Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 78

Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Erum flutt innan Kringlunnar á 3. hæð fyrir ofan Hagkaup, þar sem Hárgreiðslustofan Krista og Læknastofur eru. Verið velkomin í nýja og stærri verslun. Kringlan 8-12  sími 581 1380  www.betralif.is FIMM saxófónar, þar af tveirtenórar, tveir altóar og einnbaritónn, fjórar básúnur, fjögur trompet, píanó, gítar, bassi og trommur. Þetta er lögskipuð stórsveit og ekkert annað. Það er þessi brasshljómur sem maður heyrir í dag, sem hefur lifað allan þennan tíma og kemur til með að lifa að eilífu,“ útskýrir Sæbjörn Jónsson. Um leið sýnir hann mér nótnahefti, útsetningar af ýmsum perlum djassins í útsetningu fyrir stórsveit. Þetta eru allt verk sem Stórsveit Reykjavíkur, sem Sæ- björn er bæði stjórnandi og stofn- andi að, hefur leikið á ferli sínum. En í dag kl. 16 mun sveitin halda tíu ára afmælistónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðasta skipti undir stjórn Sæbjörns, sem nú lætur af störfum vegna heilsubrests. Og líkt og á fyrstu tónleikum stórsveitarinnar, 9. maí 1991, syngja þau Andrea Gylfadóttir og Ragnar Bjarnason með bandinu. Átti strax vel við mig Og stjórnandinn á bæði langan og fjölbreyttan feril að baki. Sæ- björn byrjaði að læra á trompet tólf ára í Stykkishólmi. Hann hélt náminu áfram í Reykjavík, þar sem hann lék í áratugi í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, einnig í Lúðrasveit- inni Svani, auk þess að vera í dans- hljómsveit með Hauki Morthens og spila inn á upptökur, m.a. hjá Svav- ari Gests. Allan tímann breiddi Sæbjörn út boðskapinn sem kennari í Tón- menntaskólanum í 20 ár, en þar var hann með þrjár hljómsveitir, þar af eina stórsveit, auk þess að taka við stjórnun Svansins um 1974. „Ég fann mig vel og fljótt í því starfi, það átti strax við mig. Seinna gafst mér einnig tækifæri á að stjórna söngleikjum í Þjóð- leikhúsinu, Gæjum og píum og Vesalingunum, sem var ákaflega gaman.“ Þegar nemendur Sæbjörns komu síðan úr framhaldnámi víða úr heimi og fóru að þrýsta á læri- meistara sinn að stofna stórsveit, fór Sæbjörn að íhuga alvarlega að gera alvöru úr þeim gamla draumi sínum. „Nú læt ég verða af þessu,“ hugsaði Sæbjörn. „Ég vakti yfir þessu fyrst en þegar ég hringdi og leitaði til vina minna, voru und- irtektirnar þannig að það var bara eitt svar sem ég fékk: já. Jafnvel þótt enginn fái borgað fyrir þetta starf. Og fæðingin varð 17. febrúar 1991, þegar við héldum fyrstu æf- inguna. Þá sat fullskipuð stórsveit á gólfinu í æfingarhúsnæði Svans- ins. Ég horfði á hana og hugsaði: Þetta hefur tekist.“ Að höfða til fólksins „Mig langaði strax til að hafa söngvara og að stórsveitin léki vin- sæla tónlist. Ætlunin var frá upp- hafi að höfða til fólksins, sem við höfum alltaf gert. Ég hringdi í vin minn Ragnar Bjarnason, eina Frank Sinatra Ís- lands, hann hefur röddina og allt til að bera til að syngja lögin hans. Svo vildi ég fullkomna þetta og hafa söngkonu með, og datt þá í hug ágæt vinkona mín, Andrea Gylfadóttir. Hún var ekki kennd sérstaklega við djasssöng, en Andr- ea er bara fædd söngkona í svo mörg hlutverk að það er ótrúlegt. Og það var fínt fyrir mig að brúa bilið við unga poppsöngkonu.“ – Og hvernig gekk svo á fyrstu tónleikunum? „Við fylltum húsið. Það voru fjögur hundruð stólar og fólk stóð líka. Það var svo gaman að ég ætla ekki að segja þér það. En síðan hefur þetta band þróast eins og gengur og gerist. Menn hafa komið og farið, og í dag er bandið nær eingöngu skipað at- vinnumönnum í djassgeiranum. Og þótt ég sé að hætta þá er það bara formsatriði, hún á eftir að verða 100 ára þessi hljómsveit.“ Freddie Foster er minnisstæðastur Ótal margir erlendir gestastjórn- endur hafa unnið með Stórsveit Reykjavíkur, og má þar nefna Greg Hopkins, Freddie Foster, Ole Kock-Hansen, Pétur Östlund og nú seinast Maria Schneider sem kom með eigin verk á Djasshátíð í haust. Og allir hafa þeir verið hissa á hversu góð stórsveit er til í svo litlu landi, en Sæbjörn vill nú ekki glatt viðurkenna að það sé honum að þakka. „Þessi hljómsveit er bara sér- stök. Hún er eina hljómsveitin sem bíður þessum íslensku djassleikur- um sem eru á heimsmælikvarða, og eru að vinna með heimsfrægu fólki, þjálfun og tækifæri til að skapa sinn eigin stíl og tækni. Tónlistin sem við flytjum er skrifuð af fær- ustu tónlistarmönnum í heimi og þarna fá þeir viðfangsefni sem eru við þeirra hæfi. Annars er það nú þannig með okkur Íslendinga að þótt við séum fámenn þjóð þá eigum við alveg rosalega mikið af færu fólki, og já, útlendingar verða hissa. Ég man sérstaklega eftir Frank Foster. Hann var leiðandi saxófón- leikari hjá Count Basie og skrifaði og útsetti fyrir hann gífurlega mik- ið af tónlist, og tók við bandinu þegar Basie dó. Mér fannst stórkostlegt að allt í einu sat einn af bestu mönnum í heimi inni í stofu hjá mér og sagði mér sögur af bandinu sem ég hafði hlustað á frá því að ég var polli. Það kom sterkt fram í honum að hann var blökkumaður, og hann sagði mér að fyrst til að byrja með hefði ekki verið mikið að gera hjá þeim. Hann sagðist því skilja okkur sem ekkert fáum borgað fyrir þetta starf. En hins vegar skildi hann ekkert hvernig við gátum átt allt þetta listafólk, heila sinfóníuhljóm- sveit og alla sem hann kynntist hér. Ég viðurkenni að hann er eft- irminnilegasti gestastjórnandi sem við höfum frengið. Virkilega kær- komin sending og ég var mjög stoltur af bandinu undir hans stjórn. Það gerði stóra hluti.“ Voðalega farsæll og heppinn Veigar Margeirsson fyrrverandi trompetleikari í stórsveitinni, sem nú starfar í Los Angeles, hefur verið að útsetja Reykjavíkurlög fyrir stórsveitina og þeir ætla að spila þau inn á plötu í maí. „Ég ætla að fá að vera með það verkefni,“ segir Sæbjörn og það er greinilegt að honum er annt um það. „Mér finnst að þessi hljóm- sveit eigi að lifa með íslenskri tón- list, vinsælum dægurlögum útsett- um fyrir stórsveit, og Veigar hefur gert það sérstaklega fyrir þá menn sem í bandinu eru. Mér finnst að við verðum að varðveita þessi fal- legu lög.“ Og Sæbjörn ætlar ekki alveg að segja skilið við strákana sína, held- ur taka að sér það verkefni að halda utan um nótnasafn stórsveit- arinnar, sem er vandasamt verk. „Ruglað nótnasafn er einskis virði, en í nótunum liggja háar upphæðir. Eitt verk fyrir alla hljómsveitina kostar um 50–70 þúsund krónur. Þannig að ég mun passa upp á þær og hafa tilbúin prógrömm fyrir tón- leika.“ Enginn stjórnandi hefur verið ráðinn í stað Sæbjörns, og munu strákarnir, sem taka við fá til sín gestastjórnendur, auk þess að halda utan um fjármálarekstur og stjórnun. „Þetta er orðið stærra og meira fyrirtæki en ég bjóst við að það yrði. Ég ætlaði að búa til góða, við- ráðanlega hljómsveit, en hún varð að atvinnumennsku. Strákarnir mínir voru svo duglegir að halda þessu áfram. Og það er sá brenn- andi áhugi þessara ungu manna sem heldur Stórsveit Reykjavíkur gangandi,“ segir Sæbjörn Jónsson að lokum, og bætir við brosandi; „Mér finnst ég hafa verið voðalega heppinn og farsæll í öllu mínu tón- listarstarfi, og ekki síst vegna eig- inkonunnar sem hefur alltaf staðið með mér í einu og öllu.“ Sæbjörn Jónsson, stofnandi Stór- sveitar Reykjavíkur, stjórnar henni nú í síðasta sinn. Hann sagði Hildi Lofts- dóttur að það væri tregi í honum við þau tímamót. Strákarnir í Stórsveitinni við Ráðhús Reykjavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæbjörn gerði gamlan draum að veruleika fyrir tíu árum. Tíu ára afmælistónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsinu Brennandi áhugi ungra manna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.