Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EF TIL VILL skiptir litlumáli þótt allir starfsmenní vélasal séu karlar (sér-staklega ef vélarnar eru hannaðar af körlum). En hvað með barnaskóla? Hvað ef allir starfsmenn skólanna eru konur nema húsvörður- inn, leikfimi-, og smíðakennarinn? Hvaða áhrif hefur það á börnin í ljósi þess að fullyrðingin „Áhrifajafnvægi kynjanna í samfélaginu er best“ er sönn? Og hvað gerist þegar einn ný- útskrifaður karlkennari ræður sig sem bekkjarkennara á kvennavinnu- staðnum grunnskóla? Kemst hann upp með að iðka sitt karllæga vinnu- lag, sem klisjan segir að felist í sund- urvirkni, einleik og frávikum, eða mun hann verða að taka upp kven- lægar vinnuaðferðir; samviskusemi, samleik og samræmi? (klisja eða al- gengir fordómar sagðir um konur). Er kyn áhrifavaldur í kennslustofu? Um miðbik 20. aldar var kynjahlut- fall barnaskólakennara í jafnvægi, en eftir 1960 hefur linnulaust fjölgað í hópi kvenkennara og núna eru 80% kennara í grunnskólum konur. Sömu sögu er að segja um kynjahlutfallið í grunnskólaskor Kennaraháskóla Ís- lands (www.khi.is), aðeins 12% nem- enda eru karlkyns. Hlutfallið er betra í kennaradeild Háskólans á Akureyri (www.unak.is) eða 20% karlkyns. En er það eitthvert vandamál? Er „kyn“ áhrifavaldur í kennslustofunni? Já, rannsóknaniðurstöður tveggja menntunarfræðinga í Bandaríkjun- um og Kanada benda a.m.k. til þess (sjá rammagrein, bls. 41). Einnig benda athuganir á árlegu námskeiði Sigurjóns Mýrdal, dósents í uppeld- isfræðum við Kennaraháskóla Ís- lands, um karlmennsku í grunnskól- um, til þess. Í áttundu viku ársins hélt Sigurjón opið málþing á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Íslands um þetta efni og þar sögðu einnig Jón Guðmundsson, kennari á Hallorms- stað, og Hafsteinn Karlsson, skóla- stjóri í Selásskóla í Reykjavík, frá reynslu sinni, en þeir hafa aðstoðað Sigurjón á þessum námskeiðum. Þeir fluttu allir mál sitt af gleði, en ekki biturleika, vilja aðeins skapa umræðu um stöðu karlkennarans í grunnskól- um. Enda fátítt að íslenskur karlmað- ur uni sér lengi sem almennur bekkj- arkennari. Þeir báðu gesti á málstofunni að at- huga að þeir beittu alhæfingum í máli sínu til áherslu. Hugmyndafræði mömmunnar Jón útskrifaðist fyrir 22 árum og hefur undanfarin 13 ár kennt á Hall- ormsstað. Hann segist vinna með framúrskarandi góðum konum, en geti ekki leynt því að ef til vill hafi hann gengið hugmyndafræði „mömmunnar“ á hönd í starfinu í stað þess að rækta eigin viðhorf til kennsl- unnar. „Er búið að breyta barna- skólakennslu í kvennastarf?“ spurði hann og sagðist vera karl á kvenna- vinnustað og því óhjákvæmilega mældur út frá sýn konunnar á kenn- arastarfið. Hann hallaðist að því að heimur íslenska grunnskólans væri heimur konunnar. Jón sagðist hafa velt því fyrir sér hvort karlar í grunnskólum væru per- sónur í felulitum innan um allar kon- urnar, og þyrftu ævinlega að gæta sín til að fá ekki karlrembustimpilinn á sig. En í stað þess að verða eins konar „mömmur“ fari þeir fremur í stjórn- unarstöður. Hann sagði að krafan væri einnig að karlkennarar væru drengjunum góð fyrirmynd, en spyrja mætti hvers konar fyrirmynd- ir þeir væru í mömmuleiknum. Einn- ig væri þetta ósanngjörn krafa þar sem þeir vildu aðeins vera góðir fag- menn. Jón sagðist ekki telja að launin hefðu fælt karlana frá grunnskólan- um, það væru fremur áberandi kven- læg áhrif á mótun starfsins síðustu áratugi, nálgunin væri alfarið út frá kvenlegu sjónarhorni. Hann taldi því brýnt að í KHÍ yrði rannsóknarstofn- un í karlafræðum komið á fót. Jón sagði nokkrar dæmisögur til að varpa ljósi á kynbundna hegðun eða viðhorf. Ein var um að samviskusemi kvennanna leiddi til þess að þær ef- uðust um að karlarnir gerðu ákveðna hluti sem þeir ættu að gera, eða gerðu þá ekki fyrr en á elleftu stundu. Önn- ur var um útlit skólastofu: Afskorin blóm í vasa á kennaraborðinu Jón sagðist kenna í stofu með bestu gluggasýn landsins (sennilega sýn út á óviðjafnanlegt Lagarfljótið) og hann hefði ef til vill af þeim sökum ekki hirt um að skreyta veggi í stof- unni. Það var látið óátalið af sam- kennurum hans þangað til von var á forseta Íslands í heimsókn í skólann. Jón var vinsamlegast beðinn um að gera stofuna sína huggulega áður en forsetinn kæmi. Hann var nú ekki að flýta sér að því og byrjað var að suða í honum um þetta. Sennilega var þetta aukaatriði í huga hans, en þegar hann mætir til kennslu dag heimsóknarinnar, er bú- ið að hengja myndir eftir börn upp um alla veggi og setja blóm í vasa á kennaraborðið, en það er eitthvað sem Jóni hefði aldrei hugkvæmst. Svo birtist forsetinn og gengur inn í kennslustofuna, hrífst af útsýninu og hrósar svo krökkunum fyrir myndirn- ar á veggjunum. Gallinn var bara sá að myndirnar voru ekki eftir þau heldur voru þær þriggja ára gamlar. Samstarf og samviskusemi vinkvenna í kennslunni Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Selásskóla staðfestir einnig kyn- bundna hegðun í grunnskólum og ólíka nálgun kynjanna. Hafsteinn sagði að þegar hann og konan hans fluttu suður hafi hún eignast 200 vin- konur á sínum vinnustað en hann 60 samstarfskonur. Hann sagði hættu á því að karlkennarar einangruðust á vinnustöðum sínum í grunnskólum. „Við sitjum, þegjum og teflum, berum ekki heimilið inn á vinnustaðinn, en konurnar tala og tala, og þær hafa samstarf um hlutina. Þær koma sér t.d. saman um að í lok vikunnar ætli þær allar að vera komnar niður bls. 47 í bókinni,“ sagði hann sem dæmi, „all- ar reyna þær að gera eins og ekki má skara fram úr eða gera öðru vísi; ef karlkennarinn ætlar að fara aðra leið er potað í hann.“ Hafsteinn segir að vinnubrögð kynjanna séu ólík; samstarf, sam- viskusemi og auga fyrir smáatriðum hefur t.d. hærra gildi í huga kvenna en karla. Og því verði vinnustaður meira merktur því kyni sem er í mikl- um meirihluta eins og er í grunnskól- um. Hann sagði að byrjendakennslan væri eins konar vígi kvenna, og að umræðan um að það vanti þangað karla einkennist fremur af því að birta börnum sýnishorn af karlmönn- um en að sækjast eftir þeim sem fag- mönnum og kennurum. „Það er ekki hægt að bjóða karlkennurum upp á að þurfa að vera föðurímyndir fyrir öll börn skólans,“ segir Hafsteinn og að í byrjendakennslu taki konurnar þessa karla í fóstur og þeir fái ekki að stjórna og stýra byrjendakennslunni sinni. „Ég held að ef eigi að laða karla í byrjendakennslu sé frumskilyrði að líta á þá sem kennara en ekki bara fyrirmyndir,“ sagði hann, „það er rúm fyrir konur og karla og það þarf að fjölga körlunum.“ Hlutfallslega fleiri körlum hafnað í KHÍ Sigurjón Mýrdal stjórnar nám- skeiðinu fyrir karla í grunnskólaskor KHÍ, sem er algerlega lokað konum. Hann segir að ef grunnskólinn eigi fyrst og fremst að vera geymsla og uppeldisstöð en aðeins menntastofun sem aukaverkefni, nenni hann ekki að eyða orku í að velta þessu kynjamáli fyrir sér. Hann trúi því hins vegar að menntunin sé meginmálið. „Hvaða skóla vill samfélagið?“ spurði hann, „á sá skóli að endur- spegla samfélagið?“ Hann beindi einnig augum að Kennaraháskólan- um þar sem aðeins 12% nemenda eru karlkyns. „Hvernig hefur þessi stofn- un þróast á síðustu áratugum?“ spurði Sigurjón. Þegar spurt er um hlut karla í grunnskólakennslu og kennaranámi þarf að skoða alla þætti myndarinnar. Karlmennska/ Þurfa karlmenn að tileinka sér kvenleg viðhorf til að þrífast í uppeldisstarfi? Eru karlkennarar frábrugðnir kvenkennurum í faglegri hugsun? Gunnar Hersveinn fór á málþing um karlmennsku í grunnskólum og ræddi við fulltrúa kynjanna um nær karlmannslausa grunnskóla. Hvers vegna höfðar kennslan ekki til karla? Morgunblaðið/Golli „Er búið að breyta barnaskólakennslu í kvennastarf? Er starfið ekki fyrir karla?“ Jón, Sigurjón og Hafsteinn. Karlar tolla ekki í kennslu  80% grunnskólakennara eru kven- kyns. Og hvað með það?  Vantar sýnishorn af karlmönnum eða karla sem fagmenn? NÁMSKEIÐIÐ Karlmenn í kenn- arastarfi í Kennaraháskóla Íslands er m.a. til að undirbúa karla til starfa í grunnskólum. Örn Arn- arson og Ragnar Arinbjarnarson voru samnemendur á sínum tíma á Eiðum á Austurlandi og eru nú báð- ir á þriðja og síðasta ári í KHÍ, báð- ir í íþróttavali í grunnskólaskor. 20 karlar byrjuðu í grunnskólaskor um leið og þeir en nú eru 13 eftir og þar af 8 í íþróttavali, einn í smíðum og 4 bekkjarkennarar, en hversu margir af þeim munu ílendast sem yngri barnakennarar? Þeir segja að núna í vor útskrifist um hundrað konur og þessir þrettán karlar. Örn og Ragnar telja að konur stjórni ferðinni í grunnskólum í krafti fjöldans og að mikil hætta sé á að karlmennirnir einangrist, þess vegna sé það mikils virði að hafa svona námskeið fyrir karla. „Kynin nálgast vinnuna á ólíkan hátt,“ seg- ir Örn, „og námskeiðið er m.a. til að minnka líkurnar á að karlar hrökkl- ist frá starfinu. Ég held að það séu ekki launin sem fæla karlana burtu heldur það að höndla það ekki að vinna á kvennavinnustað.“ Ragnar segir að áherslan í nú- tímanum sé að báðir foreldrar ali börnin á heimilunum upp. Sér- staklega hafi verið brýnt fyrir karl- mönnum að taka þátt í umönnun barna sinna. Það skjóti því skökku við að grunnskólarnir skuli vera nær karlmannslausir. „Starf grunn- skólakennarans er óhjákvæmilega einnig uppeldisstarf og ef uppfylla ætti kröfuna að karlar og konur ali upp börnin saman, ættu þeir einnig að vera til staðar í skólum,“ segir Ragnar. Örn og Ragnar sögðu æskilegt að svona karlanámskeið í KHÍ yrði fyrr í náminu og jafnvel á hverju ári. „Á fyrsta ári má jafnvel segja að verið sé að búa til mömmu úr manni,“ segir annar þeirra, „með því að láta mann hekla, prjóna og föndra til undirbúnings fyrir yngri barnakennslu, þá er hætta á því að karlnemendur hugsi að þetta sé ekkert fyrir þá og hrökklist frá námi. Það ætti að vera meira um vettvangskennslu því við lærum mest af henni.“ Þeir sögðust einnig hafa tekið eftir kynbundinni hegðun í KHÍ, t.d. í verkefnavinnu nemenda. „Kven- nemendum hættir meira til að gera einfalda hluti flókna án ástæðu og því þróaðist þetta oft þannig að strákarnir unnu saman í hópum en stelpurnar í öðrum,“ segir Örn. Þeir voru ekki sammála Guðrúnu Helgadóttur í Hólaskóla (sjá að- algrein) um að staða karla í grunn- skólum væri sú sama og annarra minnihlutahópa. „Það er vegna þess að við höfum ekki verið að berjast fyrir stöðu okkar,“ segir Ragnar, „og karlmenn bíða ekki í röðum eftir að fá að starfa í grunn- skólum.“ „Lausnin á skortinum á körlum í grunnskólum felst í því að breyta innra starfi skólakerfisins, og breyta náminu og ef til vill að kanna skilyrðin fyrir inntöku í námið,“ segir Örn. „Fræðin gera mann ekki endilega að góðum kennara,“ segir Ragnar, „þetta er spurning um kar- akter og samskiptagreind. Kenn- arinn þarf frelsi til að vera hann sjálfur.“ Þeir segja að lokum að námskeiðið hafi gefið þeim mikið. „Það er mikilvægt og vekur mann til umhugsunar um margt,“ segir Örn, „á því getum við tjáð okkur óþvingað og sagt það sem okkur dettur í hug án þess að þurfa að verja það í smáatriðum.“ Konur stjórna í krafti fjöldans Morgunblaðið/Jim Smart „Kynin nálgast vinnuna á ólíkan hátt.“ Ragnar og Örn eru á þriðja ári í Kennaraháskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.