Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness varð þess óþægilega heiðurs aðnjótandi að verða goðsögn í lif- anda lífi. Nafn hans varð eins og nýyrði fyrir hugtakið réttvísi þegar hann kom, ásamt hópi sínum, „hin- um ósnertanlegu“, glæpakonungi Chicaco, Al Capone, á bak við lás og slá. Fyrir vikið varð Ness að þjóð- hetju og raunir hans efniviður í sjónvarpsþáttaröð og síðar í kvik- myndina The Untouchables þar sem Kevin Costner fór með hlut- verk Ness, Robert De Niro lék Capone og Sean Connery hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á samstarfsmanni Ness, Jim Malone. En þar var „ævintýrum“ Eliot Ness ekki lokið. Og eftir því sem á́ eftir kom að dæma var Ness ef til vill mun áþreifanlegri en nafngiftin á lögregluhópi hans gaf í skyn. Nokkrum árum eftir að Capone var innpakkaður fangelsisveggjum vegna ógreiddra skatta í lok þriðja áratugarins fluttist Ness til Cleve- land þar sem hann gerðist yfirmað- ur öryggismála. Þar varð hann fyr- ir mikilli gagnrýni vegna þess hve illa honum varð ágengt að stöðva fjöldamorðingja nokkurn sem drap 23 einstaklinga á hrottafenginn hátt. Bókin Torso eftir Brian Michael Bendis og Marc Andreyke fjallar um þessa atburði. Bókin hefst á blaðamannafundi í Cleveland þar sem borgarfulltrúar eru að bjóða Ness opinberlega vel- kominn til starfa. Eitthvað hefur verið um líkfundi í borginni, þar sem fórnarlömbin eru hræðilega limlest og nánast handan þess að hægt sé að bera kennsl á þau. Ness fær reglulega orðsendingar frá morðingjanum á póstkortum þar sem hann gerir miskunnarlaust grín að getuleysi Ness og lög- reglunnar til að hafa uppi á sér. Þetta hljómar allt eins og gömul rulla í hasarmynd. Ekki skrýtið og í raun ótrúlegt að ekki sé búið að gera kvikmynd eftir þessari sögu, þarna er að finna ekta glæpasögu- drama úr raunveruleikanum þar sem aðalsöguhetjan er hvorki meira né minna en þjóðhetja í Bandaríkjunum. Þetta ætti því vit- anlega að vera skothelt efni í stór- mynd. Það eru líklegast tvær megin- ástæður fyrir því að myndin er enn ógerð. Sú fyrri er líklegast sú að það er ekki svo vinsælt að sjá „þjóð- hetjur“ haga sér á einhvern annan máta en hetjulega. Ness var í mik- illi sálarkreppu vegna hins gífur- lega álags vinnu sinnar og stöðugra árekstra í einkalífinu. Seinni ástæðan er líklegast sú að morðing- inn náðist aldrei. Það þýðir þó ekki að það hafi ekki verið nein málalok og lesendur bókarinnar eru alls ekki látnir hanga eftir í lausu lofti. Hinir raunverulegu atburðir voru hinsvegar ekki gerðir opinberir á sínum tíma og allar lögreglu- skýrslur um málið hurfu á undar- legan hátt. Bókin er unnin upp úr viðtölum við aðstandendur, blaða- greinum frá þessum tíma og vanga- veltum sérfræðinga um málið. Bókin er afbragðs lesning og sú staðreynd að efniviður hennar er unninn upp úr sönnum atburðum er ávísun upp á það að lesendur henn- ar geta ómögulega lagt hana frá sér fyrr en lestrinum er lokið. MYNDASAGA VIKUNNAR Torso: A True Crime Graphic Nov- el eftir Brian Michael Bendis og Marc Andreyke. Bókin er útgefin af Image Comics árið 2000 og vann hin eftirsóttu Eisner verðlaun. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Frekari ævintýri hins áþreifanlega Elliot Ness Birgir Örn Steinarsson Bíóblaðsdagar í Stjörnubíói 2 á verði eins* miðar *Gegn framvísun þessa miða færðu tvo miða á verði eins á kvikmyndina QUILLS vikuna 2.-9. mars ✄ Fjaðurpennar Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.hradlestrarskolinn.is SÍÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ! Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í starfi? Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í námi? Ef svarið er jákvætt, skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrarnám- skeið vetrarins (aukanámskeið) sem hefst fimmtudaginn 8. mars. - AUKANÁMSKEIÐ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.