Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 77
Dúrra er spurð að því hvor hún hafi þá ekki leikið í öllum sýn- ingum og verið allt nema kannski helst ljósameistari. „Víst hef ég verið ljósameistari, ég er búin að fara þetta frá A til Ö. Ég er búin að skrifa, leikstýra, leika, sjá um búninga, ég hef verið sviðs- maður, unnið leik- myndir, verið sýning- arstjóri, aðstoðarmaður leikstjóra, stjórnað ljósum, verið kjallara- mamma, selt aðgöngumiða, skrifað leikskrár, skúrað sviðið og kjall- arann og bara nefndu það! Hún segist þó vera að draga í land. „Ég er nefnilega búin að upp- götva það í þessari sýningu, að ég er fjörutíu árum eldri en obbinn af leikurunum og 19 árum eldri en sá sem er næstur mér í aldri. Mér fyndist ágætt að fá í framtíðinni að hlaupa svona inn á sviðið í smott- erí stöku sinnum. Það er auðvitað ómögulegt að hætta alveg.“ KRISTRÚN Jónsdóttir, Dúrra, hef- ur tekið þátt í starfsemi Leikfélags Fljótsdalshéraðs frá árinu 1968 en þá tók hún þátt í uppsetningu félagsins á Valtý á grænni treyju. Það var í fyrsta sinn sem hún sté á fjalirnar. Nú leikur hún Möddu mömmu í Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Dúrra segir að vissulega hafi starfsemi félags- ins gengið upp og ofan, stundum farið niður í öldudal en alltaf skot- ið upp aftur. „Mér finnst að alveg ótrúlegir hlutir hafi gerst, eins og til dæmis þegar við sýndum Sölku Völku, sem er kannski sú sýning sem mér þykir vænst um. Salka var stór sýning sem við tókumst á við eftir mikla lægð. Það var árið 1990. Síðan þá er búið að sýna mörg stór stykki eins og Fiðlarann á þakinu og Manninn frá Lamanza, sem er söngleiksgerð af Don Kík- óta og eina sýningin á því leikriti sem verið hefur á Íslandi. Dagbók Önnu Frank sýndum við 1995, á þeim tímamótum þegar 50 ár voru liðin frá því að friður komst á í Evrópu. Sýning á friðardaginn það vor hafði yfir sér mjög sérstakan andblæ. Það sem er sterkast í minningu okkar allra er þó trúlega Draumur á Jónsmessunótt sem við frumsýndum í Selskógi á Jóns- messunótt árið 1997. Það fékk mikla aðsókn og var leikið vítt og breitt um skóginn. Við sýndum My Fair Lady 1999, en það var í fyrsta skipti sem nokkurt áhugaleikfélag í heiminum fékk leyfi til að sýna verkið. Við höfum þannig ekki allt- af verið að fara troðnar slóðir.“ Þekkir leikhúsið eins og lófann á sér Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Hin leikelska Dúrra. Kristrún Jónsdóttir leikur í Skilaboðaskjóðunni hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs Morgunblaðið/Jim Smart Ása Briem píanóleikari heldur hljómleika í Salnum í dag. ÁSA Briem er ungur píanóleikari sem lauk námi árið 1997. Eftir það fór hún að sinna öðru, dvaldi um hríð erlendis og „gerði eitthvað allt annað“. Nú er hún hins vegar sest við slaghörpuna á nýjan leik og ætl- ar að standa fyrir hljómleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í dag kl. 17. Tónleikarnir verða í klukkutíma og verð miða er 500 kr. Hún segist ekkert vera að knýja á einhverjar klassískar samfélagsdyr með þessu, þetta sé gert af hreinni og beinni spilaþörf. „Ég sé mig alls ekki í hópi ís- lenskra konsertpíanista,“ segir Ása. „Þetta er bara eitthvað sem mig langar til að gera. Þetta er tónlist sem mér finnst mjög skemmtileg og mig langar til að spila hana fyrir þá sem vilja heyra hana.“ Á efnisskránni eru verk eftir Eist- ann Arvo Pärt, John Foulds, Ludwig van Beethoven og David Helbich, auk þess sem eitt verkanna er eftir hana sjálfa, heitir hinu skemmtilega nafni „… gisp!“. Ása leggur að lok- um áherslu á þetta sé ekki níðþung- ur hálistaviðburður, verkin séu að- gengileg, án þess að vera einhver froða, og áherslan sé fyrst og síðast á það að þetta eigi að vera gaman. Sígild tónlist er svöl Ása Briem píanóleikari heldur hljómleika Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélags Íslands, var meðal gesta í þættinum. Á SKJÁEINUM er þáttur á mið- vikudögum í umsjón Sigríðar Arn- ardóttur sem ber hið geðþekka nafn Fólk. Í hverjum þætti tekur Sigríður fyrir ákveðið málefni sem er í brennideplinum hverja stundina eða þarfnast frekari athygli og umhugs- unar. Þátturinn á miðvikudaginn var helgaður hinum skæða sjúkdómi krabbameini og fórnarlömbum hans vegna hinnar þörfu landssöfnunar sem nú stendur yfir til handa krabbameinssjúklingum og frekari rannsóknum á þessum hörmulega sjúkdómi. Helstu talsmenn söfnunarinnar tóku þátt í umræðunni, eins og Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, og sérlegur verndari Krabbameinsfélags Íslands, og Guð- rún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabbameinsfélagsins. Það sem mesta athygli vakti þó var að allir gestir þáttarins áttu það sameiginlegt að vera fórnarlömb krabbameins og miðluðu af miklu hugrekki erfiðri reynslu sinni. Landssöfnunin fer fram í dag og er tvíþætt, annars vegar verður leitað til einstaklinga með margvíslegum hætti og hins vegar leitað sérstak- lega eftir stuðningi fyrirtækja í land- inu. Gengið verður í hús í samvinnu við Kiwanis og Lions, safnað í sam- vinnu við útvarpsstöðvar og í þætti í Sjónvarpinu, á vefsíðu söfnunarinn- ar, krabbamein2001.is, og tekið við framlögum í síma 907 5050 og 750 5050. Gestir í þættinum Fólk síðasta miðvikudag Fórnarlömb krabbameins FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 77 Næg bílastæði Hunang leikur frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 TÍSKAN 2001 4.MA RS Tímari t ið Hár og fegurð Heimasíða: http://www.fashiontv.is fashiontv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.