Morgunblaðið - 03.03.2001, Side 46

Morgunblaðið - 03.03.2001, Side 46
MENNTUN 46 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ I nnan veggja rannsókn- arstofa hins virta há- skóla Johns Hopkins í Baltimore, þar sem hver nýjungin í lækna- vísindum rekur aðra, eru um 42 þúsund mýs. Fróðir menn segja að mýs lifi ekki nema tvö til þrjú ár, en þær afkasta miklu á þeim tíma, til dæmis geta þær eignast heilan hóp af af- kvæmum á þriggja vikna fresti. Háskólinn er að undirbúa kaup á byggingu, þar sem hægt væri að geyma samtals 140 þúsund mýs, rottur og önnur nagdýr. Er nema von að vísinda- mönnum hrjósi hugur við þeirri til- hugsun að skrá hverja og eina mýslu og líðan hennar? Þetta þurfa þeir nú samt að fara að gera fljótlega, ef ný ákvæði um aðbúnað tilrauna- dýra ganga í gildi næsta haust. Fyrir tveimur árum höfðuðu samtök dýravina mál á hendur bandaríska landbúnaðarráðu- neytinu. Samtökin voru ósátt við að rottur, mýs og fuglar, sem vísindamenn nota til rann- sókna, féllu ekki undir dýra- verndunarlög frá 1966. Og í október í fyrra gafst landbún- aðarráðuneytið upp fyrir mál- sókn dýravinanna og samþykkti að þau ákvæði skyldu einnig ná yfir mýs, rottur og fugla. Að vísu ákvað Clinton fyrrverandi forseti að þetta nýja sam- komulag myndi ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi í október á þessu ári, en Johns Hopkins hefur gengið fram fyrir skjöldu og höfðað mál til að koma í veg fyrir að hugmyndirnar verði nokkurn tímann að veruleika. Af fréttum er erfitt að merkja að vísindamennirnir hjá Johns Hopkins séu sérstaklega vondir við dýr. Þeir segjast reyndar alltaf hafa búið vel að nagdýr- unum sínum og fuglunum, enda alls ekki æskilegt að stunda læknisfræðilegar rannsóknir á soltnum og köldum dýrum. Þeir þurfti hraust dýr, svo ekki komi skekkja í útreikningana vegna veiklu í mýslunum. Það er hins vegar ekki furða að vísindamenn kvíði mjög gild- istöku nýju reglnanna. Hjá Johns Hopkins eru mýsnar 42 þúsund (það var reyndar fyrir nokkrum vikum og aldrei að vita hversu margar hafa bæst við síðan!), rotturnar þeirra um 3000 og fuglarnir um 300. Þetta telst þó ekki mikið þegar litið er til þess, að í Bandaríkjunum öll- um notuðu vísindamenn um 23 milljón rottur og mýs árið 1999 og búist er við að nagdýr á rannsóknarstofum verði um 34 milljónir árið 2003. Menn geta rétt ímyndað sér vinnuna sem felst í því að halda skrá yfir hvert dýr, með upplýs- ingum um hvaða tilraunir það er notað í og hvernig líðan þess er, eins og nýju regl- urnar gera ráð fyrir. Þar að auki á að skikka menn til að gera skriflega grein fyrir hvort hægt væri að fram- kvæma tilraunina án þess að styðjast við dýr. Þetta segja vísindamenn kosta fjölda starfsmanna og líklega þurfi rannsóknarstofur í Bandaríkj- unum að verja um 80 til 90 milljónum dollara á ári í kostnaðarsama skýrslugerð. Svona litlum 7–8 milljörðum króna. Þeim peningum þykir vísindamönnunum betur varið til rannsókna. Lögmaður Johns Hopkins, Estelle Fishbein, gengur svo langt í fjölmiðlum að segja að dýravinirnir muni ekki sætta sig við hertar reglur um að- búnað tilraunadýra, heldur stefni þeir leynt og ljóst að því að koma í veg fyrir að hægt sé að nota dýr við læknis- fræðilegar rannsóknir. Það sé fásinna að halda því fram að virtar stofnanir á borð við Johns Hopkins þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af fram- vindu mála, af því að þar á bæ sé þegar ágætlega búið að dýrunum. Reglurnar gangi einmitt út á að þrengja að starfsemi rannsóknarstof- anna, jafnvel þótt ekkert sé upp á þær að klaga að þessu leyti. Það fer ekkert á milli mála að mýslur eru litlar og ægi- lega sætar í teiknimyndunum og sumar, eins og t.d. Mikki mús, hafa náð til æðstu met- orða í heimi kvikmyndanna. Í góðri bók segir líka að öll dýr- in í skóginum eigi að vera vin- ir. Það er svo sem gott og blessað, en þeir sem horfa ekki lengra en í stóru teikni- myndamúsaraugun gleyma tilgangi dýratilraunanna. Vís- indamenn Johns Hopkins- háskólans, eins og þúsundir starfsbræðra þeirra, nota dýr við læknisfræðilegar tilraunir í leit sinni að lækningu á ýms- um þeim sjúkdómum sem hrjá mennina, hvort sem það er sykursýki eða alzheimer, parkinsons, alnæmi eða brjóstakrabbamein. Það er erfitt að sjá hvar þetta endar ef illmögulegt reynist að leita svara við læknisfræðilegum vanda- málum með dýratilraunum. En mýsnar verða vonandi seint jafn réttháar manninum. Mýs um- fram menn? Það fer ekkert á milli mála að mýslur eru litlar og ægilega sætar í teiknimynd- unum og sumar, eins og t.d. Mikki mús, hafa náð til æðstu metorða í heimi kvik- myndanna. Í góðri bók segir líka að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það er svo sem gott og blessað, en þeir sem horfa ekki lengra en í stóru teikni- myndamúsaraugun gleyma tilgangi dýratilraunanna. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu ÍDAG leggjum við myndarlegatil söfnunar Krabbameins-félagsins. Svo vel hefur þaðfélag sannað sig í verki í hálfa öld að þjóðarstolt hlýtur að kallast. Félagið vekur athygli á því að þriðji hver Ís- lendingur greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleið sinni eða einn af hverjum þremur. En ég hef einnig lesið upplýsing- ar frá öðrum sem vilja liðsinna. Ég las spurn- inguna: „Hvað þýðir 3 af hverjum 3 sleppa ekki?“ Þessi spurning á sér einfalt og rökrétt svar, sem sé að enginn sleppi. Það átti sá sem skrifar þó væntanlega ekki við heldur að ekki slyppu allir þrír af hverjum þremur. Það er nefnilega ekki það sama að segja „3 af hverj- um 3 sleppa ekki“ og „ekki sleppa 3 af hverjum 3“. Sagan er til að minna á samspil stærðfræði (hér rökfræði) og málsins sem við tölum. Ekki til að ráðast að neinum heldur til þess að vekja athygli á því hvernig við orðum og hvers konar orðaforða við búum yfir. Orðaforði manna er mismunandi og einnig sviðin þar sem við erum að auka orðaforða okkar eða jafnvel skapa ný orð. Margt bendir til að beint samband sé milli virks orða- forða og eftirtektar einstaklings á þeim sviðum sem orðin koma að gagni. Við verðum leikin í að ræða um sum málefni og gefum okkur um leið tækifæri og tóm til þess að læra meira um þau. Þar með er talið að bæta við orðaforða okkar þar. Þetta er einn anginn af því að ríkidæmi kalli á meira ríkidæmi. Hið sama á við um andhverfurnar. Við þekkjum lítið til sumra sviða, er- um jafnvel hálfsmeyk við þau og notum orð þaðan í óljósri merkingu eða beinlínis rangt. Það dregur úr okkur kjark við að tjá okkur um þessi svið og leita eftir frekari þekk- ingu þar samfara auknum orða- forða. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og við þau er um talað. Einkum á þetta við um næsta um- hverfi, en í lífi margra barna eru barnaþættir í sjónvarpi, myndbönd og leikskólar ekki síð- ur áhrifavaldar en allra næsta fjölskylda. Þau kynnast vissum sviðum lífsins ekki að- eins með því að taka eftir þeim heldur með því að heyra fullorðna tala um þau, nema orðaforðann og reyna sig á honum. Og eft- irtekt hinna fullorðnu þegar börn geta tjáð sig um eitt og annað hvetur börnin til enn frekari dáða á þessum svið- um. Þegar börn eldast tekur við ým- iss konar tómstundastarf og svo að sjálfsögðu þær umræður sem skól- inn býður í kennslustundum. Orðaforði í stærðfræði Foreldrum er almennt talsvert í mun að börn þeirra læri að tala skýrt og rétt og eignist verulegan orðaforða til þess að nýta í sam- skiptum við aðra. En það er ekki öruggt að foreldrar geri sér ljóst að orðaforði þeirra sjálfra eða það sem fyrir barninu er haft af myndefni og hljóðefni sé hugsanlega takmark- aðra en áhugi barnsins og umhugs- un kallar eftir og að val á umræðu- efni afmarki þann heim sem barnið lærir að þekkja vel, taka eftir og íhuga. Engum dettur í hug að þrengja að hugmyndaheimi barna á þennan hátt en við hugleiðum e.t.v. ekki alltaf nógu skýrt hvers konar tæki okkar eigin orðaforði er og að þetta tæki dugi hugsanlega ekki nægilega vel á öllum sviðum sem eru þó eftirtektarverð. Fátt lærum við eins vel og það sem fellur eðli- lega að því sem við þegar þekkjum nokkuð, það sem við sjáum nýtast í kringum okkur og einhvern veginn vera sjálfsagt mál. Stærðfræðingur- inn Seymour Papert vakti talsverða athygli fyrir rúmum tveimur ára- tugum þegar hann var að bera sam- an aðstæður til að læra frönsku í Frakklandi og svo aftur í banda- rískri skólastofu hjá kennara sem bæði þekkti lítið til fransks sam- félags og menningar og var stirður í tali og framburði. Papert var reynd- ar ekki sérstaklega að beina sjónum að frönskukennslu heldur stærð- fræðikennslu en notaði myndlík- inguna. Hann býr í Bandaríkjunum og var að vekja athygli á þeim að- stæðum sem mörg börn búa við og áður hefur verið bent á varðandi of algenga kennslu þar í landi, þ.e. að kennarinn þekkir lítt til stærðfræði- menningar og er auk þess of stirður í hugtökum og stærðfræðiheitum til þess að beita lipurlega í tali og verk- um. Papert lét sig dreyma um stærðfræðilandið sem væri þannig að börnum gæfist kostur á að upp- götva og læra stærðfræði á sama hátt og börn læra frönsku í frönsku umhverfi. Hann og mörg hundruð aðrir fræðimenn og kennarar hafa unnið að slíku og það sem flestir kannast líklega við í þessa veru er forritunarmálið Logo. Auðvitað er það ekki eina leiðin en býsna öflug eigi að síður. Val orða mikilvægt Fyrir tveimur árum hlýddi ég á fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem ung kona sagði frá vetursetu sinni í báti við Grænlandsströnd. Þetta var mjög áhugaverð frásögn og skemmtilegar myndir fylgdu. En eftir því sem leið á fyrirlesturinn fór ég að hlusta meira og meira á mál- far hennar, val orða og hvernig hún sagði frá hversdagslegum viðburð- um í einlitum dögum skammdegis- ins þarna á norðurhjara. Það sló mig hve mál hennar var þrungið orðum um fjarlægðir, stærðir, tíma og fleira það sem vissulega skipti máli þarna en er þó engan veginn öruggt að komi fram í orðavali allra sem segja frá. Hún talaði á vissan hátt stærðfræðimál áreynslulaust og í fullu samhengi. Hún notaði stærð- fræðihugtök og orð til þess að gera kringumstæður allar betur ljóslif- Líf í tölum IX/ Gnægð tilefna til „stærðfræðiviðræðna“ er í umhverfinu. Anna Kristjánsdóttir fjallar hér um að vera læs á stærðfræði og kennslu í þessu mikilvæga fagi. Tölur í tali fólks  Draumur um land þar sem börn læra stærðfræði á jafneðlilegan hátt og íslensku: Stærðfræðiland Anna Kristjánsdóttir SAMKVÆMT endurnýjaðri aðal- námskrá fyrir grunnskóla frá haustinu 1999 er gert ráð fyrir nýj- um námsþætti, svonefndri lífsleikni, en hún tekur til siðmenntunar barna og unglinga. Ári áður hófst kennsla í Laugalandsskóla í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu þar sem fram fóru heimspekilegar samræður með eldri nemendum sem ætlað var að uppfylla sömu markmið og sett eru fram í aðal- námskránni. Kennari í lífsleikni í Laugalandsskóla er Stefán Er- lendsson sem er menntaður í heim- speki. Hann hóf einnig að kenna yngri nemendunum lífsleiknina sl. haust þegar nýja námskráin tók að fullu gildi, en að hans sögn fer sú kennsla fram undir sömu formerkj- um, þótt tekið sé mið af aldri og þroska og notað námsefni við hæfi. Heimspekileg samræða er kennslu- aðferð sem miðar að því að þjálfa gagnrýna hugsun og auðvelda og dýpka skilning á hugtökum og við- horfum. Reynt er að hvetja nem- endur til að hugsa rökvíslega um ástæður breytni og forsendur við- horfa. Þegar best tekst til í samræð- um af þessu tagi skapast „samræðu- félag“ þar sem ríkir gagnkvæm virðing og skilningur enda þótt skoðanir séu skiptar. Hugsi yfir lífsleikni Til umfjöllunar hafa verið ýmis siðferðileg málefni úr nánasta um- hverfi nemenda sem snerta áhuga- svið þeirra og reynsluheim, með það í huga að gerður sé skýr grein- armunur á leikreglum og lífsgildum. Sem dæmi má nefna umræðuefni eins og vináttu, ást, ábyrgð, skyld- ur, frelsi, skólareglur, boð og bönn, ofbeldi í sjónvarpi, klám, vændi, ein- elti, reykingar, tískuna, umferðina og margt fleira. Fyrst í stað var ekkert hentugt námsefni tiltækt og var nemendum þá stundum gefinn kostur á að velja umræðuefni, sem gafst jafnan vel. Síðastliðið haust kom út hentug bók til kennslunnar eftir Matthías Viðar Sæmundsson og Sigurð Björnsson, Hugsi: Um röklist og lífsleikni, sem stuðst hef- ur verið við. Jafnframt hefur verið unnið með bók spænska heimspek- ingsins Fernandos Savater, Sið- fræði handa Amador sem kom út fyrir síðustu jól. Í þeirri bók ræðir höfundur við 15 ára gamlan son sinn, þar sem fram kemur m.a. að siðfræði er ekki eingöngu fag fyrir þá sem vilja leggja stund á heim- speki í háskólum heldur er hún öðru fremur lífslist sem fólgin er í að uppgötva hvernig lifa skuli góðu lífi. Fyrir nokkru var til umræðu í Heimspekilegar samræður nemenda Hellu. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.