Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 69 RANNSÓKNARKVÖLD Félags ís- lenskra fræða verður haldið mið- vikudaginn 7. mars í Sögufélags- húsinu í Fischersundi. Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagnfræðingur, flytur erindi sem nefnist: Meyjur, mæður og dræsur: um táknmyndir hins kvenlega í íslenskri þjóðarvit- und. Hefst erindið kl. 20.30. „Í erindinu verður sjónum beint að táknmyndum hins kvenlega lík- ama í íslenskri þjóðarvitund og því hvernig hugmyndir um íslenska náttúru, menningu, þjóðerni og hreinleika holdgerast í líkömum valinna kvenímynda. Þær kven- myndir sem Þorgerður beinir sjón- um að eru móðirin, drósin og meyj- an þ.e. fjallkonan, ástandskonan og fegurðardrottningin. Þær birtast sem útverðir hins kvenlega. Ímynd- ir þeirra marka hástig en jafnframt niðurlægingarmörk íslensks kven- leika enda kristallast í þeim tog- steitan um konur sem kyn-(lausar)- verur. Líkamar þeirra standa sem tákn fyrir vonir og væntingar þjóð- arinnar en einnig vonbrigði og skömm ef því er að skipta og eru þau viðbrögð óháð þeim ein- staklingum sem með hlutverkin fara hverju sinni. Þorgerður Þorvaldsdóttir lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1995 og MA-prófi í kynja- fræðum (Gender Studies and Fem- inist Theory) frá The New School of Social Research í New York árið 1998. Þorgerður vinnur nú sem sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkurakademíunni. Félagsmenn og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega minntir á nýj- an fundarstað, Sögufélaginu við Fischersund (upp af Aðalstræti),“ segir í fréttatilkynningu. Erindi um meyjur, mæður og dræsur Eldri konum verði boðin krabbameins- leit í brjóstum AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn 24. febrúar sl. í félagsheimili félagsins Ásgarði, Glæsibæ. Á fundinum, sem var mjög fjölmennur, voru samþykktar 5 tillögur stjórnar. Tillaga frá Páli Gíslasyni lækni og fyrrv. formanni félagsins var samþykkt samhljóða, en þar segir: „Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, 24. febrúar 2001 skorar á stjórn Krabbameinsfélags Íslands að bjóða öllum eldri konum þátttöku í Leitarstöð félagsins þar sem leitað er að krabbameini í brjóstum kvenna. Það er mikil þörf á þessari leit og réttlætismál að eldri konur njóti þess sama og aðr- ar. Formaður félagsins Ólafur Ólafs- son var kosinn til tveggja ára. Í stjórn voru kosin: Bryndís Stein- þórsdóttir, Baldvin Tryggvason, Halldóra H. Kristjánsdóttir, Helga Gröndal, Jón Jónsson, Pétur Guð- mundsson og Sigfús Johnsen. Fyrir í stjórn eru Gróa Salvarsdóttir, Guttormur Þormar, Jakob Tryggvason, Marías Þ. Guðmunds- son, Pétur H. Ólafsson, Stefán Ólafur Jónsson og Þórir Daníels- son. Ólafur Ólafsson formaður félags- ins heiðraði fyrrverandi formenn félagsins og afhenti þeim heiðurs- skjöl. Þeir eru Snorri Jónsson, Bergsteinn Sigurðarson, Páll Gísla- son og Kristján H. Benediktsson. Ólafur Örn með fundi víða um land ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþingis- maður, heldur nú fundi víða um land í aðdraganda flokksþings Framsókn- arflokksins. Ólafur Örn hefur boðið sig fram til varaformanns Framsókn- arflokksins og vill með heimsóknum sínum og fundum kynna framboð sitt og áherslur í stjórnmálunum jafn- framt því að fræðast um hag og hugð- arefni fólks, segir í fréttatilkynningu. Ólafur Örn hefur þegar haldið fundi í Hafnarfirði, Sauðárkróki og á Snæfellsnesi en á næstu dögum verð- ur hann á fundum á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Höfn í Hornafirði. Næstkomandi föstudag verður Ólaf- ur Örn á Akranesi og í Kópavogi á laugardag. Þriðjudaginn 13. mars verður Ólafur Örn á fundi í á Ísafirði og daginn eftir, miðvikudag, í Reykjavík. Þá eru einnig fyrirhugað- ir fundir á Suðurlandi og í Keflavík en ekki er enn afráðið hvenær þeir verða. Fimmtudaginn 15. mars verða ungir framsóknarmenn með fram- boðskynningu og er þangað boðið þeim sem boðið hafa sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir Framsóknar- flokkinn en milli þeirra verður valið á flokksþinginu 16.-18. mars. Fræðslufundur um eigindlega aðferðafræði I GUÐRÚN Kristinsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, mun stýra fræðslufundi á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ miðvikudaginn 7. mars næstkomandi kl. 15.15–17. Fundurinn verður haldinn í stofu M 301 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Fundurinn er fyrstur í röð þriggja funda um eigindlega að- ferðafræði og eru þeir sjálfstæðir hver um sig. Markmiðið með fund- inum er að kynna og efna til umræðu með þátttakendum um sérkenni að- ferðafræði eigindlegra rannsókna á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Fundurinn er sérstak- lega ætlaður þeim sem eru að byrja að kynna sér viðfangsefnið, eru að rifja það upp eða taka þátt í um- ræðum um það. Varað við til- raunaveiðum á farfuglum SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir formað- ur Sambands dýraverndunarfélaga Íslands hefur sent frá sér eftirfar- andi: „Í frétt í Morgunblaðinu á föstu- dag er haft eftir yfirdýralækni að menn hafi áhyggjur af þeim fjar- læga möguleika að smit vegna gin- og klaufaveiki kunni að berast til landsins með álftum sem koma frá Bretlandseyjum. Jafnframt kemur fram að yfirdýralæknir telur nauð- synlegt að skjóta nokkra fuglanna til að kanna hvort þeir beri með sér slíkt smit. Hins vegar kemur einnig fram að ekki er hægt á þessari stundu að segja til um það til hvaða aðgerða verði gripið ef fuglarnir reynist bera með sér smit. Nú mun yfirdýralæknir hafa sótt um undanþágu til að skjóta tíu álftir. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum no. 64/1994 eru fuglar, sem berast til landsins friðaðir og þar með taldar álftir. Ráðherra getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði að fenginni um- sögn ráðgjafarnefndar um villt dýr, ef talið er að dýrin valdi tjóni. Reynslan er hins vegar sú, að enda þótt gin-og klaufaveiki hafi herjað á nágrannalöndin á undanförnum öldum, mun hún ekki hafa borist til landsins og allan þenna tíma munu farfuglarnir hafa sótt landið heim, án þess að bera smit í búsmalann. Hér með er eindregið varað við því að gripið verði til vanhugsaðra tilraunaveiða á farfuglunum án þess að yfirvöld hafi gert sér grein fyrir því, hvaða tilgangi slíkar veiðar eigi að þjóna. Að öðrum kosti má búast við því að tauga- veiklunar kunni að verða vart hjá almenningi og jafnvel að skotglaðir náungar grípi tækifærið og hefji „tilraunaveiðar í vísindaskyni á farfuglunum, til bjargar íslenskum búpeningi.“ Almenn skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 8. mars kl. 19. Kennsludagar verða 8., 12. og 15. mars frá kl. 19-23. Nám- skeiðið telst vera 16 kennslustundir. Einnig verður haldið 8 kennslu- stunda endurmenntunarnámskeið dagana 20. og 21. mars frá kl. 19-22. Á þessum námskeiðum verður notað nýtt námsefni sem RKÍ gaf út fyrir skömmu. Þátttaka í þessum nám- skeiðum er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðin verða haldin í Ár- múla 34, 3. hæð. Önnur námskeið sem eru haldin hjá Reykjavíkurdeild RKÍ eru barn- fóstrunámskeið, sálræna skyndi- hjálp, slys á börnum og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Tekið skal fram að Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda þessi námskeið fyrir þá sem þess óska. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Vetrarfundur Reykjavíkur- deildar RKÍ VETRARFUNDUR kvennadeildar Reyjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands verður haldinn í Gyllta salnum, Hótel Borg, fimmtudaginn 8. mars kl. 19. Á dagskrá fundarins segir formað- ur frá starfi deildarinnar, kvöldverð- ur verður borinn fram og gestur kvöldsins verður Jónína Benedikts- dóttir íþróttafræðingur. Tilkynna þarf þátttöku til kvennadeildar Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.