Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 34
ERLENT 34 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Bretlandi gripu til umfangsmikilla varúðarráðstaf- ana í gær vegna sprengjutilræð- isins gegn aðalstöðvum breska rík- isútvarpsins, BBC, á sunnudags- morgun. Sprengjan var öflug, 4,5 til 9 kg. Hún sprakk í rauðum leigubíl er lagt hafði verið við hús- ið og varð mikið tjón á götuhliðinni og neðstu hæðum en aðeins einn slasaðist. Viðvörun barst símleiðis seint á laugardagskvöld og lög- reglu tókst að rýma svæðið í tæka tíð. Einn maður meiddist hins veg- ar lítillega af völdum glerbrota. Óttast er að fleiri tilræði muni fylgja í kjölfarið. Nokkrum stundum eftir viðvör- unina fann lögreglan bílinn sem þótti grunsamlegur, honum hafði verið lagt öfugt við akstursstefnu og viðvörunarljós farartækisins blikkuðu. Var þá hús BBC rýmt og umferð í grennd við Victoria-járn- brautarstöðina bönnuð í 90 mín- útur en þar er jafnan mikill fjöldi fólks, ferðamanna og viðskiptavina stórverslana, á ferli. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, dynkurinn heyrðist í margra kíló- metra fjarlægð og logatungurnar náðu hátt í loft upp. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna tilræðisins en lögreglan segir að klofningshópur úr Írska lýðveldishernum, IRA, er nefnir sig Hið sanna IRA, hafi staðið fyrir því. Lögreglan hefur beðið almenning um upplýsingar um hvítan mann á fertugs- aldri sem vitað er að keypti um- ræddan bíl. Bílasalinn sagði mann- inn hafa talað með norður-írskum hreim. „Verk hugleysingja“ Nýlega var sýndur sjónvarps- þáttur í BBC um Hið sanna IRA þar sem liðsmenn hópsins voru bendlaðir við mannskætt tilræði í Omagh á Norður-Írlandi árið 1998. 29 manns fórust í Omagh. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að sprengjan er liður í herferð eða röð árása sem gerðar verða á meg- inlandi Bretlands og Norður-Ír- landi,“ sagði Alan Fry, yfirmaður aðgerða gegn hryðjuverkum hjá rannsóknarlögreglunni, Scotland Yard. Hann sagði að tengsl væru á milli tilræðisins og þriggja árása sem gerðar voru í London í fyrra, þar á meðal var eldflaugaárás á aðalstöðvar leyniþjónustunnar, MI6. Vopnahlé sambandssinna og IRA á Norður-Írlandi hefur staðið frá 1997 en nokkrir hópar úr röð- um kaþólikka eru ósáttir við samn- ingana og vilja halda áfram að beita hermdarverkum til að þvinga breska herinn frá héraðinu og sameina það Írlandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að tilræðið væri „verk hugleys- ingja“ og það myndi ekki stöðva friðarviðleitnina. Írskir hryðjuverkamenn sagðir standa að baki tilræði gegn BBC Óttast að fleiri sprengju- árásir fylgi í kjölfarið Lögreglumenn í London fjarlægja illa leikinn bíl sem lagt hafði verið í grennd við aðalstöðvar útvarpsins. London. AP, AFP. Reuters FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hyggst leggja til að í aðildarsamningum við Mið- og Austur-Evrópuríkin verði samið um fjögurra ára frest á frjálsum flutningum vinnuafls frá þessum löndum um allt Evr- ópska efnahagssvæðið. Hafði þýzka dagblaðið Frankfurter All- gemeine Zeitung (FAZ) þetta upp úr vinnugögnum frá framkvæmda- stjórninni, sem að sögn blaðsins stendur til að leggja fyrir ráð- herraráð sambandsins á næstu dögum. Óttast ódýrt vinnuafl Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, hafði lagt til að kveðið yrði á um sjö ára aðlögunarfrest á frjálsum vinnuaflsflutningum eftir ESB-inngöngu Póllands og hinna Mið- og Austur-Evrópuríkjanna, og lýstu Austurríkismenn stuðn- ingi við þá tillögu. Í Þýzkalandi og Austurríki, sem næst liggja hinum væntanlegu nýju aðildarríkjum, er útbreiddur ótti við að ódýrt vinnu- afl streymi að austan yfir landa- mærin eftir stækkun sambandsins, og að þetta muni t.d. auka enn á atvinnuleysisvandann. Aðrir í ESB gera minna úr þessari meintu ógn, en með tillögu sinni um fjögurra ára aðlögunarfrest fer fram- kvæmdastjórnin bil beggja. Tillag- an mun vera byggð á því fyr- irkomulagi sem samið var um þegar Spánn og Portúgal gengu í Evrópusambandið (þá Evrópu- bandalagið) árið 1985. Stækkun ESB Frjálsum vinnuafls- flutningum frestað? Frankfurt. AFP. SAMKOMULAG náðist í síðustu viku milli Evrópuþingsins (EÞ) og ráðherraráðs Evrópusambandsins (ESB) um nýja Evrópulöggjöf sem skyldar tóbaksframleiðendur til að prenta á umbúðir tóbaksvara á Evrópumarkaði mun stærri og ein- dregnari viðvaranir um óhollustu tóbaksneyzlu en áður var krafizt. Auk þess verður bannað að nota villandi heiti um innihaldið, svo sem „light“ og „mild“. Ennfremur eru sett strangari mörk við því hve mikið magn ávanabindandi efna eins og níkotíns, tjöru og kolefnis- mónoxíðs má vera í sígarettum. Gert er ráð fyrir að þessar nýju reglur verði orðnar að lögum í öll- um aðildarríkjum ESB fyrir sept- emberlok 2002. Þær ná til allra tegunda tóbaksvara, þ.e. sígar- etta, vindla, pípu-, nef- og munn- tóbaks. „Með þessu höfum við náð nýj- um áfanga í baráttunni gegn tób- aksneyzlu,“ sagði Lars Engquist, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sem gegnir formennskunni í ESB þetta misserið. Tilskipunin „þýðir að við höfum nú það sem til þarf til að grípa til róttækra aðgerða gegn mestu ógninni við heilsu al- mennings sem við búum við í álf- unni“, sagði hann. David Byrne, sem fer með heil- brigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði að til- skipunin væri áfangi í átt að því markmiði að lækka hlutfall reyk- ingamanna í Evrópu – úr einum af hverjum þremur niður fyrir einn af hverjum fimm, eins og hlutfallið er í Bandaríkjunum. „Forgangsmarkmiðið er að reyna að fá ungt fólk til að byrja ekki að reykja,“ sagði Byrne. Ljósmyndir af reykingasjúk- dómum á sígarettupökkum Samkvæmt nýju reglunum eiga viðvaranir um heilsuspillandi áhrif reykinga að þekja a.m.k. 30% af yfirborði sígarettupakka, í stað um 4% nú. Auk þess heimila þær yfirvöldum aðildarríkjanna að setja enn strangari reglur, svo sem að á alla sígarettupakka skuli prenta ljósmyndir af illa förnum líffærum úr reykingafólki, s.s. lungnakrabbameini eða krans- æðastífluðu hjarta. Herferð gegn reykingum Brussel. Reuters. AFP. Sviss höfðu knúið fram að yrði borin undir þjóðaratkvæði. Samkvæmt svissneskum stjórnlögum ber að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu sé nógu mörgum undirskriftum safnað – í þessu tilviki 100.000. Fjögurra flokka samsteypustjórn- in, sem er við stjórnvölinn í Bern, túlkaði niðurstöðuna þó sem staðfest- ingu á því að Svisslendingar væru upp til hópa samþykkir Evrópustefnu stjórnarinnar, sem gerir ráð fyrir hægfara aðlögun að ESB. Höfnuðu RÍKISSTJÓRN Sviss staðfesti í gær að hún hygðist halda fast við þau áform, að hefja viðræður um fulla að- ild að Evrópusambandinu fyrir árið 2007, þrátt fyrir að tillaga um að slík- ar viðræður skyldu hafnar strax hefði verið felld með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Stjórnin hafði mælt með því að tillög- unni yrði hafnað. Rúmlega þrír af hverjum fjórum sem greiddu atkvæði höfnuðu tillög- unni, sem eindregnir ESB-sinnar í talsmenn stjórnarinnar þeirri túlkun, að niðurstaðan þýddi að einangrunar- hyggja landsmanna hefði styrkzt. „Það er of snemmt að fara út í að- ildarviðræður nú, en stefnan (inn í ESB) er óhögguð,“ sagði Rudi Chris- ten, talsmaður svissneska utanríkis- ráðuneytisins. Aðeins rúmt ár er síðan tvíhliða samningar Sviss við ESB gengu í gildi og þykir flestum Svisslendingum rétt að láta betur á þá reyna áður en gengið er lengra í að nálgast ESB. Svisslendingar hafna tillögu um ESB-aðildarviðræður Ríkisstjórn Sviss túlkar niðurstöðuna sér í hag Zürich. Reuters. súlu af þremur, sem sagðar eru tákna Satan. Eru þær í Mina-dal, skammt frá fæðingarstað Múham- eðs spámanns. 1998 týndu 118 píla- grímar lífi og meira en 180 slösuð- ust við þessa sömu athöfn. Myndin sýnir hluta mannfjöldans en súlan, tákn Satans, er ofarlega fyrir miðri mynd. ÞRJÁTÍU og fimm múslímskir píla- grímar tróðust undir í gær er tug- þúsundir manna söfnuðust saman til að „grýta Satan“ skammt frá hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu. Ríkisútvarpið í Sádi-Arabíu sagði, að 23 konur og 12 karlmenn hefðu troðist undir í látunum er mannfjöldinn þusti í átt að einni AP 35 tróðust undir Mina. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.