöri fyrir árið 2000 nam 168 milljónum króna eftir skatta en 653 milljóna króna hagnaður var árið 1999. Bankinn færir öll hluta- bréf og skuldabréf sem eru skráð á markaði á markaðsvirði og er miðað við markaðsgengi þeirra í lok ársins, að því er fram kemur í tilkynningu bankans til Verðbréfa- þings Íslands. Vaxtatekjur bankans námu 1.230 milljónum króna og vaxta- gjöld námu 1.063 milljónum. Hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxta- tekjur að frádregnum vaxtagjöld- um, námu 168 milljónum króna. Vaxtamunur var 2,41%. Gengistap var á annarri fjármálastarfsemi 81 milljón króna en 897 milljóna króna gengishagnaður var árið 1999. Þóknunartekjur hækkuðu um 137% og námu 307 milljónum króna. Arðstekjur af hlutabréfum og aðrar tekjur námu 73 millj- ónum króna og hækkuðu lítillega. Samtals námu aðrar rekstrar- tekjur 299 milljónum króna en námu 1.085 milljónum króna árið 1999. Önnur rekstrargjöld námu 546 milljónum króna. Launakostnaður nam 264 milljónum og annar rekstrarkostnaður nam 258 millj- ónum króna. Afskriftir rekstrar- fjármuna námu 24 milljónum króna. Annar rekstrarkostnaður hækkaði um 52% á milli ára. Útlán í lok tímabilsins námu 9.452 millj- ónum króna og hækkuðu um 17% frá áramótum. Vanskil útlána lækkuðu um 23% Markaðsverðbréf og eignarhlut- ir í félögum námu 3.676 milljónum króna og hækkuðu um 1.844 millj- ónir króna frá áramótum. Vanskil útlána lækkuðu um 23% frá ára- mótum og námu vanskil í lok árs- ins 163 milljónum króna. Vanskil sem hlutfall af heildarútlánum héldu einnig áfram að lækka og námu 1,72% af heildarútlánum. Eigið fé í lok tímabilsins nam 2.073 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall samkvæmt CAD-reglum var 12,21%. Tap Frjálsa fjár- festingarbank- ans 168 milljónir /    )$  "$ "      "%  5   5    45        6                7                  !    !89"     "'%     "$$           #$,,* &,3 *'' #$-)' (*- #)' (-( #)*  &'$ )$(), ,$,&& &'$ +3-, $%, /)), /.*, %*, /-%, -., %+, /$+, -.,      0  12  2 12  2     0           Eyþór Arnalds sagði að sam- keppni á fjarskiptamarkaði væri af hinu góða. Fjarskiptafyrirtækin væru stöðugt að ná yfir fleiri svið í þjóðfélaginu, fyrirtæki og almenn- ingur reiddi sig í auknum mæli á fjarskiptin og að það kallaði á aukn- ar tengingar, nýja þjónustu og aukna veltu á fjarskiptamarkaði. Hátt neyslustig æli af sér þekkingu sem gerði það að verkum að fjar- skiptafyrirtækin ættu sóknarfæri erlendis. Verð fyrir farsímaþjónustu hlægilega lágt Eyþór sagðist telja að væntanlega myndu breytingar verða á fjar- skiptamarkaði þegar því gerjunar- ferli sem nú stæði yfir lyki. Einhver samruni eða aukin samvinna myndi líklega koma til, eitthvað í líkingu við það sem gerst hefði í bankakerfinu. Þórólfur Árnason sagði að íslensk- SAMKEPPNIN á fjarskiptamark- aði er af hinu góða jafnt fyrir neyt- endur sem og fjarskiptafyrirtækin, að mati forstjóra Landssímans, Tals og Íslandssíma. Þetta kom meðal annars fram á samlokufundi Verk- fræðingafélags Íslands og Tækni- fræðingafélags Íslands á fimmtudag. Þar fluttu erindi og sátu fyrir svör- um þeir Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans hf., Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., og Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma hf., en umræðuefni fundarins var sam- keppni á fjarskiptamarkaði. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að þróunin í fjarskiptamálum erlendis hefði verið á þá leið að fjarskiptafyr- irtækjum færi fækkandi. Svipuð þró- un myndi eiga sér stað hér á landi. Þórólfur Árnason og Eyþór Arn- alds ræddu nokkuð um væntanlega úthlutun á rásum fyrir þriðju kyn- slóð farsíma. Þórólfur sagði að auð- lindagjald fyrir 3GSM væri fráleit hugmynd. Eyþór sagði hins vegar að hann teldi ekki óeðlilegt að fjar- skiptafyrirtæki, sem muni væntan- lega fá úthlutað 3GSM farsímarás- um, greiði hóflegt gjald fyrir þær. Sátt myndi ekki verða um annað. Þeir Þórólfur og Eyþór voru hins vegar sammála um að fáir myndu taka þátt í útboði á 3GSM farsíma- rásum ef sú leið yrði valin til að út- hluta þeim. ir fjárfestar hefðu ekki verið bjart- sýnir á að hægt væri að reka annað farsímafyrirtæki hér á landi, þegar til tals hefði komið að bjóða upp á samkeppni við farsímakerfi Lands- símans. Einungis væru þrjú ár liðin frá því Tal hefði tekið til starfa og mikið hefði breyst á íslenskum fjar- skiptamarkaði síðan þá. Hann sagði að viðskiptamódel fyrirtækisins hefði ekki verið að reyna að ná við- skiptavinum frá Landssímanum heldur að stefna að stækkun mark- aðarins. Það hefði vissulega tekist. Farsímanotendur Landssímans hefðu verið um 41 þúsund talsins þegar Tal hefði tekið til starfa. Við- skiptavinir Tals væru nú um 57 þús- und. Að sögn Þórólfs er verð fyrir far- símaþjónustu hér á landi hlægilega lágt og töluvert lægra en víðast hvar erlendis. Hann rökstuddi þetta með því að lýsa þeim mun sem væri á far- símakerfinu, annars vegar, og heimasímakerfinu, hins vegar. Í far- símakerfinu vissi símstöðin ekki hvar móttakanda símtals væri að finna og kerfið þyrfti því stöðugt að fylgjast með notendunum, hvar sem þeir væru í heiminum. Heimasímar væru hins vegar fastir. Því væri mun dýrara að ná í notanda til að svara símtali um farsímakerfið. Takmarkað hvað fjarskiptafyrir- tækin geta vaxið mikið hér á landi Þórarinn V. Þórarinsson sagði að ætla mætti að fjárfestingar í fjar- skiptageiranum hér á landi hefðu numið um 8 til 10 milljörðum króna á síðasta ári. Hér væru einhver full- komnustu gagnaflutningskerfi í heiminum. Mestur hluti tekna fjar- skiptafyrirtækja væri þó enn vegna flutnings á tali. Hann sagði samkeppnisumhverfið hér á landi hafa breyst mikið frá árinu 1998 er Tal hf. kom til sög- unnar. Áður hefði verð til að mynda ekki endurspeglað tilkostnað á þess- um markaði en svo væri nú. Tak- markað væri þó hvað íslensk fjar- skiptafyrirtæki gætu vaxið mikið hér á landi og því leituðu þau að tækifærum erlendis. Landssíminn hefði jafnframt fjárfest mikið í hug- búnaðarfyrirtækjum hér á landi og vildi þannig taka þátt í nýjungum á þessum markaði. Samlokufundur Verkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins Samkeppni á fjarskiptamark- aði af hinu góða VERÐBÓLGUSPÁR verðbréfafyr- irtækjanna um hækkun milli febrúar og mars eru á bilinu 0,3% til 0,7%. Þetta samsvarar um þriggja til fjög- urra prósenta verðbólgu á ársgrund- velli. Hagstofan birtir gildi neyslu- verðsvísitölunnar tólfta mars næst- komandi. Kaupþing spáir 0,3% hækkun, Landsbankinn 0,44% og Íslands- banki-FBA 0,7%. Þeir liðir sem hafa mest áhrif á vísitöluna eru verð- hækkanir á eldsneyti, matvöru, fatn- aði og bílum. Verðhækkanir aukast vegna gengisáhrifa. Hækkanir á verðlagi milli mánaðanna febrúar og mars eru meiri en oft áður vegna stöðu krónunar. Innflutningur verður því dýrari og á þessum árstíma koma í verslanir ný föt og nýjar árgerðir bifreiða. Þessar vörur eru nú keyptar dýrara verði en í fyrra. Til lækkunar kemur 10% verðlækkun á raforku á höfuð- borgarsvæðinu. Verðlækkunin nær til um helmings allra heimila í land- inu. Verðlækkun hefur áhrif til lækk- unar á vísitölunni um tæpt 0,1%. Áhrifa verðlækkana á fatnaði og skóm gætir enn. Áhrifin hafa þó minnkað frá því sem áður var vegna þess að útsölur eru nú fyrr á ferð en fyrir nokkrum árum. 3–4% verð- bólgu spáð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.