Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSpænska liðið Bidasoa besti kosturinn fyrir Hauka? /B1 Kristján Sigurðsson frá Stoke til Knattspyrnufélags Akureyrar /B3 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM KONA á fimmtugasta og áttunda aldursári, Ólöf Snorradóttir frá Gilsfjarðarmúla, fannst látin skammt frá brúnni yfir Gilsfjörð á sunnudagsmorgun. Hún hafði lagt af stað akandi heim til sín frá félagsheimilinu Voga- landi við Króksfjarðar- nes, en villtist í slæmu veðri og festi bifreiðina utan vegar. Talið er að konan hafi lagt af stað frá Vogalandi um klukkan 3 aðfaranótt sunnudags og var hafin leit síðar um nóttina þegar hún skil- aði sér ekki heim. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði tók konan ranga beygju til hægri í suður eftir þjóðvegi 60 í stað þess að beygja til vinstri og aka austur með Gilsfirði. Skömmu eftir að konan var kom- in inn á þjóðveg 60 hafnaði bifreiðin utan vegar. Konan yfirgaf þá bifreiðina og gekk rúm- an kílómetra suður eftir veginum niður að Gils- fjarðarbrú. Að sögn lög- reglu virðist sem hún hafi áttað sig við brúna, enda gáfu fótspor henn- ar til kynna að hún hefði lagt af stað til baka. Íbúar á nálægum bæjum í Gilsfirði hófu leit að konunni klukkan 5 á sunnudagsmorgun og fannst hún látin á veginum skammt ofan við brúna um klukkan 6.30. Ekki kom til þess að kallaðar yrðu út björgunarsveitir, enda átti að kanna fyrst svæðið í nágrenni félagsheim- ilisins áður en frekari leit yrði hafin. Eftir að hin látna fannst var hún flutt í Króksfjarðarnes. Þangað kom læknir heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal klukkan 7.30 og úrskurðaði hana látna klukkustund síðar. Hin látna, Ólöf Snorradóttir, var til heimilis á bænum Gilsfjarðarmúla. Hún var fædd 15. október 1943 og lætur eftir sig eiginmann og fimm börn. Ólöf Snorradóttir                                                         ! ""            Kona varð úti við Gilsfjarðarbrú HVASSVIÐRI með snjókomu og skafrenningi var ríkjandi á aust- anverðu Norðurlandi og Austur- landi í gær og fyrrinótt. Veður var mjög slæmt austan Akureyrar og með ströndinni austur frá Húsavík í gærmorgun og víðast ófært fram- an af degi. Aðfaranótt mánudags var farið að snjóa verulega og víða skafrenningur og voru allir fjall- vegir ófærir á Austurlandi í gær. Ekkert varð þó af því aftakaveðri sem Veðurstofan hafði spáð aust- anlands, en allhvasst varð víða og fór vindur í 20 m/sek á nokkrum stöðum. Snjóflóð í Mjóafirði Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum og Húsavík var þung færð á götum og þurftu margir öku- menn á aðstoð að halda við að komast leiðar sinnar í fannferginu. Allt gekk þó slysalaust fyrir sig enda fólk lítið á ferðinni þar sem skyggni var lítið í skafrenningnum. Á Akureyri var sömu sögu að segja en þar voru helstu götur mokaðar snemma í gærmorgun og helst að bílstjórar lentu í vandræðum í heimkeyrslum og á fáfarnari göt- um. Í Mjóafirði féll snjóflóð í fyrri- nótt skammt frá bænum Kastala sem stendur yst í Brekkuþorpi. Að sögn Jóhönnu Lárusdóttur, sem býr á Brekku þar skammt frá, var hríðin það blind í gær að mönnum tókst ekki að gera sér fulla grein fyrir umfangi flóðsins en ekki er vitað til þess að það hafi valdið tjóni. Almannavörnum var tilkynnt um flóðið og var ekki talin mikil hætta á stóru flóði þar sem harðfenni væri í giljum og snjórinn rynni þá jafnóðum af stað. Jóhanna sagði að flóabáturinn hefði ekki farið til Neskaupstaðar í gær vegna veðurs en það væri sjaldgæft að hann sigldi ekki. Í Brekkuþorpi er búið í 7 íbúðarhúsum. Röskun á innanlandsflugi Nokkur röskun varð á innan- landsflugi í gær vegna veðurs. Að- eins var fært til Vestmannaeyja og Sauðárkróks í gærmorgun og var flugi til annarra staða frestað fram yfir hádegi. Þá var flogið til flestra staða á landinu nema Egilsstaða en öllu flugi þangað var aflýst vegna veðurs í gær. Um miðjan dag í gær var norð- urleiðin til Akureyrar, Siglufjarðar og Húsavíkur orðin fær en þar var mjög slæmt skyggni á köflum vegna hvassviðris og snjókomu. Ófært var frá Akureyri til Dalvík- ur og Grenivíkur fram yfir hádegi og alveg ófært um Möðrudals- öræfi. Á Austurlandi var orðið fært um Fagradal og með ströndinni suður um en þar var skafrenningur og slæmt ferðaveður. Mikið hvass- viðri var í Öræfum í gærmorgun og á Fagurhólsmýri mældist vind- hraðinn 26–27 m/sek klukkan níu. Þá var mjög hvasst undir Hvalnesi en að sögn lögreglunnar á Horna- firði lentu ferðalangar ekki í erf- iðleikum vegna hvassviðris. Veðurstofan spáir í dag 13–18 m/ sek suðvestanlands og snjókomu eða slyddu um land allt og búist er við 0–9 stiga frosti, kaldast á Vest- fjörðum. Í dag er reiknað með að skil komi upp að Suðurlandi með snjókomu sem síðan fer yfir í slyddu og rigningu þegar líður á daginn. Síðan á vindur að snúast í austanátt víðast hvar á landinu með hlýnandi veðri og slyddu og síðan rigningu fram á sunnudag. Á Vestfjörðum gæti hins vegar orðið vægt frost. Ófært á heið- um og þung- fært í bæjum Morgunblaðið/Halldór Þormar Á Siglufirði var hvassviðri og skafrenningur í gær eins og víða norð- austan- og austanlands. Morgunblaðið/Jim Smart Tafir urðu á innanlandsflugi í gærmorgun vegna veðurs og myndaðist nokkur biðröð á Reykjavíkurflugvelli seinni part gærdagsins. Snjókoma með skafrenningi víða norðan- og austanlands í gær TÆKNILEG vandamál komu upp í gær við rekstur Morgunblaðsins á Netinu. Ollu þau því að notendur áttu erfitt með að tengjast vefnum og einnig gátu starfsmenn mbl.is ekki uppfært vefinn reglulega. Unnið var að því í gær að komast fyrir þennan vanda en ekki er hægt að útiloka áframhaldandi truflanir í dag. Eru lesendur mbl.is beðnir vel- virðingar á því ónæði sem þetta kann að hafa valdið þeim. Tæknivanda- mál ollu trufl- unum á mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík hefur óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann taki til meðferðar meinta vitn- eskju starfsmanna embættisins um umsækjendur um störf hjá Íslands- pósti og að þær bærust fyrirtækinu í gegnum starfsmenn Tollstjóraemb- ættisins í Reykjavík. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, ritaði ríkissaksóknara í gær og fór fram á ofangreinda athug- un. Varalögreglustjóri segir að óskað hafi verið eftir því að ríkissaksóknari taki til meðferðar þann þátt málsins sem snúi að embætti lögreglunnar í Reykjavík en áður hefur ríkislög- reglustjóri óskað eftir sams konar at- hugun fyrir hönd síns embættis. Snýst málið um að kannað verði hvort starfsmenn Tollstjóraembættisins í Reykjavík hafi fengið upplýsingar hjá embættunum hvort starfsmenn og umsækjendur um störf hjá Íslands- pósti hefðu verið grunaðir um fíkni- efnaneyslu. Kom það fram í svari Tollstjóraembættisins við fyrirspurn frá Persónuvernd. „Tollstjóri lætur í veðri vaka að lög- reglumönnum hjá lögreglunni í Reykjavík, og ríkislögreglustjóra reyndar líka, hafi verið kunnugt um að upplýsingar gengju síðan til Ís- landspósts og við óskuðum eftir að hann tæki málið til meðferðar,“ sagði Ingimundur í samtali við Morgun- blaðið. Hann kvaðst ekki vita hversu langan tíma athugunin geti tekið en vonast til að hún gangi hratt fyrir sig. Lögreglan í Reykjavík leitar til ríkissak- sóknara Meint upplýsingagjöf lögreglu til tollstjóra FÉLAGSMENN í Póstmannafélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamn- ing við Íslandspóst. Á kjörskrá voru 1.395 og greiddu 870 atkvæði. Já sögðu 367 eða 42,2%, nei sögðu 488 eða 56% og auðir og ógildir seðlar voru 15. Póstmenn felldu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.