Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
FRAMKVÆMDIR við Vatnsfells-
virkjun hafa gengið vel í vetur og
ólíkt betur en snjóaveturinn í fyrra.
Starfsmenn ÍAV Ísafls luku nýverið
steypuvinnu við sjálft stöðvarhúsið
að utan og eru byrjaðir á steypu-
vinnu innanhúss í kringum vélar.
Enn fremur er steypuvinna hafin
bak við stöðvarhúsið, nánar tiltekið
við gríðarsverar fallpípurnar. Þver-
mál hvorrar pípu er um hálfur
fimmti metri. Áætlað er að Vatns-
fellsvirkjun hefji rekstur á haust-
mánuðum 2001 en áformað er að
hún verði 90 MW að afli.
Hátt á annað hundrað manns
vinna nú við virkjunina og segir
Guðmundur Guðleifsson verkstjóri,
að furðuvel hafi gengið í vetur.
Hann segir að snjóaveturinn 1999–
2000 hafi verið sá versti í mörg ár og
tafið mjög vinnu. Hins vegar sé allt
annað uppi á teningnum að þessu
sinni og tíðarfar mjög hagstætt.
Morgunblaðið/Emil Þór Sigurðsson
Snjóléttur vetur auðveldar virkjunarvinnu
INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, segist sækjast eftir
umboði flokksmanna sinna til að
veita Sjálfstæðisflokknum áfram
forystu í borginni. Hún vísar öllum
vangaveltum, um að hún áformi að
hætta á næstunni þátttöku í stjórn-
málum, á bug.
„Mér var falið leiðtogahlutverk í
okkar hópi við upphaf kjörtímabils-
ins og tók að mér að stýra stjórn-
arandstöðu í borginni. Ég hef hugs-
að mér að vinna það verk til enda
ásamt félögum mínum og tilgátur
um pólitískt andlát mitt hafa ekki við
rök að styðjast. Við vinnum nú
skipulega að undirbúningi borgar-
stjórnarkosninganna að ári og leið-
um til að styrkja stöðu flokksins í
borginni. Uppstilling fyrir kosning-
arnar verður síðan ákveðin af flokks-
mönnum og þá kemur í ljós hvort
sama hópi verður falið að leiða kosn-
ingabaráttuna eða hvort nýir aðilar
koma þar að, en brýnt er að til þess
veljist breiður og öflugur hópur.
Hins vegar verða menn að greina á
milli hugsanlegra frambjóðenda og
þeirra verkefna sem núverandi
borgarstjórnarflokkur er að vinna.“
Inga Jóna sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja að umræða um
að Sjálfstæðisflokkurinn kynni að
tefla fram nýjum manni til forystu í
Reykjavík hefði ekki skaðað flokkinn
til langframa en umræðan hefði hins
vegar ekki styrkt hann.
Inga Jóna gagnrýndi harðlega
stefnu R-listans og sagði að þörf
væri á að gera miklar breytingar á
rekstri borgarinnar. Hún vill færa
rekstur grunnskólans og leikskólans
í meira mæli út til einkaaðila. Bjóða
þyrfti upp á fjölbreyttari lausnir í
leikskólamálum, en þar hafi R-list-
inn algerlega brugðist kjósendum
sínum. Hún sagði einnig vel koma til
greina að bjóða út rekstur félags-
þjónustunnar, öldrunarþjónustu og
rekstur íþróttamannvirkja.
Inga Jóna Þórðardóttir oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Sækist áfram
eftir forystuhlut-
verki í Reykjavík
Falið leiðtogahlutverk/12
FJÖGURRA ára þríþættu til-
raunaverkefni um notkun á
vetni var hleypt af stokkunum í
gær. Verkefnið gengur undir
nafninu Ectos en það er Íslensk
nýorka ehf. sem stýrir því.
Níu íslensk og evrópsk fyr-
irtæki taka að auki þátt í verk-
efninu sem er styrkt af Fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins með u.þ.b. 225 millj-
ónum króna sem er stærsti
styrkur sem Evrópusambandið
hefur veitt til íslensks verkefn-
is. Alls kostar verkefnið um 560
milljónir.
Um 225
millj. vetn-
isstyrkur
frá ESB
Vetnistilraun/14
„NÁLÆGÐ Reykjavíkurflugvallar
við bráðaþjónustu sjúkrahússins
vegna slysa eða veikinda er æskileg
en ekki lífsnauðsynleg,“ segir Brynj-
ólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og
bráðaþjónustusviðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss, er hann er beð-
inn að meta þýðingu þess að Reykja-
víkurflugvöllur verði áfram í Vatns-
mýri miðað við að flytja
innanlandsflugið til Keflavíkur.
Brynjólfur Mogensen segir
spurninguna um þýðingu vallarins
hafa verið nokkuð rædda á spítalan-
um. „Í lífsnauðsynlegum aðgerðum
er þyrla notuð í langflestum tilvik-
um. Hún er fljótust á vettvang þegar
alvarleg slys eða bráðaveikindi
verða í nokkurri fjarlægð frá
Reykjavík, í byggð eða óbyggð,“
segir Brynjólfur. Hann segir koma
upp tilvik þar sem þyrlan geti ekki
komið að gagni, t.d. vegna veðurs
eða bilana. Hann bendir einnig á að
verði slys eða veikindi utan þéttbýlis
sé flutningstími yfirleitt nokkuð
langur og oft sé þá læknir á viðkom-
andi svæði búinn að veita fyrstu
hjálp. Séu aðstæður þannig að þyrl-
unni sé ófært sé varla heldur unnt
að koma við sjúkraflugi og því oft
búið að veita þessa fyrstu aðstoð.
„Þess vegna er ekki lífsnauðsynlegt
að völlurinn sé þar sem hann er nú
en það er æskilegt.“
Sjúkraflug var talsvert meira í
fyrra en árið áður og segir Brynj-
ólfur þyrluna hafa verið notaða í 150
skipti. Flug vegna slysa voru í meiri-
hluta. Þá voru allmargar ferðir farn-
ar vegna sjúkraflugs með flugvél.
Árið 1999 og nokkur ár á undan voru
yfirleitt farnar kringum 100 ferðir á
þyrlunni vegna slasaðra eða sjúkra.
Þyrlan áfram í Reykjavík
Brynjólfur sagði að sjúkraflug
með þyrlu frá Reykjavík þyrfti ekki
að vera flutt frá borginni þótt flug-
völlurinn yrði færður. Taldi hann
næsta öruggt að miðstöð þyrlunnar
yrði áfram í Reykjavík enda þyrfti
hún mun minna athafnasvæði en
venjubundið flug.
Sviðsstjóri slysa- og bráðaþjónustusviðs Landspítalans
Nálægð vallarins æski-
leg, ekki lífsnauðsynleg
FRYSTITOGARINN Venus frá
Hafnarfirði var tekinn fyrir meintar
ólöglegar veiðar í Barentshafi í gær.
Skip norsku strandgæslunnar var
með Venus á leið til hafnar í Tromsø
í Noregi í gærkvöldi. Venus var á
svokölluðum Fuglabanka þegar
skipið var tekið.
Að sögn Einars Enresen hjá
norsku strandgæslunni leikur grun-
ur á að smáfiskaskilju hefði verið
komið fyrir á ólöglegan hátt um
borð í skipinu. Hann vildi ekkert
segja um það hversu alvarlegum
augum slíkt brot er litið.
Búist var við að skipin kæmu til
hafnar í Tromsø snemma í morgun
og þar mun skipstjóri Venusar,
Guðmundur Jónsson, mæta fyrir
dómstól. Í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi vildi Guðmundur ekki
tjá sig um málið. „Ég vil ekkert
segja um það og vil ekkert tjá mig
fyrr en ég hef rætt við norsk yf-
irvöld og við erum farnir út á ný,“
sagði hann.
Venus færður til
hafnar í Tromsø