Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 41
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 41 „Er ef til vill verið að plata karla til að koma hingað? Er þetta nám við hæfi?“ spurði hann. Hvert er t.d. inn- takið í kennaranáminu? Er það of kvenlægt? Allt þetta þarf að rannsaka en Sigurjón benti á ákveðnar tölur sem birtust í inntöku nemenda í skól- ann: Hlutfallslega fleiri körlum er hafnað í KHÍ en konum! Sigurjón spurði svo: „Eru réttu mælikvarðarn- ir notaðir til að velja nemendur í skól- ann?“ Samkynhneigður kennari Í umræðum á málstofunni kom vissulega fram að skiptar skoðanir eru um þetta mál. Spurt var hvort frummælendur sæju ef til vill heiminn í svart-hvítu og að næst snerist bar- áttan um nauðsyn þess að hommar og lesbíur væru í byrjendakennslu? Sig- urjón Mýrdal svaraði því til að kynin (kynferði/gender) væru fleiri en tvö og að ef hlutfall karl- og kvenkennara í byrjendakennslu væri í jafnvægi fylgdi því að eitthvað af þeim kenn- urum væru samkynhneigðir, því þyrfti enga baráttu um það. „Umræð- an er komin í lit,“ sagði hann og kenn- arar þyrftu að vera af ýmsu tagi. Í umræðum kom einnig fram áherslan á að ekki sé til ein gerð af kennurum. Sérhver kennari hefur persónulegan stíl og kenni á persónu- legum forsendum. Bent var á að þrátt fyrir vísindahyggjuna í kennslufræð- inni kæmist enginn kennari hjá því að kenna án persónuleika síns. Algjör „kvennavæðing grunnskólans“ gæti hins vegar gefið börnum skakka mynd af samfélaginu. Hafsteinn Karlsson sagði að honum væri ná- kvæmlega sama hvort það væru kon- ur eða karlar sem reiknuðu út burð- arþol í húsum. „Það skiptir hins vegar máli í menntun og uppeldi íslenskrar æsku, það þarf bæði kynin í kennsl- una,“ sagði hann. Hvert er gildi kynsins í kennslu- stofunni? Er kennarinn kynlaus vél? Margir hallast að því að kynferði sé einn af máttarstólpum kennarans í kennslustofunni. Áhrifin eru a.m.k. óbein og dulin. Karlkennarar í byrj- endakennslu eru í „útrýmingar- hættu“ og því þurfi að kanna forsend- urnar fyrir því strax. Er ástæðan falin í inntökuskilyrðum í kennaradeildir háskólanna? Er hún í kennslufræð- inni og námsefninu? Er hún í laun- unum? XY minnihlutahópur? Málþingið í KHÍ var í fjarfunda- sambandi við Háskólann á Akureyri, Höfðaskóla á Skagaströnd, Verk- menntaskólann í Neskaupstað, Menntaskólann á Ísafirði, Ráðhús Hornafjarðar og Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal. Guðrún Helgadóttir, dokt- or í kennslufræði, sem er búsett á Hólum í Hjaltadal og starfar í Hóla- skóla, auk þess að standa fyrir námi í kennslufræði myndlistar við Listahá- skóla Íslands, leggur hér orð í belg, að lokum: „Mig langar að benda á að það verður að kafa dýpra í þetta viðfangs- efni en svo að líta þannig á að hér sé einungis sértækt vandamál íslenskra karlmanna sem starfa í grunnskólum um þessar mundir. Samanburður við baráttu kvenna í gegnum tíðina við mismunun á grundvelli kynferðis varpar t.d. ljósi á vandann. Vandi karla í kvennastörfum er angi af mun stærra vandamáli sem er staða minni- hluta í samfélagi sem hættir til að mæta mismun með mismunun og misrétti, jafnvel ofbeldi. Það er margt líkt með þessu og forsendum kvenna í karlastörfum, innflytjenda á Íslandi, trúlausra í trúarumhverfi, samkyn- hneigðra í gagnkynhneigðu þjóð- félagi, landsbyggðar í borgarsam- félagi, svo dæmi séu tekin. Það skiptir miklu – ef við viljum raunverulega skóla sem mætir þörfum allra nem- enda, að við virðum fjölbreytnina í menningu okkar. Við verðum þá að hverfa frá því sem var ríkjandi við- horf þegar við Hafsteinn (Karlsson) og Jón (Guðm.) vorum í kennaranámi – að það væri einn réttur máti til að vera kennari. Að vera kennari er ekki fyrst og fremst hlutverk, það er þátt- ur í lífi einstaklings með öllum sínum sérkennum og sögu. Viðurkenningin er ein af forsendum þess að við getum alið upp kennara og nemendur til að byggja skóla sem endurspeglar sam- félagið og fjölbreytni þess.“ Í FRÉTTABRÉFI Háskóla Ís- lands (1. tbl. 23. árg. febrúar 2001, bls. 17–18) segir Rósa Erlingsdótt- ir starfsmaður jafnréttisnefndar frá greinum menntunarfræðinga úr fréttabréfum Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og Háskólans í York í Kanada um áhrifamátt valds og kynferðis í kennslu. Þar kemur glögglega fram að kynbundin hegð- un nemenda og kennara hefur áhrif á gæði og framvindu kennslu. Í þessum greinum er staða kven- kennarans í karllægu háskóla- samfélaginu í brennidepli, öfugt við efnið í námskeiði Sigurjóns Mýrdal um stöðu karlkennarans í kven- lægu grunnskólasamfélaginu. Nið- urstöðurnar styðja hins vegar að hér er um raunveruleg rannsókn- arefni að ræða. Greinarnar, sem Rósa segir frá, fjalla um málstofur og námskeið um kynbundna hegðun í kennslu- stofum: 1. Linda Briskin í Háskólanum í York sýnir greinilegt samband kyns og valda og hvernig það birtist í kennslustofum í háskólanum. „Rannsóknir hennar, sem byggjast á viðtölum við nemendur og kenn- ara, sýna að dulið valdamisræmi hefur truflandi áhrif á kennslu og nám. Ómeðvituð valdbeiting getur meðal annars leitt til þess að nem- andi upplifi útilokun frá hópnum og finni sig knúinn til að hafa hljótt um sig.“ 2. „Kennarar í málstofu Warrens (í Harvard) töluðu um að viðteknir „kvenlegir eiginleikar“ fengju al- mennt lakari einkunn en hinir svo- kölluðu „karllegu“, að konur væru beinlínis þvingaðar af viðteknum skoðunum til að tileinka sér hegðun karlmanna.“ Þetta styður niðurstöður á nám- skeiði Sigurjóns að breyttu breyt- anda um að karlar í grunnskólum séu á einhvern hátt þvingaðir til að tileinka sér hegðun kvenkennara. Í báðum greinunum sem Rósa segir frá er konum innan akadem- ískra stofnana ráðlagt að finna sér samherja til að ræða um stöðu sína og kennsluna, því umræðan er til alls fyrst. Á sama hátt má álykta að hinir fáu karlar í grunnskólum þurfi að gera það sama, og leggja áherslu á umræðuna líkt og nám- skeið Sigurjóns skapar. Jafnframt kemur fram í grein Rósu að klisjan um háskólakennara sé þessi: „Til að mynda er það al- geng skoðun að kvenkennarar eigi að vera opnir, nálægir og samúðar- fullir, en karlkennarar fastir fyrir, fjarlægir og strangir.“ Óhjákvæmileg kynbundin hegðun nemenda og kennara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.