Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 65 GÓA þeystist inn á sviðið með miklum látum og subbuskap eins og sjá má á gluggum. Stofuglugg- inn hjá mér lítur út eins og súr- mjólk hefði verið slett á hann enda á seltan frá hafinu greiðan aðgang að honum. „Grimmur skyldi góu- dagur hinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun góa góð verða.“ Skyldi sú spá ætla að rætast? – Lítið er hér um fugla utan krunk- andi hrafna sem fljúga yfir í tuga- tali. Farfuglarnir eru í startholun- um handan hafs, en fyrstur er sílamávurinn sem kom 1. apríl í fyrra og hefði alveg mátt hlaupa apríl fyrir mér því hann er enginn aufúsugestur. – Hér á landi er ým- iss konar reykt beikon selt í búð- um og verður maður bara að velja það eftir útliti. Erlendis er hægt að fá óreykt beikon auk hins reykta. Bretar eru frægir fyrir beikonið sitt, en þar og víðar getur maður valið hvaðan af síðunni beikonið er, en það skiptir vissu- lega máli. Ekki verður farið út í þá sálma hér. Við verðum að sætta okkur við það að á Íslandi er beik- on bara beikon. Beikonrúllur um 50 stk. 1 niðursneitt hvítt samlokubrauð 100 - 200 g mjólkurostur, 17 % 3 gul eða græn epli u.þ.b. 12 langar sneiðar beikon, ekki feitt tannstönglar 1. Skerið skorpuna af brauð- sneiðunum og síðan hverja sneið í tvennt. Leggið ostsneið á hverja hálfa brauðsneið 2. Afhýðið eplin, skerið síðan í aflanga stafi u.þ.b. 2 sm í þvermál. Leggið einn eplastaf á enda hvers brauðsneiðarhelmings og vefjið upp. 3. Skerið hverja beikonsneið í tvennt og hvorn helming í 2-3 ræmur. Vefjið um brauðsneiðina og festið með tannstönglum. 4. Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu. Hitið bakaraofn í 200 gráður C, blástursofn í 180– 190 gráður C. Bakið í um 15 mínútur. Þá á brauðið að hafa tekið lit og beikonið að hafa brúnast talsvert. Losið tann- stönglana úr meðan brauðið er heitt, annars festast þeir. Ef ykk- ur hentar má setja nýja tann- stöngla í. Athugið: Þetta er skemmtilegur réttur á kaffiborð og með drykk Franskbrauð- sneiðar með beikoni, osti og eplum 8 franskbrauðsneiðar mjólkurostsneiðar ofan á (hér var notaður 17% Gouda) 2 gul epli 8 stórar beikonsneiðar 1. Raðið ostsneiðum ofan á brauðsneiðarnar, afhýðið eplin, skerið í þunn rif og raðið ofan á. Skerið beikonsneiðarnar í ræmur og raðið þar yfir. 2. Hitið bakaraofn í 200 gráður C, blástursofn í 180 gráður C. Setjið í ofninn og bakið í 12-15 mín. Athugið: Þetta er mjög gott þegar komið er inn eftir útiveru. Tómatsósa með beikoni o.fl. 3 stórar sneiðar beikon 2 meðalstórir laukar 2 msk. matarolía 2-3 hvítlauksgeirar 1 lítil græn papríka 1 sellerístöngull (má sleppa) 1 meðalstór gulrót 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatmauk (puré) nýmalaður pipar 1 msk. hreinn rjómaostur (Notist með pasta, hrísgrjónum eða baunum.) 1. Skerið beikonið smátt, setjið í pott ásamat olíunni og sjóðið í 5 mínútur 2. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið. Sjóðið með í pottinum 3-5 mínútur. 3. Bætið tómötunum og safan- um í dósinni saman við ásamt tóm- atmauki, smátt skorinni papríku og gulrótum í sneiðum og sjóðið í 20 mín. 4. Bætið rjómaosti og pipar út í og hrærið vel saman. Matur og matgerð Beikon Kristín Gestsdóttir segist alltaf eiga beikon í kæliskápnum, en hún notar það mikið í tómatsósur með pasta, hrísgrjónum og baunum svo og með gómsætu ostabrauði. EFTIR að hafa byrjað rólega í fyrstu umferðunum hefur Bragi Þor- finnsson nú átt einstaklega góðan kafla á skákmótinu í Capelle la Grande, þar sem 702 skákmenn sitja nú að tafli þessa dagana. Sjö umferð- um er lokið á mótinu. Bragi hóf mótið með því að tapa fyrir enska alþjóð- lega meistaranum Daniel Gormally (2.505), en hefur síðan fengið 5½ vinning í sex umferðum gegn sterk- um andstæðingum. Í síðustu þremur umferðunum hefur hann sigrað Belgann Geert Vanderstricht (2.427), kanadíska stórmeistarann Kevin Spraggett (2.526) og georg- íska alþjóðameistarann Davit Lobzhanidze (2.512). Haldi Bragi áfram á sömu braut stefnir allt í að hann nái áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Í næstu umferð, þeirri áttundu, teflir hann við belgíska stór- meistarann Vladimir Chuchelov (2.539), þannig að dagskráin er stíf hjá honum. Bragi er nú í 4.–20. sæti á mótinu ásamt mörgum heimsþekkt- um skákmönnum. Þetta er ekki ama- legur árangur á einhverju sterkasta og fjölmennasta skákmóti heims og vonandi tekst Braga vel upp í síðustu tveimur umferðunum. Hinum 17 íslensku skákmönnun- um á mótinu hefur mörgum hverjum einnig vegnað mjög vel. Staða ís- lensku keppendanna er þessi: 4.–20. Bragi Þorfinnsson 5½ v. 63.–151. Helgi Ólafsson, Óskar Bjarnason 4½ v. 152.–270. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Róbert Harðar- son, Björn Þorfinnsson, Ingvar Jó- hannesson 4 v. 271.–416. Davíð Kjartansson, Björn Ívar Karlsson, Ólafur Kjart- ansson, Stefán Bergsson, Birkir Örn Hreinsson 3½ v. 417.–569. Guðmundur Kjartans- son, Dagur Arngrímsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Halldór Hall- dórsson, Sigurjón Þorkelsson 3 v. Kasparov á sigurbraut Kasparov er kominn með eins vinnings forystu á skákmótinu í Lin- ares eftir sigur á Leko í sjöttu um- ferð. Hann hefur nú unnið þrjár skákir í röð og virðist vera á góðri leið með að tryggja sér enn einn mótasigurinn. Í gær, föstudag, var frídagur, en sjöunda umferð verður tefld í dag. Úrslit sjöttu umferðar: Karpov – Shirov ½–½ Kasparov – Leko 1–0 Judit Polgar – Grischuk ½–½ Staðan á mótinu er nú þessi: 1. Gary Kasparov 4½ v. 2. Judit Polgar 3½ v. 3. Alexei Shirov 3 v. 4.–5. Peter Leko, Anatoly Karpov 2½ v. 6. Alexander Grischuk 2 v. Skákþing Kópavogs að hefjast Skákþing Kópavogs hefst sunnu- daginn 4. mars klukkan 14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn er 90 mínútur á 30 leiki og 45 mínútur til að ljúka skákinni. Umferðataflan er eftirfar- andi: 1. sunnud. 4. mars kl. 14 2. miðv.d. 7. mars kl. 19:30 3. miðv.d. 14. mars kl. 19:30 4. miðv.d. 21. mars kl. 19:30 5. sunnud. 25. mars kl. 14 6. miðv.d. 28. mars kl. 19:30 7. sunnud. 1. apríl kl. 14 Teflt verður í félagsheimili TK, Hamraborg 5, þriðju hæð. Nýjung á atkvöldi Það er óhætt að segja að Atkvöld Hellis séu orðin fastur liður í skáklífi Reykjavíkur, en þau hafa verið hald- in í hverjum mánuði síðan í septem- ber 1995. Á næsta atkvöldi, sem hald- ið verður mánudaginn 5. mars kl. 20, verður bryddað upp á þeirri nýjung að gefa þremur keppendum kost á að taka þátt í mótinu í gegnum Netið. Þannig geta þátttakendur hvar sem þeir eru staddir á landinu, eða jafnvel erlendis, tekið þátt í mótinu. Þetta er fyrsta mótið hér á landi, og þótt víðar væri leitað, þar sem blandað er sam- an taflmennsku í gegnum Netið og hefðbundnu tafli. Taflfélagið Hellir hefur sett upp staðarnet í félags- heimili sínu, sem gerir þetta kleift. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í atkvöldinu í gegnum Netið þurfa að skrá sig sem fyrst með tölvupósti (hellir@simnet.is), en eins og áður segir geta einungis þrír skákmenn tekið þátt í mótinu á þennan hátt. Ut- anbæjarmenn og þeir sem búa er- lendis ganga fyrir. Fyrst verða tefldar þrjár hrað- skákir þar sem hvor keppandi hefur fimm mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizzum. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá sið- ur að draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fær máltíð fyr- ir tvo hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til ár- angurs á mótinu. Mótið verður haldið í félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Mótið er tilvalið tækifæri til að liðka puttana fyrir Íslandsmót skák- félaga sem haldið verður helgina eft- ir! Skákmót á næstunni 4.3. SA. 15-mín. mót 4.3. TK. Skákþing Kópavogs 5.3. Hellir. Atkvöld 9.3. SÍ. Íslandsmót skákfélaga 11.3. Hraðskákmót Íslands Bragi meðal efstu manna í Capelle la Grande Morgunblaðið/Ómar Bragi Þorfinnson Daði Örn Jónsson SKÁK C a p e l l e l a G r a n d e 17. CAPELLE LA GRANDE-SKÁKMÓTIÐ 24.2.–3.3. 2001 Á BRIDSHÁTÍÐ mæta jafnan margir heimsþekktir bridsspil- arar og fer jafnan meira fyrir sumum þeirra en öðrum. Á nýliðinni hátíð var kona sem bar ekki mikið á en er mjög þekkt í bridsheiminum. Hún kom hingað með meðspilara sínum, Hjördísi Eyþórsdóttur úr Sand- gerði, sem mun vera eini atvinnu- spilari okkar Íslendinga. Konan heitir Carol Sanders. Hún hefir hampað ólympíu- meistaratitli og hefir a.m.k. fimm sinnum orðið heimsmeistari. Eig- inmaður hennar er Tom Sanders en hann er fyrrverandi forseti bandaríska bridssambandsins. Carol og Hjördís spiluðu í sveit LA Café á Bridshátíðinni sem endaði í fimmta sæti. Á meðfylgjandi mynd er sveitin að taka við verðlaunum sínum. Talið frá vinstri: Guðmundur Ágústsson forseti Bridssambandsins, Valgarð Blöndal, Hjördís Eyþórsdóttir, Carol Sanders, Ragnar Magn- ússon, Júlíus Sigurjónsson og Valur Sigurðsson. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Þekkt bridskona Bridsfélag Húsavíkur Að loknum 9 umferðum af 13 í Að- altvímenningi Bridsfélags Húsavík- ur er staða efstu para þannig: Óli Kristinss.– Pétur Skarphéðinss. 73 Friðrik Jónasson - Torfi Aðalsteinss. 57 Þórir Aðalsteinss.– Gaukur Hjartarson 30 Bridsfélag Akureyrar Nú stendur yfir tveggja kvölda Góutvímenningur B.A. með þátt- töku 18 para og er staða efstu para hér á eftir: Frímann Stefánss. – Guðm. Halldórss. 64,1% Erlingur Arnars. – Skúli Skúlas. 61,7% Pétur Guðjónss. – Sveinn Pálss. 61,2% Grétar Örlygss. – Örlygur Örlygss. 57,6% Ævar Ármanss. – Hilmar Jakobss. 55,7% Fyrsta kvöldinu af þremur er nú lokið í einmenningskeppni félags- ins en henni verður fram haldið þegar nær dregur vorinu. Staða efstu manna er: 1. Stefán Sveinbjörnsson 58,8% 2. Frímann Stefánsson 58,3% 3. Reynir Helgason 54,6% 4. Haukur Harðarson 54,2% 5. Una Sveinsdóttir 53,3% Spilakvöld Bridsfélags Akureyr- ar eru á sunnudögum þar sem spil- aðir eru eins kvölds tvímenningar og á þriðjudögum þar sem eru lengri mót. Spilað er í félagsheim- ili Þórs og hefst spilamennska kl. 19:30 og eru allir velkomnir. Að- stoðað er við myndun para. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.