Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 37 að skoða og reyna að skilja stelpur frá eigin karlmannlegu sjónarhorni eins og hann orðar það. Á sviðinu standa þrjár konur hver í sínum upplýsta ferhyrningi. Þær hreyfa sig vélrænt. Sterk ljós uppsviðs blinda áhorf- endur þegar þrír karlmenn birtast og virða konurnar forvitnir fyrir sér. Þær hreyfa sig í takt við erlent tungumál og þeir horfa á. Tónlistin og hljóðin í verkinu koma úr ýmsum áttum. Rafmagnshljóð er notað til að búa til atburðarás. Rauður sófi og hæg- indastóll eru á sviðinu en í þeim situr fólk sem líkist framliðnum verum. Það starir og bendir út í loftið en fær raflost þess á milli frá ljósaperu sem gengur á milli þeirra. Leikurinn færist um sviðið þegar karldansar- arnir leitast við að koma lífi í einn kvendansarann sem dansaður er af Hildi Óttarsdóttur en hún situr hreyfingalaus eftir raflost í hæg- indastólnum. Stóllinn fylgir hreyf- ingum hennar um sviðið svo úr verð- ur einskonar stóladans. Á loka- spretti verksins dansar Cameron Corbett sóló undir rússneskum kór- söng. Verkið var frekar sundurleitt þó í því séu fallegar fléttur hreyfinga og samsetninga. Konurnar þrjár hreyfðu sig undir erlendu tungumáli sem gerði það að verkum að þær virtust fjarlægar og ókunnugar. Karldansararnir þrír voru ýktir í túlkun og minntu óneitanlega á Bakkabræður í fautaskapnum við að nálgast konurnar. Umhverfi senunn- ar sem á eftir kom gat hæglega verið tilvitnun í X-Files sjónvarpsþættina, þar sem framliðnar verur létu að sér kveða í dansi og leik. Stóladansinn og atlaga karlmannanna þriggja við að fá konuna til að lifna við eða sýna viðbrögð var athyglisverð og skemmtilega útfærð þar sem stóll- inn var notaður á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Hildur Óttars- dóttir sýndi einlægni og styrk í dansi svo og Cameron Corbett sem dansaði stutt, fallega túlkað sóló við rússneskan kórsöng. Engum nýjum flötum um hvernig karlmenn sjá konur var velt upp í verkinu. Það bar fremur með sér: Ég skil ekki konur versus karlmenn eru óþol- andi. Verkið var engu að síður vel dansað og skartaði góðum kostum LAUGARDAGSKVÖLDIÐ síð- astliðið frumsýndi Íslenski dans- flokkurinn tvö dansverk eftir þá Jo Strömgren og Rui Horta. Báðir höf- undarnir hafa flutt verk hérlendis áður. Björgvinjarbúinn Jo Ström- gren var gestur Norræna hússins árið 1999. Hann hefur hlotið athygli í Noregi fyrir verk sín. Hann stofnaði sinn eigin dansflokk, Jo Strömgren Kompani, árið 1998 og semur nú í fyrsta sinn fyrir Íslenska dansflokk- inn. Portúgalinn Rui Horta er ís- lenskum dansunnendum góðkunnur. Fyrir ári flutti dansflokkurinn tvö dansverk í Borgarleikhúsinu eftir hann. Horta lærði og starfaði sem dansari í New York og tók við stjórnun Companhia de Danca de Lisboa 1984. Hann stofnaði SOAP Dance Theater Frankfurt árið 1991 en sagði skilið við flokkinn nokkrum árum síðar til að geta einbeitt sér að samningu eigin dansverka. Rui Horta hefur kosið að fara aðra leið en flestir danshöfundar samtímans. Hann hafnar vinnuumhverfi stóru leikhúsanna sem standa honum til boða en vinnur þess í stað með fá- mennum hópi dansara utan við Lissabon. Íslenski dansflokkurinn frumflytur að þessu sinni dansverk eftir Horta sem er sérstaklega sam- ið fyrir flokkinn. Í dansverkinu fæst höfundur við dansara Íslenska dansflokksins sem eru gott vald á snerpu í hreyfingum í bland við ljóðræna hreyfimýkt. Vatn er höfundi hugleikið í verk- inu sem og í fleiri verkum hans. Pocket Ocean er þverstæða, því haf rúmast ekki í vasa. Þó langar mann- eskjuna til að fanga hafið. Hún býr yfir forvitni til að seilast eftir því ómögulega. Fyrir höfundi er ekkert jafn dul- arfullt og vatn. Það færir innra jafn- vægi og gefur ákveðna kyrrð en er dularfullt þar sem eingöngu yfir- borðið sést. Verkið hefst þegar áhorfendur eru að koma inn í salinn eftir hlé. Cameron Corbett talar í míkrafón við félaga sinn Chad Adam Bantner. Saman blaðra þeir þar til allir eru sestir og ljós deyfast. Mynd af straumharðri á er varpað á tjald með tilheyrandi árniði. Félagarnir breytast í teiknimyndafígúrur og skakklappast um sviðið dágóða stund. Annar þeirra spýtir vatni á renning sem er í myndlíkingu vatns á sviðinu. Hildur Óttarsdóttir birtist og dansar við straumharða ána. Dansarar hreyfa sig við vélræn verksmiðjuhljóð og þungan vatnsnið og stökkva yfir vatnsrenninginn ým- ist ákveðið eða hikandi. Verkið end- ar á því að Cameron Corbett stígur á renninginn og skuggamynd hans er varpað endilangri á vegginn upp- sviðs. Skuggamynd hans og hreyfingar vatnsins renna saman í eitt á veggn- um. Verkið samanstóð af misgóðum og misvel útfærðum hugmyndum. Sam- tal dansaranna tveggja í upphafi virkaði tilgerðarlegt meðan dans Hildar Óttarsdóttur við ána bar með sér djúpa einlægni. Dansi undir þungum verksmiðjuhljóðum (ofnot- aður effekt hjá mörgum danshöf- undum) var ofaukið. Hann bætti engu við verkið og virkaði sem klisja gegnt snilldarlega vel útfærðum endi verksins þar sem einfaldleikinn og hugvit fengu notið sín. Lýsingin í verkinu var takmörkuð og einhæf sem gerði það að verkum að grámi var yfir því að óþörfu. Af öðrum ólöstuðum var það einlæg túlkun Hildar sem gerði sér mat úr sínu hlutverki og feykifallegur, ljóð- rænn og myndrænn endir verksins sem var eftirminnilegastur. Ofsa- hraðar samsetningar við ærandi tón- list þurfti ekki til að halda athygli áhorfenda. Einfaldleikinn og ein- lægnin í dansverkinu ásamt mynd- rænu hugviti höfundar er það sem stóð upp úr. Aðrir þættir þess eru áhrifaminni og sumum þeirra var ofaukið. Áhorfendur sem greinilega kunnu að meta sýninguna, létu hrifningu sína í ljós með því að rísa úr sætum og hylla aðstandendurna með dynj- andi lófaklappi. LISTDANS B o r g a r l e i k h ú s i ð , Í s l e n s k i d a n s - f l o k k u r i n n Danshöfundur: Jo Strömgren. Tón- list: Ýmsar óþekktar upptökur, raddir dansara Íslenska dans- flokksins, Jean Marc Zelwer, Jo Strömgren, Kór Rauða hersins. Lýsing: Jo Strömgren. Búningar: Jo Strömgren, Stefanía Adolfs- dóttir. Hljóðhönnun: Jo Strömgren, Lars Aardal. Aðstoðarmaður dans- höfundar: Lone Torvik. Dansarar: Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Katrín Johnson, Lára Stefánsdóttir, Peter And- erson. Laugardagur 3. mars 2001. KRAAK EEN – KRAAK TWEE Karlar um konur og haf í vasa Morgunblaðið/Golli Hildur Óttarsdóttir í hlutverki sínu í Pocket Ocean eftir Rui Horta. Lilja Ívarsdótt ir Danshöfundur: Rui Horta. Tónlist: Yens & Yens, Andy Cowton, Death Ambient, Louis Andriessen. Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarnason. Bún- ingar: Kathy Brunner. Aðstoð- armaður danshöfundar: Jan Kodet. Dansarar: Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Elías Knudsen, Guðmundur Helgason, Hildur Ótt- arsdóttir, Hlín Diego Hjálm- arsdóttir, Katrín Johnson, Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson. POCKET OCEAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.