Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 37 SÝNING UM HELGINA laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 LADA 111 GRAND TOUR VERÐ KR. 890.000 HÚN ER EINS LEIÐIN AÐ HEIMAN OG HEIM.... „KOSTAR BARA MINNA“ LADA 111 GRAND TOUR framleidd í Evrópu fyrir Evrópu LADA-UMBOÐIÐ EHF Fosshálsi 1 s. 577 5111 - fax 577 5110 www.lada.is BÚNAÐUR: • rafdr. rúður f/a • samlæsingar • veltistýri • miðstöð m. sjálfv. hitastilli • hæðarstillanleg aðalljós • raf.opnun á afturhlera • farangurshlíf • skipt fellanleg aftursæti (60/40), • hæðarstillanlegir höfuðpúðar á aftursætum • 1,5I 8 ventla fjölinnsprautun BOSCH • rafkerfi BOSCH • ljós BOSCH • mælaborð „VDO“ ÚTLIT: • samlitir stuðarar • vindskeið m. bremsuljósi • toppbogar ÞRETTÁN mánaða kanadísk stúlka er á batavegi eftir að hafa týnst í gríðarlegum frosthrökum í Edmonton í Kanada um liðna helgi. Læknar líkja því við krafta- verk að stúlkan skuli vera á lífi og í raun lítt sködduð miðað við að- stæður. Segja þeir fátítt að svo lítil börn geti lifað af viðlíka hremm- ingar. Stúlkan var úrskurðuð „klínískt látin“ er komið var með hana á sjúkrahús fyrir réttri viku. Engin merki hafa komið fram í þá veru að hún hafi orðið fyrir heilaskaða en ekki er að fullu ljóst hversu var- anleg kalsárin verða. Læknar og fræðimenn lýstu yfir furðu sinni á því að stúlkan skyldi lifa af dvölina í frostinu. Sögðu þeir að vitað væri um „fjögur eða fimm tilfelli“ þar sem svo lítil börn hefðu lifað af slíka raun. Líkams- hiti hennar var kominn niður í 16 gráður þegar hún fannst. Stúlkan skreið út úr rúmi móður sinnar snemma á laugardags- morgni fyrir réttri viku. Hún var óklædd með öllu en með bleyju. Hún komst út úr húsinu en úti var frostið 24 gráður. Nokkrum klukksutundum síðar fann móðir hennar hana í garði nágranna síns. Nafn barnsins hefur ekki verið gefið upp en læknar sögðu að eng- inn púls hefði verið mælanlegur þegar aðstoð barst. Líkami hennar var því sem næst einn „ísklumpur“ og svo gegnfrosið var barnið að hjálparmenn áttu í erfiðleikum með að opna munn stúlkunnar. Talið er að hjarta hennar hafi stöðvast í minnst tvær klukku- stundir. Læknar vöfðu barnið inn í upp- hitað teppi og skömmu síðar tók hjarta þess að slá á ný án utan- aðkomandi aðstoðar. Þá voru læknar við það að færa hana í hjarta- og lungnavél. Stúlkan kól illa og segja sér- fróðir að einhverjar vikur kunni að líða áður en unnt verður að leggja mat á þann skaða. Hugs- anlegt er að stúlkan missi ein- hverjar tær og jafnvel útlimi. Móðirin, sem er 26 ára, er á batavegi eftir áfallið. Kraftaverk í Kanada Associated Press Litla stúlkan sefur vært á sjúkrahúsinu í Edmonton. Hún sýnir engin merki heilaskaða og var vakandi og brosandi fyrr í vikunni. Þrettán mánaða gömul stúlka týnist klæðalaus í gríðarlegum frosthörkum Edmonton. Reuters. NEYTENDASAMTÖK hafa hvatt ríkisstjórn Georges W. Bush í Banda- ríkjunum til að koma í veg fyrir að þarlent fyrirtæki gefi fyrirburum í Rómönsku-Ameríku lyfleysu (plac- ebo) í staðinn fyrir lungnameðferð, sem vitað er að virkar, til að gera prófanir á tilraunalyfi. Fyrirhuguð rannsókn er „ósiðleg misnotkun“ og mun leiða til þess, að yfir tíu börn deyja af völdum öndun- arerfiðleikaheilkenna, segir dr. Peter Lurie, talsmaður bandarísku neyt- endasamtakanna Public Citizen. Lur- ie fullyrðir að hægt sé að koma í veg fyrir að þessi börn deyi. Vísindamenn um allan heim deila um það hvort nokkurn tíma sé siðlegt að bera tilraunalyf saman við lyfleysu þegar til sé lyf, sem vitað er að virkar, frá samkeppnisaðila. Þetta er sér- staklega erfitt deiluefni þegar banda- rískir vísindamenn eru að gera til- raunir í fátækum löndum sem hafa ekki efni á meðferðinni sem til er. Vekur þetta spurningar um hvers vegna lyfleysur séu vandamál þar, eða hvort ríkum löndum beri skylda til að veita dýra lyfjameðferð í staðinn fyrir að fá að gera rannsóknir. Öndunarerfiðleikaheilkenni hrjá oft fyrirbura vegna þess að lungu þeirra hafa ekki náð fullum þroska. Nokkrar tegundir af lyfjum, svonefnd lungnablöðruseyti, eru til og er þeim úðað ofan í lungu þessara barna og hefur þetta fækkað dauðsföllum af þessum völdum um 34 prósent. Bandaríska lyfjafyrirtækið Discov- ery Laboratories hefur búið til nýja gerð af lungnablöðruseyti sem kallast Surfaxin. Segja talsmenn fyrirtækis- ins að nýja gerðin kunni að vera betri en vinsælustu lungnablöðruseytin sem gerð eru úr frumum úr kúm eða svínum. Í skjölum bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) segir að sam- anburður á áhrifum Surfaxins og lyf- leysu á bandarísk börn með öndunar- erfiðleikaheilkenni væri ósiðlegur en eftirlitið sé að kanna hvort rétt sé að samþykkja lyfleysutilraunir á tiltekn- um stöðum í Mexíkó, Bólivíu, Perú og Ekvador. „Tilraunir með þá allra fátækustu“ „Vísindamönnunum hefur hug- kvæmst að gera tilraunir með þá allra fátækustu,“ segir Lurie í bréfi til heil- brigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna og hvetur til að áætl- anirnar verði að engu gerðar. En aðalframkvæmdastjóri lyfjafyr- irtækisins, Robert Capetola, varði fyrirhugaða rannsókn. „Það væri ósiðlegt að gera þetta ekki,“ sagði hann. Sjúkrahúsin í Rómönsku-Ameríku, sem taka þátt í rannsókninni, hafa ekki efni á lungnablöðruseytimeð- ferðinni sem til er, en hún kostar um 190 þúsund krónur, og fyrirburar þar fá því enga meðhöndlun nema súr- efnisgjöf. Í fyrirhugaðri rannsókn myndu hundruð ungabarna fá Surfaxin eða lyfið Survanta sem vitað er að virkar og er framleitt af keppi- nauti, eða lyfleysu. Capetola sagði að ef þriðji þáttur- inn, til samanburðar, yrði felldur úr rannsókninni myndi það taka heilt ár í viðbót að skera úr um hvort Surfaxin virkar og selja það svo til þeirra sem þurfi á því að halda – og Capetola heitir því að lyfið verði selt ódýrt í Rómönsku-Ameríku. Hann sagði enn fremur að hraði skipti máli vegna þess að önnur lungnablöðruseyti, sem framleidd eru úr frumum úr kúm, veki ótta um kúariðu en þessu and- mælir FDA harðlega. Í Evrópu eru þegar hafnar rann- sóknir á Surfaxin í samanburði við lyf, sem vitað er að virkar, frá keppinauti, og það ættu ekki að gilda lægri viðmið í rannsókninni í Rómönsku-Ameríku, segir Public Citizen. Lyfjarannsókn sögð ósiðleg Washington. AP. Er nokkurn tíma siðlegt að gefa sjúku fólki lyfleysu í stað lyfs sem vitað er að virkar? Associated Press Æska í allsleysi Barn af ættbálki Quiche-indíána á heimili sínu í þorpinu Jua um 220 kílómetra norður af Guatemala, höfuðborg samnefnds ríkis í Suður- Ameríku. Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna líður gríðar- legur fjöldi barna skort í þessum heimshluta. Þau eru látin vinna erf- iðisvinnu, fá litla heilbirgðisþjón- ustu og menntun og alast upp við ofbeldi og mismunun. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 100 milljónir barna í Suður-Ameríku lifi í fátækt. Um 20 milljónir þeirra verða af skólagöngu vegna þess að þau þurfa að stunda vinnu og um 65.000 sýkjast á ári hverju af alnæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.