Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyr- ir unga ökumenn á Reykjavík í jan- úar. Við veltum fyrir okkur mikilvæg- um þætti sem dregið geti úr öryggi okkar í umferðinni, hvort við séum áhættuökumenn. Því viljum við benda ykkur, kæru jafnaldrar, á nokkur atriði sem skipt geta sköpum í þessu efni. Getum við eitthvað gert til að draga úr áhættutöku? Ekurðu yfir stöðvunarskyldu án þess að stöðva ef enginn er nærri? Er kvartað yfir akstursmáta þínum? Ek- urðu hraðar en aðrir í kringum þig? Notarðu farsíma í akstri án þess að hafa handfrjálsan búnað? Ertu með hugann við annað þegar þú keyrir? Eða ertu stressuð (stressaður) undir stýri? Með hraðakstri telja sumir sig vinna nokkrar sekúndur eða mínútur í umferðinni, sem sjaldnast gengur eftir. Aðrir telja sig fá útrás með því eða eru með mikla þörf fyrir að sýna sig. Kannske eru sum okkar orðin áhættufíklar í umferðinni eða erum það kannske bara að eðlisfari og um- ferðin einn vettvangurinn. Ef eitthvað af þessu einkennir þig, þá ert þú að taka áhættu í umferðinni. Það eru meiri líkur á að þú lendir í umferðaróhappi og meiri líkur á að þú leyfir þér fleiri ósiði í umferðinni og jafnvel að aka undir áhrifum áfengis. Flýttu þér hægt Hvað hraða varðar þá teljum við að best sé að flýta sér hægt, hafa hugann ætíð við aksturinn því óhöppin verða yfirleitt þegar saman fer að eitthvað glepur hugann og eitthvað skyndilegt gerist framan við bílinn. Við viljum sjá að öflugur áróður sé rekinn gegn háskaakstri og viljum efla löggæslu til að koma í veg fyrir hættulegan akstur. Við viljum fá alla til að fylgja um- ferðarreglum og merkjum. Ekki vera hörð á okkar forgangi í umferðinni og taka meira tillit til annarra í umferð- inni. Við teljum að oft megi reka óhöpp til misskilnings milli öku- manna. Við lesum umferðina ekki rétt. Að lokum viljum við benda ykkur á, kæru jafnaldrar, að með áhættu- akstri erum við ekki bara að auka áhættu okkar og þar með að draga úr lífslíkum, heldur við erum að auka áhættu þeirra sem á vegi okkar verða. F.h. ungra ökumanna í ökuskóla Sjóvár-Almennra í Reykjavík í jan- úar, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. Ert þú áhættu- ökumaður? Frá Einari Guðmundssyni: TÖLUVERÐAR umræður hafa spunnist um bryggjuhverfi í Arnar- nesvogi og sitt sýnist hverjum. Mik- ilvægt er að Garðbæingar haldi ró sinni og skoði vandlega þennan kost sem er á borðinu. Málefna- leg umræða, þar sem öllum sjónar- miðum er varpað fram, er líklegust til að skila árang- ursríkri niður- stöðu þar sem heildarhagsmunir eru hafðir að leið- arljósi. Ljóst er að bryggjuhverfi í Garða- bæ yrði mikil lyftistöng fyrir bæj- arfélagið. Það hefur ótal kosti í för með sér. Þá fengist tenging við hafið, sem flestir Garðbæingar hafa ekki haft fram að þessu. Eins og málum er háttað þurfa Garðbæingar, ef þeir ætla að komast í nálægð við hafið, að ganga um niðurnítt iðnaðarsvæði sem er mikið lýti á bæjarfélaginu. Því fylgir takmörkuð ánægja. Ekki gefst þeim kostur á að ganga um Arnarnesið því komið var í veg fyrir að þar yrði lagður göngustígur. Sá göngustígur sem stóð til að leggja staðnæmist því við Arnarnes. Einnig er ljóst að það verður ærið verk að hreinsa Stálvíkursvæðið og hagur er af því fyrir bæjarbúa að einkaframtakið sjái um það, bæj- arbúum að kostnaðarlausu. Þar má síðan skipuleggja og reisa spennandi hverfi, sem reynslan sýnir, jafnt hér á landi sem erlendis að eru vinsæl og þróttmikil. Garðabær þarf á því að halda! Sýnt er að ungt fólk og eldri borg- arar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði við hæfi innan bæjarins. Við erum að missa góða og gegna Garðbæinga, sem sumir hverjir hafa búið hér alla sína daga, til nágranna- sveitarfélaga. Ekki nóg með það, heldur eigum við í vandræðum með að halda uppi verslun og þjónustu, jafnvel á Garðatorgi, því byggðin er ekki nógu þétt. Það má segja að nán- ast allir Garðbæingar búi á jarðhæð. Við þurfum fjölbreytilegri og líflegri byggð. Það er enginn að tala um að byggja skýjakljúfa við ströndina; þær tillögur sem ég hef heyrt hljóða ekki upp á það. Og þá komum við að kjarna máls- ins. Ekki hafa verið lagðar fram end- anlegar tillögur. Bryggjuhverfið er ennþá í umhverfismati. Er ekki ástæða til að bíða eftir endanlegum tillögum? Hvað er að óttast? Ber nokkur hag af því að kæfa málið áður en vitað er um hvað það raunveru- lega snýst? Að mínum dómi er skyn- samlegt í stöðunni að halda jafnaðar- geði og skoða þá tillögu sem lögð verður fram með opnum huga. Er þetta ekki bara hið besta mál? HANS KRISTJÁNSSON, Álftanesvegi, Garðabæ. Garðabær í góðum málum Frá Hans Kristjánssyni: Hans Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.