Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 61 undirfataverslun Kringlunni sími 553 7355 Nýjar línur í undir- og sundfatnaði EFTIR Shake- speare-sýningum hér í höfuðborginni á undan- förnum árum að dæma, er auðsætt að orðlist helsta leikskálds Eng- lendinga er ekki beinlín- is í hávegum höfð af leikstjórum á borð við Baltasar Kormák og Guðjón Pedersen. Orð- list hans er aukatriði í þeirra augum. Hvers kyns hundakúnstir og leikbrellur, er varða lýs- ingu, látbragð og lima- burð, oft af fáránlegasta tagi, hljóð eða réttara sagt óhljóð eru hins veg- ar aðalatriðið eða þeirra ær og kýr. Að vatninu verður síðar vikið. Þessir ólukkans leikstjórar þykjast víst vera þess umkomnir að setja sig á háan hest gagn- vart Shakespeare. Það er engu líkara en þeir líti á flesta sjónleiki hans sem fádæma hrákasmíði, sem þurfi verulegra lagfæringa við. Ja, miklir menn er- um við, Hrólfur minn. Þar sem Baltasar Kormákur sá á sínum tíma ýmsa vankanta á harmleiknum, Hamlet, þá gerði hann sér lítið fyrir og sneið þá bara af. Að hans dómi virtist til að mynda Horatio, besti vinur aðalpersón- unnar svo vanmótaður af hálfu höf- undar að ekki veitti af að gera þar á rækilega bragarbót. Leikstjóranum, áhorfendur kunni að renna þessu vatnssulli niður með bestu lyst, er það engan veginn boðlegt fyrir vandfýsna leikbókmenntaunnendur. Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að rifja það upp fyrir lesendum að í brúðkaup- inu í Kana forðum daga gerðist það kraftaverk að Jesús breytti vatni í vín, Baltasar Kormákur og Guðjón Peder- sen fara þveröfugt að þegar enska stórskáldið, Shakespeare er annars vegar, vegna þess að þeir breyta víni í vatn og má það reyndar líka kallast kraftaverk með öfugum formerkjum, þegar um slíkt eðalvín er að ræða. Fyrrgreindir leikstjórar víla það greinilega ekki fyrir sér að fara ómjúkum höndum um Shakespeare, svo ekki sé talað um að taka fram fyr- ir hendurnar á honum. Þeir taka það t.d. ekki nærri sér að breyta eða öllu heldur að umturna atburðarásinni svo kirfilega að hún verður óþekkj- anleg að heita má frá upprunalegri gerð. Sömu sögu má reyndar segja um leikpersónurnar. Þær fá oft á tíð- um heldur betur á baukinn þ.e.a.s. að þeim er falið allt annað hlutverk en leikskáldið hafði upphaflega ætlað þeim eins og dæmið hér að framan um Horatio sýnir best og sannar. Þannig gengur flest ef ekki allt úr skorðum. Liggur það ekki í augum uppi að vafasamar og vanhugsaðar breytingar hafa þær óhjákvæmilegu afleiðingar í för með sér að skaða innsta og helgasta kjarnann í leikrit- um Shakespeares? Það verður að segja það eins og er að Guðjón Ped- ersen hefur unnið ófyrirgefanlegt skemmdarverk með því að gera Lé konung að hálfgerðum farsa. Það er nefnilega álíka fráleitt að breyta harmleiknum Lé konung í farsa eins og að breyta Ímyndunarveikinni, frægasta farsa Moliéres í harmleik. Í prýðilegum leikdómi eftir Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðing, sem birtist 10.10. 2000 í Mbl. greinir hann frá málfundi um íslenskar Shake- speare-sýningar í Borgarleikhúsinu. Um frásögn Mbl. af fundinum hefur hann þetta að segja. „Sú (þ.e. frásögn- in) er skráð af blaðamanni sem er af einhverjum sökum ekki nafngreind- ur. Af skýrslu hans, sem ber hið bráð- skemmtilega heiti „Saklaus meðferð á Shakespeare“ verður ekki séð að mikil skoðanaskipti hafi orðið þarna eða menn rætt það sem er kjarni málsins.“ Að orða meðferð Guðjóns Pedersens á Lé konungi við sakleysi er í sannleika sagt hreinasta öfug- mæli. Sá sem hér heldur á penna hefði valið lýsingarorð af mergjaðri gerð eins og til að mynda „svívirðileg“ þ.e.a.s. „svívirðileg meðferð“. Menn geta í rauninni ekki varist þeirri hugsun að stærstu leikhús þjóðarinn- ar séu að keppa um að svívirða Shake- speare sem mest. Um framvarp (þýðing mín á enska orðinu „projection“) ýmissa leikara einkum af yngri kynslóðinni mætti skrifa langt mál, sem hér verður látið ógert, en þó sakar ekki að geta þess að því er oft ákaflega ábótavant. Leik- ari sem hefur ekki eða getur ekki lært þá list að varpa orðum sínum þannig fram í salinn að þau heyrist jafnvel á fyrst bekk sem þeim aftasta ætti að velja sér annað starf. Leikkonurnar sem fóru með hlutverk þokkasystr- anna í Lé konungi, Regan og Goneril, voru áberandi slakar í þeim efnum. Það reyndi hins vegar lítið á leikkon- una í hlutverki þriðju systurinnar Kordelíu, sökum þess að það hafði verið strikað út af mestu en hún aftur á móti látin dansa eða spranga fram og aftur um sviðið. Guðjón Pedersen hefur ef til ekki stórar áhyggjur út af framvarpi leikaranna, þar sem hon- um virðist ekki sérlega annt um að orðlist Shakespeares berist óbrengl- uð til áhorfenda. Ég þykist vita að Baltasar Kor- mákur og Guðjón Pedersen séu báðir fluglæsir, en hitt þori ég að fullyrða að þeir séu báðir ólæsir á Shake- speare og það gjörsamlega. Væri ekki ráð að þeir létu innrita sig á námskeið hjá Jóni Viðari Jónssyni? Úr því að á hann hefur verið minnst hér, þá get ég aldrei gleymt framkomu þjóðleik- hússtjóra, Stefáns Baldurssonar, gangvart honum. Að hætta að senda leikdómara boðsmiða var fljótræðis- verk, sem verður þjóðleikhússtjóra til ævarandi skammar. Kunna íslenskir leikstjórar ekki leng- ur að meta orðlist Shakespeares? Halldór Þorsteinsson Leiklist Þessir ólukkans leik- stjórar, segir Halldór Þorsteinsson, þykjast víst vera þess umkomnir að setja sig á háan hest gagnvart Shakespeare. Höfundur er fyrrverandi leikdómari. Baltasar Kormáki, datt því í hug það snilldarbragð að gera Horatio blindan en ekki nóg með það heldur fékk hann honum líka skotvopn í hönd, nánar til- tekið skammbyssu sem hann skaut að lokum Hamlet með í hnakkann. Þetta eru vinnubrögð sem segja sex. Engin vindhögg né klámhögg eins og hjá amlóðanum enska, Shakespeare. Sé frekari gráglettni sleppt svona í bili, þá er það ótrúlega mikið vandaverk að stytta listaverk eða breyta þeim svo vel fari, ekki síst öndvegisverkum á borð við Hamlet eða Lé konung. Það er ekki ofmælt að það sé aðeins á færi þeirra leikstjóra, sem gjörþekkja þau eða með öðrum orðum eru þræl- lesnir í fræðunum, þ.e.s.a. leikhús- fræðunum. Nú virðist það orðið lenska að út- þynna Shakespeare með vatni. Enda þótt smekksnauðir og ómenntaðir GIN- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öld- um saman og nú geisar hún um Bretlandseyj- ar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að hefta útbreiðslu, geta liðið nokkur ár þar til veikinnar verður vart á ný. Þannig hefur hún hagað sér í Evrópu oft- ast nær. Veikin er þekkt í mörgum Asíu- löndum, víða um Afr- íku og Suður-Ameríku en hefur aldrei borist til Íslands svo vitað sé. Menn óttast nú að hún geti borist til lands- ins með fólki eða varningi, sem hefur mengast, með dýraafurðum eða dýr- um. Það væri gífurlegt áfall. Heitið er á alla að vera á varðbergi og láta vita um það sem máli skiptir. Áskorun Íslendingar sem ferðast á næst- unni til Stóra-Bretlands eru beðnir um að viðhafa sérstaka varúð, forðast að fara um landbúnaðarsvæði og alls ekki heim á bóndabæi, hafa með sér hrein föt í plastpoka til heimferðar en setja í plastpoka fyrir heimferð fötin sem notuð voru. Við komu til Íslands aftur er öruggast að taka alls engin matvæli með sér og setja í þvott og sótthreinsun fyrir notkun á Íslandi ferðafatnað og skófatnað. Strangt bann er við því að hafa með sér til landsins hvers konar hrá matvæli. Þeir, sem hafa nú þegar farið um landbúnaðarsvæði á Stóra-Bretlandi eftir að veikin kom upp, þurfa að leita upplýsinga hjá embættisdýralækni og koma ekki nálægt dýrum (klauf- dýr) hér á landi í a.m.k. fimm daga eftir komuna. Um veikina Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi veirusjúkdómur. Orsökin er aptho- veira af picornaflokki. Hún er skæð en ekki bráðdrepandi. Algengt er 5% drepist, aðallega ungviði. Stundum er dánartalan mun hærri og nær jafnvel 50% þegar verst gegnir. Að jafnaði valda fylgikvillar mestu tjóni og gera gin- og klaufaveiki að einum versta og skaðlegasta sjúkdómi, sem þekkist. Af veirunni eru margir stofnar. Gripur sem veikist af einum stofni verður ónæmur fyrir honum en ekki öðrum og getur því veikst síðar af öðrum stofni. Svipað er með bólusetningu, sem er dýr og gefur vörn í aðeins hálft til eitt ár. Því er aðeins bólusett þar sem veikin er landlæg. Allt kapp er lagt á að uppræta veikina þar sem þess er nokkur kostur og verjast því að hún berist til landa þar sem hún er óþekkt. Dýr sem sýkjast eru fyrst og fremst klaufdýr svo sem: nautgripir, kindur, svín og geitur, villt klaufdýr (hreindýr) en einnig rottur. Tekist hefur að sýkja ýmis til- raunadýr. Þau munu þó ekki veikjast af sjálfs- dáðum en geta e.t.v. bor- ið með sér smitefnið. Ekki má blanda þessari veiki saman við manna- sjúkdóm með sama enska nafni. Smitleiðir Smitefnið dreifist auð- veldlega með lifandi dýr- um og afurðum þeirra, mjólk, jafnvel geril- sneyddri, og með ósoðnu kjöti bæði fersku og frosnu og með unnum vörum, sem ekki hafa fengið næga hitameðferð. Smit getur borist með fólki og fatnaði – einkum skófatnaði, fóðri og fóðurumbúðum, gripaflutningstækjum, með dekkjum bíla og hverju því sem mengast hefur. Smithætta er því veruleg samfara heimsóknum í héruð þar sem sjúk- dómurinn hefur komið upp, en einnig getur verið hætta á smiti í þeim hér- uðum þar sem sjúkdómurinn hefur ekki enn verið greindur, því að smit- uð dýr skilja út veiruna sem veldur sjúkdómnum áður en þau veikjast. Veiran hefur fundist í mjólk og sæði 4 dögum áður en einkenna varð vart. Þegar sjúkdómurinn er í hápunkti er veiran í blóði og öllum vefjum líkam- ans. Gripir, sem lifað hafa af veikina geta stöku sinnum verið smitberar mánuðum saman eftir að þeir eru orðnir heilbrigðir. Hiti, sólarljós og sótthreinsiefni eyða veirunni en kuldi og myrkur halda í henni lífi. Við hag- stæð skilyrði getur hún lifað lengi ut- an líkama dýra, frá fáum dögum og allt að ½ ári. Smit verður með úða eða rykkornum um öndunarveg eða þá um meltingarveg. Einstök dýr, sem lifað hafa af veikina, geta hýst smit- efnið þar til þau deyja eðlilegum dauða. Í stöku tilfellum geta spör- fuglar og jafnvel vindur borið smit milli bæja. Varla þarf að óttast, að farfuglarnir beri með sér smitefnið til Íslands. Einkenni Venjulega veikjast öll klaufdýr á bænum. Einstöku skepnur geta þó fengið veikina án þess að sýna sjúk- leg einkenni. Mikilvægt er að stað- festa sjúkdóminn sem allra fyrst, svo verjast megi frekari útbreiðslu. Byrjunareinkenni í nautgripum eftir 2ja til 14 daga meðgöngutíma eru hár hiti (40,5–41°C), lystarleysi, deyfð, stirðleiki í hreyfingum. Blöðr- ur myndast í munni og á fótum milli klaufa og við klaufhvarf og oft á spen- um, froðukenndir slefutaumar fara frá munni. Mjólkurkýr geldast og horast niður. Blöðrurnar springa, þá myndast sár, sem yfirleitt hafast illa við með ígerðum og blóðeitrun. Ýmsir aðrir fylgikvillar sjást og geta einnig valdið miklu tjóni svo sem fósturlát, hjartasjúkdómar, bólgur í legi og meltingarvegi. Hjá svínum ber mest á deyfð og lystarleysi, krömpum, skyndilegri helti, legum og tregðu til hreyfinga. Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá sauðfé ber mest á lystarleysi og helti. Kindurnar standa í kryppu og tregðast við að hreyfa sig, blöðrur eru milli klaufa og á klaufhvarfi og síðar ígerðir eftir að blöðrurnar hafa sprungið, blöðrur sjást ekki alltaf í munni en finnast þó á bitgómi og stundum á tungu. Veikin leggst vægar á sauðfé en nautgripi og svín. Hjá hreindýrum eru einkennin yfirleitt væg. Dýrin slefa. Vökvablöðrur finnast í munni en ekki eða sjaldan um klaufir. Villt klaufdýr eru þýðingarmiklir smitber- ar í sumum löndum. Aðgerðir Menn eru hvattir til að fylgjast með gripum sínum reglulega með áð- urnefnd einkenni í huga. Tilkynna skal embættisdýralækni eða yfir- dýralækni strax um grunsamleg ein- kenni. Metið þá, hvort ástæða sé til að dýralæknir komi þegar í stað til að rannsaka málið án kostnaðar fyrir eiganda. Ef grunur um gin- og klaufaveiki er eindreginn skal eig- andi stöðva alla umferð og flutning að og frá bænum uns dýralæknir kemur og leggur mat á stöðuna. Ef grunur er staðfestur er öllum skepnum á sýktum býlum og þeim skepnum, sem sennilegt er að orðið hafi fyrir smiti lógað og þær eru settar í gröf með húð og hári og brenndar í gröf- inni. Samgöngur við sýkta bæi eru stöðvaðar og hömlur lagðar á ferðir fólks og flutning dýra á svæði um- hverfis hinn sýkta stað. Síðan er sótthreinsað rækilega, hús, hlöður, haugkjallarar og um- hverfi auk tækja og annars búnaðar. Oftast hefur verið notuð 1% upplausn af vítissóda í vatni. Mildari efni en jafnvirk eru nú fáanleg t.d. Virkon S. sem hefur verið til sölu hér. Veiran drepst fljótt en nokkrir mánuðir eru látnir líða áður en gripir eru fluttir inn í húsin á ný, fáir í fyrstu til að láta reyna á hvort smitinu hafi verið út- rýmt. 1. mars 2001, Sigurður Sigurðar- son. Gin- og klaufaveiki Sigurður Sigurðarson Sjúkdómar Gin- og klaufaveiki er bráðsmitandi veirusjúk- dómur. Sigurður Sig- urðarson biður alla þá sem kynnu að ferðast um landbúnaðarhéruð Stóra-Bretlands að við- hafa sérstaka varúð. Höfundur er dýralæknir Keldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.