Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 28
VIÐSKIPTI 28 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar hf. á árinu 2000 var 171 milljón krónur samanborið við 235 milljónir á árinu 1999. Hagnaður af vátryggingarekstri var 145 milljónir en var 256 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins af fjármála- rekstri var 251 milljón krónur á síð- asta ári en 234 milljónir árið 1999. Hagnaður af hlutdeildarfélögum minnkaði milli ára, var 108 milljónir en 139 milljónir árið áður, og tekjur af öðrum eignarhlutum lækkuðu einnig, voru 45 milljónir samanborið við 84 milljónir árið 1999. Vaxta- tekjur og gengismunir hækkuðu á milli ára, voru 930 milljónir króna en 880 milljónir árið áður. Fjárfest- ingatekjur yfirfærðar á vátrygg- ingarekstur voru 835 milljónir sam- anborið við 789 milljónir 1999. Undir liðnum önnur gjöld er gjald- færsla á afskrift á viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð 103 milljónir. Trygging hf. er að öllu leyti í eigu Trygginga- miðstöðvarinnar en starfsemi félagsins er eingöngu fólgin í eigna- umsýslu og uppgjöri útistandandi tjóna í erlendum endurtryggingum. Hagnaður af sölu fjárfestinga var 81 milljón en var 30 milljónir 1999. Afleit afkoma í ökutækjatryggingum Í tilkynningu frá Tryggingamið- stöðinni segir að hagnaðurinn af vá- tryggingarekstrinum hafi ekki verið viðunandi á árinu 2000 því taka verði tillit til þess að félagið færði 200 milljónir króna úr útjöfnunar- skuld til að mæta miklum tjóna- þunga. Þetta er annað árið í röð sem félagið hefur þurft að grípa til þessa úrræðis, en árið 1999 færði félagið 255 milljónir úr útjöfnunar- skuldinni. Þá kemur fram í tilkynn- ingunni að mjög stór tjón hafi lent á félaginu á síðasta ári, bruni í Ís- félaginu í Vestmannaeyjun og bruni í ms. Hannover á hafi úti. Einnig hafi tjónaþungi verið mikill í öku- tækjatryggingum og fjölskyldu- og fasteignatryggingum. Góð afkoma hafi hins vegar verið í sjó-, flug- og farmtryggingum, ábyrgðartrygg- ingum og innlendum endurtrygg- ingum. Afkoman hafi verið viðun- andi í slysatryggingum, slæm í eignatryggingum og afleit í öku- tækjatryggingum, sérstaklega lög- boðnum ökutækjatryggingum. Erfitt að áætla rekstrarhorfur Í tilkynningu félagsins segir að mjög erfitt sé að áætla rekstrar- horfur til skamms tíma hjá vátrygg- ingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, séu háð mjög miklum sveiflum. Félagið meti hins vegar líklegan tjónaþunga og reyni að taka iðgjald í samræmi við það. Ekkert stórtjón hafi lent á félaginu það sem af sé þessu ári. Þá segir að fjármunatekjur félagsins byggist á efnahagsumhverfinu og þeim möguleikum til ávöxtunar sem það gefi. Erfitt sé að segja til um þróunina á því sviði á þessu ári, en það sé mat félagsins að fjármuna- tekjur verði svipaðar á árinu 2001 og á árinu 2000. Fram kemur í tilkynningunni að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomuna í vátrygg- ingarekstrinum. Iðgjöld í lögboðn- um ökutækjatryggingum hafi verið hækkuð um 25% til 30% að jafnaði á síðasta ári og ýmsar breytingar gerðar á áhættuflokkum og áhættu- svæðum og iðgjöld í húftryggingum ökutækja hafi hækkað lítillega. Í lok ársins hafi verið gerðar breyt- ingar á gjaldskrá og skilmálum í nokkrum greinum eignatrygginga. Þá segir að vegna þess að trygg- ingar séu að jafnaði greiddar ári fyrirfram og gjalddagar trygginga séu að jafnaði snemma á árinu gæti áhrifa þessara gjaldskrárbreytinga að takmörkuðu leyti fyrr en á árinu 2001. Þessar ráðstafanir muni bæta afkomu vátryggingarekstursins og leiða að öðru óbreyttu til betri af- komu félagsins á árinu 2001 en á árinu 2000. Mat félagsins er að hagnaður ársins 2001 eftir skatta geti orðið á bilinu 240 til 280 millj- ónir króna. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 28. mars næstkomandi og legg- ur stjórnin til að greiddur verði 20% arður til hluthafa á árinu 2001. Betur í stakk búið til að mæta sveiflum Katrín Friðriksdóttir, sérfræð- ingur í greiningadeild Búnaðar- bankans Verðbréfa, segir að hagn- aður Tryggingamiðstöðvarinnar sé í samræmi við væntingar greininga- deildarinnar. Eigin tjón félagsins hafi verið nokkuð hærri en gert hafi verið ráð fyrir en 200 milljóna króna tilfærsla úr útjöfnunarskuld hafi vegið þar upp á móti og skilað félaginu þeim hagnaði af vátrygg- ingarekstri sem búist hafi verið við. „Útjöfnunarskuld stendur nú í 908 milljónum og hefur dregist saman um rúmar 450 milljónir á síðustu tveimur árum. TM hefur fært stór- ar fjárhæðir á útjöfnunarskuld í gegnum árin og er þess vegna betur í stakk búið til að mæta sveiflum í afkomu en hin tryggingafélögin. Félagið varð fyrir tveimur stórum tjónum á árinu, öðru í sjó- tryggingum og hinu í eignatrygg- ingum og var því afkoman í þeim greinum verri en árið áður. Þrátt fyrir þetta er flokkur sjó-, flug- og farmtrygginga ennþá arðbærasti flokkur trygginga. Vegna þessara stóru tjóna vex tjónaskuld um tæpa tvo milljarða milli ára, en af því er hlutur endurtryggjenda 1.220 millj- ónir. Vöxtur hreinnar tjónaskuldar, þ.e. að frádregnum hluta endur- tryggjenda, er því rúmar 700 millj- ónir, sem er svipað og milli áranna 1998 og 1999. Áhrifin eru hins veg- ar þau að efnahagsreikningur félagsins vex um rúma 2 milljarða milli ára en þegar þessi tjón hafa verið gerð upp mun tjónaskuld minnka að nýju með tilheyrandi áhrifum á efnahagsreikning. Athygli vekur að framlag til af- skrifta og niðurfærslu eigna eykst um tæp 60% á sama tíma og veðlán aukast um 3%. Á heildina litið er uppgjörið við- unandi. Brugðist hefur verið við lakri afkomu í ökutækjatryggingum og eignatryggingum með hækkun iðgjalda og má því búast við af- komubata í þessum greinum. Nú- verandi gengi hlutabréfa félagsins er í samræmi við greiningu Bún- aðarbankans Verðbréfa á félaginu. Lítil viðskipti voru með bréf félags- ins í gær og hélst gengi þeirra óbreytt,“ segir Katrín. Hagnaður Trygginga- miðstöðvarinn- ar 171 milljón        & <   # :   #           :   &     #   *                    9    @ #'B      (        :  ('        ;    9     C #'   '" !'&" "!" #!'"  $ #&     #" #     !' '&$&   &!  &%  4 "/42, , .!.2, /.-21 )! "1!2, ,112" )1/!2! %*% %##* )!.2. )12.  $"#%%& ! 0!02- - .4"2 $"#%%& 00/20 /2/= "" $ %#*%! *! %*! "%$* %%* "#* * %$* "$*#! "%*%! $*%! *#! $ * $*%! $*$! *!      &  ' (( ' (( ' ((     & !'$' !'$'      &  ● EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bruna- bótafélag Íslands (EBÍ) hefur ráðið Önnu Sigurðardóttur fram- kvæmdastjóra félagsins frá og með 30. mars næstkomandi. Anna hóf störf hjá EBÍ sem fjár- málastjóri og verkefnisstjóri ýmissa verkefna á sviði forvarna í brunamálum árið 1998. Hún tekur við af Hilmari Páls- syni sem lætur af störfum eftir 45 ára starfsferil hjá Brunabótafélag- inu. Anna Sigurðardóttir útskrifaðist sem viðskiptafræðingur á stjórn- unarsviði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk meistaragráðu í op- inberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Syracuse í New York fylki í Banda- ríkjunum árið 1990. Á árunum 1991 til 1995 starfaði Anna sem sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Hornafjarðar og nágrennis og gengdi síðan ýmsum stjórnunarverk- efnum fyrir sveitafélagið Hornafjörð á árunum 1995–1998. Hún var þá m.a. framkvæmdastjóri stjórnsýslu- sviðs Hornafjarðar og starfaði sem bæjarstjóri um hríð í námsleyfi þá- verandi bæjarstjóra. Anna Sigurðardóttir er í sambúð með Gunnari Þór Árnasyni versl- unarstjóra. Nýr fram- kvæmdastjóri EBÍ ● EMIL B. Karlsson var ráðinn til SVÞ-Samtaka verlsunar og þjón- ustu frá 1. febrúar. Hann mun annast kynningar og markaðsmál, menntamál, sér- leyfismál og ým- is önnur verk- efni. SVÞ eru næst- stærstu atvinnu- vegasamtökin innan Samtaka atvinnulífsins, með um 400 aðildarfyrirtæki í verslun og þjónustu. Emil B. Karlsson var áður al- þjóðafulltrúi á Iðntæknistofnun og forstöðumaður Evrópumiðstöðvar Impru. Þar áður var hann kynn- ingar- og markaðsstjóri Iðntækni- stofnunar. Emil er fil. kand. frá Háskólanum í Lundi. Hann er gift- ur Hallveigu Thordarson og á fjög- ur börn og eina stjúpdóttur. Nýr starfs- maður SVÞ ● ORMARR Örlygsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skinna- iðnaðar hf. og mun hann hefja störf hjá félaginu um miðjan mars nk. Ormarr hefur undanfarin tvö og hálft ár starf- að í Sviss við þróun viðskipta- sambanda hjá svissneska efna- vörufyrirtækinu TFL, sem sér- hæfir sig í framleiðslu efna fyrir leðuriðnaðinn. Áður en hann fluttist til Sviss gegndi hann starfi for- stöðumanns rannsóknastofu Skinnaiðnaðar hf. um tíu ára skeið. Ormarr tekur við starfi fram- kvæmdastjóra af Bjarna Jónassyni, sem hefur veitt fyrirtækinu for- stöðu frá stofnun þess árið 1993 en sagði upp störfum fyrr í þessum mánuði. Ormarr er 38 ára að aldri, efna- fræðingur að mennt. Hann er kvæntur Valgerði Vilhelmsdóttur og eiga þau fjögur börn. Ormarr Örlygsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. KAUPHÖLLIN í Helsinki hefur ákveðið að kaupa 51% í kauphöllinni í Tallinn, Eist- landi. Kauphöllin í Tallinn mun tengjast viðskipta- og uppgjörskerfi HEX. Að því er kemur fram í fréttatil- kynningu er markmiðið með sameiningunni að byggja upp virkan verðbréfamark- að í Tallinn og auka veltu, sýnileika og seljanleika eist- neskra verðbréfa. Kaupin komu þeim aðil- um sem standa að Norex- samstarfinu verulega á óvart. Kauphallirnar í Eystrasaltslöndunum, Eist- landi, Lettlandi og Litháen, voru búnar að skrifa undir yfirlýsingu um að ganga inn í svokallað Norex-samstarf kauphallanna í Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Nor- egi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Í frétt frá Baltic news service kemur fram að í desember gekk allt sam- kvæmt áætlun. Ljóst er að TSE gengur ekki inn í Norex-samstarfið að svo stöddu. Tallinn-kauphöllin er stærsti verðbréfamarkað- urinn í Eystrasaltslöndun- um. Eystrasaltslöndin eru ekki stór markaður miðað við þann sænska og finnska. Dagleg velta á finnska mark- aðinum er um einn milljarð- ur evra, um 80 milljarðar ís- lenskra króna en veltan á þeim eistneska er einungis um 1,4 milljónir evra, um 112 milljónir króna. Veltan á þeim lettneska og litháíska er enn minni. Þessi litla velta hefur gert að verkum að kauphöllin í Tallinn hefur lagt áherslu á að tengjast stærri markaði. Forráða- menn HEX hafa einnig lýst yfir áhuga á samstarfi við kauphallirnar í Riga í Lett- landi og Vilnius í Litháen. Viðskiptakerfi HEX verð- ur tekið upp í Tallinn og mun það auka sýnileika eist- neskra skulda- og hluta- bréfa. Alþjóðlegir fjárfestar munu þannig eiga greiðari aðgang að eistneskum verð- bréfum. Eistneskir fjárfest- ar hafa fjárfest nokkuð á finnska markaðinum og mun kostnaður við viðskipt- in lækka með sameiningu kerfa HEX og TSE. OM-gruppen sem rekur kauphöllina í Stokkhólmi og á 15% í HEX-group sem rekur kauphöllina í Helsinki kom fréttin á óvart. Ljóst er að Finnarnir hafa takmark- aðan áhuga á að ganga inn í Norex að svo komnu. Í yf- irlýsingu HEX kemur fram að kaupin á TSE þjóna hagsmunum og framtíðar- sýn kauphallarinnar í Hels- inki. Stefna kauphallarinnar hefur verið að vaxa og er stærsti hluti af veltu HEX í viðskiptum með bréf Nokia- fjarskiptafyrirtækisins. Mat stjórnenda HEX er að nauðsynlegt sé fyrir kaup- höllina að stækka markað- inn og auka breidd í verð- bréfavali. Með kaupunum á TSE mun Helsinki verða stærri og sýnilegri markað- ur fyrir erlenda fjárfesta. Þrátt fyrir smæð markað- anna í Eystrasaltslöndunum eru það vonbrigði fyrir þá sem eru í Norex verði þau ekki með og kjósi að taka upp kerfi HEX. Haft var eft- ir Gert Tiivas, framkvæmda- stjóra TSE, að framtíðarsýn HEX og TSE um framtíð evrópskra verðbréfamark- aða færi vel saman. Mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár hjá HEX- group sem rekur finnsku kauphöllina. Velta á finnska verðbréfamarkaðinum meira en tvöfaldaðist milli árana 1999 og 2000. Alþjóðlegir fjárfestar eiga um 70% af heildarverðmæti hlutabréfa á markaðinum og um eitt hundrað aðilar dreifa upplýs- ingum um habb um allan heim. HEX- group áætlar að selja hlutabréf sín á almenn- um markaði innan skamms. Markaðsvirði HEX er talið vera um 250 til 300 milljónir evra eða um 20 til 24 millj- arðar íslenskra króna. Hans-Ole Jochumsen sem er í forsvari fyrir Norex- samstarfið ítrekaði eftir fréttirnar að Finnum stæði til boða að vera með í Norex. Kauphöllin í Helsinki fjárfestir í Eistlandi STUTTFRÉTTIR GENGI hlutabréfa í net- verslunarfyrirtækinu Amazon.com hækkaði á Nasdaq-hlutabréfamark- aðnum í gær, í framhaldi af orðrómi um viðræður stjórnenda fyrirtækisins og Wal-Mart verslunar- keðjunnar um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna. Á síðastliðnu ári féll gengið um 83% en strax við upphaf viðskipta í gær hækkaði það um rúm 24%. Netið í umsjón Amazon Til umræðu mun meðal annars vera að Amazon sjái um stefnumótun Wal- Mart á Netinu en fá í staðinn hluta af sölu- tekjum sem kæmu í gegnum netsölu Wal- Mart. Hvorki stjórnendur Amazon né Wal-Mart hafa vilja láta hafa nokk- uð eftir sér um hugsan- legt samstarf. Gengi Am- azon.com hækkar vegna orðróms New York, Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.