Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 73
SAMTÖK atvinnulífsins standa í samvinnu við norrænu ráðherra- nefndina fyrir málþingi um Evrópu- vinnurétt og jafnréttislöggjöf, föstu- daginn 9. og laugardaginn 10. mars nk., í þingsal 4 á Hótel Loftleiðum. Málþingið verður tvískipt. Fyrri dagurinn er helgaður almennri um- fjöllun um Evrópuvinnuréttinn, áhrif hans á norrænan og íslenskan vinnurétt og hvort réttarþróunin kemur til með að draga úr þeirri sérstöðu, sem íslenskur vinnuréttur hefur að mörgu leyti haft. Dag- skráin stendur kl. 10 til 16. Seinni dagur málþingsins, sem jafnframt er liður í framlagi SA til ráðstefn- unnar Konur og lýðræði, er helg- aður jafnréttislöggjöfinni og stend- ur dagskráin kl. 10 til 13. Málþingið fer fram á íslensku og ensku. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, setur málþingið en frummæl- endur á föstudeginum verða Birg- itta Nyström, prófessor í Lundi, Nicklas Bruun, prófessor í Helsinki, Sigurður Líndal prófessor, Þórar- inn V. Þórarinsson, forstjóri Lands- símans, Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA, Stefán Már Stefánsson prófessor og Jónas Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Andsvör veita Ástráður Haraldsson hrl., Helga Óttarsdóttir hdl. og Högni Kristjánsson sendiráðunautur. Um- ræðum stýra Jakob R. Möller hrl. og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Laugardaginn 10. mars ávarpar Finnur Geirsson, formaður SA, málþingið, en frummælendur um meginreglur jafnréttislaga, jöfn laun og sönnunarreglur verða Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytis- stjóri, Andri Árnason hrl., formaður kærunefndar jafnréttismála, og Ruth Nielsen, prófessor í Kaup- mannahöfn. Erindi um reynslu fyrirtækja og stéttarfélaga flytja Elfar Rúnarsson, starfsmannastjóri hjá Íslandsbanka–FBA, Rebekka Ingvarsdóttir, starfsmannastjóri Skeljungs, Jón Scheving-Thor- steinsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi, og Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR. Andsvar veitir Lára V. Júlíusdóttir hrl. og um- ræðum stjórnar Ólafur Þ. Stephen- sen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins. Þátttökugjald er 7.000 kr. eða 5.000 kr. (með hádegisverði) fyrri daginn og 2.000 kr. seinni daginn. Frekari upplýsingar er að finna á vef SA (www.sa.is). Skráning fer fram á vef SA. SA með málþing um Evrópuvinnurétt og jafnréttislöggjöf FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 73 K O R T E R losaðu þig við hana... gre nn ing Magnað bakarí Til sölu er fullkomið bakarí með öllum tækjum og tólum. Er stað- sett á stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur tvær sölubúðir. Góður rekstur og er fyrirtækið rekið með hagnaði. Margir fastir viðskipta- vinir. Kjörið fyrir þá sem vilja stækka og auka umsetninguna. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. LEIÐIR til að forðast matarsýking- ar er viðfangsefnið á námskeiði sem hefst 12. mars hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ. Námskeiðið er öllum op- ið, en er einkum ætlað yfirmönnum í rekstri veitingahúsa, skyndibita- staða, mötuneyta og annarra mat- vælafyrirtækja. Hópsýkingar eru oft raktar til til- tekins matvælafyrirtækis sem hefur slæmar afleiðingar fyrir ímynd þess og afkomu. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu tegundir matarsýk- inga og eitrana og hvernig haga megi innra eftirliti með hreinlæti í fyrirtækjum og stofnunum. Þá verð- ur farið í helstu atriði löggjafar um meðferð og merkingar á matvælum, skyldur þeirra sem framleiða og framreiða mat og opinbert eftirlit. Ásmundur E. Þorkelsson mat- vælafræðingur hefur umsjón með námskeiðinu en aðrir kennarar eru Franklín Georgsson gerlafræðingur, Valgerður Ásta Guðmundsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir og Guðrún El- ísabet Gunnarsdóttir matvælafræð- ingar. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið eru á vefsetrinu www.endur- menntun.is. Námskeið um varnir við mat- arsýkingum í fyrirtækjum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Stefáni J. Hreiðarssyni, forstöðumanni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins: „Greiningarstöðinni bárust í síðustu viku á síðum Morgunblaðsins ábendingar um ýmislegt, sem betur má fara í starfsemi stöðvarinnar að mati greinarhöfundar. Starfsfólk stöðvarinnar mun að sjálfsögðu gaumgæfa þær athugasemdir. Sú umræða mun hins vegar ekki fara fram á síðum Morgunblaðsins. Til Greiningarstöðvar er vísað um tvö hundruð fötluðum börnum og ungmennum á hverju ári. Þeim fylgja foreldrar með mismunandi af- stöðu og væntingar. Langoftast gengur hin gagn- kvæma samvinna foreldra og starfs- fólks stöðvarinnar snurðulaust fyrir sig. Starfsfólk Greiningarstöðvar mun hér eftir sem hingað til leggja sig fram í starfi sínu við þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.“ Athugasemd frá Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður haldið mánu- daginn 7. og þriðjudaginn 8. maí nk,. frá 9 til 12.30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið. Í námskeiðinu er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Greint er frá því hvernig leysa má skjala- vanda íslenskra vinnustaða með því að taka upp skjalastjórnun. Skjalastjórnun er kynnt á nám- skeiðinu sem liður í samkeppnis- forskoti fyrirtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun en opinberum vinnustöðum er í raun skylt að taka upp skjala- stjórnun eftir setningu stjórnsýslu- lag, upplýsingalaga og laga um persónuvernd. Sýnt verður banda- rískt stjórnunarmyndband sem fjallar um skjalavanda á vinnustað. Hádegisverður ásamt kaffi báða dagana er innfalinn í námskeiðs- gjaldi. Kennari er Sigmar Þormar MA. Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Nánari upplýsingar má fá á heima- síðunni: www.skjalastjornun.is. Námskeiðsskráning í netfang: skipulag@vortex.is, hjá Skipulagi og skjölum ehf. Inngangur að skjalastjórnun ♦ ♦ ♦ SKÓLA- og fræðslunefnd Sjálfstæð- isflokksins efnir til opins fundar í Valhöll Háaleitisbraut 1 kl. 17.15 í dag, þriðjudaginn 6. mars. Frummælendur verða Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, Áslaug B. Guðmund- ardóttir, sérfræðingur í fræðslumál- um, Magnús Ragnarsson, markaðsstjóri og Ketill B. Magnús- son, MA í heimspeki, eru frummæl- endur en á eftir verða almennar um- ræður. Fundarstjóri verður Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir al- þingismaður. Fundurinn er öllum opinn. Opinn fundur um menntun ÞORSTEINN Pálsson sendiherra afhenti 5. mars 2001 Kostis Stef- anopoulos, forseta Grikklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Grikklandi með aðsetur í London. Afhenti trún- aðarbréf Rangt kort Rangt kort birtist með frétt í blaðinu á laugardag um breytingar á fyrsta áfanga framkvæmda við mis- læg gatnamót á mótum Vesturlands- vegar, Víkurvegar og Reynisvatns- vegar. Vegna þess komust ekki að fullu til skila áformaðar breytingar. Leiðrétt kort er birt hér að ofan. LEIÐRÉTT                                                                     ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BOSSAKREMIÐ frá Weleda. Þú færð ekki betra. Þumalína, Heilsuhúsið, Apótekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.