Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍFLEG og fjölbreytt tónlist var flutt við góðar undirtektir á tón- leikum í Félagslundi í Gaulverja- bæjarhreppi nýverið. Saman léku á alls kyns hljóðfæri nemendur Gaulverjaskóla og kennarar við Tónlistarskóla Árnesinga. Tónleikarnir voru ávöxtur sam- starfs skólanna tveggja og einnig fjáröflun til kaupa á rafmagns- hljómborði til notkunar í skól- anum. Alls er kennt á tólf stöðum í héraðinu og kemur skólastjór- inn Robert Darling og kennir í Félagslundi. Allir nemendur Gaulverjaskóla læra nótur og einnig að spila á blokkflautu allan námstímann upp í sjöunda bekk. Hefur svo verið í rúm 15 ár og eru börnin fljót að læra stafróf tónlistar- innar í yngstu bekkjardeildum með öðru námsefni. Tveir blokkflautuhópar léku og kór Gaulverjaskóla söng. Nem- endur við Tónlistarskólann léku á píanó og Hörður Másson á barítonhorn. Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistar- skólans lék á klarínett verk eftir Mozart og einnig léku Robert Darling, Birgit Myschi, Hörður Friðþjófsson, Helga Sighvats- dóttir og Jóhann Stefánsson, allt kennarar, á ýmis hljóðfæri. Berglind Einarsdóttir söng- kennari og kennari við Gaulverja- skóla stjórnaði nemendum og söng nokkur íslensk þjóðlög. Alls sóttu yfir 80 manns samkomuna og söfnuðust yfir 30 þúsund til hljóðfærakaupa. Kvenfélag Gaulverjabæjar- hrepps tvöfaldaði síðan þá upp- hæð og afhenti Stefanía Geirs- dóttir formaður kvenfélagsins Gauta Jóhannessyni ávísun í lok samkomunnar. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Nemendur Gaulverjaskóla sungu í lokin við góðar undirtektir. Nemendur og kennar- ar saman á tónleikum Gaulverjabæ. Morgunblaðið. ÓPERAN La Boh- ème var sýnd fyrir fullu húsi í gærkveldi og söng Sólrún Bragadóttir hlutverk Mímíar en hún er meðal reyndustu og bestu söngvara okk- ar, svo sem vel mátti heyra á sýningunni í gærkveldi. Sýningin var að öllu leyti sú sama og á frumsýningu, þó ef til vill samfelldari og leikrænt jafnari. Má vera að nú hafi und- irrituðum þótt minna til um galsann í sýn- ingunni en á frumsýningunni. Sólrún Bragadóttir söng hið vandasama hlutverk Mímiar af glæsileik, bæði raddlega og þá ekki síður í leik og náðu hún og Kolbeinn oft að gæða verkið sterkum tilfinningum. Fyrsta arían, Ég er kölluð Mími, var vel sungin og samspil hennar og Kol- beins í niðurlagi kaflans hreint út sagt glæsilegt. Senan fyrir framan krána, þar sem Rudolfo segir vini sínum, Marcello, hvað það sé, er þjaki hann og Mímí heyrir hann tala um að hún sé að dauða komin, var einstaklega áhrifamikil. Þetta at- riði er ef til vill sannmannlegasta sena óperunnar og einnig dúett Mímíar og Rudolfo, sem fylgir á eftir og var afburða vel sunginn. Í lokakafl- anum náði Sólrún að túlka þetta fölnandi blóm, sem Mímí á að vera, á afar sannfær- andi máta. Að öðru leyti var sýningin í góðu jafn- vægi og Bergþór og Ólafur Kjartan voru sömu ærslabelgirnir og var Ólafur Kjart- an sérlega góður í fyrsta þætti. Sam- söngur Bergþórs og Kolbeins, í upphafi lokaþáttarins, var og góður og Viðar Gunnarsson í hlutverki heimspekingsins, söng frakka-aríuna mjög fallega en þessi aría er einmitt sérlega inni- leg og falleg, og ásamt upphafs- aríum Mímíar og Rudolfos með frægustu aríum Puccinis. Glæsileg Mímí TÓNLIST Í s l e n s k a ó p e r a n Eftir Puccini. Sólrún Braga- dóttir söng Mími en að öðru leyti var sýningin framin af sama fólki og á frumsýningunni. Föstudag- urinn 2. mars, 2001. LA BOHÈME Jón Ásgeirsson Sólrún Bragadóttir ÍSLENSKIR áhorfendur ættu að þekkja nokkuð til verka Bretans Jim Cartwrights, auk þessa verks sem hér um ræðir hafa verk hans Barpar, Taktu lagið Lóa og söng- leikurinn Stonefree verið áður á sviði í íslenskum leikhúsum. Stræti hefur verið fært á svið nokkrum sinnum, meðal annars hjá Þjóðleik- húsinu og Stúdentaleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt í Englandi 1986 og má segja að höfundinum hafi skotið upp á stjörnuhimininn í kjölfar þess og í dag þykir hann meðal athyglisverðustu leikskálda þar í landi. Verkið hentar að mörgu leyti mjög vel fyrir nemendaleikhúsið því hlutverk þess eru mörg og áhersla er á líf og kjör ungu kynslóðarinnar meðal lægri stétta þjóðfélagsins; þeirrar kynslóðar sem hefur búið við mikið atvinnuleysi, fátækt og von- litla framtíðarsýn. Leikritið er sam- sett af fjölda atriða en það sem teng- ir þau saman er gatan – strætið – sem persónurnar búa við og brugðið er upp nokkurs konar svipmyndum úr lífi þeirra eina kvöldstund. Í Nemendaleikhúsinu eru átta út- skriftarnemar úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands og leikur hvert þeirra ýmist þrjár eða fjórar persón- ur verksins, að undanskildum Björg- vini Franz Gíslasyni sem er í hlut- verki Scullery, en það er í leiðinni nokkurs konar sögumannshlutverk. Scullery er náungi sem er ,,eldri en hann lítur út fyrir að vera“, leður- klæddur, útlifaður gaur sem virðist halda til á götunni í þeim tilgangi að- allega að verða sér út um áfengi og drátt. Björgvin Franz fór vel með hlutverkið, var hæfilega groddaleg- ur um leið og glitti í kviku einsemdar á viðkvæmum augnablikum. Eins og títt er um leikhópa Nemendaleik- hússins einkenndist allur leikur hópsins af miklum krafti og innlifun og má vænta mikils af hópnum í heild í framtíðinni. Sérstaklega fannst mér athyglis- verð frammistaða Gísla Arnar Garð- arssonar í fjórum ólíkum hlutverk- um. Hann fór á kostum sem slagsmálahundur og sem fullur her- maður og í heild var eftirtektarvert hversu ólíkar túlkanir hans á hinum mismunandi persónum voru. Sam- leikur hans og Nínu Daggar Filipp- usdóttur í frábæru atriði þar sem kvenmaður reynir að táldraga dauðadrukkinn hermann var frá- bær. Kristjana Skúla- dóttir og Víkingur Kristjánsson voru einnig góð saman sem sveltandi parið í rúminu og þær Lára Sveindóttir og Nína Dögg voru afar sann- færandi sem flissandi ungpíur í leit að skemmtilegu og ,,öðruvísi ævintýri“ og í því atriði veittu þeir Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Arnar þeim góðan mótleik. Björn Hlyn- ur var einnig bráð- fyndinn sem ,,fish- and-chips“ sölumað- ur. Elma Lísa Gunnarsdóttir lék grófgerðar ljóskur af mikilli innlifun og krafti. Þótt grunntónn þessa leikrits sé afar dökkur og verkið lýsi mannlegri niðurlæg- ingu, fátækt og ör- væntingu, þá er víða stutt í húmorinn og þýðing Árna Ibsen kemur hvoru tveggja vel á framfæri. Þessi sýning er sú fyrsta sem Ingólfur Níels Árnason leikstýrir á Íslandi og lofar vinna hans góðu um framhaldið. Ingólfur Níels velur að skerpa og ýkja flesta drætti leiksins og í þeim anda eru einnig litríkir búningar Elínar Eddu Árnadóttur. Tónlistarhönnun Mar- grétar Örnólfsdóttur ber einnig að sama brunni, tónlistin var kraftmikil og setti sterkan svip á sýninguna. Útkoman er fersk, kröftug og skemmtileg útfærsla á leikverki sem á alla möguleika til að snerta flestar taugar áhorfenda, vekja þá til um- hugsunar um leið og það kitlar hlát- urstaugarnar. Aðdáendur verka Cartwrights ættu ekki að láta sýn- inguna fram hjá sér fara, hún skilur sig að mörgu leyti frá fyrri upp- færslum á verkinu og alltaf er áhugavert að sjá þá hæfileika sem búa í nýjum leikaraefnum. Götulíf og draumar LEIKLIST N e m e n d a l e i k h ú s i ð Höfundur: Jim Cartwright. Íslensk þýðing: Árni Ibsen. Leikstjóri: Ingólfur Níels Árnason. Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Björgvin Franz Gíslason, Elma Lísa Gunn- arsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveins- dóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson. Leik- mynda- og búningahönnun: Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarstjóri: Margrét Örnólfsdóttir. Ljósa- hönnun: Egill Ingibergsson. Smiðjan 2. mars STRÆTI Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Útkoman er fersk, kröftug og skemmtileg út- færsla á leikverki sem á alla möguleika til að snerta flestar taugar áhorfenda.“ Soff ía Auður Birgisdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.