Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 58
Vandræðagangur
Samfylkingarinnar
birtist einna best í
þeim málum sem þar á
bæ eru sett á oddinn.
Síðustu daga hefur
Lúðvík Bergvinsson,
þingmaður Samfylk-
ingarinnar farið mik-
inn í umræðum um það
sem hann hefur kallað
yfirvinnubann á fíkni-
efnalögregluna. Eins
undarlegt og það nú er
þá geisar þessi um-
ræða á sama tíma og
heilu fréttatímarnir
eru lagðir undir frá-
sagnir af uppljóstran
stórra fíkniefnamála og dómsniður-
stöðum í slíkum málum.
Þingmaðurinn hefur haldið því blá-
kalt fram að dómsmálaráðherra hafi
gefið Alþingi rangar upplýsingar
þegar hún fullyrti að ekkert yfir-
vinnubann hafi verið lagt á ávana- og
fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykja-
vík.
Það sætir furðu að þingmenn geti
afbakað staðreyndir með þeim hætti
sem hér hefur verið gert því stað-
reyndirnar í málinu eru ekki um-
deildar. Yfirvinna 11 manna í um-
ræddri deild fór einfaldlega úr
böndunum á sumarmánuðum og var
því dregið verulega úr yfirvinnu í
september. Lögreglumenn þurftu
heimild yfirmanna sinna til þess að
vinna yfirvinnu þegar hér var komið
sögu en þrátt fyrir það vann þessi 11
manna hópur rúma 400 klukkutíma í
yfirvinnu þennan sama september!
Þetta er sem sagt hið meinta „yfir-
vinnubann“. Þetta hefur allt komið
fram í þeim „ekki-fréttum“ sem flutt-
ar hafa verið af þessu máli og virðist,
eins og áður sagði, ekki umdeilt.
Þingmaðurinn er hins vegar ekki
sáttur og hrópar „yfirvinnubann“
fullur vandlætingar og vænir ráð-
herra um lygar. Hugtakið „yfirvinnu-
bann“ hentar vel í slagorð, en getur
það átt við þegar yfirvinna er leyfð og
unnin? Er það „bann“
að takmarka heimildir
opinberra starfsmanna
til yfirvinnu? Í orðabók
Samfylkingarinnar
virðist svo vera og því
ekki úr vegi að spyrja
hvort opinberir starfs-
menn séu ekki allir sem
einn í einu allsherjar-
banni þar sem þeir hafa
réttilega ekki sjálftöku-
rétt um eigin yfirvinnu!
Umræðurnar á Al-
þingi um þetta mál hafa
verið athyglisverðar og
einkum fyrir þær sakir
að með þeim hafa lands-
menn fengið góða inn-
sýn í þær hugmyndir sem þingmað-
urinn og flokkur hans virðast hafa
um ríkisrekstur og fjármuni skatt-
greiðenda. Þar á bæ telst greinilega
sérkennilegt að ríkisstarfsmenn geti
ekki sjálfir ákveðið hversu mikla yf-
irvinnu þeir vinna á hverjum tíma og
að þeir þurfi að bera slíkt undir yf-
irmenn sína. Það skal því engan
undra að skattgreiðendur óski þess
heitt og innilega að Lúðvík og skoð-
anabræður hans í Samfylkingunni fái
aldrei miklu ráðið um rekstur ríkis-
sjóðs.
Yfirvinnubann
Samfylkingarinnar
Magnús Þór
Gylfason
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skal því engan undra,
segir Magnús Þór
Gylfason, að skattgreið-
endur óski þess að Sam-
fylkingin fái aldrei
miklu ráðið um rekstur
ríkissjóðs.
Stjórnmál
ÞVÍ ber að fagna að
umræður fara nú loks
vaxandi um það ófremd-
arástand sem hér hefur
verið að skapast í hús-
næðismálum lágtekju-
fólks.
Þróun í húsnæðis-
málum undanfarin 10–
15 ár hefur í raun verið
tekjulægri hópum sam-
félagsins mótdræg. Í
áföngum hefur öll lána-
fyrirgreiðsla við hús-
byggjendur eða kaup-
endur verið markaðs-
vædd. Hófst sú þróun
með upptöku húsbréfa
fyrir um áratug og sam-
tímis var hætt lánum til langs tíma úr
byggingarsjóði ríkisins á föstum vöxt-
um. Í staðinn komu húsbréf, mark-
aðsbréf sem á köflum hafa selst með
miklum afföllum og tilheyrandi við-
bótarkostnaði fyrir viðkomandi aðila.
Vextir hafa jafnt og þétt hækkað og
nægja þær vaxtabætur sem greiddar
eru lágtekjufólki hvergi nærri til að
mæta þeirri þróun. Endapunktinn í
þessu ferli markaði sú ákvörðun nú-
verandi ríkisstjórnar að leggja end-
anlega niður félagslega húsnæðis-
lánakerfið og loka Byggingasjóði
verkamanna. Öll fyrirgreiðsla við
húsbyggjendur eða kaupendur, þ.m.t.
lágtekjufólk, er þar af leiðandi orðin í
formi markaðslána.
Undirritaður var ásamt fleiri for-
ustumönnum Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs eins og Ögmundi
Jónassyni í hópi þeirra sem lögðust
gegn þessum breytingum og vöruðu
við þeim. Í raun og veru var fyrir séð
að af þessu myndu hljótast stórfelld
vandræði fyrir tekjulægri hópa sam-
félagsins. Bæði vegna þess að þeir
sem reyna að komast yfir húsnæði af
eigin rammleik kikna unnvörpum
undan greiðslubyrðinni og vegna þess
að vaxandi skortur er á frambærilegu
leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjör-
um. Niðurstaðan er svo nákvæmlega
þessi. Biðlistarnir lengjast og ófremd-
arástand ríkir í húsnæðismálum,
einkum og sér í lagi á höfuðborgar-
svæðinu. Úti á landi er staðan hins
vegar sú að heita má að íbúðarbygg-
ingar séu aflagðar nema á örfáum
stöðum sem aftur segir sína sögu um
hrikalega stöðu byggðamála um leið
og að vera hluti vandans.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefur með margvíslegum hætti á und-
anförnum misserum og
mánuðum reynt að
vekja athygli á því hvert
stefnir í húsnæðis-
málum. Þingmenn í
okkar röðum lögðust
eins og áður sagði hart
gegn því á sínum tíma
að félagslega hús-
næðiskerfið yrði lagt
niður. Við vöruðum þá
við því og höfum gert
alla tíð síðan að verið
væri að efna til mikils
ófarnaðar og afleiðing-
arnar gætu ekki orðið
aðrar en vaxandi erfið-
leikar tekjulægri ein-
staklinga og fjölskyldna
við að leysa sín húsnæðismál.
Á yfirstandandi þingi hefur Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð með ýmsu
móti tekið á þessum málum. Þannig
stóð Ögmundur Jónasson fyrir utan-
dagskrárumræðu um ráðstafanir í
húsnæðismálum og beindi spurningum
til félagsmálaráðherra 7. desember sl.
Við afgreiðslu fjárlaga flutti Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð breyting-
artillögu um að sett yrði sérstakt fjár-
magn, 750 milljónir króna, til að gera
stórátak í byggingu félagslegs leigu-
húsnæðis. Þessar tillögur felldi meiri-
hlutinn að sjálfsögðu. Á aðalfundi sín-
um 26. september ályktaði Reykja-
víkurfélag Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs um húsnæðismál þar
sem áhersla er lögð á byggingu leigu-
íbúða. Nú liggur frammi á Alþingi fyr-
irspurn frá Ögmundi Jónassyni um
húsnæðisvandann sem félagsmálaráð-
herra mun væntanlega svara í næstu
viku.
Borgarmálaráðstefna
VG í Reykjavík
Á myndarlegri borgarmálaráð-
stefnu laugardaginn 10. febrúar sl.
voru húsnæðismál eitt af sérstökum
umfjöllunarefnum. Þar flutti Ög-
mundur Jónasson alþingismaður
framsögu. Hann gerði grein fyrir
stefnumótun Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í húsnæðismálum
og tillögum til úrbóta. Þær tillögur
sem Ögmundur kynnti gengu út á að
farið yrði í stórátak í byggingu félags-
legs leiguhúsnæðis. Efnt yrði til
„þjóðarátaks“ sem á bak við stæðu
stjórnvöld, þ.e. ríki og sveitarfélög,
verkalýðshreyfing og lífeyrissjóðir
sem kæmu á nýjan leik að því að fjár-
magna byggingu íbúðarhúsnæðis í
landinu. Ögmundur reiddi fram upp-
lýsingar um hvernig jafnt og þétt hef-
ur dregið úr hlutdeild lífeyrissjóð-
anna í fjármögnun húsbygginga og
húsnæðislánakerfisins. Hann dró upp
dökka mynd af ástandinu, m.a. með
því að upplýsa um vaxandi biðlista
eftir leiguhúsnæði. Fjölmiðlar gerðu
ráðstefnunni og þá ekki hvað síst um-
fjöllun þar um húsnæðismál góð skil.
Ánægjulegt er til þess að vita að
stefnumótun og frumkvæði Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í
húsnæðismálum er nú að bera árang-
ur og umræður fara vaxandi um mál-
efnið. Það er einnig vel að tillögur
okkar í húsnæðismálum hafa fengið
undirtektir og stuðning. Þannig lýsti
borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, sig sammála hugmyndum og
tillögum Ögmundar Jónassonar í hús-
næðismálum í viðtali sem birtist í
Degi helgina 24. til 25. febrúar sl.
Nú síðast verður ekki annað séð en
að þingflokkur Samfylkingarinnar
hafi einnig ákveðið að gera þessar til-
lögur að sínum ef marka má þings-
ályktunartillögu sem Samfylkingin
hefur kynnt í fjölmiðlum. Þar er með
sama hætti og Ögmundur Jónasson
og Vinstrihreyfingin – grænt framboð
höfðu lagt til gert ráð fyrir víðtæku
samstarfi aðila um átak í húsnæðis-
málum og að lífeyrissjóðirnir verði
m.a. kallaðir til.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
mun áfram vinna ötullega að því að
berjast fyrir úrlausn í húsnæðismálum
lágtekjufólks, þrýsta á stjórnvöld og
beita áhrifum sínum gagnvart ríki og
sveitarfélögum, lífeyrissjóðum, verka-
lýðshreyfingu og öllum þeim aðilum
sem þar geta lagt sitt af mörkum.
Ófremdarástand í hús-
næðismálum lágtekjufólks
Steingrímur J.
Sigfússon
Húsnæðisstefna
Ánægjulegt er til þess
að vita, segir Stein-
grímur J. Sigfússon, að
stefnumótun og frum-
kvæði VG í húsnæðis-
málum er nú að bera
árangur og umræður
fara vaxandi.
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
UMRÆÐAN
58 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG, laugardaginn
3. mars, fer fram lands-
söfnun á vegum
Krabbameinsfélags Ís-
lands í tilefni af 50 ára
afmæli félagsins. Mark-
mið söfnunarinnar er að
bæta og auka þjónustu
félagsins við krabba-
meinssjúklinga og auð-
velda þeim að taka virk-
an þátt í störfum og
athöfnum hins daglega
lífs. Þar sem málið varð-
ar okkur öll, beint eða
óbeint, geri ég ráð fyrir
að það leiði af sjálfu sér
að söfnunarfólki verði
hvarvetna vel tekið.
En af hverju varðar málið okkur
öll, ekki erum við öll dæmd til að fá
krabbamein? Nei, sem betur fer ekki
en það má færa rök fyrir því að eng-
inn komist undan því einhvern tímann
á lífsleiðinni að einhver honum ná-
kominn þurfi að glíma við þennan
sjúkdóm. Það segir sína sögu að um
1.000 manns á Íslandi greinast með
krabbamein á ári hverju og þriðji
hver Íslendingur fær þennan sjúk-
dóm. Það er aldrei að vita hver verður
næstur og raunar til lítils að velta því
fyrir sér. Það sem skiptir máli er að
við öll í sameiningu tökumst á við
þennan vágest, bæði félagslega, með
þeim forvörnum og
stuðningi sem dugar, og
læknisfræðilega, með
því að tryggja öllum
sem veikjast viðeigandi
meðferð og endurhæf-
ingu. Þetta er ekki góð-
verk unnið í annarra
þágu heldur hyggindi
sem í hag koma. Ég
kann í sjálfu sér ekki
mikið fyrir mér í þess-
um málaflokki, veit ekki
ýkja mikið um krabba-
mein og meðferð þess
umfram þá yfirborðs-
kenndu þekkingu sem
ég hef gripið upp af
götu minni. Ég neita því
samt ekki að ég hef hugsað heldur
meir um þennan sjúkdóm eftir því
sem árin hafa liðið. Kannski vegna
þess að ég hef verið svo heppin hingað
til að hafa verið laus við sjúkdóma,
aðra en tilfallandi umgangspestir, og
geri mér æ betur grein fyrir frelsinu
og forréttindunum sem því eru sam-
fara. Það hefur líka sitt að segja að ég
hef öðlast langþráð frelsi frá tóbak-
inu. Ég er laus úr viðjum ræskinga,
höfuð- og andþyngsla, grámyglu,
mæði, ótímabærrar öldrunar, felu-
leikja, neikvæðrar sjálfsmyndar og
almennrar vanlíðunar – þökk sé þeim
sem hafa í áratugi angrað okkur tób-
aksfíklana með argaþrasi og afskipta-
semi. Allt þetta afskiptasama fólk,
sem á endanum varð þess valdandi að
ég gafst upp á sjálfsblekkingunni og
forherðingunni, hefur sótt sér efnivið,
styrk og úthald til Krabbameins-
félags Íslands og ég á félaginu því
talsverða skuld að gjalda. Hana greiði
ég fúslega vegna þess að ég veit að ég,
eins og landsmenn allir, á hauk í horni
þar sem félagið er. Ég veit að ef og
þegar ég þarf á því að halda þá get ég
gengið að stuðningi Krabbameins-
félagsins vísum. Þannig er það með
okkur öll og þess vegna stöndum við
með okkur sjálfum þegar við leggjum
Krabbameinsfélagi Íslands lið í þjóð-
arátaki í þágu krabbameinsveikra nú
um helgina.
Safnað í þína og mína þágu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Landssöfnun
Þökk sé þeim, segir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, sem hafa í
áratugi angrað okkur
tóbaksfíklana með arga-
þrasi og afskiptasemi.
Höfundur er borgarstjóri.
Í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 27. febr-
úar sl. birtist grein eft-
ir Sigríði Ásgeirsdótt-
ur lögfræðing þar sem
hún fjallar m.a. um um-
hirðu Tjarnarbakk-
anna og heldur því
fram að hreinsun
þeirra sé illa eða ekki
sinnt og í greininni
stendur orðrétt:
„Öllum kvörtunum
hefur verið svarað
þannig að það sé of
dýrt að láta verktaka
hreinsa staðinn dag-
lega og auk þess mynd-
ist hálka ef bakkinn er
spúlaður í frosti.“
Hreinsun gatna og gönguleiða í
borginni var boðin út í opnu útboði í
ársbyrjun árið 2000 og í framhaldi
ráðinn til verksins reyndur verktaki
sem hefur yfir að ráða þeim tækjum
og mannskap sem þarf til að sinna
verkefninu.
Í útboðsgögnum er því lýst hvern-
ig staðið skuli að
hreinsun m.a. í mið-
borginni og þar kemur
fram að tilteknar
gönguleiðir í Kvosinni,
þ.á m. bakka Tjarnar-
innar, skal þvo og sópa
daglega á tímabilinu
15. apríl til 15. nóvem-
ber. Á sama tímabili
skulu bakkar Tjarnar-
innar auk þess þvegnir
vikulega með sótt-
hreinsandi efni. Utan
þessa tímabils er tíðni
hreinsunar háð veðri,
einkum hitastigi, en
þrifið daglega ef kostur
er.
Af hálfu Reykjavíkurborgar er
fylgst með því að verktakinn uppfylli
þessi ákvæði útboðsgagna.
Með útboðinu á síðasta ári var
hreinsun í miðborginni aukin veru-
lega frá því sem verið hafði og það
kemur því mjög á óvart þegar fullyrt
er að kvörtunum sé svarað á þann
veg að ,,of dýrt sé að láta verktaka
hreinsa staðinn daglega“.
Við hreinsun gatna og gönguleiða í
borginni er vissulega gætt ítrustu
hagkvæmni en því fer fjarri að þröng
sparnaðarsjónarmið ráði þar ríkjum.
Ég skal hinsvegar fúslega viður-
kenna að hafa haldið því fram að það
myndist hálka þegar vatni er spraut-
að á frosið yfirborð, er reyndar enn
sömu skoðunar.
Umhirða Tjarn-
arbakkanna
Sigurður Ingi
Skarphéðinsson
Höfundur er gatnamálastjóri.
Hreinsun
Með útboðinu á síðasta
ári, segir Sigurður I.
Skarphéðinsson, var
hreinsun í miðborginni
aukin verulega.