Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KONA sem ákærð er fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í kjallaraíbúð á Leifsgötu 10 hinn 23. júlí sl. sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Hallgrímur hefði látist í kjölfar átaka við rúm- lega fertugan karlmann sem er ásamt öðrum manni ákærður fyrir að hafa tekið við hluta af ránsfeng sem konan hafði af Hallgrími. Konan lýsti því að maðurinn hefði tekið Hallgrím hálstaki. Stuttu síðar hafi hann sagt hann látinn. Þessar upplýsingar höfðu ekki áður komið fram í frásögn kon- unnar, hvorki við yfirheyrslur hjá lögreglunni né fyrir dómi. Aðspurð um ástæður þess sagði konan að hún hefði ekki munað þetta fyrr. Atburðarásin hefði hins vegar rifjast upp fyrir henni með- an hún hún hafi setið í gæslu- varðhaldi. Konan var handtekin hinn 24. júlí í fyrra og hefur verið í haldi síðan. Aðalmeðferð í máli ríkissaksókn- ara gegn konunni hófst í gær. Hún er ákærð fyrir manndráp og er einnig sökuð um að hafa skömmu áður en hún varð Hallgrími að bana slegið hann og rænt af hon- um peningaveski með um 100.000 krónum. Tókst á við hann en varð honum ekki að bana Konan hefur ávallt neitað sak- argiftum en sagði í gær að Hall- grímur hefði látið sig fá seðlabúnt, en hún sagðist þó ekki viss um fjárhæðina. Nokkru síðar hefði komið til ryskinga á milli þeirra. Átökin hefðu þó ekki verið alvar- leg og hann hefði verið á lífi þegar hún skildi við hann. Undir lok átakanna hafi Hall- grímur skorið hana í báðar hendur með glerbrotum úr áfengisflösku. Hún hafi því farið út úr herberg- inu til að búa um sárið. Stuttu síðar hafi hún séð átök á milli Hallgríms og karlmannsins. Hann hafi m.a. slengt höfði Hall- gríms upp við vegg en síðan sest klofvega ofan á hann og tekið hann hálstaki. Hann hafi stuttu seinna sagt Hallgrím látinn. Hún hafi þá hafið lífgunartilraunir en síðan lagt Hallgrím á hliðina þar sem hún taldi sig finna andardrátt. Konan hefur við rannsókn máls- ins gefið nokkuð misjafnar útskýr- ingar á því hvernig hún skarst á höndum. Eftir að hún var hand- tekin var hún færð í læknisskoðun. Læknirinn sem skoðaði konuna sagði við fyrirtöku málsins á föstu- dag að skurðirnir bentu ekki til þess að þetta væru varnaráverkar en konan hefur haldið því fram að Hallgrímur hafi ráðist á hana með brotinni áfengisflösku. Frásögn karlmannsins af atburðarásinni er allt önnur. Hann segist þó hafa slegið Hallgrím þennan dag en höggið hafi að mestu geigað og því ekki verið þungt. Maðurinn kvaðst hafa sofið í íbúðinni á Leifsgötu 10 aðfaranótt laugardags en farið þaðan snemma morguns og ekki komið aftur fyrr en síðdegis. Hann hafi þá verið verulega ölvaður. Hann hafi sest í stól og dottað en rumskað af og til og þá séð Hallgrím og konuna tak- ast á. Loks hafi hann heyrt þegar flaska brotnaði. Hann sá þá að konan hafði skorist á hendi. Þegar hann leit á Hallgrím hafi honum fundist hann torkennilegur, líkt og hann væri látinn. Hann segist þá hafa gert tilraun til að lífga hann við en án árangurs. Ákærði man ekki atburði Hinn karlmaðurinn sem ákærð- ur er fyrir hylmingu er hálfsjötug- ur. Hann bar fyrir dómi í gær að hann myndi ekkert eftir atburðum hinn 23. júlí. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann hefði fengið heila- blóðfall fyrir nokkrum vikum og hefði við það misst minnið. Í lögregluskýrslu sem tekin var af manninum sagðist hann hafa séð konuna löðrunga Hallgrím og síðan tekið af honum seðlaveski. Þetta gat maðurinn ekki staðfest fyrir héraðsdómi enda sagðist hann alls ekkert muna eftir þessu. Eftir að átökunum lauk fóru konan og eldri karlmaðurinn á veitingastað í nágrenninu. Konan sagði fyrir dómi að nokkru eftir miðnætti hafi hún ásamt öðrum manni farið á Leifs- götu 10 til að athuga með Hall- grím. Þau hafi þá komið að honum látnum. Ákærð fyrir hafa orðið manni að bana á Leifsgötu 10 í júlí í fyrra Segir hann hafa látist í kjöl- far átaka við annan mann BÆJARSTJÓRN Stykkishólms boðaði til almenns fundar 1. mars þar sem kynnt var hugmynd um skipulag gamla miðbæjarins í Stykkishólmi. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar Stykkishólms í nýja ráðhúsinu fyr- ir tveimur árum var skipuð þriggja manna nefnd til að gera tillögur að deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn. Nefndin hefur fengið til liðs við sig Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt til að vinna úr hugmyndum og koma með tillögu um nýtt skipulag. Með honum starfar við verkefnið Sig- björn Kjartansson Á fundinum kynnti Bæring tillögu þeirra. Hún skiptist í 4 liði. Í fyrsta lagi að þétta byggð í gamla miðbænum og fylla í eyður við Aðalgötu og Hafnargötu. Í öðru lagi að gera útivistar- og samkomusvæði á milli gömlu kirkjunnar og Frúar- hússins. Í þriðja lagi að gera safn- asvæði við Norska húsið og versl- un Skipavíkur og í síðasta lagi garður og útivistarsvæði á því svæði sem slökkvistöðin er. Hann leggur til að húsnæði Skipavíkur verði gert að bátasafni. Fyrir liggur að Aðalsteinn í Hvallátrum vill gefa Stykkis- hólmsbæ þrjá gamla báta og er mikill áhugi fyrir því að þiggja þá höfðinglegu gjöf og koma bát- unum fyrir á fyrirhuguðu safna- svæði. Fjölmenni sótti kynningarfund- inn og sýnir það hvað Hólmarar hafa mikinn áhuga á að fylgjast með og taka þátt í að móta fram- tíðarskipulag gamla bæjarins, þar sem gömlu húsin mynda fallega umgjörð og gera svæðið aðlaðandi fyrir bæjarbúa og ferðamenn. Við- brögð fundarmanna voru jákvæð og bæjarbúar komu með fjöl- breyttar hugmyndir sem verða skoðaðar betur. Nú verður haldið áfram að útfæra skipulagið og er það von nefndarmanna að end- anlegar tillögur að skipulaginu liggi fyrir á þessu ári. Gamli miðbærinn í Stykk- ishólmi skipulagður Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Mikill fjöldi Hólmara sótti kynningarfund um nýtt skipulag gamla miðbæjarins í Stykkishólmi. Á myndinni er Dagbjört Höskuldsdóttir að koma með ábendingar, en hún er ein þeirra sem býr í gamla miðbænum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudaginn Guðmund Njál Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmlega 800 e- töflum til landsins. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur gæsluvarð- hald sem hann hefur setið í frá 16. október sl. Guðmundur St. Marteins- son héraðsdómari kvað upp dóminn. Tollverðir stöðvuðu Guðmund við komuna til landsins frá Þýskalandi og leituðu á honum. Fíkniefni fund- ust hvorki á honum né í farangri hans en grunsemdir vöknuðu um að hann hefði falið fíkniefni innvortis. Hann var því handtekinn og færður lög- reglunni í Reykjavík þar sem hann játaði innflutning fíkniefna innvortis. Röntgenmynd sýndi að hann hafði litla böggla innvortis. Samkvæmt efnaskýrslum lögreglunnar var hann alls með 819,5 e-töflur innvortis. Þeim hafði hann komið fyrir í smokk- um sem hann síðan gleypti. Fyrir dómi kvaðst hann hafa ætlað að selja flestar töflurnar en 50-150 stk. ætlaði hann til eigin neyslu og kunningja sinna. Töflurnar hafði hann keypt í Amsterdam. Auk fangelsisvistarinnar var Guð- mundi gert að greiða Pétri Arnari Sverrissyni hdl. 60.000 kr. í mál- svarnarlaun. Kolbrún Sævarsdóttir flutti málið fyrir hönd ákæruvalds- ins. Fangelsi í 3 ár fyrir smygl á e-töflum HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi á fimmtudag tvo unga menn fyrir árás og hótanir gegn tveimur lögreglumönnum og dyraverði skemmtistaðar í nágrenni Borgar- ness. Atburðurinn átti sér stað þann 10. október 1999. Annar mannanna var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi en hinn til greiðslu 50.000 króna sektar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að óhæfilega lang- ur tími hefði liðið frá því brotið var framið og þar til ákæra var gefin út. Málsatvik eru þau að lögreglan var kölluð að veitingastaðnum en þar hafði komið til átaka milli dyravarðar og mannanna tveggja. Þegar lög- reglan kom á staðinn voru mennirnir komnir út. Annar þeirra var þá með talsverðan skurð á hendi eftir að hafa brotið rúðu í útidyrahurð. Mennirnir veittu mikla mótspyrnu við handtöku og reyndu að berja og sparka í lögreglumennina. Þeir voru þó yfirbugaðir, settir í járn og færðir á lögreglustöðina. Í lögreglubílnum höfðu mennirnir í hótunum við lögreglumennina og hétu því að vinna fjölskyldum þeirra tjón. Sá slasaði endurtók hótanirnar á meðan læknir gerði að sárum hans. Lögreglumennirnir hrufluðust og mörðust við átökin og hlutu bólgur. Dyravörðurinn meiddist einnig. Annar mannanna hafði tvisvar áð- ur hlotið skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir þjófnað. Þá hefur hann verið dæmdur til sektargreiðslna vegna hótana og skemmdarverka. Hann var nú dæmdur í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Refsing- in fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Hinn maðurinn var dæmdur í 50.000 króna sekt. Mennirnir voru að auki dæmdir til að greiða sakar- kostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Inga Tryggvason- ar hdl. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd rík- issaksóknara. Finnur T. Hjörleifs- son héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdir fyrir árás og hót- anir við lög- reglumenn ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR um tvítugt slasaðist á hendi þegar hann ók á ljósastaur á Hafnarfjarð- arvegi skammt norðan Hamraborgarbrúar aðfara- nótt sunnudags. Aðkoma að slysinu var ljót, að sögn lögreglu í Kópavogi, og varð að loka Kringlumýr- arbraut til suðurs í hálftíma á meðan unnið var við að koma manninum út úr bílnum. Hann var einn í bílnum og er grunaður um ölvun við akst- ur. Ók á ljósa- staur grun- aður um ölvun VEÐUR var með hlýrra móti í febrúar og þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna hlýrri febrúarmánuð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni. Í Reykjavík voru sólskins- stundir 91,8, sem er 39,8 stund- um umfram meðallag. Meðal- hitinn var -0,2 gráður sem er 0,6 gráðum undir meðallagi og úrkoma mældist 80,8 mm, sem er nokkuð umfram meðallag. Sólskinsstundir færri en venjulega Á Akureyri var meðalhitinn -0,6 gráður og er það 0,9 gráð- um yfir meðallagi. Úrkoman mældist 34 mm og reyndist úr- koman fimmtungi minni en venja er í febrúar. Sólskins- stundir voru 28,2 sem er 7,8 stundum færra en venja er á Akureyri í febrúar. Á Akurnesi á Hornafirði var meðalhitinn 0,5 gráður og úr- koman mældist 163,3. Á Hvera- völlum var meðalhitinn -5,9 gráður, úrkoman mældist þá 91,9 mm og sólskinsstundir voru 59,2. Febrúar- mánuður í hlýrra lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.