Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gjöfin þín Gjöfin þín Ótrúlegt en satt - gjöfin þín sem fylgir ef keyptar eru vörur fyrir 5.000 kr. eða meira* Snyrtifræðingar frá veita faglega og persónulega ráðgjöf varðandi val á snyrtivörum *ath. taska örlítið frábrugðin. *í boði meðan birgðir endast. Álfheimum 74, sími 568 5170 Spönginni sími 577 1577 fimmtudag, föstudag og laugardag fimmtudag og sföstudag www.lancome.com ÉG finn mig knúinn til að svara með nokkr- um orðum grein Kar- enar L. Kinchin þar sem hún gagnrýnir notkun á Ritalíni við meðferð á ofvirkni/at- hyglisbresti (ADHD). Ekkert barn hér á Ís- landi er sett á ritalín nema að undangeng- inni nákvæmri rann- sókn og greiningu. Og ólíkt því sem Karen heldur fram er það ekki vegna þess að börnin fylla ekki vænt- ingar fullorðinna, held- ur er greiningin vís- indalega útfærð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (WISC-III- greindarpróf, Rey Osterieth-próf, Stroop-próf sem metur starfsemi framheila, ásamt spurningalistum sem lagðir eru fyrir foreldra). Ég get ekki skilið hvernig eiturlyfja- neytendur í Bandaríkjunum geta sent börn sín til lækna og fengið dóp út á það. Og að Karen skuli ætla að það sé það sem við eigum í vændum hér er þvílík fásinna og fáfræði að það hálfa væri nóg. Starfsfólk barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans (BUGL), Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, fjöldi geð- lækna og taugasálfræðinga ásamt öðrum sem unnið hafa þrekvirki í baráttunni fyrir börnin okkar eiga einfaldlega ekki skilið þá neikvæðu og niðurrífandi gagnrýni sem grein Karenar felur í sér. Börn með of- virkni/athyglisbrest og foreldrar þeirra hafa um langa hríð þurft að berjast við fordóma í samfélaginu, fordóma um lélegt uppeldi, fordóma um slæmar fjölskylduaðstæður og jafnvel fordóma um fátækt. Ekkert af þessu veldur ofvirkni/athyglis- bresti, aftur á móti getur verið um arfgeng einkenni að ræða (van den Oord & Rowe 1997). Karen heldur fram að ritalín geri ekkert fyrir börnin annað en að dópa þau upp og jafnvel valda hjá þeim geðtruflunum. Ég vil benda á tvær af mörgum rannsóknum sem afsanna þessa bábilju. Rannsóknir þessar voru gerðar af Dr.Lily Hechtman, prófessor við McGill-há- skólann í Montreal, Kanada, og Dr. Howard Abikoff í New York 1999, önnur náði yfir tveggja ára tímabil og hin í fjórtán mánuði. Rannsökuð voru annars vegar 100 börn og hins vegar 579 börn. Öll fengu börnin faglega meðferð hjá sálfræðingum, geð- læknum, sérkennurum og ásamt því fengu for- eldrar þeirra fjöl- skylduráðgjöf og hjálp til að vinna með börn- um sínum. Hluti barnanna fékk lyfja- gjöf (ritalín) og var niðurstaða rannsókn- anna í meginmáli sú að þau börn sem fengu lyfjagjöf sýndu fram- farir langt umfram þau sem ekki hlutu lyfja- meðferð. Þeim gekk mun betur í skóla, lentu síður í útistöðum við félaga sína og fjölskyldur og að auki sýndu þessar rannsóknir eins og fjölmargar aðrar að þau börn sem fá ritalín eru síður í áhættu að ánetjast fíkniefnum, bæði ólöglegum og lög- legum. Karen talar um að lyfin dragi úr tali og hreyfingu, börnin verði „uppdópuð“. Mín reynsla af börnum sem eru á ritalín-lyfinu er ekki neitt í þessari líkingu. Þau tala ekkert minna eða hreyfa sig minna, hinsvegar ná þau að setja hugsanir sínar og orð í samhengi, þ.e. þau ná að hugsa áður en þau tala og í stað þess að hreyfingar þeirra séu ýktar og klaufalegar ná þau að stjórna þeim. Börn sem eru á ritalíni ná að einbeita sér að lærdómi í skóla og heima, þau ná að mynda tengsl við félagana, þau einfaldlega ná að vera þau sjálf. Karen talar líka um að það séu engar sannanir fyrir því að ADHD (ofvirkni/athyglisbrestur) sé af líf- rænum toga og heldur fram að skert heilastarfsemi hjá „ofvirkum“ börn- um stafi af lyfjunum sjálfum. Ef Karen kærði sig um gæti hún nálg- ast ótal rannsóknir sem sýna fram á að skert starfsemi í framheila er ein af orsökum ofvirkni/athyglisbrests, hins vegar er ekki sannað hvers vegna svo er, hvort það er af völdum erfiðrar fæðingar, einhvers sem gerst hefur á meðgöngu eða erfða. Hitt er óumdeilanlegt að ofvirkni/ athyglisbrestur er ekki komin til vegna hlutdrægra skoðana foreldra sem ekki þola óþekkt barna sinna, eða vegna hagsmuna lyfjafyrir- tækja. Reyndar á Karen sér skoð- anasystkin hvað varðar samsæri lyfjafyrirtækja og þeirra á meðal er t.d. forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, en hann heldur því fram að kenningin um að HIV-veiran valdi alnæmi sé runnin undan rifjum vest- rænna lyfjafyrirtækja svo þau geti selt Afríkuþjóðum lyf, dæmi nú hver fyrir sig. Karen klykkir út með að segja að þeir foreldrar sem trúa því að börn þeirra séu með skerta heilastarf- semi séu að svíkja sjálfa sig um að taka þátt í lífi barna sinna. Ég leyfi mér fyrir þeirra hönd að mótmæla þessum aðdróttunum. Þessir for- eldrar eru alla daga og nætur að berjast hetjulega fyrir börnin sín líkt og aðrir foreldrar langveikra barna. Þeir reyna eftir fremsta megni að búa þeim það umhverfi þar sem þau þrífast best og leita eft- ir umönnun hjá því frábæra fagfólki sem við hér á Íslandi erum svo heppin að búa að. Með grein sinni elur Karen á fordómum gagnvart þessum yndislegu börnum og for- eldrum þeirra. Ég hvet líka foreldra, læknastétt, félags- og menntastofnanir til að líta þessi mál alvarlegum augum. Það er alvarlegur hlutur þegar ráðist er gegn þeim úrlausnum sem hjálpað hafa börnum okkar í baráttunni um að vera gjaldgeng í lífsmynstrinu. Það er sannarlega alvarlegur hlutur þegar alið er á fordómum gagnvart þeim sem greindir hafa verið ofvirk- ir með athyglisbrest. Tökum ábyrgð og verndum börnin okkar. Fordómar og ritalín Ásgeir Kr. Ólafsson Sjúkdómar Það er alvarlegur hlutur þegar ráðist er gegn þeim úrlausnum, segir Ásgeir Kr. Ólafsson, sem hjálpað hafa börnum okkar í baráttunni um að vera gjaldgeng í lífsmynstrinu. Höfundur er húsasmíðameistari og aðstandandi barna með ofvirkni/ athyglisbrest. HEIMINUM má líkja við stóra bók. Sá, sem ekki ferðast, les aðeins eina síðuna. Þannig mælti Ágústus keisari Rómaveldis fyrir meira en tveimur þúsundum ára. Ef við höldum þessari sam- líkingu áfram, er stóra bókin – heimurinn – orðin auðlesnari á okk- ar dögum en fyrir 2000 árum. Svo er hinum hröðu og þægilegu samgöngutækjum nú- tímans fyrir að þakka, ólíkt því sem áður var. Ferðalög um heiminn eru orðin snar þáttur í lífi fólks og má segja að þau séu hluti af lífs- mynstri almennings. Hjá mörgum vakir þráin að kynnast hinu óþekkta og framandi, losna úr viðjum hvers- dagsleikans um hríð. Hið nýja og óþekkta getur haft þau áhrif, að við- horf breytast, þekking eykst og hugurinn öðlast nýjar víddir. Ferða- lög fólks ættu að geta aukið skilning og umburðarlyndi ólíkra þjóða og menningarheima í millum. Tilgangur með ferðalögum er vitaskuld af ýmsum toga. Í því sam- hengi má nefna ferðalög, sem farin eru í þeim tilgangi að kynnast eða rannsaka sögu, stjórnarfar, þjóð- félagsaðstæður, fornminjar o.s.frv. Íþróttafólk er mikið á faraldsfæti milli heimshluta í þeim tilgangi að taka þátt í keppnis- leikjum og þannig mætti lengi telja. Síðan eru það trú- lega flestir, sem ferðast í skipulögðum hópum til fjarlægra landa til þess að njóta náttúru- fegurðar og heimsækja og skoða merka staði, sem tengjast sögu eða menningu viðkomandi lands. Eitt þeirra fjöl- mörgu landa, sem búa yfir einstæðri náttúru- fegurð og stórbrotinni sögu, er Suður-Afríka. Óvíða er að finna jafn- hrífandi náttúrfyrirbæri, gróður og landslag, dýralíf, borgir og borgar- líf, sem dregur til sín milljónir ferða- manna á ári hverju. Íslendingar hafa átt þess kost á síðastliðnum áratug að fara til Suð- ur-Afríku í skipulögðum hópferðum undir leiðsögn Ingólfs Guðbrands- sonar. Ein slík ferð býðst nú lands- mönnum um næstu páska og er óhætt að fullyrða, að þeirra, sem þangað leggja leið sína, bíður mikið ævintýri. Undirrituð hefur tvisvar átt þess kost að ferðast um Suður-Afríku og er skemmst frá því að segja, að áhrifaríkari ferðir er vart hægt að hugsa sér. Fyrri ferðin var farin ár- ið 1991, aðeins fjórum árum eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin, en hin síðari árið 1998. Meðan dvalist var í Höfðaborg í síðari ferðinni gafst okkur einstakt tækifæri að heimsækja þinghúsið og skoða þá sögufrægu byggingu undir leiðsögn skrifstofustjóra þingsins, Patric Tariq Mellet. Auk þess að sýna okk- ur bygginguna og segja sögu henn- ar, fræddi hann okkur um stöðu stjórnmála og uppbyggingu í land- inu. Hann lýsti fyrst þeim miklu breytingum, sem höfðu orðið á stjórnarfari landsins með nýrri stjórnarskrá og ennfremur fjallaði hann um þá uppbyggingu í landinu, sem væri hafin eftir stjórnarskiptin. Mellet dró þó ekki dul á þau stóru og miklu vandamál, sem við væri að glíma og nefndi m.a. húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál o.fl. All- ur þessi vandi bitnar öðru fremur á þeldökkum íbúum landsins. Vandinn er vissulega djúpstæðari og marg- þættari en svo að unnt sé að leysa hann nema á löngum tíma. Mellet sagði okkur frá því, að hann hefði dvalið 12 ár í útlegð á tímum að- skilnaðarstefnunnar fyrir stuðning sinn við ANC, Afríska þjóðarráðið. Þeir sem fylgjast með þróun mála í Suður-Afríku harma það hversu seint gengur að koma á breytingum til betri lífskjara hinna fátæku íbúa landsins. Þar er mikið verk að vinna. En það væri fávíslegt að dæma slíkt og setja fram á þann veg að ferða- menn forðuðust að leggja leið sína þangað. Það getur varla verið í þágu Suður-Afríku að dregin sé upp svo dökk mynd, þar sem því versta er á loft haldið. Slíkt getur orðið til að ala á fordómum og viðhalda vanþekk- ingu. Engin þjóð þarf á því að halda og allra síst Suður-Afríka. Þvert á móti, eins og áður sagði, geta ferða- lög einmitt orðið til þess að efla skilning og auka þekkingu, sem get- ur– og hefur sem betur fer – leitt til stuðnings við aðþrengda hópa. Enda þótt þátttakendur í skipu- lögðum hópferðum til Suður-Afríku séu ekki í stakk búnir til að setja sig inn í þjóðfélagsleg vandamál – enda ekki tilgangur ferðarinnar – fer ekki hjá því að andstæðurnar blasi við og veki upp ótalmargar spurningar. Ferðir mínar til Suður-Afríku höfðu mikil áhrif og urðu til þess að vekja áhuga minn á landi og þjóð og hefur hann fylgt mér síðan. Sannarlega óska ég þess, að Suður-Afríka beri gæfu til að sigrast á þeim erfiðleik- um, sem við er að etja og líf hinna fá- tæku verði bærilegra í þessu gjöfula og gróskuríka landi. Ég er þess fullviss, að Suður-Afr- íka og flestar aðrar þjóðir vilja laða að sér sem flesta ferðamenn og taka vel á móti þeim. Suður-Afríkumenn vilja veita góða þjónustu og þeim er í mun að greiða götu ferðamanna og forsvarsmanna ferðamála hvaðan sem þeir koma úr heiminum. Suður- Afríkumönnum er eins og öðrum mikið í mun að ferðamaðurinn haldi þaðan með góðar minningar og rík- ari að reynslu og upplifunum. Eng- inn ætti að þurfa að óttast glæpi eða sjúkdóma, ef varlega er farið. Í flestum stórborgum heimsins eru hverfi, sem geta verið ferðamönnum hættuleg og eru stórborgir Suður- Afríku síst undantekning í þeim efn- um. Að þessu sögðu er ástæða til að hvetja sem flesta til að líta Suður- Afríku með eigin augum, landið sem hefur alið eitt mesta mikilmenni mannkynssögunnar, Nelson Mand- ela. Suður-Afríka – Land fyrirheita Margrét Margeirsdóttir Ferðalög Það getur varla verið í þágu Suður-Afríku að dregin sé upp svo dökk mynd, þar sem því versta er á loft haldið. Margrét Margeirs- dóttir segir að slíkt geti alið á fordómum og við- haldið vanþekkingu. Höfundur er áhugamaður um ferðalög og hefur skrifað bók um Suður-Afríku. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.