Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 31 ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Skeifunni 19 - S. 568 1717 Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO Spinning samfest. kr. 5.900.- 2.950.- 1.475.- Spinning skór kr. 9.900.- 3.995.- 1.995.- Spinning toppar kr. 5.900.- 2.990.- 1.445.- Gilda Marx samf. kr. 3.600.- 1.800.- 900.- Gilda Marx buxur kr. 2.200.- 1.100.- 550.- Gilda Marx leggings kr. 2.990.- 1.495.- 748.- leikfimi- & sportfatnaður Glæný vara beint á rýmingarsöluna50% Sundbolir kr. 2.990.- 390.- Barna stuttbuxur kr. 1.490.- 490.- Russell stakkur kr. 7.990.- 1.990.- Síðustu úlpurnar kr. 12.990.- 3.990.- Regnstakkar kr. 4.990.- 1.490.- Bakpokar kr. 2.990.- 1.495.- Upphafl.verð Rýmingars. 50% viðb.afsl. Rýmingarsala - Dæmi Verð áður Verð nú Komdu og gerðu ævintýralega góð kaup! viðbótarafsláttur af rýmingarsölu á leikfimifatnaði ur aukist mikið núna, sérstaklega til ungs fólks, en talið er að græna teið geri heilsunni mikið gagn, mik- ið er af andoxunarefnum í því, og það inniheldur vítamín og mörg steinefni sem eru mikilvæg líkam- anum. Að flestra mati er það ekki eins bragðgott og svart te. Oloong- te er minna þekkt og síður vinsælt. Það gefur ákveðið bragð sem fellur ekki að bragðkirtlum allra hér á Vesturlöndum.“ Sigmundur og Berglind Guð- brandsdóttir eiginkona hans voru álitin hálfgerðir furðufuglar þegar þau opnuðu fyrstu sérverslunina með te árið 1984. „Temenningu kynntumst við í Gautaborg þar sem við bjuggum um tíma. Þar sáum við fjöldann allan af litlum sætum te- búðum og ákváðum að opna eina slíka hér. Við fengum dræmar und- irtektir og þóttum fram úr hófi bjartsýn að selja te í lausu, sem fólk almennt þekkti ekki. Fyrstu árin var ég oft spurður hvort ég seldi eitthvað í líkingu við Melros- es. Hugmyndin var fyrst í stað að selja aðeins te en fljótlega ákváðum við að selja einnig sælkerakaffi ogí tólf ár höfum við einnig rekið kaffi- brennslu.“ Hvaðan kemur besta teið? Te er flokkað eftir löndum og síðan ræktunarhéraði og þeir sem til þekkja telja darjeeling-te, sem nefnt er eftir teræktarhéraði í suð- urhlíðum Himalayafjalla, það allra besta. Undir það tekur Sigmundur sem segir darjeeling oft vera kallað kampavín tesins. Besta uppskera af darjeeling er talin vera snemma á vorin en teið er yfirleitt komið á markað í maí eða júní. Þess háttar darjeeling er eitt dýrasta te sem völ er á. Dýrust af öllum teum í heimi segir Sigmundur vera græn jap- önsk te, þau allra bestu og vönd- ustu eru notuð við ýmiss konar helgiathafnir. Landsmenn eru í lokin hvattir til að kaupa te til tilbreytingar og hver á að drekka te eins og honum þykir best, að mati Sigmundar. „Tegundirnir eru næstum ótelj- andi, ekki skal því afskrifa te þótt fyrsti bollinn falli ekki að smekk. Það er gaman að velta fyrir sér hinum ýmsu tegundum og smakka sig áfram, í raun er tedrykkja heil- mikil fræði, rétt eins og kaffið og léttvínið. Ég mæli með því að fólk bragði sem flestar tegundir og bæti jafnvel sykri, kandís, hunangi eða mjólk út í, ef það þykir betra.“ Presslink Sú skoðun var ríkjandi hér að te væri aðeins fyrir gamalmenni og þá sem ekki gátu drukkið kaffi af heilsufarsástæðum. ELSTU heimildir sem til eru um te eru skráðar í Kína um 300 f. Krist, en sagnir fara af því að keisarinn Shen Nung hafi uppgötv- að örvandi áhrif te- laufsins um 2.700 f.Kr. Fram yfir Kristsburð var te- seyði notað sem lyf, en 300–500 e. Kr. hófst almenn neysla þess, sem breiddist út um alla Asíu. Fyrsta bókin um te, Ch’a Ching, var skrifuð af fræði- manninum Lu Yu um 780 e.Kr. Te- neysla var þá með nokk- uð öðrum hætti en við þekkj- um í dag og leifar af þeirri temenningu er að finna víða í Austur- og Suðaustur-Kína og í Tíbet. Þar er teið pressað saman í stórar skrautlegar tekökur sem auðvelt er að geyma og flytja um langan veg. À tíundu öld voru te- kökur nýttar sem gjaldmiðill í Tíb- et. Frá Kína barst te til arabaland- anna um 850, til Feneyja um 1559 og til Bretlands 1598. Til er þó saga af gömlum breskum hjónum sem fengu telauf send frá syni þeirra sem var í Japan snemma á sextándu öld, lögðu laufið í heitt vatn, hentu svo seyðinu og átu laufið ofaná brauð. Te barst fyrst til Vesturlanda í einhverjum mæli með hollenskum kaupmönnum um 1610, sem fluttu það frá Japan, og teneysla varð snemma almenn meðal heldri manna. Upp frá því er sterk tehefð í Hollandi og norður eftir Frís- landi. Með teinu kom heitið te, sem kemur úr amoy mállýsku. t’e, bor- ið fram tei, en í kantónskri mál- lýsku hét drykkurinn ch’a, borið fram tjah og það heiti varð ofaná í Japan, Rússlandi, Íran og á Ind- landi. Til Bretlandseyja barst te fyrir alvöru í upphafi sautjándu aldar og varð snemma vinsælt. Snar þáttur í þeim vinsældum var sú trú manna að te væri mikill töfra- drykkur sem yki lífsþrótt og lækn- aði flesta kvilla. Teneysla varð einnig fljótt vin- sæl í Þýskalandi og Frakklandi, en frá þýsku hirðinni barst te til Dan- merkur og þaðan til Íslands. Þeg- ar þeir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson fóru um Ísland á árunum 1752–1757 þótti þeim hneykslan- legt hve erlend neysluvara sótti á á kostnað innlendrar og te þar meðtalið: ,,Te og sykur eru nú orðnar svo algengar vörur að næstum því hver góður bóndi á nú teáhöld.’’ Um uppruna tesins og hvernig það barst til Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.