Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTIR 18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GIN- og klaufaveiki breiðist nú hratt út um Bretlandseyjar og er óttast að hún komi upp á meg- inlandi Evrópu. Um 70 tilfelli hafa greinst í Bretlandi og tæplega 70 þúsund gripum verið fargað og nokkur tilfelli komið upp í Frakk- landi. Að auki hefur verið gripið til inn- og útflutningsbanns og ann- arra aðgerða í fleiri Evrópuríkjum og vitað er um mörg tilfelli veik- innar í Austur- og Suðaustur-Asíu. Þessi veirusjúkdómur, sem er bráðsmitandi og leggst fyrst og fremst á klaufdýr eins og svín, kindur, geitur og nautgripi, hefur ekki komið upp hér á landi eftir því sem best er vitað. Yfirvöld hafa nú gripið til formlegra var- úðarráðstafana líkt og þegar gin- og klaufaveikifaraldur gekk síðast yfir Bretland árið 1967. Þá var kjötinnflutningur frá Bretlands- eyjum af öllu tagi bannaður en að- gerðirnar nú eru annars eðlis. Í gær var komið upp sótthreinsi- mottum í landganginum í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli sem farþegar frá Bretlandi verða hér eftir að stíga á. Motturnar eru bleyttar með þartilgerðum hreinsivökva og fyrsti farþeginn til að stíga á slíka mottu var George Robertson lá- varður, aðalframkvæmdastjóri NATO, þegar hann kom til lands- ins með Flugleiðavél frá Glasgow síðdegis í gær ásamt fylgdarliði á leiðinni til Bandaríkjanna. Einnig hefur embætti yfirdýra- læknis látið gera bæklinga sem verður komið fyrir í öllum vélum Flugleiða, viðvörunarskilti hafa verið sett upp á nokkrum stöðum í Leifsstöð og allur farangur far- þega frá Bretlandi verður gegn- umlýstur sérstaklega. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir við Morgunblaðið að sótthreinsi- búnaðurinn sé settur upp til að byrja með eingöngu fyrir farþega frá Bretlandseyjum. Ekki standi til að grípa til frekari aðgerða, þótt vitað sé um tilfelli gin- og klaufaveiki í öðrum heimsálfum eins og Asíu. Þaðan sé ekki beint flug til Íslands og af þeim sökum þurfi ekki að hafa áhyggjur sem stendur. Tilraunaveiðar á álftum þykja umdeildar Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir hefur látið hafa eftir sér í Morgunblaðinu að til greina komi að skjóta álftir, sem koma til landsins frá Bretlandi, til að kanna hvort þær beri með sér gin- og klaufaveikismit. Hefur hann sótt um undanþágu hjá umhverfisráð- herra um að fá að skjóta 10 álftir í tilraunaskyni. Áform þessi hafa vakið hörð viðbrögð fugla- og dýravina, líkt og kemur fram á öðrum stað í blaðinu í dag. Fugla- verndarfélag Íslands og formaður Sambands dýraverndunarfélaga hafa sent frá sér ályktanir þar sem varað er við tilraunaveiðum á far- fuglum. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nefnd um veiðar villtra dýra væri með um- sókn sína til umfjöllunar og málið væri því í vinnslu. Þetta hefði ver- ið gert þar sem vitað væri um dæmi þess að farfuglar hefðu borið með sér dýrasjúkdóma landa á milli. Möguleikinn á smiti væri fræðilegur og því mikilvægt að úti- loka hann. Aðspurður hvort ástæða væri til að láta fleiri farþega en frá Bret- landi stíga á sótthreinsimotturnar í Leifsstöð sagði Halldór svo ekki vera á þessu stigi. Fylgst yrði með framvindunni í Evrópu. Gin- og klaufaveikin hefði aðallega komið upp í Bretlandi og þótt vitað væri um tilfelli í öðrum heimsálfum væri það langt liðið frá því að far- þegar þaðan lögðu af stað þaðan að sótthreinsun hér hefði lítið að segja. Smithættan væri einkum til staðar fyrsta sólarhringinn frá mögulegu smiti. Bretar könnuðu árið 1967 hvort starrinn bæri með sér smit Breskur landbúnaður gekk síð- ast í gegnum gin- og klaufaveiki- faraldur árið 1967 þegar komu upp rúmlega 2.300 staðfest tilfelli víða um Bretlandseyjar, allt norður til Orkneyja, og 400 þúsund húsdýr- um var slátrað. Veik- innar hefur reyndar gætt í Bretlandi síðan á 19. öld og árið 1981 komu einnig upp nokk- ur tilfelli. Talið er að mikið þurfi að gerast nú til að veikin verði útbreiddari en árið 1967. Til að farga dýrunum var þá leitað að- stoðar breska hersins. Veikin kom upp í október 1967 og var að mestu gengin yfir um mitt ár 1968. Nokkur tilfelli komu upp á meg- inlandi Evrópu en skipulögð bólu- setning á þeim tíma er talin hafa komið í veg fyrir mikla útbreiðslu. Bólusetning af þessu tagi er ekki fyrir hendi í dag, samkvæmt til- skipun frá Evrópusambandinu. Til að varna því að gin- og klaufaveiki bærist til Íslands 1967–1968 var gripið til þess ráðs að stöðva allan innflutning á unnu kjöti frá Bretlandi en algjört bann var þegar í gildi á gripum og hráu kjöti. Páll Agnar Pálsson, þáver- andi yfirdýralæknir, sagði við Morgunblaðið í gær að aðgerðirn- ar þá hefðu verið þær umfangs- mestu sem íslensk heilbrigðisyf- irvöld höfðu gripið til, þótt kjötinnflutningurinn hefði ekki verið eins mikill og hann er nú. Páll sagði innflutningsbannið hafa gilt í nokkra mánuði. Sökum lítillar umferðar fólks milli þessara landa á þeim tíma þótti ekki ástæða til að koma upp sótthreinsibúnaði á Keflavíkur- flugvelli, að sögn Páls, eða að hafa eftirlit með komu farfugla til landsins, sem hann taldi að væri erfiðleikum háð. Páll sagði að vísu hefðu Bretar kannað starra, sem á þeim tíma flakkaði á milli meginlands Evrópu og Bretlands, en sá fugl ekki sýnt nein merki um að bera með sér gin- og klaufaveiki. Páll sagði að ef hann væri yfirdýralæknir í dag myndi hann hiklaust stöðva allan innflutning á kjötvörum frá Bret- landi, miðað við núverandi aðstæð- ur, en yfirdýralæknir hefur mælst til þess við ferðamenn að þeir komi ekki með unnin matvæli með sér til landsins. „Umferðin á milli landanna á þessum árum var langtum minni en hún er í dag. Nú fara þúsundir manna til Bretlands. Við vorum samt ákaflega harðir á innflutn- ingsbanninu enda voru allir skít- hræddir við þessa veiki. Þetta var og er alveg hryllilegur sjúkdómur. Við vorum frekar fljótir að grípa til þessa banns. Ég fylgdist með fréttum af veikinni í Bretlandi og aðgerðum gegn henni í gegnum BBC á nóttunni en þá voru hlust- unarskilyrðin best. Ég fylgist enn með þessum fréttum BBC og fæ þær fyrr en hjá Ríkisútvarpinu,“ sagði Páll. Hann sagði stærsta vanda Breta vera þann að þeir væru stöðugt að flytja dýrin til og versla með þau. Stærri sláturhús og kjötvinnslur gerðu það að verkum að sækja þyrfti gripina lengri leiðir en áður og gjarnan á milli landshluta. Reiknaði Páll samt ekki með því að veikin yrði jafnútbreidd og fyrir rúmum þrjátíu árum. Páll minnti á að vindur gæti auðveldlega verið smitleið þessar- ar veiki og að á áttunda áratugn- um hefðu dönsk yfirvöld talið að nokkur tilfelli gin- og klaufaveiki hefðu líklega borist með vindi til Suður-Sjálands frá rannsóknarstöð við strendur Þýskalands. Fuglar lágu einnig undir grun sem smit- berar þó að það sannaðist ekki. Ráðherra vill stöðva allan innflutning á kjötvörum Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið skora á ferðaskrif- stofur að hvetja ferðamenn til að sniðganga sýkt svæði erlendis. „Mér finnst ekkert nóg nema að ferðaskrifstofur, svo ekki sé talað um hérlenda bændur, átti sig á því að glórulaus vitleysa er að ferðast inn á þessi svæði á þessum tíma. Ég er ekki í rónni fyrr en ferða- skrifstofur og aðrir hafa breytt sínum áætlunum. Við sjáum að er- lendis er allt gert til að koma í veg fyrir samgang milli bæja svo pest- in breiðist ekki hratt út. Annars tel ég varnaraðgerðir okkar ágæt- ar,“ sagði Guðni en taldi óþarft að leggja mikla vinnu í að kanna hvort farfuglar beri með sér gin- og klaufaveiki. Sjálfsagt væri að skjóta eina og eina álft eða gæs í vísindaskyni en Guðni spurði þá á móti hvað menn ætluðu virkilega að gera ef þeir fuglar sýndu nú smit. Guðni sagðist vera sammála Páli Agnari Pálssyni um að stöðva ætti allan innflutning á unnum kjötvör- um frá Bretlandi. Innflutningur á hráu kjöti væri bannaður og minnti Guðni á að yfirdýralæknir væri þegar búinn að aðvara ferða- fólk varðandi kjötvör- urnar. Algjört bann kæmi vissulega til greina. Þá taldi landbúnaðar- ráðherra ástæðu til að skoða eftirlit með ferðamönnum frá fleiri löndum en Bretlandi, t.d. frá Asíuþjóðum og öðrum þar sem gin- og klaufaveiki hefur komið upp. Aðgerðirnar í gær væru væntanlega aðeins byrj- unin. Halldór Runólfsson sagði bann á öllum kjötvörum frá Bretlandi ekki hafa komið til tals hjá emb- ætti sínu eða í landbúnaðarráðu- neytinu. Ef aðstæður kölluðu á slíkt bann yrði það tekið til skoð- unar. Stjórnvöld grípa til aðgerða í Leifsstöð til varnar því að gin- og klaufaveiki berist til landsins Farþegar frá Bretlandi stíga á sótt- hreinsimottur Reuters Írar hafa gripið til mikilla öryggisráðstafana vegna smithættu á gin- og klaufaveiki og hér úðar starfsmaður flugstöðvarinnar í Dublin sótthreinsivökva yfir stóra mottu við landganginn. Morgunblaðið/Golli Sótthreinsimotturnar sem komið hefur verið upp í Leifsstöð en farþeg- ar sem koma frá Bretlandi þurfa að stíga á þær. Þegar gin- og klaufaveiki herjaði á breskan landbúnað á árunum 1967–1968 stöðvuðu ís- lensk stjórnvöld allan innflutning á kjötvör- um frá Bretlandi. Nú er gripið til sótt- hreinsibúnaðar vegna komu ferðamanna til landsins og eftirlit áformað með farfuglum. Björn Jóhann Björnsson komst að því m.a. að landbúnaðarráðherra er hlynntur al- gjöru innflutningsbanni á kjötvörum en dregur gildi eftirlits með farfuglum í efa. Innflutningur á unnu kjöti var stöðvaður 1967–1968 Fuglar lágu undir grun en smit með þeim sannaðist ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.