Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI 26 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra nam 909 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 200 milljónir króna árið 1999. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að þetta sé besta afkoma sjóðsins í 39 ára sögu hans. Þess ber að geta að sparisjóðurinn seldi í desembermánuði 10,40% hlut sinn í Kaupþingi og er eignarhlutur sparisjóðsins 0,239% eftir söluna en var áður 10,6417%. Hluturinn var seldur á ríflega 1,64 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóði vélstjóra kemur fram að þegar hlut- urinn í Kaupþingi var seldur þá hafi Kaupþing nýlega verið skráð á Verðbréfaþingi og við blasti að mikl- ar breytingar yrðu á eignarhaldi þess. „Yfirgnæfandi líkur eru á því að innan skamms tíma verði spari- sjóðirnir orðnir minnihlutaeigendur í félaginu. Það var því mat stjórn- enda sparisjóðsins að rétt væri að draga sparisjóðinn út úr félaginu. Mjög góður hagnaður reyndist af sölu þessari sem endurspeglast í hagnaði ársins.“ Tekjur af hlutdeildarfélögum og öðrum eignahlutum lækkuðu mjög mikið milli ára, eða úr 247,5 millj- ónum árið 1999 í 41,1 milljón árið 2000. Stafar lækkun þessi af erfiðari rekstri hlutdeildarfélaganna, eink- um vegna lækkunar á gengi verð- bréfa og einnig því að nú er Kaup- þing ekki talið með. Framlag í afskriftareikning út- lána var 180,3 milljónir króna og hefur hækkað frá fyrra ári um 67,3% og frá árinu 1998 um 220,8%. Af- skriftareikningur útlána sem hlut- fall af útlánum og veittum ábyrgðum jókst úr 2,3% í 3,0% á árinu,“ sam- kvæmt upplýsingum frá Sparisjóðn- um. Hlutdeild stofnfjár í heildar eigið fé einungis 1,2% Eiginfjárstaða sparisjóðsins hefur styrkst verulega. Eigið fé var í árs- lok 2.330,9 milljónir og hafði vaxið á árinu um 938 milljónir eða 67,4%. Stofnfjáreigendum í sparisjóðnum fer heldur fjölgandi. Alls voru í árs- lok 632 stofnfjáreigendur og hafa þeir lagt fram í stofnfé 27,9 milljónir króna. Nemur hlutdeild stofnfjár í heildar eigið fé 1,2%. Eiginfjárhlut- fall sparisjóðsins samkvæmt CAD reglum var í árslok 18,1%. CAD hlutfallið var í upphafi árs 9,4% og má ekki vera lægra en 8%. Markaðsverðbréf voru 1.131,2 milljónir króna og höfðu dregist saman um 120,5 milljónir. Öll verð- bréfaeign sparisjóðsins er færð á markaðsgengi. Sparisjóður vélstjóra með 909 milljónir í hagnað árið 2000 1,6 milljarða söluhagn- aður vegna Kaupþings      ;>  ;> #   )   9                           (        (' :         *' <     ' $ '  '"&   "  !     ' $'!!   $'  !1- -.  41/   ". % % -,  !" # 4 /-  !-! !" # , ./0 $! $ ! $#! %% $%$! ! ## % # $$! ! $$! "%      &  ' (( ' (( ' ((     & !'$' !'$'    HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Keflavík nam 123,6 milljónum króna á síðasta ári en 148 milljón króna hagnaður var árið 1999. Er þetta 16,5% samdráttur milli ára. Tekjur af markaðsverðbréfum og öðrum eignarhlutum drógust saman milli áranna og skýrir það fyrst og fremst minni hagnað sparisjóðsins. Arðsemi eigin fjár var 12,9% árið 2000. Í rekstraráætlun fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir sambærilegri rekstrarafkomu. Framlag í afskriftareikning út- lána var 86,8 milljónir króna árið 2000 en var 78,6 milljónir árið áð- ur. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,60% en var 0,69% árið áður. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum 10,68% Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 2000 ásamt lántöku námu um síðustu áramót 11.035 milljón- um króna og jukust innlán um 1.950 milljónir eða um 21,5%. Út- lán Sparisjóðsins ásamt markaðs- skuldabréfum námu 11.794,7 milljónum króna í árslok 2000 og höfðu aukist um 2.307,7 milljónir eða um 24,3%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 10,68% en var 10,85% árið áður. Á síðasta ári jók Sparisjóðurinn stofnfé sitt með útgáfu nýrra stofnfjárbréfa að upphæð 300 milljónir króna. Jafnframt fékkst heimild ríkisskattstjóra til að nýta kaup á stofnfjárbréfum Spari- sjóðsins í Keflavík til skattaaf- sláttar fyrir einstaklinga. Útboð- inu var vel tekið og nýttu margir stofnfjáraðilar forkaupsrétt sinn auk þess sem nýir bættust í hóp- inn. Í lok árs var stofnfé 600 millj- ónir króna að nafnvirði og dreifð- ist það á 550 aðila. Stöðugildi í lok ársins voru 70,52. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn fimmtu- daginn 15. mars nk. Sparisjóðurinn í Keflavík Hagnaður minnkar um 16,5 prósent    ;>  ;> #   )   9             ?    #               (        (' :         :    @A95B 9     C# '   #    ' ((    ' (( ' " '&  !$!   "&    !' ' $$   "% $% & $  ,, /. 4! !-/ % 4-! /- % 01  "##! " 4./ -1- "##! "2.1= .2,= #* #*%! $*#! "$ "* $#* $* "#*#! "$*$! "$ %* % *! %*     !'$' !'$'    &  &  &      Í JANÚARMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 14,4 milljarða króna og inn fyrir 13,8 milljarða króna fob. Vöruskiptin í janúar voru því hag- stæð um 0,6 milljarða en í janúar 2000 voru þau óhagstæð um 1,9 millj- arða á föstu gengi. Í frétt frá Hag- stofunni kemur fram að verðmæti vöruútflutnings var 47% meira á föstu gengi en sama tíma árið áður og verðmæti vöruinnflutnings var 17% meira á föstu gengi en sama tíma árið áður. Í desembermánuði síðastliðnum voru fluttar út vörur fyrir 10,9 millj- arða króna og inn fyrir 15,8 milljarða króna fob. Vöruskiptin í desember voru því óhagstæð um tæpa 5 millj- arða en í desember í fyrra voru þau óhagstæð um 1,7 milljarða á föstu gengi. Allt árið 2000 voru fluttar út vörur fyrir 148,4 milljarða króna en inn fyrir 187,3 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskiptum við út- lönd sem nam 38,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 22,7 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,2 milljörðum króna verri árið 2000 en árið 1999 á föstu gengi. Allt árið 2000 var heildarverðmæti vöruútflutnings 3% meira á föstu gengi en árið áður eða sem nam 4,5 milljörðum króna. Sjávarafurðir voru 64% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3%, 2,5 milljörðum, minna en árið áður. Stærstu liðir útfluttra sjáv- arafurða voru fryst fiskflök og salt- aður og/eða þurrkaður fiskur. Sam- drátt útfluttra sjávarafurða má einna helst rekja til minni útflutnings á frystum fiskflökum og frystri rækju. Útfluttar iðnaðarvörur voru 31% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 25%, 9 milljörðum, meira en árið áður. Ál átti stærstu hlutdeild í útflutningi iðnaðarvöru. Aukningu útfluttra iðnaðarvara má aðallega rekja til aukins útflutnings á áli, kís- iljárni og lyfjum og lækningatækjum. Útflutningur á öðrum vörum dróst saman um 2,5 milljarða, aðallega vegna minni sölu á skipum og flug- vélum. Heildarverðmæti vöruinn- flutnings árið 2000 var 12% meira á föstu gengi en árið áður, eða sem nam 20,7 milljörðum króna á föstu gengi. Stærstu liðir innflutnings 2000 voru fjárfestingarvörur með 24% hlut- deild, hrávörur og rekstrarvörur með 23% hlutdeild og neysluvörur aðrar en mat- og drykkjarvörur með 19% hlutdeild. Af einstökum liðum varð mest aukning í innflutningi á eldsneyti. Verðmæti eldsneytisútflutnings nær tvöfaldaðist og um 37%, 7,7 milljarð- ar, heildaraukningar á innflutningi stafar af verðhækkun á eldsneyti. Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til þess að innflutningur á hrávörum og rekstrarvörum jókst um 12%, 4,6 milljarðar, og innflutningur á fjár- festingarvörum jókst um 8%, 3,2 milljarðar, auk þess sem aukning varð á innflutningi á flutningatækj- um og neysluvörum öðrum en mat- vörum og drykkjarvörum. Vöruskiptin við útlönd hagstæð í janúar um 600 milljónir Hallinn í fyrra 38,9 milljarðar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.