Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTTAKENDUR í sameig- inlegu verkefni Mosfellsbæjar og Landverndar hafa upp- götvað ýmsa nýja hluti und- anfarið, og á margan hátt opn- ast fyrir þeim framandi heimur. Ástæðuna er að rekja til þess, að í Mosfellsbæ hefur í nokkrar vikur staðið yfir til- raun sem nefnist „Vistvernd í verki“ og er íslenskt heiti á al- þjóðlegu verkefni sem kallast Global Action Plan (GAP). Það komst fyrst á laggirnar í Bandaríkjunum árið 1989 en er nú í boði í 17 löndum. Þetta er verkefni sem styður og eflir þá sem vilja taka upp um- hverfisvænni lifnaðarhætti, með því að bjóða þeim að taka þátt í svokölluðum visthópi. Í byrjun janúar sl. var óskað eftir þátttakendum í umrætt verkefni og undirrituðu bæj- arstjóri Mosfellsbæjar og framkvæmdastjóri Land- verndar samning um samstarf um verkefnið fimmtudaginn 25. janúar síðastliðinn. Nú þegar hafa samtals 11 heimili, sem skipt er í tvo hópa, farið af stað með verkefnið í Mos- fellsbæ og er það nú hálfnað. Leiðbeinendur visthópanna eru Jóhanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Staðardag- skrár 21 í Mosfellsbæ, og Sig- rún Guðmundsdóttir líffræð- ingur. Visthópurinn Visthópurinn hittist á 7–8 fundum og fer sameiginlega í gegnum handbók, þar sem teknir eru fyrir 5 efnisflokkar, þ.e. sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Á fyrsta fund mætir leiðbeinandi, sem fylgir hópnum í gegnum verkefnið. Þátttakendur skipta með sér fundarstjórn fyrir hvern efn- isflokk, en eru í símasambandi við leiðbeinandann milli funda. Á hverjum fundi ræða þátttakendur um ýmsar að- gerðir til umhverfisvænni lífs- stíls og taka ákvörðun um það sem þeir vilja sjálfir prófa í eigin heimilishaldi. Gerðar eru mælingar bæði fyrir og eftir sem sýna ótvírætt þann ár- angur sem næst. Sem dæmi um árangur, hafa þátttakend- ur í visthópum í Svíþjóð að jafnaði sýnt eftirfarandi ár- angur: Sorp minnkaði um 42%, vatnsnotkun um 20%, orka um 9% og eldsneytis- notkun einkabílsins minnkaði um 19%. Þátttaka í visthópi tekur um 9 vikur. Þar við bæt- ist, að hóparnir ljúka verkefn- inu gjarnan með eins konar uppskeruhátíð. Reynslan sýn- ir að þegar fólk segir frá þátt- töku sinni í visthópnum, vekur það oft áhuga annarra, t.d. vinnufélaga, nágranna og vina. Þannig verða síðan til fleiri visthópar, því hver hóp- ur lýkur verkefninu með því að halda kynningarfund, ásamt leiðbeinandanum. Margir hættu við Þrúður Hjelm leikskóla- kennari og fjölskylda hennar eru í öðrum þessara tveggja visthópa í Mosfellsbæ. „Þetta byrjaði nú eiginlega þannig, að við fórum á kynn- ingarfund í Hlégarði og þar var kynnt sú vinna sem hefur farið hér fram í sambandi við Staðardagskrá 21,“ sagði hún, aðspurð hvernig það hefði æxlast að hún og fjölskyldan hefðu ákveðið að taka þátt í verkefninu. „Fólk átti að skrifa sig þarna á lista, ef það hefði áhuga á að taka þátt í þessu tilraunaverkefni, og það var töluverður hópur sem gerði það. En þegar svo kom að því að taka næsta skref, að stofna hópana, voru allmargir sem ákváðu að fresta þessu, af því að þeir héldu að þetta væri of tímafrekt og viðamikið. En svo hefur ekki reynst vera.“ Í þessu tilraunaverkefni eru tveir hópar, annar saman- stendur af sex fjölskyldum og hinn af fimm. Þrúður er í hin- um síðarnefnda. „Þetta hefur verið alveg rosalega skemmti- legt, en það sem kom dálítið á óvart var hinn ólíki aldur fólksins í hópnum mínum,“ sagði Þrúður. „Þar eru bara tvær barnafjölskyldur, hitt er eldra fólk. En það hefur gefur okkur afar mikið að fá að kynnast því. Við höfum hist einu sinni í viku á heimilunum, á fimmtu- dagskvöldum, og skiptumst á. Sá sem heldur fundinn heima hjá sér, les einn kafla í bókinni „Vistvernd í verki – handbók GAP á Íslandi“, sem við styðj- umst við, og stýrir svo um- ræðum um innihald kaflans. Í síðustu viku hittumst við t.d. hjá mér og þá var umræðuefn- ið vatn.“ Ýmislegt merkilegt komið í ljós Að sögn Þrúðar hefur ým- islegt merkilegt komið í ljós á þessum tíma, einkum hvað snertir vatns- og rafmagns- notkunina. „Að taka þátt í verkefninu er peningasparn- aður, það er ekki spurning. Maður verður miklu meðvit- aðri um það sem maður er að gera, eins og hvað snertir þessa óhöndlanlegu hluti, s.s. rafmagnsnotkun og hita, hluti sem eru svolítið fjarlægir manni alla jafna. Ég held að þegar maður fer að skoða þetta, staldri maður ósjálfrátt við. Við erum t.d. með inn- byggðan kæliklefa í húsinu, sem okkur fannst mjög snið- ugur og alveg upplagður til að geyma í kartöflur, rófur og annað þessháttar. Við vissum reyndar að hann eyddi tölu- verðu, og fannst ekkert óeðli- legt við það, enda um heljar- stóran klefa að ræða. En þegar við settumst niður og mældum hann sérstaklega, með tilliti til rafmagnseyðslu, brá okkur svakalega. Raf- magnsnotkun okkar á viku hafði verið 162 kílóvött, með kælinum, en þegar við vorum búin að taka hann úr sam- bandi, datt þessi tala niður í 91 kílóvatt. Þetta voru því nokk- uð dýrar kartöflur og rófur þegar upp var staðið.“ Að endurnýja gömul heim- ilistæki getur líka verið hreinn sparnaður, að sögn Þrúðar. Ef verið er með mjög gamla þvottavél noti hún miklu meira vatn og rafmagn og skili þó mun verri þvotti en ný vél. Úr nýju vélunum komi þvott- urinn þurrari, þær séu með alls konar sparnaðarkerfi, noti minna rafmagn, minna þvotta- efni, minna vatn, svo að það geti snert peningabudduna beint að skipta út gömlu tækj- unum. „Einnig eru allskonar smá- atriði sem maður hnýtur um, eins og það að ef maður hellir upp á kaffi, þá fer jafnmikil orka í það og að láta könnuna svo standa á hellunni í klukku- stund,“ sagði Þrúður. „Í sturtu notar maður að jafnaði aðeins um þriðjung af vatninu sem annars þyrfti til að fylla baðkar. Þá geta vatnsspar- andi sturtuhausar sparað 75– 80% af vatninu, án þess að sá sem er í sturtunni finni nokk- urn mun. Og þar eð helming- urinn af vatninu er heitur, lækkar reikningurinn sem því nemur. Eitt er svo það að skynsam- legra getur verið að kaupa sér þjónustuna heldur en að ætla sér að gera hlutina sjálfur, eins og t.d. að láta þvo bílinn. Eða ertu tilbúinn að kaupa og láta setja upp skilju í niðurföll- um fyrir framan bílskúrinn þinn, af því að þú vilt endilega þvo bílinn þar, eða viltu fara og kaupa þessa þjónustu á verkstæði sem uppfyllir allar nauðsynlegar kröfur um mengunarvarnir? Það eru mý- mörg svona dæmi. Fyrir suma getur verið ódýrara að taka leigubíl, svona þess á milli sem strætisvagninn er notaður. Rekstur á einkabíl er orðinn ansi hár. Þannig að maður er að skoða alls konar svona hluti, sem maður hefur aldrei velt fyrir sér áður.“ Jarðgerðarkassi er þarfaþing „Sorpið er náttúrlega líka stór hluti af þessu,“ hélt Þrúð- ur áfram. „Ég hef reyndar verið að flokka sorp í mörg ár, þannig að það er ekkert nýtt fyrir mig. Vigtunin á sorpinu núna hefur leitt í ljós, að stærsti hlutinn og sá þyngsti sem fer frá heimilinu er líf- rænn úrgangur, matarafgang- ar o.þ.u.l. Þessi hópur sem ég er í mjög hlynntur því, að við fáum jarðgerðarkassa, fyrir lífrænan úrgang. Allur þessi hópur er með garð, þannig að garðaúrgangur kæmi á móti. Þetta er því orðið að forgangs- verkefni hjá okkur, að það verði stuðlað að því að heimili geti verið með slíka kassa. En þeir sem hafa verið á mark- aðnum eru ákaflega dýrir og í raun allt of stórir; 200 lítra kassar eða rétt innan við það væru heppilegir fyrir dæmi- gert heimili. En allar afklipp- ur af trjám þarf að kurla, því ekki má setja þær beint í kass- ann, svo að einhvers konar kurlari er nauðsyn. Það er því um dálítinn stofnkostnað að ræða, en getur verið mjög praktískt, því efnið sem fæst til áburðar á blómabeð og ann- að slíkt er mjög gott.“ Þrúður sagði, að hópurinn væri búinn að funda fimm sinnum og núna væri tveggja vikna hlé, og svo myndi fólkið hittast tvisvar í lokin. „Þannig að þetta er svona tveggja mánaða verkefni. Síðan er fólki í sjálfsvald sett hvað það gerir, hvort það heldur áfram á sömu braut eða ekki. Stefn- an er ekkert að fara að lifa ein- hverju meinlætalífi eða eitt- hvað slíkt, heldur að hugsa aðeins áður en maður kaupir. Spyrja sig, hvort hægt sé að fá vörur, sem maður hefur yfir- leitt keypt í litlum pakkning- um, í einhverjum stærri ein- ingum o.s.frv. Kaupum við lífrænt ræktað grænmeti þeg- ar það er á boðstólum, til þess að styrkja það, eða gerum við það ekki? Kaupum við kiwi, sem er búið að ferðast yfir hálfan heiminn, með öllum þeim kostnaði og áhættu fyrir umhverfið, eða hvað? Og ef maður er að kaupa sér hús- gögn er gott að kanna úr hvaða efni þau séu. Er þetta viður sem er kominn úr regn- skógunum, þ.e.a.s. merbau, tekk og mahóný? Eða er þetta viður úr nytjaskógum? Þetta eru dæmi um spurningar sem við förum að velta fyrir okkur eftir þáttöku í verkefni af þessum toga. Svo að maður hefur lært heilmikið á þessu.“ Ætlar að halda ótrauð áfram Aðspurð hvort fjölskyldan ætlaði að halda áfram á sömu braut að verkefninu loknu, svaraði Þúður að það væri al- veg öruggt. „Ég hef verið spurð að því, hvort þetta taki ekki ægilega langan tíma, hvort ég sé ekki stöðugt vigt- andi og flokkandi sorp, en svarið við því er, að svo er alls ekki. Þetta tekur bara tvær vikur; maður gerir bara upp- hafsmælingu og lokamælingu og vigtar svo allt sorp. Síðan er þetta gert aftur í tvær vikur í lokin, til samanburðar. Þetta er enginn rosatími. Í öllum sparnaði og allri þessari hugsun getum við lært af fyrri kynslóð, sem að vísu lærði þetta af illri nauðsyn, en ekki einhverri hugsjón, af því að það var ekkert annað í boði. Það þurfti að nýta alla hluti vel, þurfti að hugsa áður en maður eyddi. Það getur orðið okkur fyrirmynd í dag,“ sagði Þrúður að lokum. Ellefu fjölskyldur í Mosfellsbæ kynna sér markvisst vistvæna lifnaðarhætti Morgunblaðið/Ásdís Pökkun og endurvinnsla mjólkurferna er eitt þeirra hversdagslegu verkefna sem Þrúður Hjelm og aðrir þátttakendur í Vistvernd í verki temja sér. Það sem eldri kynslóðir gerðu af illri nauðsyn fyrirmynd í dag Þrúður Hjelm og fjölskylda hennar í Mosfellsbæ tekur þátt í tilrauna- verkefninu Vistvernd í verki þar sem fólk er stutt í því að taka upp vistvænni lifnaðarhætti. Sigurður Ægisson ræddi við hana. Mosfellsbær ÍBÚASAMTÖK Grafarvogs sendu í síðustu viku öllum foreldrum barna 12–18 ára í hverfinu svokallaðan eitur- lyfjavísi ásamt þvagprófum. Þetta var liður í átaki sam- takanna gegn vímuefnum, sem lýkur með almennum borgarafundi í Borgarholts- skóla í kvöld. Kiwanis- og Lions-félögin í Grafarvogi og Hverfis- nefnd Grafarvogs stóðu saman að átakinu en í fréttatilkynningu segir Hallgrímur Sigurðsson for- maður helsta markmið átaksins að gera fólk með- vitað um áhrif hinna ýmsu eiturlyfja og að skapa um- ræðu um málið. „Ég geri mér grein fyrir því að mörgum unglingum gæti þótt að sér vegið og að foreldrar sjái kannski ekki fyrir sér að börn þeirra fá- ist til að skila af sér þvag- prufu,“ segir Hallgrímur. „Það er ekki verið að ætlast til þess að þau geri það, heldur fremur því að for- eldrar fái um það vitneskju að hægt er að kaupa einföld og ódýr eiturlyfjapróf hafi fólk grun um lyfjaneyslu barna sinna.“ Þá segir hann að með því að skoða eiturlyfjavísinn, sjái fólk á einfaldan hátt áhrif og einkenni neyslunn- ar og geti þá gripið til við- eigandi ráðstafana. Á fundinum í Borgar- holtsskóla mun Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, fjalla um meðferðar- úrræði og áhrif ýmissa efna. Auður Guðmundsdótt- ir segir frá eiturlyfjapróf- um, Einar Ásbjörnsson, lögreglumaður í Grafarvogi, talar um samskipti unglinga og lögreglu í Grafarvogin- um, Mummi í Mótorsmiðj- unni og Örvar Daði, fram- kvæmdastjóri Götusmiðj- unnar á Kjalarnesi, segja frá reynslu Mumma af neyslu og starfi Götusmiðj- unnar og foreldri segir frá reynslu sinni af því að missa barn af völdum eitur- lyfjaneyslu. „Fundurinn tekur um það bil tvo tíma og það er ekki langur tími í lífi fólks en getur orðið til að opna augu þess,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, „jafnvel til þess að eitthvert ungmenni bjargast eða sleppur við klær eiturlyfjanna, aðeins vegna þess að umráðamenn eru á varðbergi.“ Fundurinn hefst kl. 20 og að framsögum loknum verða umræður og fyrir- spurnum svarað. Borgarafundur um átak gegn vímuefnum Unglingar fengu eitur- lyfjavísi og þvagpróf Grafarvogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.