Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 35 „Árdegið kallar, áfram liggja sporin“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðar til almenns umræðufundar með íbúum höfuðborgarsvæðisins um landbúnað á nýrri öld í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 5. mars kl. 20.30 Dagskrá: 1. Fundarsetning: Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. 2. Hollur matur og hreyfing - leið til betra heilsufars Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 3. Auðlindin Ísland Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms. 4. Landbúnaður við upphaf nýrrar aldar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. 5. Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Fundurinn er öllum opinn. Landbúnaðarráðuneytið. KVENNAKÓRINN Vox Feminae fylgdi geisladiski sínum, „Mamma geymir gullin þín“ sem út kom nú um jólin, úr hlaði með vel sóttum útgáfu- tónleikum í Salnum á fimmtudags- kvöldið var. Nokkur karlaundirvikt var meðal áheyrenda, og verður von- andi ekki dæmigert til frambúðar að karlhlustendur afskrifi kvennakór- stónleika yfirborðslega sem sér- „kvennamál“, enda engin ástæða til. Fyrri hluti dagskrár var allur á þjóðlegu nótunum a cappella, og komu þá margir kórfélaga fram á þjóðbúningum. Íslenzka tvísöngslag- ið birtist fyrst „au naturel“ í mynd Ís- lands, farsælda fróns en þar næst í kontrapunktískari útfærslu Jóns Ás- geirssonar á Ljósið kemur langt og mjótt, sem reyndi á hæðargetu 1. sóprans, en heppnaðist samt mjög vel. Var tandurhrein inntónun í báð- um lögum unun á að hlýða. Sama mátti segja um flest sem á eftir kom. Lysthúskvæði var blessunarlega laust við hálfneyðarlega hanagals- effektinn sem stundum er troðið í raddsetningu Róberts A. Abrahams- sonar, og Krummavísur (radds. Jóns Þórarinssonar) hljómuðu einnig vel, utan hvað ú-ið á erindamótum var svolítið viðkvæmt. „Madrigalettó“ Atla Heimis Sveinssonar, Við svala lind, hefði mátt vera agnarögn hrað- ari, en Harmbótarkvæði (radds. R.A.O.) var nánast fullkomið. Góð börn og vond (radds. J.Á.) kom kostu- lega út með bjagaðri eftirhermu kvennanna á skeifulátum vondra barna, og yfirleitt voru líflegar fettur og sviðsframkoma kórsins almennt fyndin en þó hófstillt á fjölbreyttu prógrammi kvöldsins. Hin innblásna og hlýkímna tón- setning Þorkels Sigurbjörnssonar á Konum Jóns úr Vör naut einnig góðs af þessu og skilaði sér með miklum ágætum í smellinni túlkun kórsins. Hressileg ferð var yfir Friðriki sjö- unda kóngi (radds. J.Á.) og Abba Labba (Friðrik Bjarna- son, radds. Gunnars Reynis Sveinssonar). Heimilissaxófónisti kórsins Stefán S. Stef- ánsson dró seiminn í intrói og á hendinga- mótum á sópran-sax með angurværum þrak- neskum djass-rúllöðum í Hrafninn flýgur, er sameinuðu smekklega frónska og balkneska þjóðlagatóna. Vísur Vatnsenda-Rósu í út- færslu Jóns Ásgeirsson- ar voru sungnar af mik- illi innlifun, og í áhrifamikilli túlkun kórsins á Móðir mín í kví, kví í sér- kennilegri raddfærslu Jóns (m.a. með sjaldheyrðri tvöföldun laglínu í út- röddum á móti sjálfstæðum innrödd- um) undirstrikaði lítil dulbúin ball- erína harmgrunn lagsins í hlutverki útburðarins. Loks söng kórinn á út- göngu Sofðu unga ástin mín (hugs- anlega eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son) í raddsetningu Jóns af frábærri kyrrð. Eftir hlé hleypti kórinn heimdrag- anum með erlendum lögum. Fyrsti viðkomustaður var eðlilega Færeyj- ar, hvaðan kom angursnoturt lag eftir Sunleif Rasmussen, Sóljurnar og nóttin. Við píanóleik söng kórinn næst tvö lög; annað eftir Grieg (To brune øjne) í vaggandi polonaise-hrynjandi, hitt var bráðfallegt lag Finns Jørgen- sens, Lóa. Undirleikslaust var Svant- es lykkelige dag eftir Benny Ander- sen í raddsetningu Sørens Birch, sem kórinn fór með af smitandi gleði og m.a.s. smásveiflutilþrifum, en með píanói söng hann álenzka þjóðlagið Vem kan segla í frábærri útsetningu Carl-Bertils Agnestig. Hæsti hápunktur var tvímælalaust „Pseudo Yoik Lite“ eftir Finnann Jaakko Mäntyjärvi, þar sem seið- skröttur vittu ganda af dæmalausum krafti og hleyptu kústum sínum á harðaspretti um loftin blá í ómót- stæðilegum sópandi flutningi, er leiddi á köflum hugann að þjóðlaga- rokksveitinni meistaralegu, Värtinä. Þessi seiðmagnaða skriðfinnska allra flagða hrynþula var hljómrænt borin uppi af fersku samstiga fer- undaraddferli og náði gustmiklu flugi í smell- andi samtaka flutningi kórsins, þótt væri e.t.v. ofurlítið í hægari kant- inum. Sjálfsagt var þreyta aðeins farin að segja til sín í Kur tu biji eftir Lettann Selgu Mences, þar sem efstu nótur urðu sumar nokkuð sárar, en hið sérkenni- lega hálfrómantíska lag komst að öðru leyti fal- lega til skila. Sömuleiðis var slavneskur þokki yfir Stúlknakór Tjækovskíjs úr Evgeni Onegin, og ekki var síðri dreymandi bátssöngur- inn úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach. Síðastur á prentaðri dag- skrá var svo Söngur sígaunakvenn- anna úr La Traviata Verdis, sem að mínu viti hefði náð enn meiri dillandi reisn í aðeins hægara tempói, þótt vissulega kæmi hann hrífandi út úr samstilltum söng kórsins. Enda voru undirtektir eftir því, og dugðu ekki færri en þrjú aukalög til að hemja hlustendur til heimfarar. Dagskrá Vocis feminae var sérlega skemmtileg og fjölbreytt þetta kvöld, og eftir öllu að dæma virtist kórinn sem næst í toppformi. Margrét Pálmadóttir kynnti að vanda með þeirri kankfrísklegu gamansemi sem henni einni er lagin og hélt utan um flutninginn af örvandi nákvæmni. Pí- anómeðleikur Arnhildar Valgarðs- dóttur var í bezt fáanlegu styrkjafn- vægi, lipur og samstilltur í hvívetna. Kústum hleypt á sprett TÓNLIST S a l u r i n n Útgáfutónleikar kvennakórsins Vocis feminae. Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir. Píanóundirleikur: Arnhildur Valgarðsdóttir. Fimmtu- daginn 1. marz kl. 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Margrét Pálmadóttir TVÖ verk eftir Egil Guðmundsson, nemanda Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, verða frumflutt á tón- leikum skólans í Víðistaðakirkju í dag kl. 17. Fyrra lagið heitir Slysa- skot í Palestínu, sönglag við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Það er Bragi Þór Valsson baríton sem flyt- ur lagið við píanóundirleik höfund- arins. Seinna lagið heitir Frumsa- frumsa, valsþáttur. Verkið flytur kammerhljómsveit skólans. Auk þess verður fluttur fyrsti kafli úr píanókonsert nr. 19, KV 459 eftir Mozart. Einleikari á píanó er Jó- hanna Marín Óskarsdóttir. Stjórn- andi er Sigursveinn Magnússon. Nemandaverk frumflutt á tónleikum ÚR djúpunum, tónlistardagskrá með ljóða- og lausamálstextum, verður flutt tvisvar á Suðurlandi á sunnudag. Í Hraungerðiskirkju kl. 16 og í Þorlákskirkju kl. 20:30. Dag- skráin er að stofni til byggð á lögum sömdum af Gyðingum í útrýmingar- búðum og fátækrahverfum síðari heimsstyrjaldar. Um er að ræða dagskrá í tali og tónum borna fram af Hilmari Erni Agnarssyni sem leikur á orgelharm- oníum, Hirti Hjartarsyni sem leikur á klarínett, Sveini Pálssyni sem leik- ur á gítar, Ingunni Jensdóttur sem flytur söngva og Eyvindi Erlends- syni sem fer með ljóð og laust mál. Tónlist úr útrýming- arbúðum SÝNING á verki Alexander Steig í GUK verður opin á morgun, sunnu- daginn, kl. 16–18, að staðartíma. GUK er í garðinum við Ártún 3 á Sel- fossi, í skúr við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsinu í Callinstrasse 8 í Hannover í Þýska- landi. Hægt er að fá upplýsingar um listamanninn og skoða myndir af verkinu á http://www.simnet.is/guk. Opið í GUK TRÍÓIÐ Jazzandi leikur á Ozio við Lækjargötu á sunnudagskvöld kl. 21.30. Meðlimir tríósins eru þeir Sig- urjón Alexandersson (Sjonni) gítar- leikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Gestur Pálmason trommuleikari. Auk þeirra mun saxófónleikarinn Steinar Sigurðar- son leika nokkur lög með hljómsveit- inni. Leiknir verða standardar í útsetn- ingum hljómsveitarmeðlima auk frumsamins efnis. Jazzandi hefur víða komið fram t.d. á Jazzhátíð Reykjavíkur, í Múl- anum og leikið í sjónvarpi og útvarpi. Miðaverð 600 kr. Sunnudags- djass á Ozio FRUMSÝNING á brúðusýningu Sögusvuntunnar – Loðinbarði – sem vera átti sunnudaginn 4. mars kl. 14 & 15 fellur niður vegna veikinda. Áætlað er að frumsýning frestist um viku og verði því sunnudaginn 11. mars nk. Loðinbarða frestað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.